Leikhúsmál - 01.12.1995, Page 42

Leikhúsmál - 01.12.1995, Page 42
LEIKHÚSMÁL MYLSNA ÍSLÉNSK LEIKLIST II. Nýlega blrtist í Nor- ífic Theatre Studies langur og lofsamleg- ur dómur eftir Terry Gunnell um I. bindi leiklistarsögu Sveins Einarssonar, en Sveinn mun nú vera að reka smiðshögg- ið á 2. bindi sem vonandi birtist í bókar- formi á næsta ári. Þetta bindi tekur við þar sem hinu fyrra sleppti og fjallar um árin 1890-1920. Þar kveðst Sveinn reyna að leiða rök að því að leiklist I nú- tímaskilningi verði til á íslandi einmitt á þessum árum. Tekur hann þar fyrir leik- húsbyggingar og önnur leiksvið, skipu- lag og fjárreiður þeirra, sem fyrir leik- starfsemi standa, stöðu leikhússins i samfélaginu og opinbera viðurkenningu, mat blaða og áhrifþeirra, verkefnaval og áhrif á það, fyrstu gullöld islenskrar leik- ritunar, sem einmitt upphefst á þessum árum, og loks fjallar hann um list sviðs- ins, leikstjórn og sviðsetningar, leik- myndir og búninga, tónlist og dans og list leikaranna. Sveinn mun hafa unnið að þessum rannsóknum með hléum síð- an 1961. Leiklistarsjóð- ur Þorsteins Ö. Stephensen var stofnaður að frumkvæði FÍL til heiðurs Þorsteini I til- efni af 50 ára afmæli Ríkis- útvarpsins. Til- gangur sjóðsins er að stuðla að eflingu Islenskrar leiklistar í landinu. Þorsteinn Ö. hefði orðið níræður 21. desember sl. Af þvi tilefni gaf leiklistar- sjóðurinn I samvinnu við RÚV út geisla- disk sem ber heitið Ljóð og saga. Þar les Þorsteinn upp Ijóð eftir ýmis höfuðskáld okkar, einnig valda kafla úr Fjallkirkj- unni. Upptökurnar eru frá árunum 1947-77. Af sama tilefni var veittur styrkur úr sjóðnum á afmælisdegi Þorsteins. Ásdis Thoroddsen leikstjóri hlaut styrkinn til að sækja námskeið I leikstjórn fyrir út- varp. HRÓI HÖTTUR menningar og lista í tímaritaútgáfu á íslandi? Menningar- handbókin Leikur & List í ágúst sl. kom út fyrsta tölublað Menn- ingarhandbókarinnar Leikur og List, tíma- rits um menningu, mannlif og listir sem mun koma út mánaðarlega i 63.000 ein- tökum og verður borið inn á öll heimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Tímarit á borð við Menningarhandbókina eru gefin út i öllum menningarborgum heims og sann- arlega tími til kominn að almenningur fái gagngóðar og aðgengilegar upplýsingar af þessu tagi á einum stað. í Menningarhandbókinni fá leikhús- listamenn sérstakt pláss þar sem þeir geta komið á framfæri hvers kyns frétta- flutningi og upplýsingum um starfsemi sina. Allt sem markvert er að gerast I myndlistinni fær góða umfjöllun og aug- lýsingu; tónlistarstarfsemi og hljómleika- haldi eru gerð skil og vakin athygli á öllu er viðkemur sönglist, þ.m.t. óperunni og sjálfstætt starfandi atvinnusöngvurum. Einnig eiga listdansarar vísan stað i ritinu auk rithöfunda, bókaútgefenda og margra annarra. Aðstandendur útgáfunnar er Upplýs- ingahópur lausráðinna leikhúslistamanna (ULL) og ábyrgðarmenn eru Edda Björg- vinsdóttir ritstjóri, Katrín Snæhólm Bald- ursdóttir og Margrét Ákadóttir fræðslu- stjóri. Leikhópum og öðrum listamönnum sem njóta litilla eða engra opinberra styrkja er hér bent á leið til að kynna starf- semi sína endurgjaldslaust. Hafið sam- band við Menningarhandbókina! Þórunn Magnea Magnúsdóttir Standklukka og stofublóm Mig langaði að vakna á morgnana við hliðina á þér; teygja út höndina og snerta þig, brosa svo við komandi degi. Mig langaði til að ganga með þér gegnum líflð; enfyrst það var ekki hægt ætla ég að senda þér: standklukku og stofublóm. Svo að einhvern tíma þegarþú ert orðinn gamall munirðu eftir mér. Eitt andartak kvikni minning um eitthvað óljóst í hálfblindum augum þínum. Blik sem enginn veit hvað var. En það var ég. 40

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.