Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 36
íþrótta- og frítímaslys
íþróttaslys
I grein Hrafnkels Óskarssonar, í Læknablaðinu árið 1983, um íþróttaslys sem
skráð voru á Slysadeild Borgarspítalans 1985, kom fram að algengustu slysin
verða við knattspymu- og handboltaleiki og síðan leikfimi. Svipaða dreifingu má
finna í norskum og sænskum heimildum.
Á Slysavamarþingum 1983-1990 hefur íþróttakennumm verið boðið til umræðu
um vaxandi slysatíðni. Komið hefur fram að góð upphitun fyrir leiki og leikfimi
hafi þýðingu og geti dregið úr íþróttaslysum. Ennfremur hefur það þýðingu að
leikmenn séu vel varðir (bindi og vafningar). Samkvæmt norskri rannsókn
meiðast flestir fyrstu 30 mínúturnar í leik. Flest meiðslin verða í liði sem hefur
minnstu þjálfunina.
I skólum Hafnarfjarðar gengu skólahjúkrunarfræðingar í skóla og ræddu um
þýðingu góðs undirbúnings, slysagildrur á göngum, andyri og skólalóð og um
góðan búnað fyrir skíðaferðir. Vart varð fækkunar á skólaslysum og meiðslum í
skíðaferðum eftir þá aðgerð.
Helstu heimildir: Tidskr.Norsk Legeforening 1985:105,1757.
Ugeskr.for lœger 1989:151, 2064.
Hestaslys íSkagafirði 1985-1990
Óskar Jónsson, læknir
Á heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki hafa slys verið skráð um lengri tíma
samkvæmt "Egilsstaðaskráningu".
Á heilsugæslusvæðinu búa um 4.000 manns. Frá árunum 1985 til 1990
slösuðust 215 einstaklingar í umferðarslysum en 238 í hestaslysum. í
umferðarslysum voru 53% á alrinum 10-19 ára en í hestaslysum voru 34% á
sama aldri.
Liðáverkar og/eða brot
Opin sár
Minni meiðsl
Dánir
Umferðarslys
21%
26%
52%
2%
Hestaslys
25%
27%
47%
1%
í heild er tíðni hestaslysa 53% og umferðarslysa 47%. Hestaslys eru í raun
algengustu umferðarslys í Skagafirði og er líklegt að svo sé í fleiri sveitum, t.d.
eru hestaslys í öðru sæti á eftir bifreiðaslysum í S-Þingeyjasýslu.
32