Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 18
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Mazda MX-30 rafmagnsbíll
6/2021. Sýningarbíll ekinn
aðeins 602 km. 35,5 kWh rafhlaða.
Uppgef-in drægni 200 km. 5 dyra.
Makoto typa með glertopplúgu og
öllum fáanlegum búnaði.
Hann er þinn fyrir aðeins
4.890.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing
skipulagsáforma að deiliskipulagi
Skólasvæðið á Hellu. Deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma
að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Hellu þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu
skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að
eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Rangá veiðihús lóð, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
lóðina Rangá veiðihús L198604 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu alls fjögurra húsa en fyrir eru tvö
hús. Aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi um sameiginlega innkeyrslu að hóteli næstu lóðar.
Beindalsholt, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á
gildandi deiliskipulagi fyrir Beindalsholt. Breyting felur í sér byggingarreit fyrir einbýlishús á sér lóð.
Þinglýst aðkoma að Beindalsholti 2 ásamt aðkomu að nýju einbýli og að eldra einbýlishúsi á Beindalsholti
verði færð og þannig aðskilin aðkomu að ferðaþjónustu sem er nú þegar starfrækt á Beindalsholti.
Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).
Lýsingin og tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu
og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. nóvember 2022
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
RANGÁRÞING YTRA
Árbæjarkirkja Kyrrðar og fyrirbænastund kl.12.00. Opið hús
kl.12.30-15.00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Nánari upplýsingar á
heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Stóladans kl. 10.
Spönskukennslan kl. 13. Dansleikfimi kl. 14:15. Bónusbíllinn, fer frá
Árskógum 6-8 kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. . Kaffisala kl.
14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Breiðholtskirkja Eldriborgara starf "Maður er manns gaman" alla
miðvikudaga kl.13.15. Byrjum með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og
eftir stundinna er farið í safnaðarheimilið í súpu og brauð og dagskrá
þar á eftir. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Opið hús á miðvikudaga frá kl 13-16. spil,handavinna,
slökun og prestur verður með hugleiðingu og bæn. Kaffið góða frá
Sigurbjörgu á sínum stað.Yfir kaffinu ætlar Séra Eva Björk
Valdimarsdóttr að fjalla um þær mörgu byrtingamyndir Jesú í máli og
myndum. Hlökkum til að sjá ykkur
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Línudans kl. 10:00-
11:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.Tálgun með Valdóri kl. 12:30-
15:30. Kaplar og spil kl. 13:30-15:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-
13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 9.00-12.00 Leðurhópur í
Smiðju 10.00 Ganga frá Jónshúsi 11.00 Stjóla-jóga í Kirkjuhv. 10.30
Skák og Scrabble í Jónsh. 12.30-15.40 Bridds rúberta 11.00 Stóla-jóga
í Sjálandssk. 13.00 Ganga frá Smiðju 13.00-16.00 Leirlist í Smiðju
13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 15.00 / 15.40 / 16.20 Vatnsleikf. í
Sjálandssk. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Memm fjölskyldustund kl. 10:00-12:00 Félagsvist frá kl.
13:00 – 16:00. Allir velkomnir
Gjábakki kl. 8.30 - 11.30 = opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 10
til 11.15 = Opinn tími í Boccia. Kl. 13 til 15.30 = Postulínsmálun. kl. 13
til 14.30 = Bingó. Kl. 16 til 17.30 = Nafnlausi leikhópurinn.
Guðríðarkirkja. Félasstarf eldriborgara miðvikudaginn 21. sept. kl:
12:00. Helgistund í kirkjunni og fyrirbænir. Söngur undir stjórn Helga
Hannessonar. Sr. Hjálmar Jónsson fyrirverandi Dómkirkjuprestur og
alþingismaður kemur í heimsókn til okkar. Matur í safnaðarheimilinu
kr. 1300.- spjall um starfið fram á áramótum. Hlökkum til að sjá ykkur.
sr. Leifur Ragnar og Lovísa
Gullsmári Myndlist með Doron Eliasen kennara kl. 9:00. Post-
ulínsmálun kl. 13:00. Kvennabridge kl. 13:00. Handavinna kl. 13:00 í
matsal.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr dagurinn og
allir velkomnir. Gönguklúbbur Evu kl.10:00 – 11:00. Hádegismatur kl.
11.30 – 12:30. Létt ganga með Jóhönnu kl. 13:00
Hraunsel StólaYoga kl. 10:00. Línudans kl. 11:00. Bingó kl. 13:00. .
