Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 ULLARJAKKAR Íslensk ullareinangrun, fullkomin fyrir útivistina NÝSKÖPUN Á HLÝJUM GRUNNI Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Glerár- prestakalli á Akureyri. Umsóknar- frestur rann út 17. júlí síðastliðinn og voru umsækjendur þrír. Valnefnd prestakallsins kaus Helgu Bragadóttur guðfræðing til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar. Helga Braga- dóttir er fædd ár- ið 1991 á Akra- nesi og ólst upp í Siglufirði og síðar í Hafnarfirði. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2011 og hóf nám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Ís- lands haustið 2014. Helga útskrifað- ist með mag. theol.-próf frá Háskóla Íslands veturinn 2021. Hún lauk framhaldsmenntun í sálgæslu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2022. Helga hefur starfað í unglinga- starfi og sunnudagaskóla í Grafar- vogskirkju og í barnastarfi og sunnudagaskóla í Víðistaðakirkju ásamt því að gegna starfi kirkju- varðar í afleysingum. Sambýliskona Helgu er María Ósk Jónsdóttir, grafískur hönnuður hjá Já. Þær eiga fimm ára gamlan dreng. Helga er þriðji ættliðurinn sem vígist til prestsþjónustu, að því fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Faðir hennar, sr. Bragi J. Ingibergsson, er sóknarprestur í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, áður í Siglufirði, og afi hennar sr. Ingiberg J. Hannesson, fv. prófastur, þjónaði alla sína starfs- ævi í Dölunum. Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn. Sóknin er á samstarfssvæði með Akureyrar- sókn, sem myndar Akureyrar- og Laugalandsprestakall. Sóknarprest- ur er sr. Sindri Geir Óskarsson. sisi@mbl.is Valin til þjón- ustu á Akureyri Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Glerárkirkja Nýr prestur til starfa. Helga Bragadóttir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að aug- lýsa að nýju eftir samstarfsaðila um þróun og uppbyggingu Toppstöðv- arinnar í Elliðaárdal. Viðræður hafa staðið yfir í tvö ár við félög og aðila sem tengjast jaðaríþróttum um starfsemi í húsinu en þeim er nýlok- ið án niðurstöðu. Í greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar, sem lagt var fyrir borgarráð, kemur fram að Toppstöðin í Elliðaárdal, Rafstöðvarvegi 4, sé mikilvæg eign borgarinnar. Mikil hugmyndavinna hafi átt sér stað á vegum borg- arinnar um framtíðarhlutverk henn- ar. Toppstöðin er rúmlega sex þús- und fermetra bygging sem var tekin í notkun árið 1948 sem olíu- og kola- kynt vararafstöð til þess að taka á móti toppálagspunktum í raforku- þörf og hitaveitu og dregur nafn sitt af því hlutverki. Starfsemi rafstöðv- arinnar sem varaaflstöð lagðist að mestu leyti af 1981. Haustið 2016 samþykkti borgar- ráð nýja stefnu um þróun Elliðaár- dals undir heitinu „Sjálfbær Elliða- árdalur“. Hætt var við niðurrif hússins Þar var m.a. horfið frá fyrri hug- myndum um niðurrif Toppstöðv- arinnar og þess í stað lagt til að leit- að yrði eftir samstarfsaðilum. Þá var gerð tillaga um að endurunnið yrði húsamat á Toppstöðinni. Unnin var úttekt á tækifærum og mögu- leikum hússins ásamt uppfærðu húsamati og er á grundvelli úttekt- arinnar lagt til að auglýst verði eftir samstarfsaðila um þróun og upp- byggingu hússins. Á fundi borgarráðs 3. september 2020 var samþykkt að forgangs- röðun um uppbyggingu íþrótta- mannvirkja, sem fram kemur í skilabréfi stýrihóps um stefnu í íþróttamálum, verði höfð til hlið- sjónar við undirbúning 10 ára fjár- festingaráætlunar Reykjavíkur- borgar. Hús fyrir jarðaríþróttir var eitt þeirra verkefna og raðaðist efst í forgangsröðinni. Í kjölfarið auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum um nýtingu og end- urgerð Toppstöðvarinnar í Elliða- árdal. Barst erindi frá fjárfestum sem voru áhugasamir um að leigja hús- næðið og breyta því í fjölbreytta miðstöð jaðaríþrótta. Þann 19. nóv- ember 2020 samþykkti borgarráð viljayfirlýsingu um verkefnið til að viðkomandi aðilar gætu fullkannað fjármögnun og leigusamninga við aðila og félög tengd jaðaríþróttum. Á vordögum 2022 var viðræðum við viðkomandi aðila hætt, þar sem samningar tókust ekki. Fjármála- og áhættustýringar- svið borgarinnar hefur því lagt til að auglýst verði á nýjan leik eftir samstarfsaðila um þróun og upp- byggingu Toppstöðvarinnar með það að markmiði að starfsemin skapi nýjan og áhugaverðan áfanga- stað í Elliðaárdal. Endurbætur fyrir 200 milljónir Sérstök áhersla verður lögð á jað- aríþróttir og samfélagsleg verkefni sem eru opin almenningi. Dæmi um slíkt er til dæmis heilsueflandi starfsemi, frumkvöðlasetur og sýn- inga-, menningar- og fræðslu- starfsemi. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að setja 200 milljónir króna í við- hald og endurbætur á húsinu á næstu tveimur árum. Af hálfu borg- arinnar verður forgangur settur í aðgerðir sem lúta að grunnviðhaldi og öryggismálum í húsinu. Vænt- anlegur samstarfsaðili mun því fjár- magna allar endurbætur, umfram framkvæmdir borgarinnar, sem eru nauðsynlegar til þess að búa það undir nýja starfsemi. Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði við húsið. Í auglýsingunni verður tekið fram að Reykjavíkurborg hafi hug á að leigja til baka hluta af húsnæðinu fyrir jaðaríþróttir og greiða fyrir af- notin 2.300 kr. á mánuði fyrir hvern fermetra. Nánari útfærslur verði skilgreindar í húsaleigusamningi. Morgunblaðið/sisi Fyrir Svona lítur Toppstöðin út í dag. Húsið þarfnast lagfæringa. Tölvumynd/Trípólíarkitektar Eftir Svona gæti Toppstöðin litið út að loknum endurbótum, sem Reykjavíkurborg hyggst ráðast í á næstu árum. Hver vill leigja Toppstöðina? - Auglýst verður að nýju eftir samstarfsaðila - Áform um miðstöð jaðaríþrótta gengu ekki upp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.