Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 30
FRÉTTASKÝRING Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Eftir nokkurn lækkunarfasa á liðn- um mánuðum rétti íslenski hluta- bréfamarkaðurinn aðeins úr sér í júlí. Í Hagsjá Landsbankans sem birt var í gær kemur fram að 12 mánaða ávöxtun á íslenska mark- aðnum sé þó aðeins 1,6%. Af þeim 22 félögum sem skráð eru á aðallista kauphallarinnar hækkaði gengi 19 félaga í júlí en gengi þriggja félaga lækkaði. Icelandair Group hækkaði mest í júlí, eða um 35,4%. Gengi bréfa í félaginu hefur rokkað nokkuð frá því að innrás Rússlands inn í Úkraínu hófst í lok febrúar. Í kjölfar hennar tók félagið töluverða dýfu, gengið hækkaði aft- ur frá lokum mars fram í miðjan apríl en lækkaði aftur töluvert fram í miðjan júní. Icelandair hefur þó sem fyrr segir hækkað nokkuð frá því í byrjun júlí en frá áramótum hefur gengi bréfa í félaginu hækkað um 6%, sem endurspeglar að nokkur leyti fyrrnefndar sveiflur. Eins og fram kom á mbl.is í gær tók gengið þó kipp upp á við eftir að gos hófst á Reykjanesskaga og stóð við lok markaða í 1,9 kr. á hvern hlut. Sátt við SKE jók verðmæti Þá hækkuðu bréf í Eimskip um 20% í júlí en gengi bréfa í félaginu tók stóran kipp upp á við eftir að það sendi frá sér jákvæða afkomuviðvör- un snemma í mánuðinum. Eimskip hefur nú hækkað um 13,9% frá ára- mótum og um 50,1% á einu ári. Eim- skip hækkaði síðan aftur um 5,5% í gær eftir að fréttir bárust af góðri afkomu danska flutningarisans Ma- ersk en samkvæmt samtölum Morg- unblaðsins við markaðsaðila þóttu þær fréttir fela í sér jákvæðar horf- ur fyrir flutningastarfsemi Eim- skips. Þess má geta að frá því að Eim- skip gerði sátt við Samkeppniseft- irlitið um miðjan júní í fyrra hefur gengi bréfa í félaginu hækkað um 90,4%. Síldarvinnslan og Brim hækka Origo hækkaði um 16,4% í júlí en hefur lækkað um 6,3% frá áramót- um. Hagar og Festi hækkuðu um 12,3% og 8,7% í júlí. Gengi bréfa í Högum hefur hækkað um 5,2% frá áramótum á meðan Festi stendur í stað. Síldarvinnslan hækkaði um tæp 10% í júlí, eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á útgerðarfélag- inu Vísi í Grindavík. Síldarvinnslan hefur þó aðeins hækkað um 3% frá áramótum en aftur á móti um 55% á einu ári. Hin sjávarútvegsfélögin í Kauphöllinni, Iceland Seafood og Brim hækkuðu um 3,1% og 2,3% í júlí. Gengi þeirra er þó ólíkt þegar horft er lengra aftur, því Iceland Seafood hefur lækkað um 33,5% frá áramótum og 41% á einu ári á meðan Brim hefur hækkaði um 14% frá áramótum og 58% á einu ári. Síminn og Nova lækka Gengi bréfa í fjarskiptafélögunum er einnig nokkuð misjafnt. Sýn hækkaði um rúm 12% í júlí en stend- ur nokkurn veginn í stað frá áramót- um. Félagið hefur þó hækkað um tæp 63% á einu ári. Síminn og Nova, sem ásamt Regin voru einu félögin sem lækkuðu í júlí. Síminn hefur lækkað um 4,2% frá áramótum en félagið tók dýfu niður á við um miðj- an júlí þegar í ljós kom að Sam- keppniseftirlitið setti sig upp á móti kaupum franska fjárfestingasjóðsins Ardian á dótturfélagi Símans, Mílu, sem setti viðskiptin í uppnám. Nova var skráð á markað að loknu útboði í júní en gengi bréfa í félaginu hefur leitað nokkuð niður á við frá skrán- ingu. Nova hefur á þessum tæpa eina og hálfa mánuði lækkað um rúm 10% frá útboðsgengi. Ölgerðin var sömuleiðis skráð á markað að loknu útboði í byrjun júní en félagið hefur frá þeim tíma hækk- að um 14,6%. Marel hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar á hlutabréfa- markaði að undanförnu. Félagið hækkaði um 2% í júlí en hefur lækk- að um 31,8% frá áramótum og um 36,2% á einu ári. Hlutabréfamarkaðurinn rétti aðeins úr kútnum í júlí Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flug Gengi bréfa í Icelandair hefur verið á uppleið á liðnum vikum. Hlutabréf » Ytri aðstæður hafa haft mik- il áhrif á gengi Icelandair » Eimskip hefur verið á sigl- ingu » Þróun fjarskiptafélaga hefur verið ólík – sem og sjáv- arútvegsfélaga » Ölgerðin hefur hækkað frá skráningu í sumar en Nova lækkað » Marel hefur lækkað um þriðjung frá áramótum - Icelandair og Eimskip hækkuðu mikið í júlí - Ólíkt gengi félaga innan sömu geira 30 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Njótið sumarsins 4. ágúst 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 136.25 Sterlingspund 166.5 Kanadadalur 105.93 Dönsk króna 18.715 Norsk króna 14.027 Sænsk króna 13.395 Svissn. franki 142.96 Japanskt jen 1.0403 SDR 180.43 Evra 139.