Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 49

Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 49
Elsku afi. Við vorum sammála um að mamma væri vonlaus í að velja flugelda, vorum öll rosa spennt fyrir flugeldunum hennar en þegar þeir fóru á loft voru þeir algerlega kraftlausir og þú hermdir eftir þeim, en það heyrðist meira í þér en þeim. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa, sakna þín en veit að núna líður þér vel og ert búinn að hitta alla gömlu vinina og ættingjana sem þú saknaðir svo mikið. Við hliðið stend ég eftir ein ó, elsku pabbi minn og tárin mín svo heit og hrein þau hnígá á gangstíginn og höndin veifar, veifar ótt þú veist ég sakna þín… Þín Katla. Elsku afi. Það er svo sárt að hugsa til þess að við munum ekki kíkja oftar í kaffi í Lindarsíðuna og spjalla um daginn og veginn yfir sætabrauði. Þar voru alltaf að minnsta kosti fimm sortir af sætabrauði settar á borð ásamt súkkulaði og ískaldri mjólk. Þú spurðir frétta af okkur barna- börnunum og loðfætlingum og í staðinn fengum við að heyra sögur úr sveitinni eða saman- tekt úr fréttum dagsins. Það er gott að rifja upp allar góðu stundirnar á Garðars- brautinni hjá ykkur ömmu. Þar eyddum við ótal stundum í að spila á spil, leggja kapal eða tefla. Ég er svo þakklát fyrir alla leikina og spilin sem þú kenndir mér. Oftast spiluðum við lönguvitleysu eða svartapét- ur sem endaði með að annað okkar fékk svarta doppu á nefið og þá var mikið hlegið. Eftir vinnu var fastur liður hjá þér að lesa Moggann og fá þér kríu. Oft laumaðist ég inn til þín og bað þig um að lesa fyrir mig minningarorð og dánar- fregnir og var ævinlega vel tek- ið í þá beiðni. Hjá þér var alltaf nóg að gera og ýmsu þurfti að dytta að. Vinnustundirnar í kartöflugarð- inum, bíltúrarnir, veiðiferðirnar og berjamór eru mér ofarlega í huga. Á haustin var varla hægt að heimsækja þig, svo upptek- inn varstu við að tína ber handa hinum og þessum sem gæti haft gott af þeim. Þú varst afar nægjusamur og fannst ekki mikið til veraldlegra hluta koma. Þú varst næstum móðgaður þegar mamma færði þér nýjar buxur, því þú ættir jú aðrar, mjög góðar buxur. Það var líka fátt sem var svo ónýtt að ekki mætti kippa því í lag með límbandi eða snæri. Það var algjört auka atriði þó marg- límdu gleraugun sætu skökk á nefinu á þér því enn virkuðu þau vel og því yrðu ekki keypt ný. Alltaf talaðir þú vel um sveit- ina þína og sveitunga og get ég aðeins ímyndað mér hversu erf- itt það hefur verið að leggja nið- ur búskap á sínum tíma. Bónd- inn í þér fór aldrei og þegar ég sagði þér að ég ætlaði að taka þátt í Jökulsárhlaupinu fékk ég að heyra um allt sem ég ætti von á að sjá á leiðinni. Ekki að- eins um fallegt landslag og stór- brotið útsýni, heldur einnig hvar hvert tófugreni væri að finna á leiðinni. Því miður varð ekkert af hlaupinu það árið en einn daginn fer ég þessa leið og hugsa til þess sem þú sagðir mér. Ég vona að sumarlandið sé eitthvað í líkingu við Keldu- hverfi og nágrenni því þá veit ég að þér líður vel. Minning þín lifir áfram elsku afi, hvíldu í friði. Þín, Brynja. Grannur, stæltur, kvikur í hreyfingum, frár á fæti. Talaði ekki af sér. Kynntist honum þegar hann var að draga sig eft- ir ráðskonunni í Skúlagarði – eða var það hún sem dró sig eft- ir honum? Allt um það varð hann svili minn í áratugi og þó leiðir hans og Lilju mágkonu minnar skildu vorum við áfram svilar. Held sá hafi verið skiln- ingur beggja. Tíðar urðu heimsóknir míns fólks að Framnesi og ekki strjálaðist það þegar við Álf- heiður keyptum næsta bæ við Framnes, Nýjabæ. Þá var ég kennari og hugmyndin var að heyja þar á sumrum og hafa af því tekjur. Fór þó öðruvísi. Eft- ir fyrsta heyskap minn í Nýja- bæ – með tækjum Hauks í Framnesi – steyptist riða yfir Kelduhverfið og bannað að selja hey þar út fyrir. „Basta.