Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 37

Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 vfs.is EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI215 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI95 VERKFÆRIALVÖRU Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Tónlistarkonan Katrín Myrra Þrast- ardóttir ákvað að láta slag standa og byrja að gefa út sína eigin tónlist eftir að hafa farið í tvær reisur bæði um Afríku og Asíu sem breyttu lífs- viðhorfi hennar fyrir um þremur ár- um. Hún gaf út sitt þriðja lag á dög- unum, Hausinn tómur, fyrsta lagið á væntanlegri smáskífu hennar sem ber sama titil. Platan kemur út 19. ágúst næstkomandi en Katrín ræddi um tónlistina og lífið í samtali við Ís- land vaknar, með þeim Kristínu Sif og Ásgeiri Páli og við blaðamann K100. Fyrir ferðirnar, þar sem Katrín ferðaðist meðal annars ein um Asíu í fjóra mánuði, upplifði hún ákveðið óöryggi í sambandi við tónlistina sem hún átti erfitt að hugsa sér að deila með öðrum enda segist hún ber- skjalda sig mikið í tónlistinni. Það að ferðast og upplifa þessa ólíku menn- ingarheima opnaði þó huga hennar og hjálpaði henni að sigrast á óttanum. „Ég var búin að hugsa um þetta frá því ég var í menntaskóla, um það hvort ég ætti að gera tónlist. En ég hugsaði bara: Nei, ég get ekki farið að gera það. Það er ógeðslega „ran- dom“ fyrir fólk sem þekkir mig,“ sagði Katrín sem sagði að- spurð að hún hafi þjáðst af eins konar blekking- arheilkenni eða „imp- oster sydrome“ á þess- um tíma, í samtali við Ísland vaknar. „Svo fór ég að ferðast og eftir að ég kom heim fékk ég bara svona: Af hverju ekki? Lífið er svo stutt!“ lýsti Katrín einlæg. Sá hvað heimurinn er stór „Ég fór bara ein í seinni reisuna í fjóra mánuði. Það var eig- inlega bara ekkert planað. Ég keypti bara „one way ticket“ og ætlaði að sjá hvað myndi gerast,“ sagði hún og bætti við að þetta hefði hjálpað henni að opna augun og sjá út fyrir „búbbluna“ á litla Íslandi. „Ég hugsaði bara: Við erum svo lítil og þetta er svo mikil búbbla. Það að sjá hvað heimurinn er stór og hvað fólk er að gera. Fólk er að gera alls konar hluti úti í heimi. Þá áttar maður sig á því hvað það eru miklir mögu- leikar – og hvað það skiptir ekki máli beint hvað þú ert að gera. Gerðu bara hlutina sem þig langar að gera,“ sagði Katrín sem segir að jóganám sem hún stundaði hafi einnig haft mikil áhrif á hana hvað þetta varðar. „Eftir það varð ég svolítið svona: Ég ætla að gera þetta sama hvað öðru fólki finnst um það,“ sagði hún. Varð- andi framtíðina sagðist Katrín sjá fyr- ir sér tónlistina sem hún vill einblína á á næstunni. „Svo hef ég mikla löngun til að prófa að búa í Asíu. Taíland eða Balí kallar rosalega til mín alltaf. En akk- úrat núna vil ég bara einblína á tón- listina og það sem veitir mér ham- ingju. Sjálf hefur Katrín verið viðriðin tónlist frá barnæsku en hún stundaði bæði nám í söng og leiklist sem barn. „Ég var bara alltaf að syngja og dansa heima. Það var svolítið „væbið“ alltaf þegar ég var yngri. En svo þeg- ar ég varð eldri byrjaði þetta að minnka. Maður verður unglingur, fer í menntaskóla og fer að hugsa um aðra hluti,“ segir Katrín sem þó byrjaði að semja rosalega mikið í menntaskóla. Aðspurð sagðist hún nota tónlist og textaköpun mikið til að fá útrás fyrir sínar eigin tilfinningar – en það hefur hún gert alveg frá barnæsku og á mikið af ljóðum og öðru því tengdu frá því hún var barn sem hún hefur gaman af því að skoða. Innblástur frá langalangömmu Katrín fékk óbeinan inn- blástur frá langa- langaömmu sinni Theodóru Thor- oddsen í nýjasta lagi sínu, Hausinn tómur, en Theo- dóra er höfundur þulunnar ástsælu Tunglið, tunglið taktu mig. „Ég var að pæla í að nota viðlagið