Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 ✝ Gyða Jóhanns- dóttir fv. skóla- stjóri Fósturskóla Íslands og dósent við HÍ fæddist 27. apríl 1944 í Reykja- vík. Hún lést 24. júlí á líknardeild Land- spítalans. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Sæmundsson, f. 6.2. 1908, d. 8.4. 1998, húsfreyja og Jóhann Sæmunds- son, f. 19.5. 1905, d. 6.6. 1955, læknir, prófessor og félagsmála- ráðherra. Eldri systir Gyðu var Helga Jóhannsdóttir, f. 28.12. 1935, d. 3.6. 2006, tónlistarfræð- ingur. Þær systur áttu gæfuríka æsku í faðmi foreldra sinna og á heimili afa þeirra og ömmu í móðurætt, Árna Thorsteinsson tónskálds og Helgu Einars- dóttur. Gyða giftist 1964 Helga H. Jónssyni fréttamanni, f. 14.5. 1943, d. 7.8. 2015, og eignuðust þau Jóhann Árna, f. 11.9. 1971, sem er giftur Þóru Ein- arsdóttur. Börn þeirra eru Ein- ar Helgi, f. 13.7. 1997, Þórdís Gyða, f. 12.4. 2002, og Jón Ari, f. 22.10. 1973, kvæntur Ingibjörgu Danmarks Pædogogiske Uni- versitet í Kaupmannahöfn. Doktorsritgerðin fjallaði um þróun og flutning náms leik- skólakennara á Íslandi yfir á há- skólastig. Gyða starfaði fyrst sem að- stoðarmaður við rannsóknir á þroska barna á vegum HÍ og Max Planck-vísindastofnunar- innar í Berlín. Gyða tók við starfi skólameistari Fósturskóla Íslands frá 1980-1981 og svo samfellt frá 1982 til 1997 þegar skólinn var sameinaður Kenn- araháskóla Íslands, sem var af- rakstur vinnu Gyðu og fleiri við það að færa nám leikskólakenn- ara upp á háskólastig til jafns við aðra kennaramenntun. Eftir sameiningu Fósturskólans við KHÍ starfaði Gyða sem lektor við KHÍ og síðar dósent við HÍ þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Í störfum sínum við KHÍ og HÍ skrifaði Gyða fjölda fræði- greina, bæði ein og sem meðhöf- undur þar sem hún rannsakaði meðal annars þróun æðri menntunar á Íslandi og bar sam- an við sambærilega þróun á Norðurlöndum. Gyða var virkur félagi í Alfa- deild Delta-Kappa-Gamma, fé- lagi kvenna í fræðistörfum. Útför Gyðu fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 4. ágúst 2022, klukkan 13. Slóð á streymi: mbl.is/go/6i8dy Sæmundsdóttur. Dætur þeirra eru Tinna Bjarkar, f. 19.6. 1996, Emilía Bjarkar, f. 18.10. 2000, og María Bjarkar, f. 11.6. 2004. Helgi og Gyða skildu. Gyða kynntist svo eft- irlifandi eig- inmanni sínum Hauki Arnari Vikt- orssyni, f. 21.5. 1935, arkitekt, og giftust þau 29.9. 1984. Hauk- ur tók sonum Gyðu af fyrra hjónabandi sem sínum eigin og var þeim sem annar faðir. Gyða varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964. Gyða flutti eftir stúd- entspróf til Kaupmannahafnar vegna náms þáverandi eig- inmanns síns þar sem hún starf- aði hjá Loftleiðum. Síðar fluttu þau til Uppsala í Svíþjóð þar sem Gyða lauk cand. Phil.-prófi í uppeldisfræði 1973. