Leikhúsmál

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Leikhúsmál - 01.12.1995, Qupperneq 37

Leikhúsmál - 01.12.1995, Qupperneq 37
LEIKHUSMAL við það skipta meginmáli að gefa allar slíkar upplýsingar og sleppa engu tækifæri til að hafa ísland með í þeim ritum sem fá nor- ræna eða alþjóðlega dreifingu. Það kostar mikið starf að komast inn á leikhúskort heimsins og halda sér þar, en til þess þarf stöðugt að minna á tilveru sína. I því tilliti skiptir bæklingurinn Theater in Iceland sköpum. Póstfang LSÍ er hjá Bandalagi ísl. leikfélaga að Laugavegi 96 og þar fást útgefhir leik- húspassar ITI, sem í sumum löndum gerir leikhúsfólki kleift að fá afsláttarmiða á leik- sýningar. Allt starf fýrir LSf er unnið í sjálf- boðavinnu." STYRKIR Menntamálaráðuneytið Barnamenningarsjóður, auglýstur í dag- blöðum. Starfslaun listamanna auglýst í dagblöð- um. Félagar FÍL geta sótt um starfslaun og náms- og ferðastyrki í Listasjóð. - Umsókn- artími rennur út 15. janúar (miðað við síð- asta ár) og er áætlað að úthlutun starfslauna fari ífam fýrir 1. mars. - Umsóknareyðublöð liggja hjá menntamálaráðuneytinu. - Þeir sem fá starfslaun úr Listasjóði mega ekki gegna öðru föstu starfi á meðan á starfs- launatímanum stendur. Dæmi eru einnig um að menntamálaráðu- neytið eða menntamálaráðherra hafi veitt styrki til einstaklinga og hópa í sérstökum tilfellum, ferðastyrki eða stuðning við ein- stök verkefni (t.d. leikuppfærslur). FÍL Utanfararsjóður FÍL veitir styrki þeim félögum, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: Félagi sem greitt hefur tvöfalt lágmarksgjald til félagsins síðustu 5 ár. Styrkurinn er veittur gegn framvísun far- miða. Viðkomandi getur þó einungis fengið styrk fimmta hvert ár. Brynjólfssjóður Úr sjóðnum er veitt árlega. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. desember. Reglur: 1. Styrkþegi skal vera á aldrinum 20-35 ára. 2. Styrkurinn er bundinn við nám í 3 mán- uði eða lengur. 3. Fleimilt er að sækja um styrki úr sjóðnum. Styrkveiting er þó ekki bundin við þær umsóknir er berast kunna á hverjum tíma. Söngvarasjóður Óperudeild FÍL (6. deild) veitir styrk úr sjóði þessum efnilegum söngnemum sem lokið hafa viðurkenndu söngnámi (8. stigi), m Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til menn- ingarstarfsemi í borginni. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðu- blöðum sem fást hjá rítara nefndarinnar sem einnig veitir allar nánari upplýsingar í síma 552-6131. Umsóknir skulu hafa borist Menningarmála- nefnd Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum við Flóka- götu, 105 Reykjavík, fyrir 20. september 1995. og starfandi einsöngvurum til frekara náms. - Styrkurinn er bundinn við minnst 3ja mánaða söngnám erlendis. - Umsóknar- eyðublöð og upplýsingar fást á skrifstofu FÍL. - Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. ágúst (miðað við síðasta ár). BÆJARFÉLÖG Stuðningur bæjarfélaga við listastarfsemi hefur aukist mikið á undanförnum árum. - Hvað leiklistina varðar hefur þessi stuðning- ur takmarkast við styrki til áhugafélaga í smærri sveitarfélögum. Reykjavík og Akur- eyri eru nánast einu bæjarfélögin sem hafa veitt verulegu íjármagni til atvinnuleikhúsa. Reykjavíkurborg hefur veitt nokkurn stuðn- ing við einstaka