Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 34

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 34
Eldhúsbúnaður og leirtau. Eldhúshnífar valda mörg hundruð slysum á ári hverjum. Oft verða þessi slys við skurð á frosnu kjöti eða fiski. Matur og drykkur. Flest slys verða vegna þess að fullorðið fólk missir heitan mat eða drykk yfir bam sem situr í kjöltu þess. Bamið ætti alltaf að sitja í sér stól. Bein í mat valda oftast slysum meðal eldra fólks og fatlaðra. Efni til hreingerninga. Fjöldi hættulegra erlendra efna em á markaði hér á landi en oft og tíðum fylgja ekki leiðbeiningar á íslensku um notkun og hættur á umbúðunum eins og ákvæði em um erlendis. Islensk efni eru jafnvel ekki merkt. Mörg þessara efna eru mjög hættuleg og hafa valdið alvarlegum slysum. Þessum málum verður að kippa í lag. Setja þæf í lög ákvæði um að innflytjendur og íslenskir framleiðendur beri ábyrgð á merkingum. Svo viðist sem fjármagnskostnaður eftirlitsaðila valdi hér noickru um. Nauðsynlegt er að í hverri íbúð sé efnaskápur sem börn geta ekki opnað, sbr. teikningar af verkamannabústöðum frá 1978. Nú eru þessi efni oftast geymd í ólæstum skáp undir vaski. Börn geta auðveldlega opnað flesta skápana og forvitnilegt að vera þar að leik. Einfaldast er að hafa læsanlegan skáp undir eldhúsvaskinum. Húsgögn. Flest slys verða vegna þess að fólk dettur úr rúmum eða af kollum (eldra fólk). Kollar ættu ekki að vera til í húsum aldraðra. Bólstrunarefni, teppi og rúmföt. Ymis konar gerfiefni eru nú notuð í vaxandi mæli. Við bruna er hætt við kolsýringseitrun og eru skráð fimm dánartilfelli vegna kolsýringseitrunar árið 1979 á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Á sama tíma létust 8 í umferðarslysum á svæðinu. Nauðsynlegt er að veita fólki frekari upplýsingar um hættur er stafa af bruna gerfiefna. Sóllampar. Nokkuð er um brunatilfelli og jafnvel tímabundna blindu. Lampar þurfa að vera útbúnir með úrverki. Snyrtivörur. Ymsar snyrtivörur ætti að geyma í lyfjaskáp. Rafmagnstæki. Slys eru fá. Sjónvarpstæki og ljósatæki eiga að vera vel einangruð. Öryggislokar og innstungur eru nú í flestum íbúðum eftir að reglugerðarbreyting varð í þessu efni. Heimilistækni eru nú með áföstum snúrum. Öryggislok fyrir eldri tegund innstungna er til sölu. Umbúðir. Flest slys verða af völdum niðursuðudósa. 30

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.