Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 1
Gos í Meradölum Nýja gos- sprungan í Meradölum Loftmyndir ehf. Fagradalsfjall Meradalir Geldingadalir Hraunið frá 2021 Suðu rs t randa rve gu r Eldgosið sem hófst í Meradölum í gær er fimm til tíu sinnum stærra en eldgosið í Geldingadöl- um í fyrra, að mati Magnúsar Tuma Guð- mundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Há- skóla Íslands. Um er að ræða sprungugos á samfelldri sprungu, sem er allt að þrjú hundruð metra löng. Talið er að um 20 til 50 rúmmetrar af kviku spúist út á hverri sekúndu. Eldgosið er þó ekki talið stórt og eru engir innviðir í hættu eins og er. Almannavarnir hafa farið úr neyðarstigi nið- ur á hættustig, en talið er að eldgosið ógni ekki byggð eða mannvirkjum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að upptök eld- gossins séu á einum ákjósanlegasta staðnum hvað hraunrennsli varðar. Eldgosinu fylgir meira gas í samanburði við gosið í fyrra. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir það skýrast af því að mun meiri kvika komi nú upp. Mikilvægt sé að fólk fari ekki ofan í dældina og dalinn þegar það heimsækir gosið, heldur haldi sig uppi á hnjúkunum í kring. Þá sé gönguleiðin að gosinu eingöngu fyrir vant og vel búið göngufólk. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að nú geti reynt meira á lögreglu og björgunarsveitir. „Það er flóknara að koma að þessu gosi heldur en því sem varð hérna í upp- hafi.“ „Oft varað í einhverja áratugi“ Ekki er ár liðið frá því síðasta gosi við Fagra- dalsfjall lauk, en það hófst 19. mars í fyrra. Áð- ur hafði ekki gosið á Reykjanesskaganum í nærri átta hundruð ár. Þessi tvö eldgos gætu þess vegna markað upphaf nýs gostímabils að mati jarðfræðinga. Síðast stóðu Reykjaneseld- ar yfir í um þrjátíu ár á 13. öld. „Það er erfitt að spá fyrir um hvað þessir eld- ar verða langir en þeir hafa oft varað í einhverja áratugi. Kannski um tuttugu til þrjátíu ár,“ seg- ir Magnús Á. Sigurgeirsson jarðfræðingur. Freysteinn Sigmundsson eldfjallafræðingur segir eðli eldgossins vera svipað og síðasta goss en það sé þó kröftugra núna og flæðið af berg- kviku sé meira. „Frá því að innskotavirknin hófst var metið að það væri talsvert meira kvikustreymi og það er að skila sér núna upp á yfirborðið.“ Frey- steinn segir að það verði áhugavert að sjá hvort gosið muni einangrast á staka gíga eða hvort bæti í virknina. JARÐELDAR Í MERADÖLUM Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldur úr iðrum jarðar Þessa flugvél bar við hraunbreiðuna þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir gosstöðvarnar í gærkvöldi. Sjá má hvernig sprungan opnaðist í útjaðri eldra hraunsins. - Tvö eldgos eftir nærri 800 ára hlé gætu markað upphaf nýs tímabils - Talið fimm til tíu sinnum stærra en gosið í Geldingadölum í fyrra - Erfitt að spá fyrir um hversu lengi eldarnir muni vara á Reykjanesskaga MEldgosið »2,4 og 6 F I M M T U D A G U R 4. Á G Ú S T 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 180. tölublað . 110. árgangur . 4.–7. ágúst Sigraðu innkaupin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.