Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 31

Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 08 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 ÚTSALA! Norska öryggislögreglan PST tel- ur nú hafið yfir allan vafa að skot- árás hryðjuverkamannsins Zaniars Matapours á Oslo Pride-hátíðinni 25. júní hafi verið til höfuðs hin- segin fólki. Tveir létust og 21 særðist þegar Matapour lét til skarar skríða við tvo skemmtistaði í Ósló og kveður Siv Sørensen, greinandi hjá PST, nú öruggt hvers kyns var. „Við sjáum það hreint út í kjölfar þess sem gerðist að þarna réðst öfga- sinnaður íslamisti að hinsegin fólki,“ sagði Sørensen í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í gær. Lögreglan í Ósló, sem fer með rannsókn málsins, hefur þó ekki staðfest við norska fjölmiðla að hún sé sammála þessu mati PST og hvorugt þessara embætta vildi ræða málið við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Því miður óttumst við að hinsegin fólk verði jafnvel í háska í framtíðinni,“ sagði Søren- sen enn fremur við NRK en vildi ekki leggja mat á hvort hætta fylgdi því að halda Pride-hátíðir í Noregi næstu ár. „Við vonum að lögreglan geti tryggt öryggi fólks við þessar samkomur en að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir einstaklinga [þ.e. fólks sem ræðst eitt til at- lögu] er verulega krefjandi,“ segir Sørensen greinandi að lokum. Enn hefur lögreglan í Ósló ekki viljað tjá sig um hvort Matapour hafi talist ábyrgur gjörða sinna þegar hann lét til skarar skríða 25. júní en ein kenning hennar byggir á því að hann hafi verið frá sér andlega og teljist því hugs- anlega ekki geta borið refsi- ábyrgð. AFP/Beate Oma Dahle Sorg Óslóarbúar voru harmi slegnir eftir árásina í lok júnímánaðar. Telja árásina gegn hinsegin fólki - PST óttast háska í framtíðinni Abdi Hussein Ah- med, sem einnig gegnir nafninu Abu Khadi, situr í haldi lögreglu í Meru í Kenýa og á von á ákæru í New York í Bandaríkjunum fyrir veiðiþjófn- að og fíkniefna- sölu. Var hann handtekinn eftir að ábendingar bárust kenýskri lög- reglu um starfsemi hans en þá höfðu bandarísk stjórnvöld lýst eft- ir honum vegna meintrar starfsemi hans og sölu nashyrningahorna og fílabeins til kaupenda í Bandaríkj- unum. Liggur Ahmed einnig undir grun um verslun með allt að eitt kílógramm af heróíni. Þrír aðrir eru grunaðir í málinu sem snýst um sölu 190 kílógramma af hornum nashyrninga og tíu tonn af fíla- beini. AFRÍKA Veiðiþjófnaður og heróínviðskipti Horn nashyrninga eru eftirsótt víða. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, yfirgaf Taívan í gær eftir fund með Tsai Ing-wen, þarlendum forseta, sem kalla má ol- íu á heiftarbál Kínverska kommún- istaflokksins í garð grannríkisins Taívans. Ásakaði kínverski utanríkisráð- herrann Wang Yi Bandaríkin um að „brjóta á fullveldi Kína undir fölsku flaggi svokallaðs lýðræðis“ auk þess sem hann gerðist svo digur að kasta því fram að þeim sem léku sér að eldi farnaðist ekki vel og þeim sem strykju Kínverjum andhæris yrði refsað. Pelosi lét þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og sagði í yf- irlýsingu í gær að Kína gæti engan veginn tálmað þjóðarleiðtogum eða nokkrum öðrum sem kjósi að heim- sækja Taívan í virðingarskyni við blómstrandi lýðræðisþróun þar í landi og dást að þeim árangri sem smáríki þetta hafi náð auk þess að undirstrika frjótt samstarf ríkjanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti deil- ir hins vegar ekki háleitum hugsjón- um þingforsetans og sagði í gær að heimsókn Pelosi gæti ekki talist „góð hugmynd um þessar mundir“ og vísaði þar til þeirra viðsjáa er nú ríkja milli stórveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína. „Nauðsynlegar heræfingar“ Reyndar hefur stefna Bidens gagnvart Taívan þótt í besta falli torkennileg, annars vegar hyllir hann stefnu Kínverska kommún- istaflokksins um „eitt Kína“ og styður þar með kínversku komm- únistastjórnina en á hinn bóginn selja Bandaríkjamenn Taívönum vopn til að verja sjálfstæði sitt og lýðræðið dýrmæta sem bandarískir embættismenn eru hraðkvæðir að mæra. Auk þess að senda SU-35-orr- ustuþotur yfir sundið milli Kína og Taívans á þriðjudaginn til að sýna mátt sinn og megin hafa kínversk stjórnvöld nú blásið til þess sem þarlend stjórnvöld kalla „nauðsyn- legar og réttlætanlegar“ heræfing- ar á sjó örfáa kílómetra undan ströndum Taívans. Hefjast æfingar þessar í dag og standa í fimm daga þar sem Kínverjar munu æfa sig í notkun „langdrægra og virkra skot- vopna“ á einu umferðarþyngsta haf- svæði veraldar. Utanríkisráðherrar G7-þjóðanna svokölluðu, Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bret- lands og Bandaríkjanna, sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem þeir bentu Kínverjum á að ekki kynni góðri lukku að stýra að raska svo stöðugleika álfunnar. Kínverjum strokið andhæris - „Þeim sem leika sér að eldi farnast ekki vel“ - Biden forseti styður „eitt Kína“ en selur Taívönum vopn til að verja frelsi sitt - Pelosi blæs á gagnrýni hvaðanæva AFP/Skrifstofa forseta Taívans Heimsókn Nancy Pelosi og Tsai Ing-wen kæra sig kollóttar. „Og stúlka með sægræn augu segir við mig: Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig?“ orti Steinn Steinarr í Pass- íusálmi sínum númer 51. Þessi stúlka, sem ljósmyndari AFP- fréttastofunnar rakst á í flótta- mannabúðum rétt utan við Raqa í Sýrlandi, er kannski ekki með sægræn augu, heldur virðast þau heiðblá. Þótt augu heimsins hafi beinst að Úkraínu síðustu mánuði hefur þjáningin hvergi yfirgefið Sýr- lendinga í langvarandi orrahríð þar í landi. Í síðustu viku krafðist Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti þess að Bandaríkja- menn kölluðu síðustu hersveitir sínar heim frá Norður-Sýrlandi og undir þá kröfu hans taka kín- versk stjórnvöld. Lengi getur vont versnað í Sýrlandi þótt augu heimsins hvíli á Úkraínu um þessar mundir Bláeygt barn í flótta- mannabúðum AFP/Delil Souleiman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.