uppsetningar - svosem upp- færslu Islenska leikhússins í Lindarbæ nú í ár. Slíkur stuðningur hefur að öllu jöfnu ver- ið Iiður í atvinnuskapandi aðgerðum borg- arinnar. Á vegum íþrótta og tómstundaráðs hefur ennfremur farið fram talsverð leiklistarstarf- semi, tengd einstökum uppákomum, 17. júní, Vesturbæjarhátíðin í vor, svo dæmi séu tekin - Borgin hefur og styrkt einstakar sýn- ingar á barnaleikvöllum - í Húsdýragarðin- um o.fl. - Takist að koma á fót vísi að atvinnuleikhúsum í stærri bæjarfélögum, líkt og verið er að reyna í Hafnarfirði, hlýtur að teljast eðlilegt að viðkomandi sveitarfélög taki þátt í rekstri þeirra með fjárframlögum. NORRÆNIR SJÓÐIR Norrœni menningarsjóðurinn (Nordiska kulturfonden) Skrifstofa norrænu ráðherranefndarinnar, Store Strandstræde 18, DK-1255, Kaup- mannahöfn. Sími: 33 96 02 00 - Fax: 33 93 35 72. Sjóðurinn var stofnaður 1966. Hlutverk hans er að styrkja norræn samstarfsverkefni á menningarsviðinu. - Við úthlutun úr sjóðnum er hugtakið menning skilið víðum skilningi. Hægt er að sækja um styrk vegna listviðburða, mynd-tón-leiklistar o.s.frv. - en einnig samstarfsverkefna á öðrum svið- um. Norræna ráðherranefndin ákveður ráð- stöfunarfé sjóðsins, en það var á síðasta ári 20 milljón krónur danskar. Hér er því um nokkuð voldugan sjóð að ræða. - Stjórn hans kemur saman fjórum sinnum á ári. Teater og dans i Norden Vesterbrogade 26,3. 1620 Kaupmannahöfn V S: 31 22 45 55 - Fax: 31 24 01 57 Þetta er nefnd sem sér um úthlutun á styrkj- um til gestaleikferða milli Norðurlandanna, stuðning við gestaleikstjóra - leikmynda- teiknara - danshöfunda. Einnig á nefndin að sjá um útfærslu á endurmenntun í öllum greinum leikhúss, svo sem námskeið og ráð- stefhur. - Umsóknarffestur fyrir leikferðir og gestalistamenn er fjórum sinnum á ári: 15.2., 15.5., 15.8., og 15.11. - Fulltrúar ís- lands í nefndinni eru Stefán Baldursson og Ingibjörg Björnsdóttir. Varamenn: Pálmi Gestsson og Ragnheiður Tryggvadóttir. Á skrifstofu nefndarinnar í Kaupmanna- höfn starfar íslenskur ritari, Helga Hjörvar. Er leikhúsfólki bent á að leita til hennar um nánari upplýsingar. Ekki er ólíklegt að hún geti ennfremur upplýst nánar um norræna styrki til dæmis sérstakan ferðastyrk, Sleipnissjóður, fyrir listamenn 35 ára og yngri. En auglýst mun vera eftir umsóknum um hann í fréttabréfi. HÚSNÆÐI ERLENDIS Félagar í FÍL geta sótt um eftirfarandi: • Norræna listamannaíbúð í Róm • Norræna húsið Fairbanks í Alaska • Ibúð í listamannaþorpinu Schöppingen í Þýskalandi • Gestaíbúðina Villa Bergshyddan í Stokk- hólmi • Kjarvalsstofu í París • Evrópsku þýðingamiðstöðina í Straelen í Þýskalandi • Gammel Have á Fjóni í Danmörku • Ibúð fræðimanns í Húsi Jóns Sigurðs- sonar, Kaupmannahöfn Á skrifstofu FlL fást nánari upplýsingar um íbúðirnar. Hér hefur eftir bestu samvisku verið reynt að tíunda valdakerfi Leiklistarinnar. En ekki er þó fjallað urn stóru atvinnu- leikhúsin þrjú: LA, LR, Þjóðleikhús, né Islensku óperuna. Það væri verðugt verkefni í næsta blaði. - Hér er ennfremur gerð til- raun til þess að benda leiklistarfólki á styrkjamöguleika þá sem fyrir liggja. - Ef- laust finnast fleiri matarholur og eru ábend- ingar þar að lútandi vel þegnar. JH 35

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.