Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 41
hann væri af gengi fyrirtækisins í
forsjá sona sinna, Jóns Þórs og
Trausta.
Við systur eigum ófáar minn-
ingar af Rauðalæknum þar sem
afi og amma Guðný bjuggu sam-
an alla sína tíð. Þar voru amma
og afi sannkallaðir höfðingjar
heim að sækja og buðu fjölskyld-
unni árlega í Þorláksmessuh-
angikjöt og jóladagshlaðborð
fullt af krásum. Afi Þorgrímur
var frægur fyrir sína einstöku
blöndu af hvítöli og appelsíni sem
var í miklu uppáhaldi margra
fjölskyldumeðlima. Amma og afi
héldu líka oft fýlaveislur á
Rauðalæknum og var það alveg
sérstök stemning. Það var fátt
annað sem kítlaði bragðlauka afa
Þorgríms jafn mikið og appels-
ínuönd og hvítvínsglas. Nutu for-
eldrar okkar, Jón Þór og Aldís
þess að matreiða önd fyrir hann
og vekja þar með upp hugrenn-
ingatengsl við Kanaríeyjar, þar
sem afi og amma dvöldu gjarnan
í nokkrar vikur í skammdeginu á
efri árum. Þegar minningarnar
báru hann suður á bóginn þótti
okkur systrum gaman að spila
fyrir hann lag Andrew-systra,
Rum and Coca-Cola, og það kom
hlýr glampi í augun hans. Hlýr
glampi var einkennandi fyrir afa
og smitaði út frá sér til þeirra
sem með honum voru. Við berum
sterka tilfinningu í brjósti okkar
um gleði hans og kátínu, því hún
var sannarlega einstök.
Við erum vissar um að í Sum-
arlandinu bíði afa fegurð og frið-
sæld. Honum þótti hitinn, hvort
sem það var af sólinni á Kanar-
íeyjum eða af ofnunum í málm-
steypunni afar notalegur. Og þar
fær hann loks að hitta elsku
ömmu Guðnýju.
Með söknuði og hlýju,
Hugrún, Gígja og
Signý Jónsdætur.
Elsku langafi okkar var hlýr
og góður maður. Þegar við vor-
um yngri fannst okkur skemmti-
legt að fara í heimsókn á Rauða-
lækinn til langafa og langömmu
þar sem boðið var upp á pönnu-
kökur, súkkulaðikökur og fleira
sem okkur þótti gott. Á jóladag
voru fjölskylduboð hjá langafa og
langömmu þar sem allir hittust
og spiluðu og borðuðu hangikjöt.
Langafi sagði oft skemmtilegar
sögur og er ein þeirra sérstak-
lega minnisstæð. Á tímum seinni
heimsstyrjaldarinnar var hann
unglingur og á leið í vinnuna þeg-
ar hann sér fjölda skipa sigla í átt
til hafnar. Allir héldu að þetta
væru Þjóðverjarnir en síðar kom
í ljós að þetta voru Bretarnir.
Þessa sögu höfum við sagt kenn-
urum og vinum okkar í skólan-
um.
Langafi var ungur maður þeg-
ar hann stofnaði fyrirtækið sitt
Málmsteypu Þorgríms Jónsson-
ar. Víða má sjá brunnlok merkt
langafa sem okkur þykir ánægju-
legt því þau minna okkur á hann.
Eftir að langamma féll frá bjó
langafi á Hrafnistu og heimsótt-
um við hann þangað. Stundum
komum við með ís sem hann
borðaði af bestu lyst. Langafi var
brosmildur með fallegt bros og
alltaf stutt í gamansemina. Hann
heilsaði okkur alltaf með þéttu
handabandi og vildi alltaf bjóða
okkur eitthvað að borða þegar
við komum til hans. Nú er langafi
kominn til langömmu og við er-
um ánægð með að hafa átt hann
svo lengi að.
Guðmundur Kári Jónsson,
Bryndís Bára Jónsdóttir,
Laufey Birta Jónsdóttir.
„Guðný og Doddi“ hljómaði
alltaf vel í mín eyru þegar ég var
barn.
Þau voru öðlingshjón; sam-
rýmd og hjartahlý, Guðný föður-
systir mín og Þorgrímur Jóns-
son, Doddi sem nú er hér
kvaddur.