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá HÍ þrem- ur árum síðar og mastersprófi í kennslufræðum frá Harvard- háskóla 1982. Árið 2002 varði hún doktorsritgerð sína í upp- eldis- og menntunarfræðum frá Í dag minnist ég Gyðu, elsku- legrar tengdamóður, sem við kveðjum því miður alltof fljótt. Ég kynntist Gyðu þegar ég og sonur hennar Jari urðum par fyrir um 30 árum. Þá stóðu hún og Haukur eiginmaður hennar í framkvæmdum á draumahúsi sínu við Bakkavörina. Haukur teiknaði húsið og sá um bygging- arframkvæmdir með aðstoð son- anna Jóa og Jara. Gyða sá um að gera húsið fallegt og heimilislegt með blómum, vösum, dúkum og skreytingum. Hún var mikill fag- urkeri umkringdi sig blómum og fallegum hlutum, glæsileg kona sem ávallt var einstaklega vel til fara, skreytt miklum og fallegum skarpgripum. Ég man vel eftir fyrstu heim- sókn minni þangað, þá var verið að flytja inn í húsið sem var enn í byggingu. Þau bæði tóku strax einstaklega vel á móti mér. Þenn- an dag var sett upp hlaðborð eins og Gyðu einni var lagið, þar hafði Gyða skreytt, dúkað borð og gert fallegt. Ég fékk strax pláss í hjarta hennar og hún hjá mér. Sonum sínum var hún einstak- lega mikil stoð og stytta sem og okkur tengdadætrum. Hún bjó yf- ir ráðum, var alltaf tilbúin að hlusta þegar á þurfti að halda. Hún veitti okkur ást og stuðning, hafði áhuga á öllu því sem við tók- um okkur fyrir hendur, hélt fjöl- skyldunni saman, heyrði í sínu fólki af einlægri umhyggju og þetta ræktaði hún. Svo komu barnabörnin til sög- unnar fyrst Tinna Bjarkar, næst Einar Helgi, svo Emilía Bjarkar og í lokin Þórdís Gyða og María Bjarkar. Gyða og Haukur tóku ömmu- og afahlutverkinu fagn- andi með hverju barnabarni og sinntu því hlutverki af mikilli ást. Á Bakkavörinni urðu til ógleym- anlegar minningar og húsið þeirra varð að sannkölluðum fjölskyldu- stað þar sem við hittumst öll, einn- ig systurdætur Gyðu með sín börn og fjölskylda Hauks. Sérstaklega er minnisstætt þegar Gyða tók sig til og settist við píanóið og tónlist- in ómaði um húsið, öll heimboðin fyrir fjölskyldu og vini og svo ár- lega páskaeggjaleitin í garðinum. Heimili þeirra var fullt af hlýju og umvafði okkur alveg eins og þau gerðu sjálf. Gyða var mikil föndurkona, átti allskonar efni og skraut í enda- laust mörgum kössum, þar sem hugmyndaflug barnanna fékk að fara í stórkostleg ferðalög, þar skapaði hún ævintýraheim fyrir börnin, með límbyssu, glimmeri og hverju því sem upp úr köss- unum góðu kom. Það eru dýrmætar samveru- stundir og minningar sem ég hef eignast með Gyðu sem ég hef minnst síðustu daga, farið í gegn- um ógrynni af ljósmyndum og rifj- að upp stundir, ferðalög, samtöl og tímann með henni. Síðustu ár reyndu mikið á Gyðu, sérstaklega í lokin þegar ljóst var hvert veikindin stefndu en vonin um bjartari tíð var þó ávallt til staðar hjá okkur er næst henni stóðu. Þegar sorgin bankar uppá, kemur hún þó alltaf að óvör- um, það er því óendanlega erfitt að kveðja yndislega tengdamóður. Ég kveð Gyðu með miklum söknuði. Hvíl í friði, elsku Gyða. Ingibjörg Þ. Sæmundsdóttir. Amma Gyða var besta mann- eskja sem hægt var að finna. Hún var hlý, góð, skemmtileg, alltaf stutt í brosið hjá henni og tók hún á móti öllum opnum örmum. Við erum ævinlega þakklát fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur og gerði hún barnæskuna okkar ógleymanlega. Amma gerði allt fyrir okkur barnabörnin, hún ferðaðist með okkur öll