úr henni fyrir eitthvað lag og byrjaði að semja hausinn er tómur út frá því. En svo fannst okkur þetta koma svo vel út að við ákváðum að henda þessu bara í lag,“ lýsti Katrín í Ísland vaknar. Katrín segist, í samtali við blaða- mann, vera ákaflega spennt fyrir því að gefa út væntanlega smáskífu og ekki síst fyrir því að halda sína fyrstu opinberu tónleika 28. ágúst næstkom- andi. Katrín mun flytja plötuna á við- burðinum Ís í brauðformi á Prikinu þar nokkrir tónlistarmenn munu stíga á svið. Hægt er að hlusta á tónlist Katr- ínar Myrru á öllum helstu streym- isveitum, m.a. á Spotify. Ljósmynd/CHKLTK Hausinn tómur Fyrsta smáskífa Katrínar, Hausinn tómur, er væntanleg 19. ágúst en fyrsta lag plötunnar kom út í júlí. Augun opnuðust eftir reisurnar Katrín Myrra, 25 ára tónlistarkona, sigraðist á ótt- anum við að gefa út tónlist eftir að hafa ferðast um heiminn. Hún ræddi um tónlistina og lífið í Ísland vaknar en hún hefur nú gefið út fyrsta lagið á vænt- anlegri smáskífu sinni Hausinn tómur. Ljósmynd/Elisabeth María Hood „Lífið er svo stutt“ Katrín segir ferðalög hennar um aðrar heimsálfur hafa breytt viðhorfi hennar. Katrín „Gerðu bara hlutina sem þig langar að gera,“ segir Katrín. Ljósmynd/Elisabeth María Hood Lilja Gísladóttir er mikill hlaðvarpsunnandi en hún heldur úti hlaðvarpinu Fant- asíusvítan ásamt Jónu Mar- íu, sem fjallar um raunveru- leikaþætti, eins og The Bachelor og Love Island. „Ég vildi byrja með þenn- an þátt því ég elska raun- veruleikasjónvarp og það eina sem er skemmtilegra en þættirnir sjálfir er að tala um þá, hafa skoðanir og heyra skoðanir annarra. Síð- an við byrjuðum hafa komið út sjö seríur frá framleiðendum The Bache- lor og er sú sjöunda ný hafin!“ segir Lilja sem fylgist nú spennt með þeim Rachel og Gabby í leit sinni að ástinni í The Bachelorette. K100 fékk Lilju til að gefa álit á nokkrum áhugaverðum hlaðvörpum sem finna má hér. The Viall Files „Eitt af fáum erlend- um podcöstum sem ég hlusta á. Hér fer Nick Viall, stór vinur okkar úr Bachelor Nation, yfir Bachelor-seríur hverju sinni og ýmsa aðra raunveru- leika þætti. Alltaf gaman að fá hans sýn á hlutina, skemmir ekki fyrir að ég er sjúklega skotin í honum!“ Hver er Húgó? „Í þessum þáttum fara Gói Sportrönd og Eyþór í leið- angur til þess að reyna að svipta hul- unni af tónlistarmanninum Húgó, sem kemur alltaf fram með grímu. Mjög áhugavert og fyndið að hlusta á kenn- ingar þeirra og vandræði við að finna út hver maðurinn á bak við grímuna er.“ Morðcastið „Mitt allra uppáhalds-podcast, sem er einkennilegt þar sem ég get ekki horft á neinar hryllings- myndir eða þætti þar sem eitthvað hræðilegt á sér stað. En þær systur fjalla á mjög einstakan hátt um agaleg morð og ég dýrka þær og dái.“ Þarf alltaf að vera grín? „Þríeykið kemur mér alltaf til að brosa. Þau tala um allt milli himins og jarðar og mik- ið grín og mikið gaman. Mæli ekki með að hlusta á almannafæri samt, hef fengið hláturskast í Hagkaup yfir þeim.“ The Snorri Björns Podcast Show „Snorri Björns er geitin í þessum hlaðvarpsheimi hér á Íslandi myndi ég segja og hann hefur einstakt lag á að taka viðtöl við fólk og hrífa mig með í ferðalagið. Ég dýrka að hlusta á þættina hans, sérstaklega í flugi eða á lengri ferðalögum. Snorri kann að spyrja réttu spurninganna sem er alls ekki algilt í svona viðtalsþáttum en það sem ég kann að meta það!“ Skemmtilegast að tala um þættina Lilja í Fantasíusvítunni hef- ur brennandi áhuga á raunveruleikasjónvarpi og hlaðvörpum. Hún gaf álit á fimm áhuga- verðum hlað- vörpum sem hún heldur upp á. Svítan Lilja elskar raunveru- leikasjónvarp og hlaðvörp. Fimm áhugaverð hlaðvörp frá Lilju í Fantasíusvítunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.