Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 24

Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 24
LEIKHÚSMÁL þær stæðu karlmönnunum jafnfætis á mörgum sviðum ef þær hefðu sjálfstraust til að reyna. 1 dag eru t.d. margir kvenleikstjór- ar ekki eftirbátar karlmannanna og eiga frumkvæði að ýmsu innan leikhússins sem þótti sjálfsagt að karlmenn sæju um áður fyrr. Góðum kvenhlutverkum hefur líka fjölgað í nýrri verkum. Það má segja að það sé eðlilegt þegar konan fór að verða virkari í þjóðfélaginu.“ Þú ert oft nefnd í sömu andránni og nokkrir karlmenn sem máttarstólpar Þjóðleikhússins í hópi leikara frá upp- haft. Hefur þú fundið fyrir því að körlunum hafi verið hampað meira en þér? „Karlmenn hafa nú einfaldlega verið ráðandi stétt hingað til og dug- legir að koma sér á framfæri. Oftast er ástæðan þó sú að það eru svo miklu fleiri glæsileg karlhlutverk í leikbókmennt- unum en kvenhlutverk, svo þeir verða alltaf meira í sviðsljósinu, en það er ekki þeirra sök. Ég hef yfir engu að kvarta, síður en svo. Mér þykir óskaplega vænt um þá alla, og hugsa til þeirra með þakklæti og hlýju.“ Nú hefur þú leikið mörg stór hlutverk með glcesibrag en jafnframt verið trú yftr litlu og ekki skorast undan þegar Þjóðleikhúsið hefur falið þér minni hlutverk. Hvernig er fyrir margfaldan „aðalleikara“ eins og þig að vera síðan beðin um að leika smáhlutverk? „Ég hef oft haft ánægju af litlum hlutverk- um, t.d. Siggu vinnukonu í Skugga-Sveini eða ungffú Gilchrist í Gísl, svo eitthvað sé nefnt. Það er góð tilbreyting og gefur manni tækifæri til að slappa af og fylgjast meira með þróun sýningarinnar. Að- alhlutverk eru meira krefjandi en um leið meira spennandi að fást við.“ Hefur þú fundið fyrir ör- lceti annarra leikara yftr velgengni þinni eða öf- und? „Ég hef oft notið uppörvunar og velvildar frá félögum mínum. Þó verður þess stund- um vart að eins dauði er annars brauð, ef svo má segja.“ Hvernig finnst þér samskipti leikara Þjóð- leikhússins og leikara Leikfélags Reykjavtkur hafa verið ígegnum tíðina? „Ég hefði gjarnan viljað meiri samskipti, sérstaklega á árum áður. Það hefði verið gott fyrir alla aðila að leikarar hefðu getað flust á milli þegar tækifæri bauðst á öðrum hvor- um staðnum. Þetta krefst náttúrulega skipu- lagningar af hálfu leikhúsanna fram í tím- ann og þarf hreinar línur um hvernig launa- greiðslum skuli háttað.“ Ertu sátt við fyrirkomulagið í Þjóðleikhús- inu eins og það er eða vildirðu hafa hlutina öðruvtsi? „Ég held að við getum verið nokkuð sátt við það, eins og sést á því hvað aðsókn hefur verið góð undanfarið. Sýningar hafa margar verið vel leiknar og verkefnavalið gott. Er hægt að krefjast meira? Það var góð hugmynd að lofa leikflokkum utan af landi að sýna í hús- inu á vorin og mætti gera meira af því. “ Hvað með leik- ferðir? „Það er ekki hægt að líkja saman þeim leikferðum sem ég hef farið með Þjóðleikhús- inu á síðari árum við það sem bjartsýnt áhugafólk lagði á sig hér áður fyrr. Nú er að- búnaðurinn í leikferðum Þjóðleikhússins lúxus og kostnaðurinn effir því. Ekki hefði ég þó viljað skipta á því sem nú er og ævintýra- ferðum okkar sem þá voru ungir leikarar. Ferðirnir voru oft afar erfiðar, ekið langar leiðir á slæmum malarvegum, samkomuhús- in víða léleg og gististaðir fáir nema í heima- húsum. En ferðirnar voru spenn- andi og ómetanlegt tækifæri til að skoða landið og kynnast góðu fólki. Þá var sjónvarpið ekki kom- ið og leiksýningar kærkomin til- breyting í fásinninu. Við unnum öll sjálf alla tjalda- og tæknivinnu. Þetta var ómetanleg reynsla ung- um leikurum í leik og tækni auk gleðinnar yfir því að geta skemmt fólki og fengið smákaup ef vel gekk. Eitt sinn á leið til Grundarfjarðar sner- ust framhjól bílsins í djúpu hvarfi á veginum svo bíllinn tók á rás og hafnaði á hliðinni úti í læk. Okkur tókst að kliffa út úr bílnum og meiddumst lítið en bílstjórinn fékk áfall og grét. Búið var að auglýsa sýninguna um kvöldið í útvarpinu svo ekki varð aftur snú- ið. Upp komst sýningin og öðrum bíl var bjargað fyrir næsta dag. I einni af mörgum leikferðum vorum við Gunnar Eyjólfsson bara tvö, fórum með Rekkjuna allt í kringum landið og gekk ljómandi vel.“ Hvar sérð þú vaxtarbroddinn í íslensku leikhúsi í dag? „Það gefur auga leið að hann er í vel menntuðu leikhúsfólki sem mikið er af í dag og áhuga rithöfundanna okkar á að skrifa fyrir leikhús. Ég bíð bara effir því að fram komi fleiri góð íslensk leikverk sem önnur lönd sækjast eftir sýningarréttinum á.“ Hver er tilgangur leiklistarinnar? Tilgangi leiklistarinnar mætti að nokkru leyti skipta í þrjá flokka: I fyrsta lagi gaman- leiki sem ætlaðir eru aðeins til skemmtunar, í öðru lagi leikrit sem skrifuð eru með ákveðinn boðskap í huga eða ádeilu og í þriðja lagi leikhúsverk sem á listrænan hátt sýna okkur í spegli líf okkar í gleði og sorg eða baráttu og sigrum.“ Hvað gefur leiklistin áhorfandanum? „Ef vel tekst til vekur hún okkur til um- hugsunar um eigið líf og dýpkar skilning okkar á mannlegum örlögum, auk þess sem góð list er alltaf gefandi og göfgandi.“ Hvað gefur leiklistin leikaranum? „Gleðina yfir því að geta tjáð sköpunarþrá sína með því að setja sig í annarra spor og gefa þeirri persónu líf.“ Hefurðu fylgst með leiklist erlendis og þá hvernig? „Árið 1945 fór ég fyrst til útlanda, þá um tvítugt. Fyrr var ekki hægt að ferð- Skuggasveinn: Sigga vinnukona „KARLMENN HAFA NÚ EINFALDLEGA VERIÐ RÁÐANDI STÉTT HINGAÐ TIL OG DUGLEGIR AÐ KOMA SÉR Á FRAMFÆRI. 22

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.