Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 25

Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 25
ÞjóðleikhúsiS Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen Leikstjóri Gerda Ring. Frumsýnt 26. des. 1962 Þctð er með nokkrum ólíkindum að byggingarmeist- arinn (sbr. t. d. AfturgöngurnarJ Henrik Ibsen skyldi afreka það að setja saman slíkan óskapnað að formi til sem Pétur Gaut. Ef það er satt að Ibsen hafi ekki samið þetta leikrit handa leiksviði er kannski óþarfi að undrast þetta, en þó verður fyrir manni önnur furða — sú, að hann skyldi geta staðizt þá freistingu að gera leikinn þannig úr garði að hœgt yrði að setja hann á leiksvið með sœmi- legu móti, einkum þar sem aðalpersónan, Pétur Gautur, er sérlega „leikrœn" manngerð, með skírum og tilþrifa- miklum einkennum. Um inntak leiksins hefur mikið verið rœtt og ritað, enda skemmst frá því að segja að það hefur gefið hon- um það gildi, sem mölur og ryð fá ekki grandað. I sumum atriðunum er það sett fram á nakinn og áhrifa- ríkan hátt. Hinu verður heldur ekki neitað að Ibsen er í leik þessum nokkuð óvandur að listrœnum meðulum, flökrar t. d. ekki við því að grauta saman stílum og leggur þar með leikstjóranum á herðar eilífan vanda. Leikstjórn Gerdu Ring ber vott um glöggan skilning á innri byggingu leiksins (eftir því sem hœgt er að rœða um innri byggingu í þessu tilviki), táknmál sýningar- innar er skýrt og hispurslaust. Þó virðist leikstjórinn ekki allskostar hafa útfœrt til hlítar sína eigin hugmynd, t. d. i atriðinu í Dofrahöllinni, sem virðist vera hugsað sem endurtekning á veizlunni að Heggstað, einskonar mar- tröð í vitund Gauts, en þó ekki endanlega útfœrt sem slíkt. Ennfremur verður hið smekklausa sólóspil Rúriks Haraldssonar í hlutverki Þjóðverjans að skrifast á reikning leikstjórans. Þess má einnig geta, að í atriðinu á vitfirr- ingahœlinu (sem er útaf fyrir sig skemmtilegt ,,teater") setur leikstjórinn Pétur Gaut í dálítið broslegan vanda með þvi að láta það sem hann segir stangast á við athafnir brjálœðinganna. Meðferð sumra leikaranna á textanum er slœm og stundum beinlínis út í hött. Frú Ring hefur að sjálfsögðu þá afsökun að vera lítt heima í íslenzku máli, en þetta er jafn mikið lýti á sýningunni eftir sem áður. Það er orðið þreytandi að sjá ágœta leikara, eins og t. d. Árna Tryggvason, Bessa Bjarnason og stundum Rúrik Haraldsson, vera sífellt að endurtaka gamlar klissjur. Það er t. d. kominn tími til að Bessi fari að endurskoða handleggja- og fótahreyfingar sínar, járn- smiður hreyfir t. d. ekki útlimi sína eins og sirkusbrúða. Að endingu: Ég hefði kosið að leikstjórinn hefði anað- hvort haft tónlist Griegs óskerta eða sleppt henni með öllu, og hefði sá kosturinn verið miklu beztur. Sann- leikurinn er sá að enda þótt þetta sé ánœgjuleg músik þegar Tómas heitinn Beecham stjórnar henni á hljóm- plötu skjóta þessir rómantísku hljómar skökku við harka- lega ádeilu (á rómantíkina öðru fremur!) og symbolisma leiksins, eins og hún er í umrœddri uppfœrslu gegnir hún alls engum tilgangi (nema kannski að straffa nokkrum tónlistarmönnum), og gerir sýninguna að talsvert meiri óskapnaði en hún annars hefði orðið, fyrir utan það að gefa tilefni til vafasamra fullyrðinga um söng Margrétar Guðmundsdóttur (Sólveig), sem að vísu er ekki góður sem slíkur, en hefði samt kannski orðið býsna hugljúfur einn sér í stað þess að vera parodía af óperusöng með af- skaplega fínu hljómsveitarspili. Það er raunar ógerningur að skapa heilsteypta sýningu á leikriti sem er jafn auðugt af kostum og göllum sem þetta, og þessvegna varla ástœða til að fjargviðrast út í það þótt ekki tœkist það að þessu sinni. Það gladdi mig persónulega að komast að raun um að frú Gerda Ring er ekki af því kúnstnera sauðahúsi sem haldið er órœðum skáldskapargrillum, hún hefur gengið hreint til 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.