Ég man vel þá gömlu daga
þegar veikindi og erfiðleikar
herjuðu á fjölskyldu mína, að þá
opnuðu þau hús sitt og hlýjan
faðm fyrir okkur systkinin og
munaði ekki um að bæta nokkr-
um svöngum munnum við. Gott
var að eiga víst athvarf á Rauða-
læknum!
Guðný var alltaf boðin og búin
til að aðstoða þegar eitthvað stóð
til í fjölskyldunni og er mér
minnisstætt og sé fyrir mér þær
mömmu Möggu, Guðnýju og
Ingu móðursystur skellihlæj-
andi, fallegar í Hagkaupsslopp-
unum sínum að útbúa gómsætar
hnallþórur sem við svo gæddum
okkur á í fermingarveislunni
minni.
Seinna þegar pabbi Svein-
björn hætti að vinna 78 ára gam-
all fór hann að stunda silunga-
veiði. Á leið heim eftir veiði kom
honum alltaf fyrst í hug að koma
við á Rauðalæknum og færa syst-
ur sinni og Dodda, sem hann
hafði miklar mætur á, bestu fiska
veiðidagsins.
Það var svo fyrir ótrúlega
skemmtilega tilviljun að þeir
mágar, pabbi og Doddi, lentu í
herbergi hlið við hlið á Hrafnistu.
Þeir urðu borðfélagar og gátu
þar rifjað upp gamlar minningar
en af veikum mætti þó. Gott var
að vita af þeim þar saman. Dýr-
finna sá til þess að þeim liði vel
og alltaf var gaman að hitta
frændsystkinin þegar við komum
í heimsókn.
Doddi var ávallt hæverskur,
prúður og skapgóður. Gott var að
ræða við hann og aldrei var kom-
ið að tómum kofunum hjá honum
hvert sem umræðuefnið var!
Við minnumst þeirra mætu
hjóna með mikilli hlýju og þökk-
um þeim fyrir allt og allt!
Innilegar samúðarkveðjur.
Sveindís María
og fjölskylda.
Þorgrímur Jónsson, eða Doddi
eins og hann var kallaður innan
fjölskyldunnar, var margslung-
inn persónuleiki. Hann nálgaðist
öll mál varlega og á breiðum
grunni, eins og til að geta fundið
hverri hugsun besta mögulega
farveg. Það endaði jafnan með
svo fastmótaðri skoðun að
trauðla varð haggað.
Auðvitað var þetta í samhljómi
við ævistarfið, þegar hann vand-
virknislega formaði margbreyti-
legan sand í mót, áður en fljót-
andi málmur kláraði verkið með
heilsteyptri niðurstöðu.
Hann sagði einhverju sinni um
leið og hann beindi hendinni yfir
verkstæðisgólfið: „Þetta er vinn-
an mín og áhugamál.“ Þar háði
hann líka marga glímuna. Ekki
síst í mjög erfiðu rekstrarum-
hverfi haftaáranna, þegar hags-
munir sjávarútvegs og landbún-
aðar voru einir í fyrirrúmi. Hann
hélt þó jafnan sjó og raunar gott
betur, dyggilega studdur nán-
ustu fjölskyldu.
Reynslunni ríkari vildi hann
geta haldið rekstrinum á floti til
síðasta manns, ef slægi í baksegl-
in. Hann gat þá a.m.k. sjálfur
gengið í öll störf og sinnt nær öllu
viðhaldi. Fátt endurspeglaði þó
þolgæðið betur en gamlar ræf-
ilslegar og stagbættar íslenskar
hjólbörur. Doddi frændi sýndi
þeim fádæma umhyggju og
tryggð. Þær voru líka komnar
með svo mörg „liðamót“ að
stundum lá betur fyrir þeim að
ganga en rúlla. Svo sem ekki
fullnaðarsigur andans yfir efn-
inu, en ögraði þó tímans tönn von
úr viti, rétt eins og eigandinn. Ég
var svo heppinn að kynnast þessu
lítillega þegar ég vann hjá honum
í rúmlega eitt ár. Skemmtilegast-
ar voru þó frásagnir hans af upp-
vextinum í Vík í Mýrdal. Alltaf
heillandi á að hlýða, eða hvernig
mátti annað vera, Doddi var að
lýsa sviðinu sem hýsti himnaríki
bernskunnar og gerði það mjög
áheyrilega. Talaði hægt og skýrt,
með sérkennilegum þunga vand-
virkninnar, enda orðvar maður.
