Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022
_ Aga- og úrskurðarnefnd Knatt-
spyrnusambands Íslands fundaði í
gær og úrskurðaði fjölmarga leikmenn
í leikbann. Þeirra á meðal eru Vals-
mennirnir Birkir Már Sævarsson og
Patrick Pedersen, en þeir eru lyk-
ilmenn hjá Hlíðarendaliðinu. Birkir er
kominn í leikbann vegna fjögurra
gulra spjalda á tímabilinu en Pedersen
fékk rautt spjald í leik Vals og KA á
laugardag. Nánar á mbl.is/sport
_ Franska knattspyrnufélagið Nice
gæti ráðið argentínska knatt-
spyrnustjórann Mauricio Pochettino
til starfa, en hann er án félags eftir að
París SG rak hann eftir síðasta tíma-
bil. Nice hafnaði í fimmta sæti frönsku
1. deildarinnar á síðustu leiktíð, en er
nú aðeins tveimur stigum fyrir ofan
fallsæti. Er staða Luciens Favres hjá
Nice því óörugg og gæti Pochettino
tekið við af þeim svissneska.
_ Jess Thorup hefur verið sagt upp
störfum sem knattspyrnustjóra
danska meistaraliðsins Köbenhavn.
Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu
sinni í gær en Jacob Neestrup hefur
verið ráðinn í hans stað. Neestrup var
aðstoðarmaður Thorup.
Íslendingarnir Hákon Arnar Haralds-
son, Ísak Bergmann Jóhannesson og
Orri Steinn Óskarsson eru samnings-
bundnir Köbenhavn. Neestrup, sem er
34 ára gamall, stýrði áður Viborg en
hann var ráðinn aðstoðarþjálfari Köb-
enhavn fyrir einu og hálfu ári.
_ Jordan Henderson, fyrirliði Liver-
pool, hefur verið valinn í leikmanna-
hóp enska landsliðsins í knattspyrnu
fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.
Gareth Southgate, þjálfari enska liðs-
ins, tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir
tvo leiki, annars vegar gegn Ítalíu
þann 23. september og Þýskalandi
hins vegar þann 26. september. Hend-
erson, sem er 32 ára gamall, hefur
verið að glíma við meiðsli aftan í læri
en hann er nú klár í slaginn á nýjan
leik.
_ Franski knattspyrnumaðurinn Paul
Pogba nýtur lögregluverndar á Ítalíu
eftir að franskt glæpagengi reyndi að
kúga út úr honum 13 milljónir evra.
Bróðir hans, Mathias, var handtekinn
á dögunum í Frakklandi og færður í
gæsluvarðhald en hann er sagður
hluti af glæpagenginu sem reynt hef-
ur að kúga fé út úr leikmanninum.
Meðlimir glæpagengisins sáust fyrir
utan æfingasvæði Juventus fyrr í
þessum mánuði og því var ákveðið að
Pogba fengi lögregluvernd á meðan
málið er rannsakað.
_ Knattspyrnumaðurinn Hallur
Flosason hefur lagt skóna á hilluna,
en hann er 29 ára gamall Skagamað-
ur. Hallur lék með ÍA nánast allan fer-
ilinn og á að baki 96
leiki í efstu deild,
þar sem hann skor-
aði fjögur mörk.
Hallur gerði tvö
mörk í 37 leikj-
um í 1. deild.
Varnarmað-
urinn hóf
leiktíðina
með ÍA en fór
til Aftureldingar
á miðju tímabili
og lék átta leiki í
1. deild. Það voru
einu leikir Halls á
ferlinum með öðru
liði en ÍA.
Eitt
ogannað
Díana Dögg Magnúsdóttir, lands-
liðskona í handbolta, er í liði 2. um-
ferðar þýsku 1. deildarinnar í hand-
bolta hjá Handballwoche, en hún
átti afar góðan leik fyrir Sachsen
Zwickau er liðið mátti þola 28:29-
tap á útivelli gegn Bad Wildungen á
útivelli á laugardag.
Díana skoraði fimm mörk, gaf
fjórar stoðsendingar, skapaði eitt
færi, vann þrjú víti og stal bolt-
anum fjórum sinnum í leiknum.
Leiktíðín er sú þriðja hjá Díönu í
röðum Sachen Zwickau. Hún hefur
leikið með ÍBV og Val hér á landi.
Díana í liði um-
ferðarinnar
Morgunblaðið/Eggert
Sterk Díana Dögg Magnúsdóttir
var í liði umferðarinnar.
Finnska handknattleikskonan
Madeleine Lindholm er gengin til
liðs við Íslandsmeistara Fram.
Lindholm skrifaði undir samning
sem gildir út yfirstandandi keppn-
istímabil.
Hún kemur til félagsins frá
Sjundeå þar sem hún á að baki 268
leiki í öllum keppnum þar sem hún
hefur skorað 1438 mörk. „Hún er
fædd árið 1994, er örvhent skytta
og sterkur varnarmaður sem mun
styrkja okkar frábæra kvennalið
verulega,“ segir meðal annars í til-
kynningu Framara.
Ljósmynd/Fram
Fram Madeleine Lindholm gerði
eins árs samning við Framara.
Finnskur lið-
styrkur í Fram
MEISTARADEILDIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Þetta verkefni leggst mjög vel í
okkur,“ sagði Mist Edvardsdóttir,
leikmaður Íslandsmeistara Vals í
knattspyrnu, í samtali við Morgun-
blaðið.
Valskonur taka á móti Slavia Prag
frá Tékklandi í fyrri leik liðanna í 2.
umferð Meistaradeildarinnar á
Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag.
