Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 45
liðanema sem útskrifuðust svo í
desember það ár. Man þig best af
hópnum í byrjun, þú hafðir svo
sterka réttlætiskennd og varst
órög að segja skoðanir þínar.
Hópurinn er á misjöfnum aldri en
höfum haldið saman með sauma-
klúbbum, sumarbústaðaferðum
og hittingum þar til núna síðustu
ár, þar sem allt slíkt lá niðri. Ég
hafði ekki unnið lengi á Sléttu-
veginum þegar þú hringdir í mig
og sagðir: Bára, heldurðu að við
getum unnið saman? Ég er að
fara í atvinnuviðtal á vinnustaðn-
um þínum. Sem betur fer varstu
ráðin og áttum við farsælt og gott
samstarf alla tíð síðan með smá
hléi. Þú varst svo frábær vinnu-
félagi og fagmanneskja, Við gát-
um pústað við hvor aðra með
svörtum húmor og glensi og
hlátrum. Við áttum svo margt
sameiginlegt þó árin á milli okkar
væru mörg. Ég ætla ekki að vera
væmin, það var ekki þinn stíll en
ég á eftir að sakna þess sem var,
hélt við hefðum nægan tíma þó ég
væri farin á eftirlaun.
Takk fyrir öll símtölin og skila-
boðin. Takk fyrir öll trúnaðar-
samtölin. Takk fyrir að hugsa svo
vel um „gömlu konuna þína“.
Takk fyrir allt, elsku Tóta, hvíldu
í friði.
Kæra fjölskylda, missirinn er
mikill en minningin lifir.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur,
Bára Hjaltadóttir.
Kveðja frá samstarfsfólki
Við spyrjum drottin særð, hvers vegna
hann
hafi það dularfulla verkalag
að kalla svona vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það
sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
(Jóhann S. Hannesson)
Þórhildur Una Stefánsdóttir
kom til starfa í heimaþjónustu á
Sléttuvegi fyrir rúmum áratug og
starfaði hér, með stuttum hléum
inni í milli. Hún starfaði hér fyrst
sem sjúkraliði en síðar sem deild-
arstjóri þar sem hún hafði um-
sjón með ýmsum krefjandi verk-
efnum. Hún hafði komið víða við
á starfsferli sínum og hafði langa
starfsreynslu við umönnun sem
sannarlega kom vel að notum
hér.
Öllum störfum sínum sinnti
hún af elju og fagmennsku og var
okkur hinum fyrirmynd í starfi.
Hún vildi ekki láta hlutina bíða og
gekk í verkefni dagsins af þeim
drifkrafti sem einkenndi hana.
Hún gat auðveldlega sinnt mörg-
um hlutum í einu sem kom sér vel
þegar forföll eða óvænt atvik
komu upp. Með fáum var betra að
vera ef krefjandi aðstæður sköp-
uðust þar sem þörf var á skjótri
ákvörðunartöku. Hún var um-
hyggjusöm og gat auðveldlega
sett sig í spor annarra. Hún hafði
afar gott lag að ná til skjólstæð-
inga sem hún vitjaði og hafði
hagsmuni þeirra alltaf að leiðar-
ljósi í öllum störfum sínum.
Gagnvart samstarfsfólki var
hún bóngóð, trygg, hvetjandi og
stóð við bakið á okkur, ekki síst
þeim sem voru nýbyrjaðir eða
voru í starfsnámi. Hreinskiptin
var hún, ákveðin og réttsýn og
sagði umbúðalaust ef henni mis-
líkaði eða ef vinnubrögð voru
ekki til samræmis við það sem
ætlast mátti til. Hún var einkar
næm á líðan samstarfsfólks síns
og fljót að sjá ef eitthvað bjátaði á
og örlát að gefa af sjálfri sér til
þess að reyna að aðstoða ef þess
var nokkur kostur. Skipti fyrir-
höfn hennar sjálfrar þar engu
máli.
Og svo minnumst við hversu
skemmtileg og fyndin Þórhildur
var og oft var hlegið dátt á kaffi-
stofunni þegar hún var á vakt-
inni. Hún átti það til að vera
stríðin á góðan hátt, sérstaklega
gagnvart okkur sem erum dálítið
auðtrúa.