Óvenju skemmtilegu tímaferða-
lagi er lokið.
Emil J. Ragnarsson
og systkini.
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
✝
Ingvar Lund-
berg fæddist
17. mars 1966 í
Neskaupstað. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Fossvogi 7. júlí
2022.
Ingvar er sonur
hjónanna Jóns
Lundberg raf-
virkjameistara og
tónlistarkennara, f.
í Neskaupstað 10. febrúar 1937,
d. 29. júní 2012, og Margrétar
Sigurjónsdóttur húsmóður og
verslunarkonu, f. í Neskaupstað
7. mars 1937. Systkini Ingvars
eru: Jóhanna Gísladóttir, f.
15.2. 1956, maki Rúnar Laxdal
Gunnarsson, Anton Lundberg,
f. 8.1. 1958, maki Þórey Þor-
kelsdóttir, og Ragnar Lund-
berg, f. 12.5. 1970, maki Marina
Suturina.
Eftirlifandi eiginkona Ingv-
ars er Santía Svanhvít Sig-
urjónsdóttir, f. 9.9. 1966. Henn-
ar börn: Bergur Már
Ágústsson, f. 9.7. 1984, d. 16.1.
2020, Sigurjón Mikhael Duf-
field, f. 20.4. 1988, og Rakel
Patricia Heimisdóttir, f. 30.10.
1993. Barnabörn Santíu eru
fimm og voru Ingvari kær afa-
börn.
Ingvar ólst upp í Neskaup-
stað og gekk þar í grunnskóla
og framhaldsskóla
utan einn vetur
sem hann var í
Menntaskólanum á
Egilsstöðum. Hann
sýndi snemma
áhuga á tónlist og
var meðlimur í all-
mörgum hljóm-
sveitum frá unga
aldri, en starfið í
hljómsveitnni SúEl-
len varð það sem
bar hæst og varði lengst. Á
skólárunum var sumarvinna
Ingvars í Netagerð Friðriks
Vilhjálmssonar í Neskaupstað.
Ingvar flutti til Reykjavíkur
upp úr tvítugu og vann um tíma
í Málningarverslun á Snorra-
brautinni. Um 1990 stofnaði
hann hljóðhönnunarfyrirtækið
Gvaríus ehf. og síðan hefur
hans aðalstarf verið við hljóð-
hönnun. Hann sótti fjölda nám-
skeiða á þeim vettvangi og hef-
ur unnið við nálægt 100
kvikmyndir, íslenskar og er-
lendar, lengst af í samstarfi við
fyrirtækið Bíóhljóð. Síðustu ár
vann Ingvar alla sína hljóð-
hönnun í eigin stúdíói sem hann
kom sér upp á draumastað
þeirra hjónanna fyrir austan
fjall.
Útför Ingvars er gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 4.
ágúst 2022, klukkan 13.
Ég ætla að segja ykkur frá
bróður mínum. Bróður okkar,
Ingvari Ljónshjarta. Hann var
hetja frá fyrstu stundu. Hann
kvartaði aldrei nokkurn tímann
þó hann væri veikur allt frá fæð-
ingu. Pínulítill snáði tók hann
veikindum sínum af hugrekki og
æðruleysi. Var langdvölum á
barnaspítalanum fjarri fjöl-
skyldu og æskustöðvum. En gott
fólk annaðist hann, frænkur og
frændur heimsóttu hann. Þökk
sé þeim. Hann var síbrosandi,
hlæjandi og glaður. Enda var
hann elskaður mikið og krakk-
arnir í götunni biðu spennt eftir
að hann kæmi heim af spítalan-
um. Ingvar var sannarlega eins
og ævintýraprins. Með fallegu
augun sem geislaði út frá, örlítið
útskeifur með kankvíst og hlý-
legt bros og fallegan sundþjálf-
aðan líkama. Því hann æfði sund
sem krakki þrátt fyrir veikindin.
