Leikhúsmál - 01.12.1995, Page 31

Leikhúsmál - 01.12.1995, Page 31
LEIKHÚSMÁL Leikfélag Reykjavíkur 1995-1996 Stóra sviðið Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren. Leik- stjóri er Ásdís Skúladóttir, leikmynd og bún- ingar: Hlín Gunnarsdóttir, tónlistarstjórn: Sigurður Rúnar Jónsson, dansar: Auður Bjarnadóttir. Frumsýnt 10. september. Tvískinnungsóperan, rómantískt gaman- leikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmunds- son, sem jafnframt er leikstjóri, aðstoðarleik- stjóri: Árni Pétur Guðjónsson, leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson, útsetningar og hljómsveit: Ríkarður Örn Pálsson. Frum- sýning 7. október. - Þetta er söngva- og gleðispil um kynin, kynhlutverkin, ástir, framhjáhald og ferðalög milli skrokka: Ævin- týri um karla, konur og öfugt. íslenska mafían eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason, unnið upp úr sögum Ein- ars Heimskra manna ráð og Kvikasilfur. Leik- stjóri: Kjartan Ragnarsson, leikmynd: Axel Hallkell. Frumsýning í lok desember eða byrjun janúar. Leikendur eru fimmtán. Hið Ijósa man, leikgerð Bríetar Héðins- dótttur á skáldsögu Halldórs Laxness. Frum- sýning í mars. I þessari nýju leikhúsútgáfu ís- landsklukkunnar er örlagasaga Snæfríðar (Is- landssólar) í brennidepli. Hún er því frá- brugðin fyrri leikgerðum. Til dæmis koma nafharnir Grindvíkingur og Marteinsson ekki við sögu. Sextán leikarar taka þátt í verk- inu. Kvásarvalsinn, nýr gamanleikur eftir Jónas Árnason. Það gerist á dvalarheimili aldraðra hér á landi eftir nokkra áratugi. Þangað kom- ast þeir einir, sem eru farnir að bila eitthvað í andanum og ósjálfbjarga af þeim sökum. Söguhetjurnar, tvær konur og einn karl um sjötugt, gera sér upp tilskilin „veikindi" og njóta dvalarinnar. Frumgerð verksins var flutt af Skagaleikflokknum í fyrra, en Jónas vinnur nú að endurgerð þess. Það er einkar ánægjulegt að sá hagi leikjasmiður skuli kominn aftur á fjalir Leikfélagsins eftir nokk- urt hlé og með nýtt verk. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Leikendur munu sex-sjö. Frum- sýning í mars eða apríl. Auk þessa verða tekin upp á stóra sviðinu tvö verk frá fyrra ári: Við borgum ekki og Súperstar. Litla sviðið Hvað dreymdi þig Valentina? eftir Ljúdmílu Razumovskaju í þýðingu Árna Bergmanns. Leikstjóri Hlín Agnarsdóttir, leikmynd: Steinþór Sigurðsson, búningar: Stefanía Ad- olfsdóttir. Frumsýning uppúr miðjum sept- ember. Samstarfsverkefni um leiklist Stefnt mun að því að Leikfélagið taki upp samstarf við utanaðkomandi aðila um sýn- ingar í Borgarleikhúsinu. Ekki er enn ljóst í hvers konar farvegi slíkt samstarf kemur verður, en hugmyndir um slík verkefni eru eftirfarandi: 1) Brúðusýning. Samstarfsverkefni við barnaleikhús Ásu Hlínar Svavarsdóttur og Helgu Arnalds. Sýningin er ætluð yngstu áhorfendunum og er frumsýning áætluð vorið 1996 á Litla sviðinu. 2) Konur skelfa. Samstarfsverkefni Alheims- leikhússins og LR. Nýtt íslenskt leikrit eftir Hlín Agnarsdóttur. Alheimsleikhús- ið fékk tveggja millj. kr. styrk frá Leildist- arráði til uppsetningarinnar. Frumsýning áætluð í janúarlok. Morgrét Vilhjálmsdóttir leikur Linu Langsokk. 3) Amlóði. Samstarfsverkefni við leikhópinn Bandamenn. Leikhópnum hefur verið boðið að frumsýna verkið á leiklistarhá- tíð í Kaupmannahöfn í lok febrúar 1996. Að ferðinni til Danmerkur lokinni verð- ur verkið sýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins í mars 1996. 4) Ekki ég eftir Pétur Eggerz og Aðalstein Ásberg. Samstarfsverkefni við Möguleik- húsið, ætlað ungu fólki á aldrinum 13-17 ára. Gert er ráð fyrir að ferðast verði með sýninguna út í skólana. 5) Einleikur unninn úr Gunnlaugs sögu Ormstungu. Samstarfsverkefni við Bene- dikt Erlingsson leikara. Sýningin verður einföld í meðförum og hægt að sýna hana í skólum, leikhúsum, hótelum og öðrum samkomuhúsum. Leikstjóri verð- ur Peter Enkvist. Áætlaður frumsýning- artími er vor 1996. 6) Kvennaathvarfið. Samstarfsverkefni við leikhóp Sigríðar Margrétar Guðmunds- dóttur, en hún hefur skrifað verk sem fjall- ar um ofbeldi gegn konum og mun bókin Women Who Run With the Wolves eftir Clarissa Pinkola Estés m.a. lögð til grund- vallar. -Ætlunin mun að nota ólík listform til þess að koma verkinu til skila, þ.e.a.s. kalla til listamenn með ólíkan bakgrunn, svo sem leikara, tónlistarmenn, dansara. Staður og stund ekki enn ákveðið. Auk þessa er stefnt að hádegissýningum, eða uppákomum í Borgarleikhúsinu í vetur, tónleikahaldi og fleiri uppákomum, svo það á heldur betur að reka af húsinu slyðruorð- ið, en um það hefur mikið verið rætt að þetta glæsilega leikhús sé ekki nýtt sem vert væri og verður spennandi að sjá hvernig til tekst þar á bæ. 29

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.