Þórhildi varð tíðrætt um fjöl-
skyldu sína og kom þar vel í ljós
hversu innilega stolt og glöð hún
var með hópinn sinn. Hún varð
amma á síðasta ári og hlakkaði
mikið til þess að fá að reyna sig í
því hlutverki gagnvart litla
ömmudrengnum sínum.
Hjá þeim er hugur okkar og
dýpsta samúð þessa erfiðu daga.
Eftir sitja minningar um ein-
staka og minnisstæða konu sem
kært er kvödd héðan af Sléttu-
vegi.
Fyrir hönd samstarfsfólks,
Hanna María Karlsdóttir.
Kveðja frá
Sjúkraliðafélagi Íslands
Okkur sjúkraliðum barst í síð-
ustu viku sú harmafregn að öflug
forystukona úr okkar röðum,
Þórhildur Una Stefánsdóttir,
hefði látist eftir skammvinn veik-
indi. Hún dó langt fyrir aldur
fram og varð aðeins 47 ára gömul.
Hennar er hvarvetna sárt sakn-
að.
Í hópi okkar sjúkraliða skilur
Þórhildur Una eftir stórt skarð.
Hún var í senn frábær sjúkraliði,
sem naut trausts samstarfs-
manna og sjúklinga, sem margir
bundust henni tryggðaböndum.
Um leið var hún einstakur félagi,
áræðin og einlæg í samskiptum,
og innan stéttarfélags okkar var
hún virk og öflug í starfi.
Hún hafði áhuga á réttinda-
baráttu félagsins og lét ekki sitt
eftir liggja þegar þurfti kraft til
að koma hugmyndum í verk. Þess
naut félagið sannarlega. Þórhild-
ur Una fann bæði á sjálfri sér og
samstarfsfólki hvað sjúkraliða-
starfið getur verið krefjandi og
lýjandi, og hvað langur vinnutími
og þung vaktabyrði hafði íþyngj-
andi áhrif á fjölskyldur sjúkra-
liða. Hún studdi því einlæglega
stefnu félagsins um að stytta
vinnutíma. Þegar áfangasigur
náðist, stóð hún dyggilega við
bakið á forystunni á meðan erfið
innleiðing var í gangi, sótti stíft
alla fræðslufundi um „betri
vinnutíma“ og varð ómetanlegur
hlekkur í innleiðingarferlinu.
Fyrir það viljum við þakka sér-
staklega.
Á yfir 20 ára ferli sem sjúkra-
liði starfaði hún víða, nú síðast í
heimahjúkrun hjá Reykjavíkur-
borg, þar sem hún sinnti íbúum
við Sléttuveg. Atgervi hennar og
kraftur leiddi til þess að hún var
eiginlega sjálfkrafa kölluð til
mikilvægra forystustarfa innan
Sjúkraliðafélags Íslands en frá
nóvember 2019 gegndi Þórhildur
Una formennsku í langstærstu
deild þess, á höfuðborgarsvæð-
inu.
Það voru jafnan líflegar um-
ræður þegar Þórhildur Una kom
til skrafs og ráðagerða á skrif-
stofu félagsins við Grensásveg.
Samhliða samtölum um kjara- og
réttindamál áttum við einlæg
samskipti, þar sem talið barst
oftar en ekki að hestamennsku
sem hún stundaði af ástríðu, fjöl-
skyldunni sem hún unni, en ekki
síður að barnabarninu, sem hún
hlakkaði til að fylgjast með vaxa
og dafna. Sannarlega er það því
þyngra en tárum taki, og óskilj-
anlegt, að með þessum hætti
skuli forlögin hrífa burt okkar
yndislegu vinkonu og ómetanleg-
an samstarfsfélaga. Hennar beið
svo margt jákvætt og fallegt.
Í okkar röðum er sannarlega
skarð fyrir skildi. Mestur er þó
missir hamingjuríkrar fjöl-
skyldu, sem hún elskaði og
studdi. Við leiðarlok kveðja
sjúkraliðar hana með miklum
söknuði og flytja henni einlægar
þakkir fyrir mikilvægt framlag til
félagsins. Við biðjum góðan Guð
að styrkja fjölskyldu hennar í
sorginni. Minning hennar mun
ávallt lifa með okkur.