í leigubíl því hún var ekki með bílpróf og þegar afi var ekki heima til að keyra okkur lét hún það ekki stoppa sig og hringdi bara á leigu- bíl og við fórum með leigubíl á Pizza Hut, í bíó, í Hagkaup og allt það sem við þurftum að fara. Manni leiddist aldrei hjá ömmu og það skemmtilegasta sem við gerð- um var að fara í pössun til ömmu og afa og fá ömmukjötbollur, nammi, leigja DVD-myndir og síðan fengum við að halda tísku- sýningu þar sem amma var búin að taka til föt, hatta, skó, skart og slæður úr skápnum sínum og við fórum í þau og sýndum síðan ömmu og afa. Bæði við, afi og amma höfðum gaman að þessu. Amma Gyða hélt alltaf skemmti- legustu og bestu matarboðin því hún hafði líka alltaf einhvað skemmtilegt handa krökkunum til að gera, eins og bingó sem var vin- sælt og á páskunum var páska- eggjaleitin í miklu uppáhaldi. Amma Gyða var alltaf með bros á vör sama hvernig stóð á, hún var mesti gleðigjafi sem hægt var að finna og það var enginn eins og hún. Við söknum þín amma. Þórdís Gyða Jóhannsdóttir og Einar Helgi Jóhannsson. Elsku amma Gyða. Við erum svo þakklátar fyrir það að hafa átt þig sem ömmu og alla góðu tímana okkar saman. Að fá að alast upp með þig og afa í næstu götu var svo gott, við eigum ótal margar minningar af Bakka- vörinni þar sem alltaf var líf og fjör. Þið afi tókuð alltaf svo vel á móti okkur og voruð til í að gera allt með okkur. Reglulegir viðburðir á Bakka- vörinni voru til dæmis tískusýn- ingar þar sem við fórum í fata- skápinn hjá ömmu, dressuðum okkur upp og settum á okkur skartgripina hennar, hattana og skiptumst á að labba fram þar sem amma og afi voru áhorfendur. Amma átti nefnilega endalaust af skemmtilegum fötum, skóm og skarti, það var svo gaman að kom- ast í gersemarnar hennar og fá að leika sér með þær. Amma sat á sófanum og hló að hugmyndaflugi okkar, klappaði alltaf og fannst við fyndnustu krakkar sem til voru. Hún elskaði líka að föndra með okkur og skipulagði mörg föndur- kvöld þar sem hún dró fram alls- konar skraut og límbyssu og föndruðum við ýmsa hluti fyrir jólin og páskana. Hverja páska fór síðan fram páskaeggjaleit á Bakkavörinni þar sem amma og afi voru búin að fela eggin í garð- inum. Það er einnig minnisstætt þegar við barnabörnin komum til ömmu og afa að gista. Oftast vor- um við búin að biðja um ömmu kjötbollur í matinn sem við elsk- uðum og síðan fengum við oft að fara út á vídeóleigu að velja mynd og horfðum á hana í kósí. Síðan sváfum við barnabörnin oftast í einni hrúgu inni hjá ömmu. Þegar við vöknuðum var afi búinn að skella í vöfflur með leyniupp- skriftinni sinni og auðvitað heitt súkkulaði með. Amma lagði sig alltaf fram um að gera eitthvað með okkur og eft- ir að við urðum eldri fór hún að skipuleggja leikhúsferðir, bíó- kvöld eða bauð okkur út að borða, þá völdum við oftast veitingastað- inn Ítalíu sem varð okkar staður. Ferðalögin með stórfjölskyld- unni voru líka eftirminnileg, bæði innanlands og utanlands, minn- ingar úr þeim lifa með okkur. Amma og afi buðu okkur barna- börnunum í ferð til Kaupmanna- hafnar, þar naut amma sín vel sér- staklega með