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.0267 « Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun fjarskiptasjóðs frá því í október í fyrra um að synja fjarskiptafélaginu Sýn um aðgang að gögnum úr botnrannsókn sem gerð var fyrir lagningu fjarskiptastrengs milli Íslands og Írlands. Málið á rætur sínar að rekja til þess að fjarskiptasjóður hafði, fyrir hönd ís- lenska ríkisins, samið við ríkisfyrirtækið Farice um að framkvæma botnrann- sókn til að undirbúa lagningu nýs sæ- strengs milli Íslands og Evrópu (Ír- lands). Rannsókninni lauk í ágúst 2021 en í samningi um framkvæmd hennar kemur fram að niðurstöður hennar yrðu eign fjarskiptasjóðs en ekki Farice. Sýn, sem lengi hefur sýnt því áhuga að leggja fjarskiptastreng á milli Íslands og Evrópu, óskaði eftir gögnum úr rannsókninni þar sem þau gögn væru í opinberri eigu. Fjarskiptasjóður bar þá beiðni undir Farice sem lagðist gegn því að Sýn fengi aðgang að niðurstöð- unum, eins og greint var frá í ítarlegri úttekt í ViðskiptaMogga í júní sl. Þá hefur fjarskiptasjóður einnig vísað til þess að niðurstöður rannsóknarinnar varði þjóðaröryggismál. Úrskurðar- nefnd um upplýsingamál fellst á það með fjarskiptasjóði að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins geti staðið til þess að leynd ríki um þau gögn sem safnað var með botnrann- sókninni. Því telur nefndin að fjar- skiptasjóði hafi verið heimilt að synja Sýn um aðgang að gögnum úr rann- sókninni. Sýn fær ekki aðgang að gögnum úr botnrannsókn STUTT Ferðaþjónustan hefur verið á góðri siglingu undanfarna mánuði. Aðilar á markaði telja að sumarið hafi verið sambærilegt því sem sást hér fyrir faraldurinn, árin 2018 og 2019. Óvíst er þó hvernig haustið og veturinn verði en samkomutakmarkanir í Asíu gætu vegið þungt þar sem Asíubúar sóttu landið mikið heim veturna fyrir faraldurinn. Sumt mætti bæta Gréta María Grétarsdóttir, for- stjóri Arctic Adventures, segir sum- arið hafa gengið mjög vel en auðvitað mætti sumt bæta. Nefnir hún þar helst að fjölga mætti gistirýmum úti á landi og bæta aðgengi að rútum. Hvernig er bókunarstaðan inn í haustið? „Bókunarfyrirvarinn er styttri en hann var fyrir faraldurinn en bókun- arstaðan fyrir næstu mánuði er fín. Svo eru líka þjóðir sem voru sterkar eins og frá Asíu sem voru að koma á veturna en við erum ekki að gera ráð fyrir þeim í vetur. Því má gera ráð fyrir að veturinn verði ekki alveg jafn góður eins og fyrir faraldurinn. En annars er almennt mikill ferðavilji, svo erum við að vona að önnur þjóð- erni komi sterk inn í vetur,“ segir hún. Stefna ekki á markað í ár Gréta segir að vegna skorts á bíla- leigubílum haldi ferðamenn sig frek- ar í höfuðborginni eða fari í dagsferð- ir út á land. Annars sé það almennt svo að ferðamenn sem komi á sumrin leigi sér bíl og skoði landið. „Við erum með mikið af ferðum sem ferðamaðurinn vill sjá, eins og ís- göngin á Langjökli, snorkl í Silfru eða jöklagöngur. Fólk vill fara í ævintýraferðir og búa til minningar,“ segir hún og bætir við: „Þetta er ennþá ung grein og hún á eftir á þróast. Það er hellingur sem við eigum inni, við erum rétt að byrja.“ Spurð um hvort Arctic Adventures stefni á markað í ár svarar Gréta því neitandi og segir fyrirtækið stefna á markað á næsta ári. logis@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðir Vel hefur gengið í sumar. Ferðaþjónustan eigi helling inni - Sambærileg staða nú og fyrir faraldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.