Handverk kl. 13:00. Gaflarakórinn kl. 16:00. Ganga í Kaplakrika er alla
daga kl. 8:00-12:00
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Framhalds-
saga kl. 10:30. Handavinna – opin vinnustofa 13:00-16:00. Bridge kl.
13:00.Tvö kvæði - tvær helgisögur í flutningi Hinriks Bjarnasonar kl.
13:30. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum
áður.
Korpúlfar Borgum Postulínsmálun kl. 9:00. Skoðunarferð á Alþingi
kl. 9:30. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleika-
flokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl.10:00. Spil og kaplar,
kennsla kl. 10:00. Qigong kl. 16:30. Gleðin býr í Borgum.
Langholtskirkja Opið hús er í Langholtskirkju alla miðvikudaga.
Helgistund í kirkjunni kl. 12:10. Léttur hádegisverður er fram borinn kl.
12:30. Eftir matinn er samsöngur með organista kirkjunnar og síðan
er tekið til við að spila brids og vist, vinna í höndunum eða bara
spjalla saman. Síðdegiskaffi er borið fram kl. 15.00. Hádegisverður og
kaffi er gegn vægu gjaldi. Verið velkomin óháð búsetu.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, kaffispjall
kl.10, hádegisverður kl.11, opin listasmiðja kl.8- 16, opin trésmiðja
kl.8-16, kaffihúsaferð kl.13-15, síðdegiskaffi í húsinu kl.14.30-15.
Uppl í s.4112760.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 09:00-10:00 - Post-
ulínsmálun í handverksstofu kl. 09:00-12:00 - Bókband í smiðju
kl.09:00-12:30 - Myndlist í handverksstofu kl.13:00-16:30 - Bókband í
smiðju kl.13:00-16:30 - Hinn sívinsæli dansleikur með Vitatorgs-
bandinu er svo á sínum stað frá kl. 14:00-15:00 og síðdegiskaffið.
Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir
til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut kl. 9.00 Leir á Skólabraut
kl. 9.00. Botsía Skólabraut kl. 10.00. Billjard Selinu kl. 10.00. Handav-
inna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl.13.00. Leiðbeinandi á
staðnum. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13.00. Minnum á
söngstundina á föstudaginn kl. 11.00.
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Tilboð/Útboð
Félagsstarf eldri borgara
- Færir þér fréttirnarmbl.is
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022
✝
Margrét Hall-
dórsdóttir
fæddist í Reykjavík
25. janúar 1937.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum 11.
september 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Halldór
Símonarson, f. 9.
júlí 1897, d. 25.
nóvember 1986, og
Óla Guðrún
Magnúsdóttir, f. 23. mars 1916,
d. 18. júlí 2000.
Systur Margrétar: Bergljót,
f. 15. febrúar 1938, d. 1. apríl
2022. Eiginmaður hennar var
Leifur Ísleifsson, f. 23. maí
1934, d. 19. mars 2021, og áttu
þau fimm syni. Ásdís, f. 17. júlí
1940, eiginmaður hennar er
Kristján Eyjólfs-
son, f. 19. ágúst
1942, og eiga þau
tvö börn, fyrir átti
Kristján þrjá syni.
Eiginmaður
Margrétar var Ax-
el Jónsson, f. 6.
júní 1930, d. 22.
ágúst 2010. Börn
þeirra eru: 1) Þór,
f. 10. september
1956, fv. eiginkona
Sólveig Hrönn Björk Annie-
ardóttir, f. 4. ágúst 1958. Sam-
býliskona Þórs er Ingunn Pet-
tersen, f. 22. mars 1957. Börn
Þórs og Sólveigar eru Axel, f.
1982, Sif, f. 1986, Björn, f. 1988,
og Magnús, f. 1991. 2) Ásdís, f.
31. maí 1964, gift Bjarna
Bjarnasyni, f. 24. júlí 1964.
Börn þeirra eru Aron, f. 1990,
Margrét, f. 1991, og Pálmi Ólaf-
ur, f. 1998.
Barna- og barnabarnabörn
Margrétar og Axels eru 17.
Flest börn Þórs og Ásdísar
eru búsett í Noregi ásamt for-
eldrum sínum. Björn og Aron
eru búsettir á Íslandi.
Margrét og Axel gengu í
hjónaband 1956 og bjuggu alla
sína búskapartíð á æskuheimili
Margrétar, Barónsstíg 78,
Reykjavík, þar sem Margrét
undi hag sínum einna best.
Margrét gekk í Austurbæjar-
skóla og síðan í Kvennaskólann
í Reykjavík. Hún vann um langt
skeið á skrifstofu útgerðarfé-
lagsins Karlsefnis og síðan á
skrifstofu Pósts og síma til
starfsloka.