kaffibolla og kökusneið á Café Norden, það var hennar staður. Amma var stór partur af lífi okkar og studdi alltaf við okkur og veitti hjálparhönd þegar þurfti. Hún var hlý og góð við alla í kring- um sig, fylgdist vel með okkur barnabörnunum sem hún kallaði alltaf gullin sín og vissi alltaf hvað var framundan í okkar lífi. Hún hafði alltaf trú á okkur og var dug- leg að hringja og senda okkur góða strauma til að hvetja okkur áfram þegar þurfti og sendi síðan „toj toj“ og lét okkur vita að hún væri með kveikt á kerti fyrir okk- ur. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa okkur með námið með því að senda okkur í aukatíma, hjálpa með ritgerðir og róa mann niður þegar við glímdum við stress. Hún var svo stolt af okkur, hún á stór- an þátt í þeim árangri sem við höf- um náð. Það er svo margt eftir í lífinu sem við höfðum alltaf hugsað ömmu með okkur í. Nýlega fund- um við gömul kort þar sem við skrifuðum að við gætum ekki hugsað okkur heiminn án hennar, en núna þurfum við að halda áfram í heimi þar sem hún er ekki með okkur lengur. Við vitum þó að hún mun halda áfram að vaka yfir okkur og senda okkur styrk þegar við þurfum á honum að halda. Við söknum þín og munum aldrei gleyma þér. Elskum þig endalaust, elsku amma, Tinna Bjarkar, Emilía Bjarkar, María Bjarkar. Ég minnist Gyðu móðursystur minnar sólbrúnnar, með geislandi bros, í flottu dressi, með varalit og stóra hálsfesti. Gyða var falleg, með góðan húmor og jákvæð. Hún var skvísa og átti aldrei of mikið af fötum og skartgripum, fannst allt- af gaman að bæta við og var löngu búin að sprengja utan af sér fata- herbergið á Bakkavörinni. Stórir og áberandi skartgripir voru hennar aðalsmerki enda bar hún þá einstaklega vel. Þó Gyða hafi verið glæsileg og heimili þeirra Hauks sömuleiðis var hún samt jarðbundin og laus við snobb. Eitt af því sem gerði hana unga í anda var hvað hún var hrein og bein og laus við tilgerð. Hún var eldklár, lærði sálfræði, uppeldis- og kennslufræði, m.a. í Harvard, og var lengi skólastjóri Fósturskólans. Hún átti svo þátt í að koma leikskólakennaramennt- un á Íslandi á háskólastig og brann fyrir það. Gyða hefur verið ættmóðirin í mörg ár og límið í stórfjölskyld- unni. Meðan þau Haukur bjuggu í fallega húsinu sínu úti á Nesi naut hún þess að bjóða heim fjölskyldu, vinum og vinnufélögum og stóð þá í stórræðum við að útbúa veiting- ar og stundum skreytingar. Hún var stórtæk og alltaf með of mik- inn mat. Í jólaboðunum náði tréð upp í loft, aðventukransinn risa- stór og lofthengdur og á einum tímapunkti var stofugólfið undir- lagt af risa laufblöðum sem hún flutti heim frá Kanada til að þurrka og spreyja til skreytinga. Við Gyða bjuggum í sama húsi fram á unglingsár mín þar sem fjölskyldurnar bjuggu hvor á sinni hæðinni. Þá var ég eins og grár köttur á efri hæðinni þar sem Jói og Jari eru jafnaldrar okkar Hild- ar systur. Gyða hlýtur stundum að hafa verið þreytt á þessu fyrir- komulagi en við krakkarnir vorum alsælir. Þegar ég var að klára menntaskólann og Gyða og Hauk- ur flutt út á Nes var ég síðan svo heppin að fá að búa hjá þeim í tvö ár