Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 23

Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 23
LEIKHUSMAL SIGNÝ PÁLSDÓTTIR „Að vakna af svefni blekkingarinnar" Herdís Þorvaldsdóttir siturfyrir svörum ILeikhúsmálum íyrir 45 árum er nefnd voru „Vígsluhefti Þjóðleikhússins“ eru myndir af glæsilegri ungri leikkonu í hlutverki Snæffíðar Islandssólar. Á einni myndinni situr hún prúð við sauma í Bræðratungu, á annarri stendur hún tíguleg í Almannagjá og á þeirri þriðju situr hún dreymin með stjörnublik í augum. - Þá var Herdís yngsta fastráðna leikkonan í nýopnuðu Þjóðleikhúsi og var falið að leika aðalhlutverkið í frumflutningi íslandsklukku Halldórs Laxness í leik- gerð höfundar og leikstjórans Lárus- ar Pálssonar. Síðan eru hlutverk Herdísar komin vel á annað hundr- aðið og oft hefur það verið hennar hlutskipti að vera fýrsta leikkonan til að gefa öndvegishlutverkum leik- bókmenntanna líf á íslensku sviði. 1 dag er Herdís elsta starfandi leikkon- an við húsið og bregður sér enn létt- stíg í ólíkustu gervi. Þegar umræddur árgangur Leik- húsmála kom út árið 1950 var viðmæl- andi Herdísar nú barn í vöggu en fékk snemma miklar mætur á henni bæði í útvarpi og á sviði. Löngu síðar náði hún að kynnast eldhuganum Herdísi, sem lætur sér ekki einungis annt um leikhúsið heldur líka land sitt, tungu og menningu. Herdís svarar hér af ljúfmennsku sinni nokkrum spurningum um leiklistina og hugðarefn- in. Hvernigfinnstþér íslenskt leikhús hafa þró- astfrá því að Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína og hvað einkennir leikhúslífið í dag? „Fyrst og fremst hefur fagmennskan sett sterkari svip á leikhúsin frá því að Þjóðleik- húsið tók til starfa. Síðan er öll gróskan í kringum leiklistina. Allur sá fjöldi fólks sem hefur farið í gegnum leiklistarnám og þarf að fá tækifæri til að tjá sig. Margir leggja á sig ómælda vinnu fyrir lítil laun til að koma upp sýningum og geta sannað fyrir sjálfum sér og öðrum hvað í þeim býr. Sýningar þeirra hafa oft verið harla góðar og atvinnu- leikhúsin þrjú hafa auðvitað ekki pláss Islandsklukkan: Snæíríður ásomt Þorsteini O. Stephensen. handa öllum þessum listamönnum. Þetta þýðir að leikhúsin hafa úr miklu meira að velja í dag en áður fýrr og kröfurnar hafa aukist. Auðvitað hafa áður verið til einstak- lingar í leiklistinni sem sköruðu fram úr. En það þarf marga góða til að geta skapað framúrskarandi sýningar og þær eru fleiri í dag. Þess vegna er fólk áhugasamt um leik- húsið og kemur til að sjá sýningarnar. Verk- efnaval er líka metnaðaríyllra en áður og með því höfum við fengið vandlátari áhorf- endur.“ Hvernig var að vera ungur leikari á 5. og 6. áratugnum? „Það er mjög gaman að hafa fengið tæki- færi til að fylgjast með þeim breytingum sem hafa orðið frá því á fimmta áratugnum þegar hér var bara eitt leikhús rekið af áhugamönnum. Leikstjórarnir þrír, Ind- riði Waage, Lárus Pálsson og Haraldur Björnsson, höfðu farið til útlanda í nám en Leikfélag Reykjavíkur gat bara fastráðið einn, Lárus Pálsson, og það aðeins fimm síðustu árin áður en Þjóðleikhúsið tók til starfa. Nú eru líklega um 60 atvinnuleikarar á föstum samningi hjá leikhúsunum, þvílíkar breytingar á 45 árum! Leikfélagið setti upp tvær sýningar á ári. Auk þess var Fjalakötturinn með revíur af og til seinni árin en flutti síðan í Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Á þessum árum var sterkur kjarni í Leikfélaginu sem hélt starfmu uppi, valdi verkefnin og Iék í þeim. Ég minnist þess reyndar að sum- um fannst það dálítið lokað og erfitt fyr- ir nýliða að komast að. Ég var byrjuð að starfa með Leikfélagi Hafnarfjarðar þegar Leikfélag Reykjavíkur og Tónlistarfélagið tóku sig saman um að setja á svið óperettuna Nitouche árið 1941. Þá var ég sautján ára og fékk það tækifæri að koma í prufu hjá Haraldi Björnssyni leik- stjóra og Viktori Urbancic tónlistarstjóra. Við vorum þarna nokkrar ungar stúlkur sem áttum að segja nokkrar setningar og syngja lag. Ég slapp í gegn og þá byrjaði mikið æv- intýri og nokkur hlutverk hjá félaginu sem varð til þess að ég var fastráðin hjá Þjóðleik- húsinu strax frá byrjun og var þá yngsta leik- konan. Ásamt mér fóru margir ffemstu leik- ararnir upp í hús, eins og við kölluðum það, og gleðin og eftirvæntingin var mikil.“ Finnst þér aðstœður leikkvenna aðrar í dag en þcer voru á 5. og 6. áratugnum? „Svo sannarlega. Ég held að kvennabarátt- an og þær hugsjónir sem henni fylgdu hafi hjálpað til að vekja traust kvenna á því að 21

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.