Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Síða 33

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Síða 33
Fjölgun mjaðmabrota Á árunum 1965-1989 fjölgaði mjaðmabrotum úr 200 í tæp 500 á 5 ára tímabilum. Um helmingur brota verður á heimilum og helmingur í umferð og vinnu. Ef ekki verður gripið til aðgerða er hætt við því að "heilbrigði árið 2000" verði aðeins orðin tóm. Helstu ráð til úrbóta em: 1. Stórefla aðgerðir gegn heimaslysum. Læknar og hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum og í heimahjúkrun em í lykilaðstöðu í þessu tilfelli. 2. Tíðni mjaðmabrota í umferð er hæst yfir vetrarmánuðina (M.P.A. og G.S., Læknablaðið 70/1988). Hvetja verður borgaryfirvöld til að sinna betur snjómðningi á gangstéttum og götum í íbúðarhverfum. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt nokkuð framtak í því efni (keypt gangstéttarmðningstæki). Aðgerðir til þess að lækka tíðni heimaslysa. Lagt fram á Landsfundi um slysavarnir 1986. Hér á eftir em tillögur um aðgerðir gegn slysum í heimahúsum. Hlutir bygginga. Flest slys verða vegna falls eða hras. Tröppur eru langhættulegastar. Mörg slys verða í hringstigum. Breyta þarf byggingarreglugerð í þá veru að í öllum fjölbýlishúsum, verslunum og skrifstofuhúsum sé a.m.k. einn stigagangur með beinum stigum. Handrið verða að vera báðum megin í stigum og meðfram veggjum í göngum. Útihurðir. Útihurðir valda mörgum slysum á bömum vegna þess að hurðir falla að stöfum of hratt. Hendur bama klemmast því milli stafs og hurðar. Unnt er að stilla "dyrapumpur" í hægari gang. Samkvæmt rannsókn hér á landi 1977 eru hurðapumpur illa stilltar og lokuðu of hratt. Gólf. Slétt og hál gólf reynast oft hættuleg eldra fólki. Eldra fólk ætti ekki að ganga á skóm með sléttum sólum. Hrágrúmmísólar festast í teppum. Fastar innréttingar. Margir ungir sem gamlir hljóta brunasár af óvörðum eldavélaplötum. Nauðsynlegt er að barnafjölskyldur hafi öryggisgrind á eldavélum eins og tíðkast á öðmm Norðurlöndum. Auðvelt er að framleiða slíkar grindur innanlands. 29

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.