gegn því að sjá um þrif á húsinu og stöku eldamennsku. Þá upplifði ég mín fyrstu sambandsslit, gegn- um borðsímann hennar Gyðu, en eftir að hafa orðið vitni að því dreif hún mig með sér í Kringluna og keypti handa mér minipils. Þetta er með fallegri minningum sem ég á, svínvirkaði til að hressa við ást- arsorgmædda unglinginn og ég var komin á djammið kvöldið eftir í nýja pilsinu. Ég á margar skemmtilegar minningar af Gyðu. Hún gat stundum verið kaótísk og ofhugs- að hlutina en hún var alltaf skemmtileg og endaði á að gera grín að sjálfri sér. Hún elskaði að liggja í sólbaði og bar ekki á sig vörn eins og flestir heldur olíu. Hún spilaði á píanó og naut þess að hlusta á fallega tónlist. Hún átti sérstaka kápu með góðum innan- ávösum sem hún notaði til að smygla veislukræsingum gegnum tollinn, þá bannaði hún Hauki að labba við hliðina á sér því hún sagði að hann yrði svo sakbitinn á svipinn. Hún kunni að njóta lífsins og átti margar góðar vinkonur sem eru sumar nánast eins og systur hennar. Hún var heims- borgari og bæði bjó og ferðaðist víða. Jói og Jari voru augasteinarnir í lífi Gyðu og síðar barnabörnin. Hún var endalaust stolt af þeim, Hauki og tengdadætrunum og tal- aði oft og fallega um þau. Hún fylgdist líka alltaf vel með okkur og börnunum okkar sem henni þótti mjög vænt um og það var sannarlega gagnkvæmt. Takk fyrir allt og hvíldu í friði elsku Gyða, þú munt alltaf eiga stóran stað í hjörtum okkar. Elsku Haukur, þið áttuð fallegt samband og svo fallegt að heyra hvernig þú talar enn um Gyðu þína Elsku Jói, Jari og fjölskyldur, okkar innilegustu og dýpstu sam- úðarkveðjur Megi ljúfar minningar og allt hið góða styrkja ykkur í sorginni. Sigrún Drífa og fjölskylda. Flestar minningar mínar um Gyðu tengjast samverustundum með drengjunum hennar, Jóa og Jara, þegar þeir voru litlir guttar. Þá hittumst við oft, t.d. yfir jóla- og páskaföndri heima hjá henni og til þess að undirbúa hátíðarstund- ir í lífi drengjanna hennar. Drengja sem ég eignaðist líka dá- lítið í því að ég varð síðari eigin- kona Helga, pabba þeirra. Þeir voru enn á leikskólaaldri þegar ég kom inn í líf þeirra. Það voru ekki bara þeir sem tóku mér opnum örmum, það gerði mamma þeirra líka. Þegar Gyða fór í framhalds- nám í Harvard í Boston í Banda- ríkjunum urðu strákarnir eftir hjá okkur Helga á Íslandi. Þá skrif- uðumst við Gyða á og töluðumst við eins oft og færi gafst. Heimili drengjanna og móður þeirra á Melhaganum var um margt einstakt – ekki bara raun- verulegt menningarheimili heldur líka umvefjandi fjöskylduhús. Á efstu hæðinni bjuggu þau Gyða, Jói og Jari og síðar Haukur, eftir að hann tók við hlutverki fjöl- skylduföðurins. Á hæðinni fyrir neðan bjuggu þau Helga, systir Gyðu, og hennar maður Jón með stelpunum sínum. Amma Dídí var þar fyrir neðan og í neðstu íbúð- inni voru ömmusysturnar, Soffa og Janna. Jói og Jari voru því umvafðir kærleika á hverri hæð. Hvort sem mamma þeirra var heima eða ekki áttu þeir athvarf í húsinu, og alls staðar voru þeir velkomnir. Hið sama átti við um eldri dóttur okk- ar Helga þegar hún fæddist. Á öll- um hæðum var