Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Eldri borgarar á Norður- og Austurlandi: Sérstök aðventuferð til Kaupmannahafnar 11.- 15. desember 2022 Brottför með Niceair frá Akureyrarflugvelli á sunnudagsmorgni og flogið til baka síðdegis á fimmtudegi – 4 nætur/5 dagar. Verð: 199.000 kr. á mann í tvíbýli* *Aukagjald v/gistingar í einbýli er 38.500 kr. Innifalið eru flug með Niceair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. ! ! ! ! ! Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Niceair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri í miðborg Kaupmanna- hafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöld- verðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Fimmtudagur: Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll fyrir hádegi og beint flug þaðan til Akureyrar laust eftir hádegi. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýjasta og glæsilegasta skemmti- ferðaskip heimsflotans, Norwegian Prima, heldur innan skamms í jómfrúarferð sína. Ferðinni er heitið til Íslands þar sem til stend- ur að gefa skip- inu nafn við há- tíðlega athöfn á Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík 27. ágúst næstkom- andi. Guðmóðir skipsins, hin heimsþekkta söngkona Katy Perry, mun gefa því nafn og taka lagið við athöfn í Hörpu sama dag. Bandaríska poppstjarnan og leikkonan Katy Perry er 37 ára gömul og sló í gegn fyrir alvöru ár- ið 2008 með laginu I Kissed a Girl. Hún er einnig þekkt fyrir dóm- arastörf í sjónvarpsþættinum Am- erican Idol. Maður Katy Perry er ekki síður þekktur, leikarinn Or- lando Bloom. Þau eiga dótturina Daisy Dove Bloom. Reiknað er með því að öll fjölskyldan komi hingað til lands í tilefni af nafn- gjöfinni. „Uppáhaldsfríin mín með fjöl- skyldunni eru á sjónum,“ er haft eftir Katy Perry. „Á hverjum morgni er útsýnið nýtt og stór- kostlegt,. Ég er afar ánægð með að fá að gefa henni nafn, senda henni góða strauma og ég er himinlifandi yfir því að þetta nýja, fallega og hátæknivædda skip hefji siglingar og gefi mörgum fjölskyldum kost á besta fríi ævinnar.“ Atlantik ehf. hefur undirbúið komu Norwegian Prima til Íslands. Gunnar Rafn Birgisson, eigandi fyrirtækisins, segir að undir- búningurinn hafi staðið yfir í á annað ár, enda þarf að mörgu að hyggja þegar svona stór atburður er skipulagður. Reiknað er með því að um 2.000 gestir útgerðarinnar Norwegian Cruise Line komi hing- að til að vera viðstaddir nafngiftina og samkomuna í Hörpu, sem fyrir- tækið hefur tekið á leigu af þessu tilefni. Hljómsveit Katy Perry mun koma fram með henni í Hörpu en íslenskir listamenn koma einnig fram. Norwegian Prima er hið fyrsta af sex skipum sem Norwegian Cruise Line lætur smíða á Ítalíu og verða afhent á árabilinu 2022- 2027. Útgerðin tók við skipinu sl. mánudag í Feneyjum. Er það í hópi stærstu skipa sem hingað eru væntanleg í sumar, 142.500 brúttó- tonn og vistarverur eru á 16 hæð- um. Það tekur 3.300 farþega og í áhöfn eru 1.500 manns. Því geta tæplega 5.000 manns verið um borð í skipinu í einu. Skipið er 294 metra langt, eða því sem næst þrír fótboltavellir. Eins og gefur að skilja verður boð- ið upp á hágæða þjónustu og af- þreyingu um borð. Forstjóri ítölsku skipasmíðastöðvarinnar sagði við afhendingu skipsins að farþegum myndi standa til boða af- þreying sem aldrei fyrr hafi verið í boði og enginn hafi átt von á að væri hægt að bjóða upp á um borð í skemmtiferðaskipi. Uppgefinn smíðakostnaður er 730 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna. Norwegian Cruise Line er bandarískt skipafélag með höf- uðstöðvar í Miami. Það er þriðja stærsta félagið á markaði skemmtiferðaskipa. Skip félagsins hafa oft komið til Íslands. Til dæmis hefur Norwegian Star, sem er tæplega 92 þúsund brúttótonn, komið til margra hafna á Íslandi í sumar. Bókað hingað næsta sumar Samkvæmt yfirliti á heimasíðu Faxafóahafna er Norwegian Prima væntanlegt til Reykjavíkur að morgni 25. ágúst. Áætlað er að skipið láti úr höfn klukkan 19 að kvöldi 27. ágúst og er ferðinni heit- ið til Amsterdam. Skipið mun fyrst um sinn sigla með ferðamenn milli hafna í Evr- ópu. Í október heldur skipið til Bermúda og mun sigla í Karíba- hafinu fram í mars á næsta ári. Skipið mun sigla milli Evrópu- hafna fram á haust 2023 og er m.a. bókuð koma til Reykjavíkur næsta sumar. Gefur glæsiskipi nafn í Sundahöfn - Poppstjarnan Katy Perry væntanleg til landsins - Verður guðmóðir nýjasta og glæsilegasta skemmtiferðaskips heimsflotans, Norwegian Prima - Syngur fyrir boðsgesti á hátíð í Hörpu AFP Norwegian Prima Nýjasta og glæsilegasta farþegaskip heimsflotans er væntanlegt hingað síðar í þessum mánuði. Katy Perry
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.