Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 16

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 16
LEIKHÚSMÁL Ef flokkurinn vill öðlast athygli og virð- ingu innan hins alþjóðlega ballettheims, verðum við að gera okkur grein íyrir því að veröldin er full af frábærum klassískum ball- ettflokkum, þar sem dansararnir hafa verið þjálfaðir sérstaklega til þess eins að varðveita hina klassísku verkefnaskrá. Lítill ballett- flokkur á tslandi hefur ekkert bakland til að viðhalda dýrindis hefð eins og unnt er að gera í stærri samfélögum; hins vegar er rót- gróin hefð fyrir einstaklingshyggju á íslandi og þar af leiðandi mundu karakterdansar sennilega henta okkur betur. Við þurfum að sinna því meira og betur að leita að eða skapa okkar eigin stíl. Við þurfum að upp- götva okkar eigið dansleikhús. Dansleiklist nútímans er heillandi, kraftmikil og nýskap- andi, og hún hentar okkar geðslagi einkar vel. En vandamálaumræðan heldur áfram og virðist hafa sjálfstætt líf. Sumir þeirra sem halda upp á klassískan ballett koma ekki auga á að nútímadansleiklist eigi yfirleitt eitthvað skylt við ballett. Ég lít hins vegar svo á að dans sé einfaldlega hreyfing sem bjóði upp á endalausa möguleika og ótal víddir. Þó svo að bókmenntahefðin sé sterk og bókmenntir njóti virðingar langt umfram aðrar listgreinar lít ég ekki svo á að þær séu fýrirstaða. Þvert á móti. Ég held að það væri skynsamlegt fyrir danslistina að sækja inn- blástur í bókmenntaarfmn. Hver íslenskur dansari hefur sérstöðu og persónuleika, og það ætti í sjálfu sér að henta ágætlega til þess að skapa leikpersónur sem hægt væri að fella að dramatískum aðstæðum, ýmist óhlut- bundnum eða epískum. Það breytir litlu eða engu hversu óhlutbundið nútímadansverk er. Hver dansari skapar sinn karakter, sína leikpersónu, og hvað sem öðru líður þá er það grunnur að því að skapa sögu, búa til ferli fýrir persónu sem hægt er að sýna og áhorfendur geta samsamað sig. Sumir af okkar danshöfundum eru mjög meðvitaðir um þennan möguleika. Ég get nefnt Nönnu Ólafsdóttur og Auði Bjarnadóttur sem dæmi. Áhugi þeirra á öðrum listgreinum og þá einkum bókmenntum er ekki síður sýni- legur í dansverkum þeirra en hinn agaði klassíski grunnur. Við þurfum að hampa danshöfundum, efla sjálfstraust þeirra og hleypa nýjum af stað. Danshöfundar eru ekki síður mikil- vægir en rithöfundar. Lítill dansflokkur get- ur svosem látið sér nægja að flytja inn verk eftir erlenda afburðadanshöfunda, og það er allt í lagi svo fremi það hafi einhverja merk- ingu í okkar menningarlega samhengi. Slíkt má þó aldrei kæfa sköpunarþörf okkar sjálfra. Per Jonsson er ekki síður leikhúslistamað- ur en danslistamaður. Hann veltir mikið fyr- ir sér innihaldi þess sem hann er að gera og vill skapa hreyfmgar sem hafa merkingu frernur en að vera einungis til skrauts. Hann er afar skýr í hugsun, afar sparsamur í kóreógrafíunni og ég kann vel að meta það. Að horfa á myndband af Bette Davies ganga í gegnum herbergi, eins og við gerðum, get- ur gefið manni hugmynd um dans sem er mun innihaldsríkari, mun spenntari og til- finningalega hlaðinn en dans sem inniheld- ur margar smáhreyfingar til þess eins að fýlla upp í eyðurnar. Þetta tengist Isadoru Duncan sem sagði að það sem skipti mestu í allri listsköpun væri að laða hið innra líf fram og gera það sýnilegt. Þessu er ég alger- lega sammála. Að sýna hið innra líf á reyndar mun meira skylt við persónusköpun en það að dansa eins og vélmenni í klassískum corps de ball- et. Ég er ekki að gera lítið úr klassískum ballett. Ég met hann mjög mikils og það vill líka svo til að ég trúi því að klassísk ballett- þjálfun sé hverjum dansara og hvers konar dansi nauðsynleg. Ég verð að játa að ég hef efasemdir um þann nútímaballett sem bygg- ir ekki á þeim grunni. Þetta kann að virðast hreint hagsýnissjónarmið dansara sem hefur ekki átt annars kost en starfa í báðum hefð- unum, en reynsla mín segir mér að þetta sjónarmið sé ekki aðeins eitt af mörgum sem eiga rétt á sér, heldur vegi það mjög þungt.