henni tekið af ást- úð og Haukur og Gyða pössuðu fyrir okkur þegar svo bar undir. Eftir að allir urðu fullorðnir, og sumir aldnir, fór samverustund- um fækkandi. Þau af Gyðu kyn- slóð og næstu fyrir ofan sem bjuggu á Melhaganum í upphafi kynna eru nú öll látin. Jói og Jari hafa misst bæði föður og móður, og marga aðra af sínum nánustu á liðnum árum. Hugur minn er hjá þeim, eiginkonum þeirra og börn- um á þessari stundu. Ég votta þeim, og ekki síður Hauki, dýpstu samúð mína, barnanna minna og fjölskyldna þeirra. Virðingin fyrir Gyðu og þakklæti í hennar garð stendur eftir að henni genginni. Helga Jónsdóttir. Yndisleg vinkona okkar, hún Gyða, er látin og kveðjum við hana með miklum söknuði. Hún var ein- staklega traust og góð vinkona. Leiðir okkar lágu saman í MR og við útskrifuðumst úr A-bekknum í bítlaæðinu 1964. Margt var brall- að og mikið lagt upp úr útlitinu. Alltaf mættum við stífmálaðar í skólann á morgnana með túperað hár. Þar var Gyða enginn eftirbát- ur. Það var ekki að ástæðulausu að bekkurinn fékk viðurnefnið „málverkasafnið“ á kennarastof- unni, en það fréttum við ekki fyrr en löngu seinna. Gyða var alltaf sérstaklega smart og elegant og átti marga flotta skartgripi eftir þekkta hönnuði. Eitt sinn fékk hún fal- lega hálsfesti í afmælisgjöf. Að hennar mati átti hún enga flík sem hæfði festinni, svo hún lét sér- sauma á sig kjól sem passaði við hana. Tímaskyn Gyðu var ekki alltaf gott svo við vinkonurnar fór- um til öryggis að bjóða Gyðu í boð um hálftíma á undan öðrum, sem virkaði vel. Nokkrar vinkonur úr A-bekknum stofnuðu sauma- klúbb. Afskaplega lítið hefur farið fyrir saumaskap en þeim mun meira verið spjallað um lífið og til- veruna. Gyða bjó í mörg ár erlend- is með fyrri manni sínum, Helga H. Jónssyni. Þau eignuðust tvo syni, þá Jóa og Jara, augasteina Gyðu. Eftir skilnað Gyðu og Helga kom Haukur Viktorsson arkitekt til sögunnar. Þau Gyða kynntust í boði heima hjá Siggu Rögnu eftir ráðabrugg, sem Gyðu var alls ókunnugt um. Boðið var haldið sérstaklega til þess að kynna þau Gyðu og Hauk án þeirra vitundar. Saumaklúbbur- inn stóð fyrir boðinu og mætti ásamt mökum með veisluföng. Þetta tókst mjög vel og segja má að þarna hafi þau bæði dottið í lukkupottinn. Að okkar mati tók tilhugalífið hjá þeim heldur lang- an tíma. Mörg hugguleg matarboð voru haldin með rauðvíni og kertaljósum, en þar var Gyða á heimavelli. Loksins gengu þau í hjónaband, okkur til mikillar ánægju. Seinna fréttum við að heill herskari af vinum Hauks hefði endalaust verið að reyna að finna eiginkonu handa honum án árangurs. Gyða var mikið jólabarn og lagði metnað sinn í að gera sem glæsilegastar jólaskreytingar. Eins var heimilið fagurlega skreytt fyrir páska. Hún átti heil ósköp af föndurdóti og lagði mikið upp úr því að föndra með Jóa og Jara þegar þeir voru yngri og síð- ar með barnabörnunum heilu dag- ana. Gyða var listakokkur og alltaf var mikið tilhlökkunarefni að njóta gestrisni þeirra Hauks á f- allegum heimilum þeirra. Lengi höfðu þau þann sið að bjóða til Gyða Jóhannsdóttir Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.