Leikhúsmál - 01.12.1995, Side 38

Leikhúsmál - 01.12.1995, Side 38
LEIKHÚSMÁL Gísli Rúnar Jónsson ATVIKSSÖGIR É LMHÚSIl Sá sem þetta skrifar hefur um nokkurra ára skeið haft í smíðum bók sem á að geyma hið sameiginlega afkvæmi leiklistar- og sagnahefðar er nefnt hefur verið „atviks- saga", sem er þýðing á hinu alþjóðlega orði anekdóta sem komið er úr grísku og þýddi upphaflega „óbirt" eða „óútgefið". Á undanförnum árum hef ég viðað að mér öllum þeim atvikssögum úr íslensku leikhús- lífi sem ég hef getað komist yfir en betur má ef duga skal. Ég á enn eftir töluvert starf við söfnunina en þegar hún er afstaðin bíð- ur mín það tafsama en spennandi verk að velja úr og vinna atvikssögurnar, m.a. með því að samræma mismunandi útgáfur þeirra, rannsaka sannleiksgildi og færa í „upprunalegt horf" ef svo má segja. Til- gangurinn með þessu stússi er ekki síst sá að safna atvikssögum þessum á einn stað og forða þeim frá gleymsku. Atvikssögur & leiklistarsagan Atvikssögur úr leikhúslífinu eru næstum jafngamlar leikhúsinu. Fyrstu heimildir um leiklist af einhverju tagi munu hafa verið skráðar fyrir um það bil 25 öldum. Á þeim tíma sem liðinn er síðan þá hafa leikhús hvar sem er í veröldinni haft á að skipa úr- vali svo kynlegra kvista meðal starfsmanna sinna, einkanlega þó leikaranna sjálfra, að persónur þær sem leikskáldin skálduðu upp og tefldu fram í leikbókmenntum sínum urðu hálfgildings dauðyfli í öllum saman- burði. Að spinna upp og segja sögur af þessum skrautlegu persónuleikum leiksviðs- ins varð snemma ein helsta skemmtun og dægrastytting meðal leikhúsfólks. Úthrópaðir af samtímafólki sínu og gagn- rýnendum, plagaðir af óhóflegri neyslu göróttra drykkja, eitruðum keppnisanda og eilífum vonbrigðum hafa þessir ódrepandi og litríku loddarar þreyð þjónustu sína við leiklistargyðjuna. Hrjáðir af fátækt, slæptir og aðframkomnir í hriplekum leikhúsum og heilsuspillandi búningsherbergjum hafa þeir haldið á lofti og hafið til nokkurrar vírðing- ar kynlega köllun sína og áþján - og fyrir bragðið orðið okkur hinum sífelld upp- spretta skringisagna um óvanalega siði, hefðir og fáránlegustu kæki, skaffað okkur óendanlegt umræðuefni yfir kaffinu, bragðmikið og heillandi slúður og umfram allt upplýsandi skrýtlur eða „atvikssögur". Skyldleiki atvikssögunnar og leikbókmennt- annna kemur Ijóslega fram í eigindum beggja. Hvort tveggja er byggt á ósviknum persónum og mannlegu eðli; einföldum en minnisverðum atvikum og samtölum, orða- leikni og hnyttiyrðum. Hin dæmigerða at- vikssaga byrjar næstum eins og ævintýri og með kynningu persóna er „senan lögð", eins og sagt er í leikhúsinu. Söguþráðurinn spinnur sig áfram og vindur stöðugt upp á sig uns komið er að sögulokum sem oftast nær eru stuttaralegt en dramatískt uppgjör, eins og í svo mörgum sígildum harmleikjum og gamanleikjum. Hlutverk atvikssögunnar Hlutverk atvikssögunnar er margvíslegt; gildi hennar ótvírætt og þar með talið svo- kallað notagildi sem er umtalsvert. Skáld eitt sagði að hlutverk atvikssögunnar ætti að vera það að örva áhuga hinna bók- hneigðu til lesturs og kveikja hann hjá þeim ólæsu. Atvikssögur úr leikhúsinu eru vitaskuld mest notaðar til dægrastyttingar af þeim sem kunna þær best, þ.e. leikhúsfólkinu sjálfu. Slíkar atvikssögur hafa þó komist á kreik utan leikhússins og haft hin heilnæmustu áhrif á „públikum". Oftar en ekki er atviks- sagan einu tengsl nýrrar kynslóðar við fyrri kynslóðir í leikhúsinu og ungt leikhúsfólk getur hæglega dregið lærdóm af góðri at- vikssögu. Sómakærir sagnfræðingar og dramadurgar forðast þó atvikssöguna eins og heitan eldinn vegna þess hve einlæg hún er og beinskeytt; atvikssagan gengur of hreint til verks við að nálgast sannleikann. Ef skikkanlegum atvikssögum er vel til skila haldið verða þær ekki einungis hliðarspor við leiklistarsöguna heldur leiklistarsaga í sjálfu sér og jafnvel eina leiklistarsagan sem sumir eiga kost á að kynnast um sína daga. Þegar ég byrjaði að vinna í leikhúsi sautján ára gamall fór ég fljótlega að heyra sögur um kímileg atvik sem átt höfðu sér stað í leikhúsinu löngu fyrir mína tíð; semsé at- vikssögur. Sumir mér eldri leikarar voru óþreytandi við að segja sögur af sér eldri leikurum. Frásagnir þessar heilluðu mig og urðu mér afar hugfólgnar auk þess sem margar þeirra voru, út af fyrir sig, einhverjar spaugilegustu sögur sem ég hafði heyrt. Flestar voru þær líka fróðlegar og upp- lýsandi og báru vitni um lenskur ef ekki löngu gleymd vinnubrögð brautryðjenda í leikhúsinu. Stundum flaug mér í hug að köllun mín í lífinu hlyti að vera sú að varð- veita og forða frá gleymsku þessari skop- legu hlið íslenskrar leiklistarsögu. Að segja atvikssögu er sérstök kúnst og krefst tækni sem ekki er á allra færi og í hvert skipti sem mér hefur af listfengi verið sögð mergjuð atvikssaga hef ég séð í hendi mér hve rak- inn efniviður hún væri í bók eða jafnvel sviðsverk. Æ síðan hefur sótt sterkt á mig að segja íslenska leiklistarsögu gegnum at- vikssögur og hef ég loks ákveðið að láta af því verða. Ég vil nota tækifærið og koma því á framfæri hér að þeir sem luma á góð- um atvikssögum úr íslensku leikhúsi, einnig úr skemmtibransanum, sjónvarpi, hljóð- varpi og kvikmyndum, hafi samband við mig bréfleiðis. (Þeir sem vilja ekki láta nafns síns getið er einnig bent á að tala „nafn- laust" inn á símsvarann). ■ 36

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.