Morgunblaðið - 04.08.2022, Page 33

Morgunblaðið - 04.08.2022, Page 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Gosmynd Það var nóg að ljósmynda í Meradölum á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst laust eftir hádegið. Glóandi hraun, svartur sandur og grænn mosi voru eins og litaspjald listmálara. Arnþór Birkisson Pólitíkin er að breyta um eðli. Um miðja síðustu öld gekk allt út á að bæta lífs- kjör, uppfylla þarfir fólks og óskir. Núna er dæmið að snúast við, það eru óskir póli- tíkusanna sem á að uppfylla. Áður þurftu pólitísk félög á fé- lagsmönnum að halda til að fjármagna starf- semina og halda henni gangandi. Nú eru stjórnmála- flokkarnir komnir á ríkisjötuna, hver og einn fær ríkisstyrk til starfseminnar, svo helstu skila- boðin frá pólitískum forystumönn- um til almennings eru: Látið okkur friði. Almenningur getur svo sem sætt sig við þetta, en verra er þeg- ar þetta er líka sagt við embætt- ismenn og sérfræðinga sem finnst áform stjórnvalda ekki standast faglegar lágmarkskröfur. ESB og Ostpolitik Ef almennur skortur verður á raforku er hægt að mæta slíku með skömmtun í stuttan tíma en fljót- lega verða miklir skaðar sem ógna öryggi samfélagsins. Hörmungar vofa nú yfir Evrópu vegna ótrú- legrar skammsýni ESB í orku- málum. Þetta byrjaði með Ostpolitik, sem er 60 ára gömul stefna þýskra sósíalista. Þá var Egon Karl-Heinz Bahr upplýsinga- fulltrúi stjórnar Vest- ur-Berlínar undir borgarstjóranum Willy Brandt. Sam- kvæmt Ostpolitik- stefnunni átti að skapa þíðu í samskiptum austurs og vesturs og koma á viðskiptum. Í fyrstu gekk allt vel þótt hægriflokkarnir í Vestur- Þýskalandi væru alltaf mjög tor- tryggnir. Það var ekki fyrr en með stofnun sambands þeirra ríkja sem urðu fyrirrennarar ESB, að þeir samþykktu Ostpolitik-stefnuna. Það endaði svo með stofnun Nord Stream 1, fyrirtækis sem í raun er armur rússneska fyrirtækisins Gasprom. Það opnaði árið 2011 leiðslukerfi sem flytur árlega 55.000.000.000 rúmmetra af gasi frá Rússlandi til ESB á mjög hag- stæðu verði, en án allrar varaorku. Það var Angela Merkel, þá kanslari til sex ára, sem gekk frá sam- komulaginu. Þarna er um að ræða orku sem er 50 sinnum meiri en innflutn- ingur Íslands af olíuvörum í heild sinni og samsvarar 15-20% af orku- þörf ESB. Ljóst er að með þessu hafa Rússar sterka möguleika til að hafa pólitísk áhrif í Evrópu, því ESB hefur ekki enn komið upp neinum varaleiðum fyrir gas til Evrópu þótt næg tækifæri séu til þess í Norðursjónum. Þar með er Ostpolitik orðin að skortpólitík í ESB. Þessi orkustefna ESB er þegar farin að valda verulegu efnahags- tjóni. Raforka hefur hækkað upp úr öllu valdi, verðbólga komin af stað og mun ekki stöðvast í bráð. Ef Rússar skrúfa fyrir gasið í haust eins og óttast er verður stríðsástand í ESB eins og Andrés Magnússon lýsir í Morgunblaðinu 23. júlí 2022. Óþarfi að hafa fleiri orð um það hér. En fróðlegt er að þetta er alveg öfugt við það sem Bandaríkjamenn gera. Þeir flytja inn olíu í stórum stíl eins og ESB, en eru með full- virkjaðar olíulindir óhreyfðar sem varabirgðir og búnir að vera í ára- tugi. Þetta er hluti þjóðarörygg- isstefnu þeirra. Mikil raforka er framleidd með olíu eins og í ESB, en meðan þeir hafa nægar vara- birgðir verður orkuframboð nægi- legt. Skortpólitík á Íslandi? Hér hjá okkur ræður vatnsaflið ríkjum, en til þess að tryggja fram- boð þarf næga fyrirhyggju í virkj- anagerðinni. Engin vatnsafls- virkjun er í byggingu og engin varaorka tiltæk svo orkuskortur er fyrirsjáanlegur. Sem betur fer er lítil hætta á að almenningur verði fyrir alvarlegum orkuskorti hér á landi. Stóriðjan yrði skert fyrst. Margir íslenskir stjórnmálamenn mundu fagna því að stóriðjan yrði skert, enda þótt framleiðsla á áli með hreinni orku sé stærsta framlag Íslands til lofts- lagsmála. Og „hæfilegur“ orku- skortur er góð leið til að halda allri ódýrri raforku frá landbúnaðinum og iðnaðinum og stöðugt tilefni til að hækka raforkuverð eins og nú er gert í ESB. Slík pólitík þjónar ágætlega hagsmunum framleið- enda, sem eru ríkið og bæjarfélög. Nýlega samþykkti Alþingi rammaáætlun. Þar eru tveir vind- orkugarðar, líklega með 50-70 vind- myllum. Að byggja eina og eina vindmyllu í einu af og til er örugg leið til að tryggja viðvarandi orku- skort. Að byggja vindmyllur í landi með nóg vatnsafl hefur engan til- gang nema þann að bjarga orðspori þeirra manna sem stöðugt eru að vefja persónu sína dýrðarljóma náttúruverndarinnar, en eru nú að tapa honum aftur í baráttunni við loftslagsvandann. Gallinn er bara sá að vindmyllur yrðu gríðarleg sjónmengun í náttúru Íslands. Svo fylgir rekstri þeirra mikil og jafn- vel hættuleg aukning í árrennsli þegar vindurinn dettur niður og vatnsaflið þarf að koma inn með engum fyrirvara. Svona ástand yrði sorgleg afleiðing af skortpólitík í orkumálum. En við höfum annað dæmi um skortpólitík. Í langan tíma hefur ekkert verið gert í samgöngu- málum höfuðborgarsvæðisins ann- að en boða rándýrar sérbrautir fyr- ir strætó sem borgarstjórnin reynir af alefli að fá ríkið til að borga. Þessar akbrautir eru teknar frá al- mennri umferð. Afleiðingin verður gríðarlega kostnaðarsamar umferð- artafir svo hvað er þá upp úr þessu að hafa? Jú, neyða fólk til að nota strætó. Þetta er ósk pólitíkusanna sem stjórna Reykjavík. Og þegar þeim er bent á þetta koma skila- boðin: Látið okkur í friði. Um þetta hefur mikið verið skrifað og óþarfi að endurtaka það hér. Eftir Jónas Elíasson » Stjórnmálamenn eru farnir að setja eigin skoðanir ofar þörfum al- mennings. Ástand orku- mála og samgöngumála er til vitnis um það. Jónas Elíasson Prófessor. Höfundur er fyrrverandi verkfræðiprófessor. Skortpólitík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.