Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 96% CHRIS HEMSWORTH CHRISTIAN BALE TESSA THOMPSON TAIKA WAITITI RUSSELL WITH CROWE NATALIE AND PORTMAN Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com N orsku myndirnar Barna- ninja og Versta mann- eskja í heimi (Joachim Trier) eru tvær af bestu myndum ársins 2021. Þetta eru kvikmyndir sem hægt er að horfa á aftur og aftur þrátt fyrir að það sé strax ljóst að aðalpersónan verði ekki hamingjusöm til endaloka. Báðar kvikmyndirnar fjalla um óvingjarnlegar eða erfiðar konur en áhorfendur vita að þær eru einfald- lega mannlegar. Þær eru svo frá- brugðnar þeirri kvenlegu birtingar- mynd sem við þekkjum á skjánum að okkur er brugðið. Hvers konar konur eru þetta eiginlega? Þetta eru konur sem neita að ganga hefð- bundnum kvenleikahugmyndum á hönd, ekki vegna þess að þær líti niður á þær eða séu svo miklir fem- ínistar, heldur vegna þess að það er ekki í eðli þeirra þó því hafi verið haldið fram áður. Martröð að verða ólétt Barnaninja er fersk, fyndin og fem- ínísk kvikmynd eftir Yngvild Sve Flikk byggð á teiknimyndabók eftir Inga Sætre. Söguhetjan Rakel (Kristine Kujath Thorp) kemst óvænt að því að hún er ólétt og hjá Rakel er fóstureyðing það eina mögulega í stöðunni enda hefur hún engan áhuga á að verða móðir. Besta vinkona hennar og meðleigj- andi Ingrid (Tora Christine Diet- richson) tók eftir því að brjóstin á Rakel höfðu stækkað, sem Rakel var ekkert ósátt við, og spurði hvort hún væri ólétt en Rakel hélt nú ekki. Þegar Ingrid áttar sig á því að Rakel er komin með sérkennilegt lyktarskyn fær Ingrid hana til þess að taka þungunarpróf sem reynist svo jákvætt. Rakel fer á spítalann í fóstureyðingu ásamt aikidoþjálf- aranum sem lyktar eins og smjör, Mos (Nader Khademi), sem sam- kvæmt hennar útreikningi gerði hana ólétta. Það er fljótt hægt að útiloka það að Mos sé faðirinn því Rakel er komin 7 mánuði á leið þrátt fyrir að vera með sáralitla bumbu og nánast engin einkenni. Fóstureyðing er ekki lengur inni í myndinni henni til mikillar óánægju. Rakel er brjáluð út í barn- ið sem hefur falið sig í maganum á henni allan þennan tíma: „Það held- ur að það geti bara slakað á í mag- anum mínum í níu mánuði og læðst svo bara út!“ segir hún. Hún skissar upp mynd af barninu með svarta grímu og gefur því heitið Barna- ninja sem lifnar síðan við á skján- um. Teiknimyndafígúran (Herman Tømmeraas) er ófeimin við að deila skoðunum sínum, eins og t.d. það að Rakel ætti að gefa sig til Angelinu Jolie þar sem hún væri nú þegar sex barna móðir og kynni á hlut- verkið. Teiknimyndunum sem birt- ast á skjánum er ætlað að sýna hvernig Rakel upplifir heiminn. Barnið sem hún vill ekkert með hafa birtist því sem pirrandi barna- ninja, þegar hún er þunglynd sér hún ekki andlit fólks af því að búið er að krota yfir þau og þegar hún er ástfangin má sjá litla geisla og búbblur koma úr brjóstkassanum hennar. Þrátt fyrir þetta er kvik- myndin mjög raunveruleg, kvik- myndataka Marianne Bakke er t.d. mjög raunsæisleg, en það er þessi blanda raunsæis og listrænna þátta sem gerir kvikmyndina einstaka. Barnaninja er full af einlægum og fallegum atriðum sem snerta hjarta- rætur. Myndin fylgir Rakel í leit hennar að heimili fyrir barn sem hún vill ekki. Hún býður ófrjórri hálfsystur sinni, Mie (Silya Nymo- en), að taka við því, athugar hvort faðir þess, sem hún kallar Typpaj- esús (Arthur Berning), vilji