Leikhúsmál - 01.12.1995, Page 14

Leikhúsmál - 01.12.1995, Page 14
LEIKHÚSMÁL MYLSNA liggur í orðum kvartarans sem vitnað er til hér að framan: þeir þurfa einungis að ætla sér 'lengri tíma'. Æfingatími til spillis Æfingatímabil í leikhúsum hérlendis eru lík- lega með þeim lengstu sem gerast. Æfinga- tímanum er oft ótrúlega kæruleysislega var- ið og það er nánast orðin viðtekin heíð hér heima að framan af æfingatímabilinu taki fólk það heldur rólega og ekki þykir frá- gangssök þótt leikarar séu með handritin í höndunum meira eða minna fyrstu þrjár vikur æfingatímans, nema auðvitað í þeim leikhóp- um sem hleypa leikur- unum ekki nærri hand- ritinu fyrr en þeir eru búnir að 'impróvísera' frá sér ráð og rænu í margar vikur. Sannleik- urinn er sá að ég hef aldrei séð neitt gerast af gagni við uppfærslu leik- rits fyrr en leikararnir eru búnir að læra text- ann sinn. Það má raunar einu gilda hvort leikhóp- arnir eru framsæknir, íhaldssamir, sjálfstæðir, frjálsir, metnaðarfullir, tilraunahneigðir, spuna- fíknir, pólitískir, ríkis- styrktir eða eitthvað annað: Akkillesarhæll þeirra allra er lausbeisl- að viðhorf til textalær- dóms og þar með til nýtingar æfingatímans. Víða í hinum siðmenntaða leikhúsheimi, bæði vestan hafs og austan, eru venjulegir atvinnuleikhópar í þann veginn að frum- sýna þegar við hér heima erum tilbúin að sleppa handritinu. Lœrðu textann þinn: niðurlag Peter Barkworth slær botninn í umfjöllun sína um textalærdóm þar sem hann segir eitthvað á þá leið að það sé við hæfi að ljúka þessum yfirdrifið langa kafla með smáat- hugasemd: „Mér finnst að æfingar eigi að vera skemmtilegar. Vinnan verður í öllu falli betri og tekur skemmri tíma ef það er spaug- að svolítið og hlegið, hvort heldur verið er að æfa kómedíu eða tragedíu. En vel að merkja, spaug og gamansemi er aðeins möguleg á leikæfingum ef leikararnir hafa ekki of mörgu öðru að sinna. Að læra textann utan- bókar, jafnskjótt og maður fær handritið í hendur, losar alla undan leiðindum og þreytu á æfingatímanum, 'léttir' vinnuálag- ið og þar af leiðandi andrúmsloftið. Að 'létta' sér (og öðrum) vinnuna með því að læra textann strax, er fýsilegt fyrir alla leik- ara, ekki síst þá sem komnir eru af léttasta skeiði. Hér áður fyrr tók það mig u.þ.b. viku að „koma texta alveg heim og saman í flutn- ingi“, eins og ég kalla það, þ.e. eftir að hafa lært textann alveg utanbókar. Nú tekur það mig allt að þrjár vikur.“ (P.B. er á sextugasta og öðru aldursári þegar hann bætir við þess- um orðum.) „Það er átakanlegt að horfa upp á leikara streða við að koma ffá sér texta, sem þeir hafa rétt nýlokið við að „kynna sér“. Óðagot og örvænting á leiksviði er átakanleg. Ætti að forðast ef mögulegt er. Ertu enn á öndverð- um meiði? Nú jæja, þú um það! - Peter Bark- worth.“ Eftirmáli: Laurence Olivier, lávarður meðal leikara Laurence Olivier hafði það fyrir reglu að mæta á fyrsta samlestur með textann á hraðbergi. I síðustu sviðsrullunni sem hann æfði og lék (hlutverk John Tagg í leikritinu The Party eft- ir Trevor Griffiths), fór hann, sextíu og sex ára gamall maðurinn, með gríðarlega efnismikinn texta er m.a. fól í sér rúmlega tuttugu mín- útna mónólóg, sem hann auðvitað flutti reiprennandi og utanbókar án þess að hiksta á fyrsta samlestri. Olivier segist þannig ffá: „Það skelfilegasta við þetta magnaða hlut- verk var þessi langi mónólóg; ég kominn hátt á sjötugsaldur og sviðsöryggið oft verið í betra lagi. Það fór ekki hjá því, er ég tók að föndra við textann, að sá beygur læddist að mér að þegar til kastanna kæmi myndi ég klikka, gleyma öllu - „fá black out“. En til þess að bægja þessum hugsunum frá mér og til að koma í veg fyrir að martröðin gengi eftir, einsetti ég mér að verja sumrinu í að læra textann. Á hverjum degi, klukkan sex árdegis, var ég lagstur flötum beinum á garðbekkinn heima hjá mér, þar sem ég glímdi við textann til klukkan átta og bætti við tólf til fimmtán línum í hvert skipti. Ég held að ekki sé út í hött að ætla að heilinn sé hvað skýrastur árla morguns og morgnarnir því ákjósanlegasti tíminn til að læra texta. Þegar maður er ungur er eftirmiðdagurinn og auðvitað kvöldin í góðu lagi líka; það má raunar einu gilda hver tími sólarhringsins er, þegar maður er enn í blóma lífsins.“ (Or sjálfsævisögu L.O., fýrra bindi, Játningum leikara, hrásnarað úr ensku). Ég hef aldrei séð neitt gerast að gagni fyrr en leikararnir eru búnir að læra textann. MARÍA ELLINGSEN er snúin heim eftir fjögurra ára starf í Bandaríkjunum, þar sem hún lék m.a. í sápunni frægu St. Bar- bara og nokkrum kvikmyndum; hún hef- ur sem sagt snúið baki við eilífu blíðviðri og góðum launakjörum, er komin heim í illviðrishundsrassinn, frægðar- og at- vinnuleysið, skítalaunin og allan hallæris- ganginn af fúsum og frjálsum vilja, á unga aldri. Hún erþvíspurð, ofur varlega: „Ertu nokkuð gengin af vitinu, María mín?" María: (fastmælt) „Nei. Þetta er búið að vera heilmikið ævintýri og skemmt/legt, en ég þrifst hreinlega ekki í Los Angeles svona til lengdar. ísland og leikhúsið togar sterkt I mig. Og hérna er lífið mitt." - María kveðst að vísu enn hafa umboðs- menn i Bandarikjunum, en á ekki von á að þeir eltist við hana til íslands. „En það verður bara að hafa það, þvi ég er ekki til- búin að vera útlendingur alla ævi. Það fer líka óratimi i viðtöl og prufur, meiri timi en í að vinna verkefni og það finnst mér ein- hvern veginn öfugsnúið. Laun erlendis eru margföld á við hér en það er ekki nóg til að halda i mig." Frá ritnefnd Þeir sem lánuðu ritnefnd diska og myndir geta vitjað eigna sinna á skrifstofu FÍL. Leikhúsmál verða til sölu fyrir leikhúsgesti í leikhúsunum. Auk þess getur leikhúsfólk keypt blaðið á skrifstofu FÍL og ennfremur verður blaðið selt eftir föngum á vinnustöðum leikhúsfólks. 12

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.