Margrét var mikill sólar- og
náttúruunnandi og stundaði
sund nær dag hvern og göngu
meðan heilsa leyfði.
Útför Margrétar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
21. september 2022, kl. 13.
Látin er kær mágkona og
fjölskylduvinur, Margrét Hall-
dórsdóttir. Eiginmaður hennar,
Axel Jónsson, lést fyrir 12 ár-
um. Blessuð sé minning hans.
Axel og Margrét kynntust
þegar Axel og Þórólfur frá
Króki í Grafningi ráku gróðr-
arstöðina Hraunprýði við
Nesjavelli, þá ungir að árum.
Þangað kom Margrét til
sumarstarfa við hin ýmsu störf
sem fylgdu garðyrkjunni og
fórst það vel úr hendi. Fyrstu
kynni mín af Margréti voru
þegar hún kom að Nesjavöllum
til dvalar um tíma yfir sum-
artímann og þá gjarnan þegar
heyannir stóðu yfir ásamt börn-
um þeirra hjóna, Þór og Ásdísi.
Það kom mér sem öðrum á
óvart hversu rösklega borgar-
konan netta gekk til verka við
að raka heydreif þegar verið
var að raka saman og hirða af
túnum þannig að engin dreif
yrði þar eftir. Hún undi sér vel
við þessi verk og ekki skemmdi
fyrir ef sól var í heiði, því hún
var mikill sóldýrkandi og sótti
sundlaugar borgarinnar á sól-
skinsdögum sem ofar nær dag
hvern ásamt göngu meðan
heilsa leyfði.
Sama vaska framgangan var
hjá Margréti við murtuveiðar
eystra sem hún tók þátt í þegar
þeir bræður Axel og Sigurður
stunduðu murtuveiðar í Þing-
vallavatni í nokkur haust.
Henni gekk vel að greiða úr
netunum og hafði gaman af
þótt verkið væri oft kaldsamt á
köldum haustdögum og í ýms-
um veðrum.
Margrét vann til fjölda ára á
skrifstofu útgerðarfélagsins
Karlsefni, síðan á skrifstofu
Pósts og síma til starfsloka.
Hún var ætíð með góð með-
mæli frá vinnuveitendum sínum
fyrir stundvísi og vönduð
vinnubrögð.
Margrét var glæsileg kona
og létt í lund, hafði gaman af
lífinu og að vera innan um fólk
á góðri stundu sem og í ferðum
þeirra hjóna í sumarbústaði og
tjaldútilegur við Þingvallavatn
og víðar með samspili veiði-
ferða og útiveru.
Í þeim ferðum voru þau
hjónin í essinu sínu og nutu
hverrar stundar.
Margrét unni börnum sínum
mjög og barnabarnabörnum,
fjölskyldu og vinum, en börn
þeirra hjóna, Þór og Ásdís, og
fjölskyldur hafa búið í Noregi
til langs tíma og þangað fór
hún oft í heimsókn og naut þess
mjög.
Margrét tók mér alltaf afar
vel sem öðrum í Nesjavallafjöl-
skyldunni þegar komið var á
Barónsstíginn sem og þegar ég
heimsótti hana á Droplaugar-
staði þar sem hún dvaldi við
góða umönnun sl. ár. Spurði
mig stundum glettin hvort ég
gæti ekki skutlað henni heim á
Barónsstíginn, en þar undi hún
sér best allt frá barnæsku.
Góð stund sem oftar var með
Margréti um sl. verslunar-
mannahelgi þegar ég heimsótti
hana og þá stóð yfir samsöngur
á Droplaugarstöðum sem hún
tók fullan þátt í og hafði gaman
af.
Margrét varð fyrir alvarleg-
um veikindum fyrir um 30 ár-
um og náði sér ekki fyllilega til
heilsu á ný eftir það.
Um skemmtilegar samveru-
stundir með Margréti væri
hægt að skrifa langa minning-
argrein sem ekki er rúm fyrir
hér.
Með virðingu og þökk kveður
Nesjavallafjölskyldan Margréti
með þökk fyrir allt og allt.
Megi Guð vernda Margréti og
minningu hennar.
Innilegar samúðarkveðjur til
Þórs, Ásdísar, maka þeirra,
barna og barnabarnabarna,
fjölskyldu og vina Margrétar
Halldórsdóttur.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
frá Nesjavöllum,
Ómar G. Jónsson.
Margrét
Halldórsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar