Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Síða 53

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Síða 53
USA, 1991). Sjúkrahúsinnlagnir voru 24% færri meðal ökumanna í bifreiðum búnum loftpúðum. Þessar niðurstöður eru byggðar á athugun á tryggingarbótum vegna 4000 framaná-árekstra, þar sem meðal viðgerðarkostnaður reyndist vera > 300.000 krónur, þ.e. við meiriháttar árekstra. Loftpúðar eru alldýrir í innkaupum og því er lagt til að innflutningur verið tollfrjáls líkt og Norðmenn hafa samþykkt frá 01.01.1993. 3. Rannsóknarnefnd umferðarslysa verði tryggt meira rekstrarfé. Þó að nefnd hafi verið skipuð fyrir nokkrum árum hefur hún lítið starfað vegna fjárskorts! Rannsóknarnefndir umferðarslysa starfa nú í mörgum nágrannalöndum og eru taldar hafa svipaða þýðingu og Rannsóknarnefndir flugslysa. 4. Ökukennsla: Hluti af ökukennslu skal fara fram á malarvegum. Vegir eru víða slæmir á Islandi. Slys vegna útafaksturs eru tíðari hér á landi en í nágrannalöndunum, m.a. á malarvegum. Yfirgnæfandi meirihluti unglinga öðlast ökuskírteini án þess að hafa nokkum tíma ekið á malarvegum! Einnig ber að kenna ungum ökumönnum hvemig bregðast skuli við í slysatilvikum, t.d. í hálku eða ef framhjól fer skyndilega út af vegarbrún o.fl. 5. Ökukennsla: Öllum er ganga undir ökupróf ber skylda til þess að taka námskeið í skyndihjálp á eigin kostnað. Einnig hugsanlegt að tengja þetta skólastarfinu í 10. bekk grunnskóla. R.K. í. heldur skyndihjálparnámskeið með jöfnu millibili. Niðurstöður margra rannsókna, þ.á.m. frá íslandi, sýna að lífshættulega slasaðir einstaklingar sem fá strax skyndihjálp á slysstað fyrir tilstilli leikmanna, hafa mun betri batahorfur en þeir er ekki verða aðnjótandi slíkrar hjálpar. 6. Bifreiðarstjórum og farþegum í leigubílum og skólabílum ber að nota bílbelti.Víða um lönd em ákvæði um þetta atriði. Alvarleg slys hafa orðið á leigubílstjórum og í skólabifreiðum vegna þess að bílbelti vom ekki notuð. Umferðarráð samþykkti á fundi fyrir skömmu að leggja til við ráðherra eftirfarandi breytingar á umferðarlögum: 1. Að hlífðarhjálmar verði lögbundnir við reiðhjólaakstur 6-12 ára bama. Foreldrar skulu vera ábyrgir fyrir því að lögin séu haldin. 2. Heimild fyrir ráðherra að gefa út reglugerð um loftpúðabúnað bifreiða nú þegar. 3. Að rannsóknamefnd umferðarslysa verði tryggt meira rekstrarfé. 4. Um skyldunotkun bílbelta í skólabílum.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.