F.h. Sjúkraliðafélags Íslands,
Sandra B. Franks
formaður.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
✝
Hafsteinn Már
Matthíasson
mjólkurtæknifræð-
ingur fæddist í
Reykjavík 28. jan-
úar 1943. Hann lést
á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
22. júlí 2022.
Foreldrar hans
voru Laufey Guð-
mundsdóttir fisk-
matsmaður, f. 1923,
d. 1981, og Matthías Jónsson
múrarameistari, f. 1922, d. 2014.
Hálfbróðir Hafsteins er Kristján
Þór Valdimarsson og hálfsystur
hans eru Þórunn Halldóra Matt-
híasdóttir og Guðrún Matthías-
dóttir.
Eiginkona Hafsteins er Bryn-
dís Brynjólfsdóttir, kaupmaður
og fyrrverandi útibússtjóri Sjó-
vár á Selfossi, f. 4.12. 1945. Þau
giftust í Selfosskirkju 26.12.
1965. Foreldrar hennar voru
Brynjólfur Gíslason, veit-
ingamaður í Tryggvaskála á
Selfossi, f. 1903, d. 1983, og
Kristín Árnadóttir, hótelstýra í
Tryggvaskála f. 1901, d. 1974.
Dætur þeirra eru Kristín Haf-
steinsdóttir viðskiptafræðingur,
f. 2.10. 1963, sonur hennar er
Bjarki Már Magnússon lögfræð-
ingur, f. 31.1. 1996; Berglind
Hafsteinsdóttir sjóntækjafræð-
ingur, f. 8.8. 1976, maki Brynjar
Þór Heiðarsson rafvirki, f. 10.1.
1972, börn þeirra eru Alexander
Brynjarsson, f.
31.1. 2006 og Fil-
ippía Brynj-
arsdóttir, f. 20.4.
2011.
Hafsteinn bjó á
uppvaxtarárum
sínum í vesturbæ
Reykjavíkur með
móður sinni.
Hafsteinn flutti á
Selfoss árið 1961 og
hóf þá nám í Mjólk-
urbúi Flóamanna. Hann lauk
prófi sem mjólkurfræðingur frá
Ladelund Landbrugs & Melkeri-
skole í Danmörku árið 1964, fór
svo í framhaldsnám við sama
skóla og lauk þaðan prófi sem
mjólkurtæknifræðingur árið
1966. Hann starfaði hjá Mjólk-
urbúi Flóamanna í 20 ár og hóf
þá störf í Mjólkursamsölunni í
Reykjavík, fyrst sem verkstjóri
en síðar sem forstöðumaður
rannsóknarstofu MS. Síðustu
starfsárin starfaði hann einnig
sem gæðastjóri MS.
Hafsteinn hafði mörg áhuga-
mál um ævina, m.a. smíðaði
hann sína eigin seglskútu og
sigldi henni sem og öðrum segl-
skútum víða um höf, skar út í
tré, hannaði og útbjó fagra list-
muni úr steindu gleri. Síðustu
árin átti býflugnarækt hug hans
allan.
Útför Hafsteins fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 4. ágúst
2022, klukkan 14.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
(Valdimar Briem)
Faðir minn hefur nú kvatt
þetta líf. Margs er að minnast og
margt ber að þakka. Allt er
breytt en þakklát er ég að hafa
átt föður minn í hartnær sextíu ár
í lífi mínu. Föður sem var mörg-
um góðum kostum gæddur.
Pabbi var gáfaður, vinnusamur,
fylginn sér, með sterka réttlæt-
iskennd og fallegt hjartalag. Það
var ekkert sem pabbi gat ekki
gert. Ef hann fékk áhuga á ein-
hverju þá las hann allt um mál-
efnið og varð sérfræðingur. Hann
lærði að smíða sína eigin skútu
sem fékk nafnið Pía S6. Pabbi
elskaði að sigla og áttu foreldrar
mínir góðar minningar um sigl-
ingar með vinum sínum um
heimsins höf. Faðir minn átti
ótrúlega mörg áhugamál og var
margt til lista lagt. Býflugnarækt
var eitt af áhugamálunum sem
áttu hug hans og hin síðari ár
kom listamaðurinn fram í honum
þar sem hann naut sín við gerð
fallegra listmuna úr gleri og tré.
