Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 8

Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 8
LEIKHÚSMÁL ónotalega við mig hversu erfiðar næstu 7 síður urðu mér og á næstu vikum fór það að renna upp fyrir okkur, aðallega mér, hvað þessi biti var stór og harður undir tönn. Nú varð mér ljóst að þetta snerist ekki eingöngu um það „að þýski textinn legðist Ijúft upp að þeim íslenska", ég þurfti ekki aðeins að læra textann alveg upp á nýtt, heldur þurfti ég líka að læra heilt tungumál um leið! Hægt og örugglega tóku þessar 30 síður af massífum texta að reisast upp á móti mér. Fyrst um sinn tókst mér að hafa húmor fýrir því hvað ég hafði verið mikið barn, en þetta var harður veruleiki og hann varð harðari þegar á leið. Á meðan ég var að læra textann komu þrjú mjög erfið tímabil fýrir mig og þau gengu sífellt nær mér. Fyrsta krísan var svona eins og þegar maður stendur þétt upp við steinvegg, þannig að nefið klessist að- eins. Númer tvö var svipað og að standa með andlitið klesst inn í horn tveggja veggja og það þriðja eins og að standa í horninu og finna þriðja vegginn þrýsta á hnakka sér. Þetta hljómar dálítið dramatískt, en ég held engu að síður að þetta séu ekki ýkjur hjá mér. Frá fyrsta veggnum komst ég á einhverj- um húmor fyrir sjálfum mér og þrjósku. Á meðan annað áfallið stóð yfir var ég farinn að pæla í því hvaða lækni ég gæti fundið sem mundi vilja leggja mig inn á spítala og veita mér þar með löglega afsökun! En mér varð það ljóst að ég mundi aldrei fyrirgefa sjálf- um mér að hlaupa frá þessu og ég varð að vera enn harðari við sjálfan mig. Þriðja krísan kom svo daginn sem ég flaug út til Berlínar á föstudegi, en fyrsta sýningin var næsta mánudag. Þetta undarlega ástand fór sífellt versnandi eftir því sem leið á dag- inn á ferðalaginu (um Kaupmannahöfn og Hamborg). Ég var alveg að örmagnast. Þreytan eftir síðustu vikurnar var að koma fram. Um kvöldið náði ég loks að slaka á og morguninn eftir var hún liðin hjá. Það merkilega gerðist að sýningin lengdist mjög mikið á þýskunni. Á íslenskunni var hún rétt um tveir tímar og fimm mínútur fýrir utan hlé. Við styttum verulega og síð- ustu styttingarnar gerðum við í Berlín, tók- um einkum burt séríslensk fyrirbrigði sem þurft hefði að skýra nánar fýrir Þjóðverjun- um. Samt sem áður varð sýningin tveir og hálfur tími á þýskunni. Á meðan ég var að læra textann hitti ég reglulega Hilde Helgason leiklistarkennara, sem hjálpaði mér ómetanlega með skilning á merkingu og byggingu textans og með fram- burðinn. Hilde er leikaramenntuð í Vín. I Berlín gistum við á litlu hóteli í miðbæn- um og ég fékk mjög stórt herbergi sem við gátum meira að segja æft í. Þýð- andinn okkar, hún Lísa, kom til Berlínar og var túlkur fýrir okkur. Þýðingin hennar var mjög góð og þýskan virtist eiga vel við ná- kvæmnina í texta Garðars. Afi hennar hafði á sínum tíma ráðið sér skyttu til að ráða Hitler af dögum, en það komst upp um þá og afinn var um tíma í Sachsen- hausen áður en hann var tekinn af lífi. Fyrsta sýningin var í Maxim Gorki Theater við Unter den Linden-breiðgötuna í hjarta Ber- línar. Lítið og notalegt leikhús, en - sviðið var hallandi! í sýning- unni er ég talsvert á ferðinni með sjúkrakerru á hjólum um sviðið og stend meira að segja einusinni upp á henni. Nú þurftum við í skyndi að æfa öll þessi atriði þannig að ég notaði bremsurnar á kerrunni. Við náðum einni æf- ingu á sviðinu um mánudaginn og svo kom frumsýningin um kvöldið. Á undan frumsýningunni voru þrjár ræður, en ég var búinn að undirbúa mig fýrir þetta og þær trufluðu mig ekki. Fyrir sýning- una tókst mér að semja við sýn- ingarstjórann þýska um að brunaverðirnir tveir sætu ekki alveg fremst í sviðsrammanum. Ég þurfti á allri minni einbeitingu að halda og tveir menn svo áber- andi í sjónlínu minni hefðu gert mér lífið leitt. Ég man ekki mjög mikið eftir sýningunni, nema hvað ég svitn- aði einhver ósköp, sem ég var ekki vanur að gera. Ég held ég hafi bara einusinni hikstað eitt- hvað verulega á texta, en mér tókst að krafla mig út úr því. Auðvitað talaði ég með hreim en það kom ekki að sök í þessu til- felli og mér voru fyrirgefnar hinar ýmsu kynvillur í meðferð nafnorða og greinanna. Meðal sýningargesta var hópur fýrrverandi fanga í Sachsen- hausen. Það var einkennilegt að leika fyrir þá. Þeir voru flestir úr hópi yngri fanga í Sachsenhausen og einhver þeirra hefði vel getað þekkt Leif. Eftir sýninguna hittum við for- stöðumennina frá Sachsenhaus- en, íslensku sendiherrahjónin og 6

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.