Liðin mætast svo aftur í Prag í
Tékklandi 28. september en sigur-
vegarinn úr einvíginu hlýtur sæti í
riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
„Síðustu dagar hafa farið í það að
kynna sér mótherjann og við erum
búin að skoða nokkur myndbönd af
þeim. Þetta lítur út fyrir að vera
gott lið en ég tel okkur eiga góða
möguleika gegn þeim ef við náum að
sýna okkar rétta andlit,“ sagði Mist.
Valskonur eru í afar vænlegri
stöðu í Bestu deildinni, með sex
stiga forskot á toppi deildarinnar,
þegar tvær umferðir eru eftir af
tímabilinu.
„Ég get alveg viðurkennt að það
var virkilega gott að klára leikinn
gegn ÍBV á sannfærandi hátt í 16.
umferðinni úti í Vestmannaeyjum.
Það er mjög stutt á milli leikja þessa
dagana og þannig hefur það í raun
verið í allt sumar. Við höfum því lítið
getað æft og þetta hefur meira og
minna snúist um endurheimt eftir
leiki. Það er þess vegna einstaklega
gott að vera í ágætlega þægilegri
stöðu í deildinni á þessum tíma-
punkti og geta þannig sett allt púður
í þessa Meistaradeild.“
Samkeppni um allar stöður
Valskonur eru með stóran og
breiðan hóp fyrir átökin framundan,
en þjálfarinn Pétur Pétursson lagði
mikla áherslu á það áður en tímabil-
ið hófst.
„Pétur hefur verið mjög duglegur
að minna okkur á það allt tímabilið
hversu mikilvægt það sé fyrir okkur
að vera með stóran hóp ef við ætlum
okkur alla leið í riðlakeppninina. Við
erum með marga góða leikmenn í
hópnum og það þurfa allir að vera
klárir þegar kallið kemur. Ein-
hverjir höfðu áhyggjur af því að það
yrði einhver dramatík í kringum
svona stóran leikmannahóp en það
hefur ekki verið neitt drama sem
betur fer. Það er samkeppni um all-
ar stöður í liðinu sem er jákvætt og
þannig viljum við auðvitað hafa
það.“
Takist Valskonum að tryggja sér
sæti í riðlakeppninni þá verður
þeirra síðasti leikur á árinu 21. eða
22. desember.
„Frá því tímabilið hófst höfum við
talað eins og við séum að fara spila
fram í desember og við erum því vel
undirbúnar undir þetta. Heimaleik-
urinn gegn Slavia Prag er gríð-
arlega mikilvægur og við ætlum
okkur að sækja á Tékkana til þess
að komast í góða stöðu fyrir útileik-
inn í næstu viku,“ bætti Mist við.
Ekkert drama
sem betur fer
Morgunblaðið/Eggert
Mark Valur þarf sigur gegn Slavia Prag til þess að komast í riðlakeppnina.
- Valur tekur á móti Slavia Prag í
Meistaradeildinni á Hlíðarenda í dag
Miranda Nild, sóknarmaður Selfoss, var besti leikmaður 16. umferðar
Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Miranda fékk
tvö M fyrir frammistöðu sína með Selfyssingum þegar liðið vann 5:3-sigur
gegn KR á Meistaravöllum í Vesturbæ. Miranda skoraði tvö mörk í leikn-
um en alls kom hún að fjórum mörkum Selfossliðsins.
Liðsfélagi hennar hjá Selfossi, Íris Una Þórðardóttir, fékk einnig tvö M
fyrir frammistöðu sína gegn KR-ingum en vinstri bakvörðurinn skoraði
tvívegis í leiknum. Þá fékk Blikinn Agla María Albertsdóttir tvö M fyrir
frammistöðu sína gegn Aftureldingu þar sem hún skoraði tvö mörk. Þær
eru allir í liði umferðarinnar sem má sjá hér fyrir ofan.
16 . umferð
í Bestu deild kvenna 2022
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-4-2
Chanté Sandiford
Stjarnan
Mist
Edvardsdóttir
Valur
Ísfold Marý
Sigtryggsdóttir
Þór/KA
Þórdís Elva
Ágústsdóttir
Valur
Miranda Nild
Selfoss
Karitas
Tómasdóttir
Breiðablik
Málfríður Erna
Sigurðardóttir
Stjarnan
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
Stjarnan
Agla María Albertsdóttir
Breiðablik
Íris Una
Þórðardóttir
Selfoss
Hulda Björg
Hannesdóttir
Þór/KA
2
2 2
3
4
4 3
Valur, sem féll úr leik í undanúr-
slitum Íslandsmótsins á síðustu leik-
tíð, sýndi mátt sinn og megin er liðið
vann afar sannfærandi 84:46-sigur á
Breiðabliki í upphafsleik Subway-
deildar kvenna í körfubolta í gær-
kvöldi. Leikið var í Origo-höllinni á
Hlíðarenda.
Valskonur voru með 19:12 forskot
eftir fyrsta leikhlutann og bættu
jafnt og þétt við forystuna. Staðan í
hálfleik var 41:25 og var aldrei
spurning hvort liðið færi með sigur
af hólmi í seinni hluta leiksins.
Leikmenn Vals skiptu stigunum
vel á milli sín því Kiana Johnson
gerði 23 stig, Elín Sóley Hrafnkels-
dóttir skoraði 16 og Simone Costa
14. Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 10
og tók 14 fráköst.
Sanja Orozovic skoraði 15 stig og
tók sjö fráköst fyrir Breiðablik og
Anna Soffía Lárusdóttir bætti við 12
stigum og fimm fráköstum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yfirburðir Portúgalska landsliðskonan Simone Costa lék vel í sínum fyrsta
deildarleik með Valskonum í stórsigrinum á Breiðabliki á Hlíðarenda í gær.
Valur miklu betri
í upphafsleiknum
Miranda best í 16. umferðinni