Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 221. tölublað . 110. árgangur . TARANTÚLAN MARGRÉT Á PLÖTU IN3DEE TUGMILLJ- ARÐA TEKJUR AF VINDORKU HLÝTUR AÐ HAFA AFLEIÐINGAR FYRIR BÁÐA VIÐSKIPTI 12 SÍÐUR SKÁKHEIMUR 12HAMSKIPTI 24 Heilbrigðisráðuneytið og háskóla- ráðuneytið, í samstarfi við Háskóla Íslands og Landspítalann, ætla að ráðast í fimm aðgerðir til þess að fjölga háskólamenntuðu heilbrigðis- starfsfólki á næstu árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólamálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra lögðu í sameiningu fram minnisblað í ríkisstjórn í gær þess efnis. Verða háskólarnir, sem annast menntun heilbrigðisstarfsfólks, hvattir til þess að forgangsráða í þágu heilbrigðisvísinda og aukins samstarfs sín á milli. Óskað verður eftir tillögum skólanna og heilbrigð- isstofnana að öflugum færnibúðum; sérstakri kennsluaðstöðu til að kenna og þjálfa klínísk vinnubrögð. Þá boða ráðherrarnir í minnis- blaði sínu að sérnámsgreinum lækna innanlands verði fjölgað. Há- skólamálaráðherra fer nánar yfir tillögurnar í grein sinni í blaðinu í dag. » 12 Boða fjölgun sér- námsgreina lækna - Kynntu saman fimm aðgerðir Willum Þór Þórsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Smalamennska hefur gengið vel hjá fjall- mönnum á Landmannaafrétti. Þeir voru að koma með safnið að Valahnúkum síðdegis í gær, þegar blaðamaður náði tali af fjallkóng- inum, og verið að smala hnúkana, Sölvahraun og fleiri svæði þar. Rekið var í safngirðingu í gær og um hádegi í dag verða Landréttir við Áfangagil. „Það hefur gengið feiknarlega vel, veðrið er gott en féð óþægt eins og er í svona veðri hjá okkur á fjöllunum,“ segir Kristinn Guðna- son, bóndi í Árbæjarhjáleigu II og fjall- kóngur á Landmannaafrétti. Landmenn og Holtamenn reka fé sitt á Landmannaafrétt og búendur tveggja bæja í Rangárvallahreppi gera þangað fjallskil. Af- ráði við að taka. Við 30-40 fjallmenn bætast unglingar sem koma á móti til að hjálpa við að reka safnið og ýmsir áhugamenn. Telur Kristinn að 70-80 manns hafi verið í Jökulgili á laugardag. Það er eini dagur ársins sem vélknúin ökutæki fá að fara í Jökulgil. Hrika- legt og marglitt landslagið er undraheimur. helgi@mbl.is rétturinn er gífurlega víðáttumikill, að mikl- um hluta há fjöll og öræfi og víða langt á milli haga. Víða er torfært enda stendur fyrsta leit í viku. Menn leita eingöngu á hestum og fót- gangandi, fjórhjól nýtast ekki. Kristinn segir að ekki séu nein vandræði með að fá mannskap í smalamennskur, vandamál hans sé að fleiri vilji koma en hann Ljósmynd/Roar Aagestad Óþægt fé og sjaldséðir bílar í undraheimi Landmannaafréttar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur segir það getað skapað áhættu fyrir íslenskt hagkerfi ef áform um orku- skipti ganga ekki eftir. Sé krafan um græna orku ekki uppfyllt geti það bitnað á útflutningi íslenskra sjávar- afurða og á flugsamgöngum. Auka þurfi framleiðslu á raforku um 24 þúsund gígavattstundir ef markmið um orkuskipti fyrir 2040 eiga að nást. Í mesta lagi tíundi hluti þess muni að óbreyttu nást fyrir 2030. Því geti sú staða komið upp að orka verði skömmtuð á Íslandi. Þá telur Vilhjálmur vandséð að orkuskiptin geti gengið eftir án þess að nýta vindorkuna. Ef fimmtungs orkuþarfarinnar verði aflað með vatnsorku, sem sé raunhæft, en hins hlutans með vindorku, muni það samsvara 800 vindmyllum. Vilhjálmur var í forsvari á kynningarfundi um vindorku og orkutengda atvinnusköpun í Borgar- nesi. Þar voru jafnframt fulltrúar vindorkufyrirtækja og Norðuráls. Vel á þriðja þúsund störf Samkvæmt greiningu Frímanns Guðmundssonar, sérfræðings hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte, má ætla að fyrirhuguð vindorkuver á Vesturlandi geti skapað yfir 24 millj- arða í skatttekjur fram á miðja öld- ina og skapað á þriðja þúsund störf. Áformin eru ekki óumdeild og mótmæltu nokkrir fundarmenn þeim harðlega á fundinum. Skortur á raforku gæti ógnað hagvexti á Íslandi - Vindorka talin skapa tugmilljarðatekjur á Vesturlandi Morgunblaðið/Baldur Í forsvari Vilhjálmur Egilsson á fundi um vindorku í Hjálmakletti. MViðskiptaMogginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.