“ MYLSNA Ritnefnd heyrði því fleygt að Jórunn Sigurðardóttir leikari og dagskrárgerðar- maður væri að skrifa bók um Kristbjörgu Kjeld. Aðspurð staðfesti Jórunn að Snæ- björn Arngrímsson hjá bókaútgáfunni Bjarti hefði farið þessa á leit við sig í mars síðastliðnum, og vonandi kæmi bókin út á þessu ári. Jórunn: „ Tvær ástæður voru fyrir því að ég brást jákvætt við tilmælum Snæbjarn- ar. í fyrsta lagi hef ég mikið dálæti á Krist- björgu sem leikara og hefí tvígang fengið tækifæri til að vinna I sömu sýningu og hún og fylgjast með vinnu hennar auk þess sem ég hef unnið svolítið með henni sem leikstjóra. I öðru lagi hélt ég að Snæ- björn væri að tala um að helga eitt tíma- rithefti Bjarts og Frú Emelíu þessu við- fangsefni. Það runnu hins vegar á mig tvær grimur þegar Ijóst var að hann átti við einhvers konar ævisögu. Ævisögur eru vandmeðfarin bókmenntagrein og það verður að segjast eins og er að oft hefur tekist æði misjafnlega að segja frá lífi manneskju, leikara sem annarra. Og mér fannst líka það væri jafnvel enn erfiðara þegar um er að ræða manneskju sem stendur jafn lifandi og sterk I starfi sínu og Kristbjörg gerir einmitt núna stuttu fyrir 40 ára leikafmæli sitt. En eftir að hafa rætt málið nánar við Snæbjörn varð Ijóst að hann var alls ekki að fara fram á einhvers konar ryksugun á skúmaskotum einkalífs heldur voru hug- myndir hans áþekkar minum eigin: að I þessari bók yrði fyrst og fremst gengið út frá list Kristbjargar, list leikarans. Þegar hér var komið sögu var einni mik- ilvægri spurningu ósvarað: hvort Krist- björg sjálf kærði sig nokkuð um að skrif- uð yrði um hana bók. Það verður svo sem ekki sagt að hún hafi tekið hugmyndinni fagnandi. En eftir töluverðar vangaveltur og allmörg samtöl lýsti hún sig reiðubúna til að gera tilraun. Ég hef svo i vor og sumar flett vandlega úrklippubókum Kristbjörg og Jórunn. Þjóðleikhússins, sem eru stórkostlegt yfir- lit yfir leiklistarsögu okkar siðustu fimmtiu árin eins og hún hefur birst i blöðum og tímaritum. Svo las ég auðvitað allflestar ævisögur sem skrifaðar hafa verið um ís- lenskt leiklistarfólk, en einnig ævisögur erlendra leikara og ævisögur fólks sem valdi sér lífsstarf fjarri leikhúsi. Og síðast en ekki sist hef ég átt fjölda funda með Kristbjörgu, eiginmanni hennar Guð- mundi Steinssyni og fleirum. Auðvitað hefur þar verið sagt frá mörgu, en mest auðvitað um leiklist, það að leika. En líka um aðra hluti eins og bernsku Kristbjargar í Innri Njarðvík, um unglingsárin í Hafnar- firði, um ferðlög, námskeið, leiklistar- kennslu og fleira og fleira. Þessi viðtöl hef ég síðan skráð og texti bókarinnar er byggður á þeim fyrst og fremst en einnig á ýmsu öðru. Frómt frá sagt held ég að ég hafi aldrei unnið að neinu sem mér hefur þótt jafn spennandi að fást við. Kristbjörg hefur ekki verið áberandi I blöðum og tímarit- um á ferli sinum og það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað hún hefur kom- ið víða við, tekið þátt í miklu frumkvöð- ulsstarfi. Hún hefur I rauninni, allt frá þvi að röð tilviljana leiddi hana inn I Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins fyrir 40 árum, aldrei misst sjónar á markmiði sinu: „að verða betri leikari". 14

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.