Leikhúsmál - 01.12.1995, Page 18

Leikhúsmál - 01.12.1995, Page 18
LEIKHÚSMÁL þá tekur við óttinn um að enn komi einhver að hefna, stöðug hræðsla og hatur. Það er ekki einleikið hvað mannskepnan er grimm. Við horfum til sögunnar, ekki síst okkar forsögu hér í þessu landi og dagsins í dag. Bræður drepa hver annan í gömlu Júgóslavíu. Börnum er fórnað í Kína. Og í Hafnarfirði eða Reykjavík drepa menn sína nánustu, stjúpfeður eða eiginkonur. En þrátt fyrir vissuna um allt þetta féllust okkur næstum hendur. Hvernig er til dæmis mögulegt að sviðsetja á trúverðugan hátt at- riðið þegar Atreifur býður bróður sínum Þí- estesi til veislu og lætur hann eta hold sinna eigin sona óafvitandi? Hvernig er hægt að ná utan um viðbrögðin við þannig viðbjóði? Með þessar og viðlíka spurningar héldum við til Finnlands. Það er sérstök og skemmtileg tilfinning að koma inn í vinnuhóp og byrja ferli sem maður veit fyrirfram að á eftir að verða mjög náin og samþjöppuð samvinna. Sérstaklega er spennandi að hitta hóp leikara með jafn ólíka mótun að baki og mikla reynslu og finnski leikhópurinn haíði. Við í íslenska hópnum vorum líka að kynnast. Sum okkar þekktust allvel fyrir, önnur ekki. Hitt var auðvitað að við vissum vel hvert af öðru eins og gengur og gerist um leikara á Islandi. Það var gaman að koma til Finnlands og skynja hversu mikil alvara og einbeiting var í gangi. Leikmyndin var meira og minna til- búin á sviðinu, sömuleiðis búningar, tónlist langt komin og ljós. Hitt var líka mikilvægt og stytti vinnu- ferlið til muna, að allir kunnu textann sinn fyrirfram. „Tilraunaverkefni“ er krefjandi orð. Það skapar strax væntingar. Maður gerir sér í hugarlund vinnuferli sem er ólíkt öðru, spennandi og ögrandi. Á hinum enda vinn- unnar hangir hinsvegar þetta óumflýjanlega: það er sýning eftir þrjár vikur. Við unnum ífá morgni til kvölds í orðsins fyllstu merkingu. Dagurinn byrjaði klukkan tíu á jóga sem Jenny Guðmundsdóttir leiddi, síðan voru æfingar til klukkan þrjú, þá mat- ur og hvíld, síðan byrjað aftur klukkan sex og unnið til tíu. Alla daga að undanskildum tveim ffídögum. Vissulega nokkuð strangt og minnti einna helst á vinnutörn eins og við þekkjum þær úr kvikmyndavinnu. En það var svo sem ekkert sem truflaði okkur íslendingana þarna, hvorki önnur vinna, heimilisstörf eða annað vafstur. Við fórum í gegnum ýmiskonar ferli og lentum í nokkrum blindgötum á leiðinni. Eftir kynningu og nokkra skemmtilega spuna var stefnan fljótlega tekin á handritið og vinnu út frá því. Leikstjóradeildin, þau Kaisa og Kári, sátu saman úti í sal og stýrðu einföldu gengi leikara á sviðinu. Á meðan sat hinn helmingur leikhópsins úti í sal og fylgdist með eða var óvirkur. Eftir nokkra daga þótti ástæða til að endurskoða þetta fyrirkomulag og skipta nú hópnum í tvennt, þar sem allar persónur verksins voru í hvor- um hóp fyrir sig, en leikarar af báðum þjóð- ernum, og ný blanda á hverjum degi. Þessi aðferð virkaði vel, við unnum í hóp- unum fyrripart dags með öðrum hvorum leikstjóranna og impróvíséruðum okkur í gegnum verkið, eina senu á dag eða um það bil. Á kvöldin sýndi hvor hópur hinum ár- angur dagsverksins. Þarna komu fram margar hugmyndir og í þessu fólst einmitt sá leikur að láta sér detta eitthvað í hug og leika það alveg út, túlka mikið. Þá var spenningurinn ekki minni að fá að sjá hvað hinum hópnum hafði dottið í hug og hvernig hann hefði unnið sig í gegn- um sömu senu. Þegar þessu ferli lauk áttum við bara rúma viku eftir af tímabilinu og vorum í raun engu nær varðandi spurninguna um hvernig sýningu við ætluðum að gera. Ætl- uðum við til dæmis að leika alla sýninguna tvöfalt, blanda öllu saman eða velja úr því sem við höfðum þegar gert? Svo var líka möguleiki að kasta öllu og gera eitthvað allt annað. Á þessu stigi kom fram sú hugmynd frá leikstjóradeildinni að við ynnum tvær ver- sjónir af sýningunni. Aðra með Finnum í forgrunni til að sýna í Finnlandi og hina með íslendingum í forgrunni til að sýna á ís- landi. Þessi hugmynd kom