Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 45

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 45
Orð og efndir frá landsfundum um slysavarnir á árunum 1983- 1990. Orð og efndir úr tillögum sem varða umferð og hafa komið fram á landsfundum um slysavamir allt frá árinu 1983-1990. I. Landsskráning slysa: Aðgerðir: í samvinnu við Slysadeild Borgarspítalans hefur Landlæknisembættið unnið að því að koma upp landsskráningu allra slysa í samvinnu við heilsugæslulækna. Góð skráning er nú á 15 stöðum á landinu og nær hún til 70% íbúa landsins. Skráningin hefur m.a. orðið heimamönnum hvati til verulega aukinna slysavarnaaðgerða í héraði. Skráningin er bundin við skráningar á slysadeildum og heilsugæslustöðvum. Könnun í Reykjavík leicLdi í Ijós að einungis um 3% umferðarslysa, skráðra hjá lögreglu, er ekki skráð í slysaskrá Slysadeildar Borgarspítalans. II. Umferðarslys: 1. Tillögur um slysarannsóknanefnd hafa verið ítarlega ræddar. Aðgerðir: í umferðarlögum sem samþykkt voru 1987 er dómsmálaráðherra heimilt að skipa slíka nefnd. / tíð Ólafs Þ. Guðbjartssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, var slík nefnd stofnuð. 2. Tillaga um Slysaráð íslands. Aðgerðir: Heilbrigðisráðherra óskaði eftir tillögum "nefndar um varnir gegn slysum" og Landlæknis um skipan þess ráðs. Drög að tillögum voru send til ráðherra. Guðmundur Bjarnason, samþykkti með bréfi að skipa Slysaráð íslands 1991. 3. Tillögur um sektir við vannotkun bílbelta. Aðgerðir: Árlega hafa Alþingi verið sendar tillögur þess efnis. Umferðarráð vann einnig mjög að þessu máli. Alþingi samþykkti "sektir" við vannotkun bílbelta íframsæti einkabifreiða 1987. Árangur þessara aðgerða er að um 50%fœkkun á alvarlegum heila- og mœnuslvsum varð á árunum 1987-1988 meðal þeirra er notuðu bílbelti. Sárum og brotum fækkaði einnig um 40- 60%. Fjölgun varð á hálstognunum en nær undantekningarlaust var um minniháttar meiðsl að ræða. Greiðslur tryggingafélaga hafa hugsanlega orðið til að hvetja fólk til þess að leita frekar en áður eftir bótum vegna þessara slysa og m.a. þess vegna hafa skráðum hálstognunum fjölgað nokkuð. 41

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.