Og ekki bara það. Hann var líka
góður og músíkalskur og klár
„og öll börnin í hverfinu flykkt-
ust um hann hvert sem hann fór
og vildu vera með honum og
hann fann upp á sniðugum leikj-
um handa þeim.*“ Ættingjar
minnast hans í kringum 5 ára
aldurinn með leikfangagítarinn
sem hann glamraði á og söng
frumsamin lög og texta okkur til
kátínu. Ungur lærði hann að
spila á píanóið heima og eign-
aðist snemma fyrsta orgelið, var
ekki orðinn táningur þegar
fyrsta hljómsveitin var stofnuð.
18 ára var Ingvar kominn í
hljómsveitina SúEllen og til varð
dýrmæt vinátta sem glöggt hef-
ur sýnt sig síðustu vikur sem
fyrr.
Ingvar var opinn og athugull
og fljótur að tileinka sér nýjung-
ar. Hann var á unglingsaldri
þegar tölvutæknin var að ryðja
sér til rúms og heillaðist af
möguleikunum sem hún bauð
upp á, fannst þeir töfrum líkastir
og náði strax greiðlega tökum á
þeim.
Matargerð vafðist ekki fyrir
honum og fyrir óralöngu var það
hann sem kenndi manni að gera
alvöru pítsu og heimagerða
pítsusósu, setja fiskinn bara ör-
stutt í ofninn eða pottinn og
heima á Melagötu var það
löngum hann sem sá um sósu-
gerðina á aðfangadag. Allt þetta
gerði hann af þeirri vandvirkni
og natni sem líka einkenndu
störf sem hans hljóðhönnuður og
öfluðu honum viðurkennningar.
Allt skyldi vanda til hins ítrasta,
röð og regla í fjármálum og um-
hverfi.
Fyrir nokkrum árum rættist
draumur þeirra Santíu er þau
fluttu austur fyrir fjall þar sem
Ingvar vann í eigin stúdíói og
áhuginn á ræktun hverskyns
matjurta og berjarunna blómstr-
aði. Heimagerða sultan hans
með Ingvarsvöfflum sem bráðn-
uðu í munni er minnisstæð frá
heimsókn í sæluríkið þeirra.
Börn löðuðust að Ingvari enda
var hann barnavinur mikill og
væri heimsins besti pabbi hefði
honum orðið barna auðið. En
afabörn eignaðist hann í gegnum
Santíu sína og voru gleðistundir
hjá afa og ömmu þegar barna-
börnin komu í pössun.
Ingvar var hlýr og kærleiks-
ríkur og öllum elskulegur. Hann
þráði að lifa enda hafði hann svo
mikið að gefa og vildi margt
gera. Okkur var það ævinlega til-
hlökkun að hitta hann og svo
gott að finna hve velkominn
maður var heim til hans ávallt í
gegnum tíðina. Móttökur af mik-
illi gestrisni, heimsmálin oft
rædd og gat hann stundum þras-
að við mann ýmist af þrjósku eða
stríðni en alltaf sýndi sig að okk-
ar helstu lífsgildi eru svipuð.
Þannig var ævinlega gaman þeg-
ar við systkinin hittumst öll og
mikið hlegið því skopskyn okkar
var af sama meiði. Við þökkum
fyrir að eiga minningar um þær
glaðværu stundir með ástkærum
bróður.
* Úr bókinni Bróðir minn
Ljónshjarta e. Astrid Lind-
gren. Þýð: Þorleifur Hauks-
son
Jóhanna, Anton (Lúnni)
og Ragnar (Raggi).
Elsku indæli, glaðlyndi,
stríðni og hjartagóði frændi
minn.
Mínar fyrstu minningar af þér
og Ragga, yngstu bræðrum
mömmu sem henni þótti/þykir
endalaust vænt um, er hvað var
spennandi að fá að kíkja í her-
bergin ykkar á Melagötunni hjá
ömmu og afa. Þau voru full af
fiskabúrum og tónlistargræjum.
Svo þegar þú slóst í gegn með
hljómsveitinni þinni SúEllen og
við vinkonurnar sungum „Símon
er lasinn með gólftusku um háls-
inn“ fullum hálsi og í gríð og erg,
þá var ég auðvitað að springa úr
monti yfir stóra frænda.
Ég kynntist þér samt best
þegar þú leyfðir mér að búa í ris-
inu á Öldugötunni hjá þér fyrsta
veturinn minn í Háskólanum. Ég
var með miklar skoðanir á lífinu
og tilverunni á þessum árum og
þér fannst gaman að ræða málin,
stríða mér svolítið og ýta aðeins í
og ögra heimsmynd ungu, sjálfs-
vissu og skoðanaglöðu litlu
frænku.