af stað mikilli umræðu, þar sem ýmsum þótti að þar með værum við að gefast upp fyrir ofurvaldi tungumálsins og raunverulega að segja að táknmál leikarans og innra líf hans geti ekki náð út fyrir takmarkanir tungumálsins. Þeg- ar allir höfðu tjáð sig mikið og lengi, ekki bara um þessa hugmynd heldur væntingar til verkefnisins í heild, var þó ákveðið að ein- hverja leið yrði að velja, enda tíminn orðinn naumur. Þó að við höfúm lagt upp f síðasta hluta vinnunnar með það markmið að gera tvær versjónir, þá þróaðist vinnan fljótlega út í það að þeirri hugmynd var kastað. Verkinu var í staðinn raðað þannig upp að við nýtt- um allt það besta sem fram hafði komið í spuna-yfirferðinni, en annað var stokkað upp og nýjar leiðir reyndar. Otkoman var sú að sumar senur voru hreinlega leiknar tvisvar, meðan aðrar voru fléttaðar saman eða styttar. Nú var komið að alvöru málsins, við vor- um að búa til sýningu. Á þessu stigi gafst okkur loks tækifæri til að vinna beint með „meðleikaranum“. Ég held að sú vinna hafi gefið okkur öllum mjög mikið. Ég fór með hlutverk Klítemnestru en hin Klítemnestran var leikin af Tuiju Vuollen, frábærri leikkonu með mikla reynslu að baki. Við náðum strax einskonar trúnaðar- sambandi. Það er einhver leyndardómur fólginn í því að vera sama „persónan11, ein- hver forvitni og nálgun sem gerir orð næst- um óþörf. Við fylgdumst náið hvor með annarri og leituðum leiða til að styrkja túlk- un hvor annarrar, nýta okkur að við vorum tvær og stækka Klítemnestru. I heimkomusenu Agamemnons úr Tróju- stríði lagði Tuija til dæmis í sinni túlkun meiri áherslu á konuna sem veit að ákveðn- um hlutum verður ekki breytt, þroskaða konu sem þrátt fyrir allt elskar sinn mann og vildi helst af öllu geta fyrirgefið honum og gleymt; konu, sem eiginmaðurinn svíkur í annað sinn, og þá með því að koma með frillu inn á heimilið, herfang úr stríðinu. Við það er mælirinn fullur og afbrýðisemin og reiðin ná yfirhendinni. Ég aftur á móti lagði meiri áherslu á móð- urina sem hefur misst barn sitt, konu sem verður fyrir þeirri óskiljanlegu reynslu að eiginmaður hennar drepur barn þeirra, fórnar því svo að hann fái byr í seglin og geti siglt til Tróju í stríð. Ég túlkaði konuna sem hataði botnlaust, miðaði allt sitt líf að því að bíða heimkomu Agamemnons, til þess eins að drepa hann. Á þennan máta reyndum við að draga fram tvær hliðar sömu persónu og gefa þannig stærri mynd en okkur gefst venjulega tækifæri til. Verkefnið „tveir leikarar: ein persóna“ býður upp á endalausa möguleika: Þetta með að hugsa eitt og segja annað, komast í mótsögn við sjálfa sig og vilja helst geta spólað til baka og spurt sig spurninga eins og „hvað gengur þér til?“ Þegar upp er staðið var tíminn auðvitað allt of naumur. Við hefðum getað haldið áfram miklu lengra á þeirri braut sem við vorum komin á, um það vorum við öll sam- mála. Það hefði líka verið gaman að hafa tíma til að fást meira við táknmál leikarans og ná að skera textann meira niður. - En vonandi fáum við tækifæri til að halda þess- ari vinnu áfram í einhverju formi, á það er allavega stefnt. Eitt langar mig til að minnast á í viðbót en það varðar hvað þessi tungumál eru ólík. Það er sérkennileg tilfinning að horfa á mót- leikara sinn og vita reyndar hvað hann er að segja en skilja ekki orð eða áherslur. Maður stendur sig að því að hlusta næstum áþreif- anlega, að horfa mjög einbeitt. Það er auðvitað ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna með Kaisu Korhonen og sam- starfsfólki hennar. Hún er djúpvitur vinnu- þjarkur og hefur af miklu að miðla og mikið að gefa okkur leikurunum. Öll leikhúsvinna er auðvitað tilrauna- vinna eða ætti að vera það. Þetta starf verður ekki gefandi með því að stytta sér leið, það er bara þessi leit, þessi stöðuga forvitni fyrir mannlegu eðli sem gerir starfið svo spenn- andi. Það er gott að verða þess aðnjótandi að láta hrista svolítið upp í sér, ég er þakklát fyrir þetta tækifæri. 16

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.