“ Minningarnar hellast yfir. Eitthvert sumar var óþurrka- samt fyrir norðan – var það nokkuð sumarið 1972? Komið fram yfir mitt sumar þegar loks var efnileg heyskaparspá og Haukur ákvað að slá öll tún. Ekki bara heimatúnið heldur líka stykki sem hann hafði upp með vegi og svo Höfðann. Við slógum til skiptis, Haukur bóndi, Már heimasáti og ég gesturinn. Tvo tíma hver, held ég. Undir lokin rann upp fyrir mér, þar sem ég var að slá Höfðann, að ég hafði aldrei fyrr slegið um miðnætti. Með ljós- um. Og aðeins á stuttermabol á húslausum traktor. Ýmis smáferðalög fórum við tvenn hjón og nutum þekkingar Hauks. Yfir Reykjaheiði að vori, áður en hún varð almenni- lega fær. Upp að Þeystareykj- um síðsumars í spólandi bleytu. Einhverju sinni fór Heiða mín með börnin fyrir Tjörnesið að vori á þeim tíma sem botnlaus hvörf vörðuðu malarveginn, endaði með að setja jeppann kolfastan í þjóðveginn og þurfa að leita til bæjar um miðja nótt. Um morguninn kom Haukur á sínum jeppa austan megin frá og bjargaði bíl og fólki. Einhvern tíma skruppum við bændur tveir út á Kópasker. Í bakaleið flaug kría á bílinn og við fundum báðir höggið. Hlup- um allt í kring að vita hvað hefði orðið um fuglinn en fundum ekki. Morguninn eftir kom Haukur kímileitur að morgun- verðarborðinu og sagði, ég er búinn að finna kríuna þína, Siggi. Auðvitað mína, þetta var jú minn bíll. Við höggið hafði hún skutlast inn í lokað hólf bak við bílnúmerið. Hér læt ég staðar numið. Gæti þó haldið áfram lengi enn. Síðast hitti ég Hauk þegar ég heimsótti hann á heimili hans á Lindasíðunni og hann kom hlaupandi á móti mér niður að gatnamótum til að vera viss um að ég færi ekki villur vegar, setti mig svo niður við dúkað kaffiborð með sjö sortum með- lætis að hætti Keldhverfinga. Þannig trakteringar þykist ég vita að hafi beðið hans þegar kom að landi hinum megin, þreyttur eftir langa lífsgöngu. Þakka samfygldina hérna megin, góði vinur. Sigurður Hreiðar. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein og æviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlát ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendur við fráfall ástvina. Mig langar til að minnast elsku ömmu minnar, sem ég er skírð í höfuðið á, í nokkrum orðum. Ég mun aldrei gleyma öllu góðu stundun- um með ömmu og afa í Sævið- arsundinu. Alltaf var vel tekið á móti okkur þar. Þegar við systk- inin vorum í næturgistingu pass- aði amma alltaf upp á að okkur liði nú sem best. Hún hafði líka aldeilis fyrir því að við fengjum uppáhaldsmatinn okkar (pítsu) á kvöldin og gerði hana alveg frá grunni þótt ég sé viss um í dag að hún borðaði hana ekki sjálf. Eftir matinn spiluðum við svo Svarta- Pétur aftur og aftur. Amma gerði líka bestu pönnukökur í heimi og sama hvað ég reyni þá hefur mér aldrei tekist að gera þær jafn þunnar og góðar og hún gerði. Það sem stendur einnig upp úr í minningunni eru allar sumarbú- staðaferðirnar en þau afi voru alltaf mjög dugleg að fara í sum- arbústað á sumrin og bjóða okkur til sín. Ömmu var alltaf mikið í mun að það væri heitur pottur í bústaðnum fyrir okkur systkinin, það þýddi nú ekkert annað. Það var líka svo gaman að heyra allar ferðasögurnar sem amma sagði okkur í gegnum tíð- Elísabet J. Kristjánsdóttir ✝ Elísabet J. Kristjánsdóttir (Lilla) fæddist 3. ágúst 1931. Hún lést 23. júlí 2022. Elísabet var jarðsett í gær 3. ágúst 2022. ina en amma og afi voru mjög dugleg að ferðast um heiminn. En þótt hún hefði séð gullfallegar byggingar, fallega fossa og þjóðgarða í útlöndum þá fannst henni Ísland alltaf fallegast og best. Amma talaði líka mikið um það við mig hvað konur hefðu það miklu betra í dag en þegar hún var að alast upp en hún var mikill jafnréttissinni. Ég er viss um að hún hefði sjálf viljað lengri skólagöngu ef hún hefði haft tækifæri til enda var hún mjög klár og vel lesin. Alla tíð var mikilvægast fyrir ömmu að allir væru ánægðir og öllum liði vel í kringum hana. Allt fram á síðasta dag spurði amma pabba hvort öllum liði nú ekki vel, þannig manneskja var amma, alltaf að hugsa um aðra. Ég mun sakna ömmu Elísabetar mjög mikið. Elísabet Ósk Bragadóttir. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.