Það var alltaf gott að hitta þig,
ávallt brosandi og með blik í
auga. Alltaf með skemmtilegar
sögur á takteinum og til í fjör-
ugar samræður um heimsmálin
eða tilveruna.
Takk fyrir allt, elsku Ingvar.
Þín
Kolbrún Jóhanna
Rúnarsdóttir
(Kolla).
Þegar þú hringdir í mig og
sagði mér þær fréttir að nú væri
líf þitt að enda, þá grét ég. Þú
hughreystir mig í símann og
sagðir: „Þetta er nú búið að vera
helv… gaman hjá okkur Gummi
og ég vil ekkert væl þegar ég
dey. Þið eigið bara að hafa gam-
an áfram“. Ég þurrkaði tárin,
kyngdi og svo hélt spjallið áfram
og þú varst jafn hress og vana-
lega. Ótrúlegur persónuleiki.
Þetta viðhorf þitt kemur
kannski ekki á óvart og er sann-
arlega til eftirbreytni. Þú varst
alltaf að kljást við þín veikindi og
hafðir stundum orð á því þegar
þú varst ungur að sennilega yrð-
ir þú ekki gamall. Ég sagði alltaf
á móti: „Þú verður örugglega
elstur af okkur öllum,“ og svo
sannarlega vonaði ég það. Þú
lést veikindin aldrei stoppa þig
og notaðir þau aldrei sem afsök-
un fyrir neinu. Það er eftirminni-
legt þegar þú straukst af spít-
alanum til að spila eina tónleika
með SúEllen í Reykjavík. Þú
vildi sko alls ekki missa af giggi.
Ég hef þekkt þig allt mitt líf
og síðan þú komst inn í SúEllen
1984, rétt eftir stofnun, höfum
við verið perluvinir. Við unnum
saman á Netagerðinni ásamt
stórum vinahópi og skipulögðum
„meikið mikla“ og aldrei efuð-
umst við um að við gætum slegið
í gegn. Það var bara formsatriði
að koma Símoni í fyrsta sætið og
það tókst. Það er ekki hægt að
lýsa því hvernig félagsskapur
hljómsveit er fyrir þá sem ekki
þekkja. Við höfum brallað svo
margt saman í gegnum tíðina.
Eftir tæp 40 ár erum við eins og
fjölskylda. Það er ekki hægt að
eiga nánari vini. „Segðu bara að
þú sért bróðir hans,“ sagði
Santía konan þín þegar ég var að
vandræðast með heimsókn til þín
á spítalann. Já, vissulega voru
við nánir sem bræður.
Á hljómsveitarferðum um
landið þvert og endilangt var
ýmislegt brallað. Eitt af því var
að finna ný nöfn á okkur alla. Þá
fékkst þú nafnið Gonni Morwick
sem sumir skilja ekki, enda sag-
an á bakvið það of löng til að
segja hér. Gonna-nafnið festist
við þig í okkar vinahópi. Svo var
það enn eitt flippið að við urðum
dansfélagarnir „Gonni og Ronni“
og skemmtum við saman í eft-
irminnilegum SúEllen kabarett.
Svo vorum við með ímyndaða
fyrirtækið „Endurhönnun“ því
þú sást mjög margt sem betur
mátti fara.
Tæknimál léku í höndunum á
þér og áhuginn færðist meira
þangað hin seinni ár, úr tónlist í
hljóðlist. Þetta var samt allt
samofið í þínum huga og ýmsar
brellur og lögmál voru sameig-
inleg tónlist og kvikmyndalist.
Þú varst listamaður í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur. Skapandi,
skemmtilegur og klár hljóðhönn-
uður með einstakan feril. Aldrei
man ég þig þó hreykja þér af
verkum þínum eða verðlaunum.
Gonni og Ronni hafa stigið
sinn síðasta dans, SúEllen verð-
ur aldrei söm, Endurhönnun
skilar inn starfsleyfinu en samt
sem áður mun ég þó fyrst og
fremst sakna þín sem vinar. Þú
varst sá allra skemmtilegasti
drengur sem ég hef á ævinni
kynnst. Þú baðst mig að hafa
gaman áfram og ég ætla að gera
það fyrir þig þó sorgin sé mikil.