Þessir listmunir skreyta heimili
okkar fjölskyldunnar og eru hinir
mestu dýrgripir. Á þessum tíma-
mótum þegar ég lít yfir farinn
veg er mér efst í huga þakklæti
fyrir góðu en líka erfiðu tímana
sem lágu á vegi okkar. Tíma sem
mótuðu og þroskuðu okkur þann-
ig að við urðum sterkari einstak-
lingar. Ég á föður mínum mikið
að þakka, hann var mikill þátt-
takandi í uppeldi barnabarna
sinna. Hann sýndi syni mínum
mikla alúð og hlýju og var honum
góð fyrirmynd. Það var ánægju-
legt að pabbi náði að sjá son minn
útskrifast úr mastersnámi sínu
núna í vor. Að leiðarlokum eru
það minningarnar sem lifa og er-
um við fjölskyldan rík af góðum
og björtum minningum. Þær ylja
á þessum erfiðu tímum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Þín dóttir,
Kristín.
Elsku afi minn. Ævinlega vor-
um við saman í liði og bestu fé-
lagar, með þó einni undantekn-
ingu, þegar möndlugrauturinn
var borinn á borð á aðfangadag.
Þá vorum við mestu andstæðing-
ar meðan á átinu stóð, en sam-
glöddumst þó alltaf þeim sem
vann, ásamt því að leggja okkur
aðeins eftir ofátið. Nú ertu farinn
frá okkur og get ég því aðeins
hugsað til baka til allra þeirra
yndislegu minninga sem ég á af
þér. Heilráð þín og stuðningur
hafa átt stóran þátt í að koma
mér á þann stað sem ég er á í dag
og verð ég þér ævinlega þakklát-
ur fyrir það. Tíminn líður hratt og
áður en ég veit af verð ég orðinn
afi sjálfur. Ég hugsa þá til þess að
ef ég næ að veita barnabörnum
mínum aðeins brot af þeirri ást,
umhyggju, stuðningi og vinskap
sem þú veittir mér, þá verða þau
heppnustu barnabörn í heimin-
um. Hvíldu í friði, afi minn.
Bjarki Már Magnússon.
Hafsteinn Már
Matthíasson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Okkar elskaða eiginkona, móðir, systir,
tengdamóðir og amma,
SANDRA MAY ERICSON
listfræðingur,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 28. júlí.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
mánudaginn 8. ágúst klukkan 15.
Leonard Frederick Ashford
Magdalena B. Gunnarsdóttir
Kristmann Ericson
Paul Templin Ashford Stephanie Templin Ashford
Noah Templin Ashford Maeve Templin Ashford
Nina Christine Campagna Christopher Campagna
Duncan Campagna Holden Campagna
Martin Campagna
Okkar elskulega
STEINUNN VIGFÚSDÓTTIR,
Una,
Skúlagötu 40a,
áður til heimilis á Seyðisfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 20. júlí.
Bálför hefur farið fram. Minningarathöfn auglýst síðar.
F.h. aðstandenda,
Guðsteina Hreiðarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma, langamma og langalangamma,
INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR,
Inga frá Akurhúsum,
Suðurgötu 42, Sandgerði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 21. júlí. Útförin fer fram frá Útskálakirkju
þriðjudaginn 9. ágúst klukkan 13.
Ómar J. Castaldo Pálína Guðmundsdóttir
Henríetta I. Haraldsdóttir
Ingibjörg Anna Gísladóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir, mágur
og frændi,
ÁSMUNDUR EINARSSON,
varð bráðkvaddur 24. júlí.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 12. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð barna hans:
0370-13-011901, kt. 180282-4839.
Rósa Björk, Einar, Katrín Anna
Hjálmfríður Björg Jóhannsdóttir
Kristín Helga Einarsdóttir Gunnar Auðunn Jóhannsson
og fjölskylda
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR MARÍA SÓLNES,
Smyrilsvegi 31
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 29. júlí.
Útför hennar verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 9. ágúst
klukkan 13.
Júlíus Sólnes
Lára Sólnes
Jón Óskar Sólnes Bergdís Ellertsdóttir
Inga Björk Sólnes
og barnabörn