Leikhúsmál - 01.12.1995, Side 15

Leikhúsmál - 01.12.1995, Side 15
etta viðtal var tekið í tilefni af sam- norrænni listdanssýningu sem hald- in var í Barcelona í júní 1995. Fram- lag íslands til sýningarinnar var sóló- dansverkið Til Láru eftir Per Jonsson, sem samið var handa Láru Stefánsdóttur og hún dansaði. Viðtalið birtist í bókinni Dancing North - Rumbo al norte, sem gefin var út af Teater og dans i Norden af þessu tilefni. Lára Stefánsdóttir er ef til vill dæmigerður fulltrúi fýrir íslenska lund því hún er sjálf- stæð í skoðunum og býr yfir kraftmikilli sköpunargáfu, en er þó í senn jarðbundin og raunsæ, sem ef til vill er nauðsynlegt þeim sem ætla sér að komast af í smáu samfélagi og kaldri veðráttu. Hún er ballettdansari með klassíska þjálfun að baki, en hefur þó næmt auga fyrir því nútímalega og frumlega í danssköpun. Hún leitar stöðugt að nýjum leiðum til að bræða saman danslist og leik- list, og þar með aðferð til þess að gera list- dansinn að virðingarverðri listgrein í huga hins bókmenntalega þenkjandi íslendings. Lára: „Auðvitað er það ekki auðvelt líf að vera dansari á íslandi. Auðvitað fýlgja því vandamál, en það sama má segja um hvaða listgrein sem er, hvar og hvenær sem er. Ef sí- fellt er klifað á því hve erfitt líf dansarans sé, þá er eins gott að steinhætta þessu, finna sér annað ævistarf eða bara setja tærnar í veðr- ið. Dansinn er líf mitt og þess vegna er hann baráttunnar virði. Vandamál eru ögrun og þau á að leysa. Við eigum að horfa fram á veginn í stað þess að kvarta, við eigum að leita að skapandi möguleikum í því sem við höfum. Við höfum afar traustan áhorfenda- hóp og það gefur okkur ákveðinn grundvöll. Auðvitað þurfum við að fá fleiri sýningar — til dæmis fleiri litlar sýningar, þar sem við getum örvað nýja danssköpun. Ég held að við mundum uppskera ríkulega af einhverju slíku. Hins vegar gætum við einfaldlega sýnt verk sem hafa gengið vel annars staðar, en það er ekki ýkja frumlegt. Einhver aðstoðar- maður einhvers ffægs danshöfundar gæti matað okkur á verki sem búið er að skapa með öðrum dönsurum og við gætum dans- að það vel, jafnvel frábærlega, en slík vinnu- brögð bera ekki vott um mikinn metnað. Við getum ekki haldið því fram að við eig- um danshefð á íslandi. Klassískur ballett á svolítinn áhorfendahóp vísan, en uppfærsla á nútímadansverki verður að byrja frá grunni, ef svo má segja, og finna áhorfendur. Við getum sagt með nokkrum rétti að það sé erfitt - þ.e. að finna áhorfendur og vera jafn- framt utan við vitundarlíf almennings í landinu. Það er stundum eins og dansarar á íslandi eigi tilvist sína utan við allt listalíf þjóðarinnar; eins og við séum ekki aðeins að dansa á jaðri hins byggilega heims heldur einnig á jaðri vitundarlífs þess sama heims. Dansflokkurinn okkar er fjölhæfur af hreinni nauðsyn og þar er reynt að halda uppi gæðum í klassískum dansi jafnt og nú- tímadansi. Þetta hefur alltaf verið talið æski- legt í flokknum, en jafnframt hafa heyrst raddir um að fjölhæfnin hefti flokkinn og komi í veg fyrir að hann verði framúrskar- andi. Við núverandi aðstæður finnst engin iausn á þessum vanda vegna þess að flokkur- inn og dansararnir sjálfir eru stöðugt undir miklum þrýstingi að sýna yfirburði í tveim aðskildum greinum danslistarinnar. 13

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.