Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 14
Síðsumar og haust eru að margra dómi besti tíminn til Þórs- merkurferða. Á þeim tíma viðrar oft mjög þægilega á svæðinu og senn fer skógurinn þar að taka á sig nýjan svip. Aðstæður til Merkurferða eru líka oft góðar um þetta leyti, enda jökulárnar sem aka þarf yfir þá gjarnan vatnslitlar. Eigi að síður þarf alltaf að sýna aðgæslu, enda eru fljótin straumþung og rennsli þeirra getur breyst skyndilega. Í Þórsmörk er góð aðstaða fyrir ferðafólk bæði í Húsadal og Langadal, en á síðarnefnda staðnum er stórt sæluhús í eigu Ferðafélags Íslands. Handan Krossár eru Básar á Goðalandi, þangað sem fólk kemur eftir að hafa arkað um heljarbrúna Fimmvörðuháls. Ljósmynd/Kolbrún Vaka Helgadóttir Síðsumar í Þórsmörk 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 www.gilbert.is J S W AT CH CO .REYK JAV IK Sumarið er enn í algleymingi þótt komið sé fram í ágústmánuð. Víða liggja leiðir og ljúft er að vera til. Hér segir frá nokkrum stöðum sem gaman gæti verið að kanna nánar á næstunni, eða þá bara koma þangað til að njóta tilverunnar. Sleikja sól og skapa góðar minningar. Frá Skarfabakka við Sundahöfn er fimm mínútna sigling í Við- ey sem er ein af perlum Reykjavíkur. Út ágústmánuð eru ferðir með ferju í eyjuna á klukkustundar fresti frá kl. 10:15 fram yfir miðjan dag. Ferðir í land eru á hálfa tímanum. Frá bryggju er stígur að Viðeyjarstofu og -kirkju, húsum sem voru reist á 18. öld. Um aldir var Viðey einn af helstu mektarstöðum landsins. Örnefnin Prentsmiðjuhóll, Kúmen- brekka, Tóbakslaut, Ábótasæti og Líkaflöt segja mikið. Viðey, sem er 1,6 km á stærð, sem skiptist í Heimaey og Vesturey. Mörg listaverk eru í eyjunni, svo sem Friðarsúla Yoko Ono og Áfangar, steinsúlur Richards Serra. Veitingasala er í Viðey og margt merkilegt þar hægt að gera og sjá. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fimm mínútur í Viðey Elliðaárdalurinn í Reykjavík er sem heill heimur út af fyrir sig. Þjóðgarður í borg. Frá ósum og inn til heiða er skógi vaxinn dalur sem ár með spriklandi laxi falla um. Við bakka ánna og á hólmum þeirra eru gönguleiðir í fallegu umhverfi. Trébrýr eru yfir árkvíslar. Á síðustu áratugum hefur mikið verið gróðursett í dalnum og af því sprottið skógur sem er orðinn stæðilegur og er kolefnisbindandi svo munar um. Fyrir fólk sem vill skoða dalinn er ágætt að leggja upp frá til dæmis Elliðaárvirkjun. Þar eru áberandi skilti og skýrar merk- ingar sem vísa veg um ævintýraland þar sem er fjölbreyttur gróður. Þá er líka mjög sennilegt að sjáist til villtra kanína sem þarna hoppa um. Þjóðgarður í borginni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestfirðir eru góðir. Landshlutinn er ofarlega á lista ferða- bókaútgáfunnar Lonely Planet sem tiltók nokkra staði sem áhugavert væri að heimsækja árið 2022. Best in Travel heitir viðurkenningin sem Vestfirðir fengu og nær á heimsvísu yfir lönd, svæði og borgir. Útgáfan hefur sömuleiðis sagt að Rauði- sandur sé meðal fegurstu stranda í Evrópu. „Við Látrabjarg á Vestfjörðum er Rauðisandur, stór, auður og ótrúlega fallegur. Ströndin fær bronsaðan lit sinn úr niður- brotinni hörpuskel og er römmuð inn af dökkum klettum með fallegt heiðblátt lón í forgrunni. Ef þú ákveður að fara að Látra- bjargi gáðu þá