Við Guðrún mín og dætur
okkar sendum Santíu, Grétu,
systkinum, fjölskyldu og vinum,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þú varst bestur.
Guðmundur Rafnkell
Gíslason.
Eitt af fyrstu skiptum sem
leiðir okkar Ingvars lágu saman
var árið 1984 þegar hann kom
með vinum sínum í Stúdíó Mjöt
sem var hljóðver á Klapparstíg.
Hann kom til að fylgjast með og
veita þeim stuðning við að vinna
hljómplötuna.
Það var áberandi hvað Ingvar
var áhugasamur og gefandi varð-
andi allt í hljóðverinu og kom
með góðan fíling. Alltaf með
björtu og glöðu augun og til í
allt. Algerlega með á nótunum
varðandi hvað fór fram og forvit-
inn þannig að hlutirnir fóru í
skemmtilegan farveg.
Átta árum síðar hitti ég Ingv-
ar sem nemanda á fyrsta nám-
skeiði Kvikmyndaskóla Íslands
árið 1992. Þá hafði ég skömmu
áður stofnað kvikmyndahljóðver
en var þarna kennari námskeiðs-
ins. Ingvar var mættur fullur af
góðri orku og til í að læra allt.
Það var áberandi hvað hann var
góður nemandi og með skemmti-
legan persónuleika.
Skömmu eftir að námskeiðinu
lauk þurfti ég á málningu að
halda og labbaði inn í Flügger-
verslunina á Snorrabraut. Mér
að óvörum var Ingvar að vinna
þar og var með allt á hreinu hvað
allar tegundir málningar varðar.
Hann sagðist vera fluttur til
Reykjavíkur frá Neskaupstað.
Seinna komst ég reyndar að því
að hann hefði flutt í næstu götu
við íbúðina sem ég hafði þurft að
mála og var nýfluttur í sjálfur.
Það var orðið ljóst að ein-
hverskonar forsjón var að verki
við að tengja okkur Ingvar sam-
an. Og þegar ég þurfti hljóð-
mann í hljóðverið nokkrum mán-
uðum síðar þá hafði ég samband
við Ingvar og spurði hvort hann
vildi vinna við jafn óstabíla verk-
takavinnu og hljóðmennska væri.
Það hefur enginn verið jafn
skýr með svör við mig varðandi
slíka fyrirspurn, fyrr né síðar.
Hann sagðist hafa verið að und-
irbúa sig fyrir slíka vinnu allt frá
unga aldri og þrátt fyrir fyrir-
vara um að það væri ekki öruggt
með verkefni eftir að því fyrsta
myndi ljúka, þá var það ekki
neitt vandamál í huga Ingvars.
Þetta var einmitt einn af hans
góðu eiginleikum, hversu opinn
og óhræddur hann var við að
takast á við framtíðina. Ingvar
vann mér við hlið alla tíð upp frá
því. Við unnum saman um það bil
50 kvikmyndir, nokkrar sjón-
varpsseríur, margar heimilda-
myndir, stuttmyndir og allar
mögulegar tegundir af hljóðeft-
irvinnu. Í mörgum þessara verk-
efna var Ingvar yfirhljóðhönnuð-
ur.
Ingvar var mjög músíkalskur
maður, en til að vinna við það
starf sem hann valdi sér sem
ævistarf þarf maður stöðugt að
læra nýja tækni og finna upp
nýjar aðferðir. Hvert og eitt
verkefni þarfnast sinnar ein-
stöku alúðar þó að handverkið
byggist á svipuðum aðferðum.
Ingvar hafði einstaka hæfileika
til að stíga inn í verkefnin og lesa
í þau með sínu sterka innsæi.
Innsæi sem reynir að skilja per-
sónur sem myndirnar fjalla um
og hvernig megi sýna á þeim
hliðar sem eru ekki augljósar við
fyrstu sýn. Þolinmæði við að
vinna við sama atriði í langan
tíma og skoða það frá mismun-
andi hliðum í hvert sinn. Þetta
gerði Ingvar alla tíð með sínum
sterka en blíða persónuleika.
Ég þakka fyrir tímann sem
við áttum saman.
Hvíl í friði kæri Ingvar.
Kjartan Kjartansson.
Ingvar Lundberg