það og gengur svo langt að laumast inn á námskeið fyrir foreldra sem eru í ferlinu að ættleiða og yfirheyrir þá um skoðanir þeirra og forréttindi sem endar með því að hún ásakar alla hugsanlegu foreldrana um ras- isma í bráðfyndnu atriði. Hnyttinn húmor Flikke og klók klipping Kar- en Gravås er frábær blanda eins og sést á vandræðalegum endurfundi Rakelar og Mos. Þau reyna eftir bestu getu að gera endurfundinn ekki vandræðalegan þrátt fyrir að endurlit úr samförum þeirra spilist fyrir framan þau sem ómögulegt er að hunsa. Hafnar móðurhlutverkinu Barnaninja er ekki hefðbundin saga þar sem Rakel áttar sig á því eftir fæðingu barnsins að hún elski það og geti ekki látið það frá sér. Áhugaleysið á móðurhlutverkinu helst óbreytt eftir fæðinguna, Rakel langar ekki að eignast barn og lét áhorfendur vita það í byrjun mynd- arinnar. Af hverju trúðum við henni ekki? Áhorfendur eru alltaf að bíða eftir „fullnægjandi“ endi þar sem hún tekur sig saman í andlitinu og gengst við móðurhlutverkinu með kærasta sínum Mos en þetta er ekki slík saga. Í byrjun myndarinnar, þegar hún bíður eftir niðurstöðu þungunarprófsins, eru áhorfendur látnir vita hvað Rakel vill verða þegar hún er orðin „stór“; geimfari, bjórsmakkari, ferðamaður, land- vörður eða teiknimyndasöguhöf- undur. Hvergi nefnir hún það að hún vilji verða móðir. Hefðbundnar frásagnir eru hins vegar svo brenndar í okkar að við upplifum vægt áfall þegar Rakel hafnar móð- ureðlinu en um leið erum við heilluð af þessari hreinskilni. Norskar myndir slá í gegn Leikstjórarnir, Yngvild Sve Flikke (Barnaninja) og Joachim Trier (Versta manneskja í heimi), eru að færa kvikmyndaunnendum eitthvað alveg nýtt. Myndirnar minna á lög eftir Hipsumhaps þar sem ljóti hversdagsleikinn er söguefnið og sögupersónur líkar þeim sem við þekkjum úr raunheiminum, ófull- komnar en fallegar samt sem áður. Það sem virðist oft gleymast í kvik- myndaiðnaðinum er að kvikmyndir eru tegund af list en margir kvik- myndagerðarmenn virðast týnast í markmiðinu við að fanga raunveru- leikann. Myndir Flikke og Trier eru fullkomin blanda, þar sem raun- veruleikinn er söguefnið en frásagnarformið er listrænt og skapandi. Flikke hlaut áhorfendaverðlaun South by Southwest-kvikmynda- hátíðarinnar fyrir Barnaninju, Kristalbjörninn á Berlinale- hátíðinni og Amanda-verðlaunin (Norsku Edduverðlaunin) fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, besta leikara í aukahlutverki, bestu leik- stjórn og besta handrit. Auk þess sem myndin var valin besta evr- ópska gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra. Það kemur ekki á óvart; Barnaninja er vel heppnuð og mannleg kvik- mynd sem dregur upp sannferðuga mynd af konu sem líkar það ekki að hafa enga stjórn í líkama sínum eða að því er virðist framtíð sinni. Þetta er mynd sem kvikmyndaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Langar ekki að verða mamma Móðurhlutverkið „Það er þessi blanda raunsæis og listrænna þátta sem gerir kvikmyndina einstaka,“ skrifar gagn- rýndandi meðal annars um Barnaninju. Hér sjást Ingrid og Rakel í áfalli eftir að komast að því að Rakel er ólétt. Bíó Paradís Ninjababy / Barnaninja bbbbm Leikstjórn: Yngvild Sve Flikke. Handrit: Johan Fasting, Yngvild Sve Flikke, Inga Sætre. Aðalleikarar: Kristine Kujath Thorp, Arthur Berning, Nader Khademi og Herman Tømmeraas. Noregur, 2021. 103 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.