hvort þú sérð lunda og seli. Á heiðum degi sérðu Snæfellsjökul,“ segir á vef Lonely Planet. Rautt fyrir vestan Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri er í vitund sumra staður með yfirbragð útlanda. Bær- inn stendur í brekkum sem liggja upp frá firði og flæðarmáli. Gömul hús eru áberandi í kaupstaðnum sem er skógi vaxinn og há fjöll í bakgrunni. Yfir sumartímann eru skemmtiferðaskip við kaja nánast hluti af bæjarmyndinni og farþegar af þeim, sem fara í spássitúr um miðbæinn, gera Akureyri alþjóðlega. Í næsta nágrenni við Akureyri eru Skógarböðin, heilsulind og baðstaður sem opnaður var fyrr í sumar. Sá mælist vel fyrir eins og fleira á Akureyri, svo sem tjaldsvæðin á Hamri. Þau eru í úrvalsflokki, rétt eins og veitingastaðirnir, söfnin, íþrótta- aðstaðan og útivistarsvæðin. Norður á Akureyri úr borginni er um fimm tíma akstur og flugtími er hálf klukkstund. Útlöndin á Akureyri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Geysissvæðið í Haukdal er skemmtilegur staður að skoða. Þetta er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar og samkvæmt því draga goshverir um heim allan heiti sitt af Geysi. Fjölmargir hverir og laugar eru á svæðinu, þekktastir þeirra goshverirnir Geysir og Strokkur. Sá síðarnefndi er gjarnan í stuði. Gýs með nokkurra mínútna millibili þar sem vatnssúlan gengur hátt í loft upp og úr verður skemmtileg sýning. Í næsta nágrenni við Geysissvæðið er margt áhugavert að skoða, svo sem Gullfoss, Laugarvatn, Skálholt og Þingvellir. Einnig Flúðir; garðyrkjubær Íslands, þar sem Gamla laugin hefur slegið í gegn. Í Reykholti í Biskupstungum hefur tómata- túrismi í Friðheimum komið sterkur inn. Strokkur er í stuði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhugaverðum viðkomustöðum í Nor- egi, hvort heldur er til að fræðast eða njóta lífsins í botn, eru gerð góð skil á vefsetrinu visitnorwy.com. Segja má að vefur þessi sé alhliða upplýs- ingabrunnur um flest er býðst í land- inu. Sérstaklega eru tiltekin tækifær- in sem ferðafólki bjóðast í Osló, sem árið 2019 bar titilinn hin græna höf- uðborg Evrópu. Frábærir veitinga- staðir og áhugaverð söfn eru í borg- inni og nærri henni, við Oslóarfjörð, eru til dæmis fallegir skógar þar sem bjóðast margir möguleikar til útivist- ar. Einnig segir á vefnum frá Bergen, sem er önnur fjölmennasta borg landsins. Sú er nærri Sognfirðinum sem með öllum sínum botnlöngum er vinsæl leið skemmtiferðaskipa. Þekkt skipalægi er til dæmis í Geirangurs- firði. Upp af fjörðunum eru háar hlíð- ar, gjarnan skógi vaxnar, og inn af þeim hásléttur og fjallvegir. Greiðir gagnvegir eru milli Íslands og Noregs. Frá Keflavík er aðeins um tveggja stunda flug frá Bergen og ferð til Oslóar er hálftímanum lengri. Tungumál landanna tveggja eru svip- uð og því lítið mál að tala sig í gegn- um fyrirstöður sem á vegi fólks gætu orðið. Þá er menningarumhverfið sambærilegt og allt slíkt auðveldar ferðalög og tengslamyndun. Vefurinn visitnorway.com er ótæmandi upplýsingabrunnur Noregur er á næstu grösum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bergen Horft yfir borgina. Á fjallinu sem byggðin er undir liggur Fløibanen um fjallshlíðina, en þegar upp er komið er fín aðstaða og útsýni er engu líkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.