Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
empire moviefreak.com EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ
Indie wire
FRÁBÆR GAMANMYND
Telegraph
AFTUR Í BÍÓ
KEMUR Í BÍÓ Á FÖSTUDAGINN
SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL
FORSALA ER HAFINSTIGMAGNANDI SÁLFRÆÐITRYLLIR SEM HELDUR ÁHORFENDUM FÖSTUM
KEMUR Í BÍÓ Á FÖSTUDAGINN
FORSALA ER HAFIN
S
ænskar glæpasögur bera
þess gjarnan merki að Sví-
þjóð standi á brauðfótum
og þar sé nánast allt í mol-
um. Stórstreymi eftir Cillu og Rolf
Börjlind er af þessum meiði þar
sem hjónin beina augum sínum
einkum að sið-
leysi, afleiðingum
peningagræðgi,
veröld útigangs-
fólks, mansali og
„brotnum“ börn-
um í Svíþjóð, að
„veruleikanum
handan veru-
leikans“.
Eiginlega væri
alveg nóg að taka eitt þessara við-
fangsefna fyrir í einni bók, en höf-
undar ráða ekki alltaf við sig. Fyrir
bragðið verður sagan yfirborðslegri
en efni standa til, farið er um víðan
völl, meðal annars til Afríku, Kosta
Ríka í Karíbahafi og Íslands, og
persónur svo margar á allt of mörg-
um blaðsíðum að lesandinn verður
að hafa sig allan við til að missa
ekki þráðinn.
Þrátt fyrir þessa vankanta er
Stórstreymi lengst af spennandi.
Reyndar er töluverður ævintýra-
blær yfir tveimur af helstu persón-
unum; ekkert vefst fyrir þeim, þótt
staða þeirra gefi ekki til kynna að
þar fari ofurmenni, og framganga
þeirra skyggir í raun svolítið á al-
varleika málsins.
Vandamálin blasa við og svo virð-
ist sem ráðandi öflum sé alveg sama
á meðan þau njóta ávaxtanna.
Óþægilegum málum er sópað undir
teppið og reynt að halda þeim þar.
En sumt er geymt en ekki gleymt
og þegar steinum er velt við raskar
það jafnvægi sumra, sem hafa jafn-
vel látið sig dreyma um frægð og
frama í áratugi.
Söguþráðurinn er skemmtilega
spunninn og tengingarnar með
ýmsum hætti, beinar og óbeinar og
misdjúpar. Hellakónguló og maurar
eru til vitnis um það að hegðun dýra
er misjöfn, rétt eins og mannskepn-
unnar, og viðbrögð við áreiti eru
ekki fyrirsjáanleg. Um tengingu
Reðasafnsins í Reykjavík við sög-
una og hvaða áhrif það hefur á gang
mála er hins vegar lesenda að
dæma.
Ljósmynd/Thron Ullberg
Höfundarnir Rýnir segir að töluverður ævintýrablær sé yfir aðalpersónun-
um „þótt staða þeirra gefi ekki til kynna að þar fari ofurmenni“.
Veruleikinn hand-
an veruleikans
Glæpasaga
Stórstreymi bbbmn
Eftir Cillu og Rolf Börjlind.
Ísak Harðarson íslenskaði.
JPV útgáfa 2022. Kilja, 504 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave, breski mynd-
listarmaðurinn Thomas Houseago og bandaríski leik-
arinn Brad Pitt standa hér glaðbeittir saman á sýning-
unni „Thomas Houseago – WE with Nick Cave and
Brad Bitt“ í Sara Hilden-safninu í Tampere í Finnlandi.
Þar eru þeir allir sem myndlistarmenn. Sýnd eru ný
málverk og skúlptúrar eftir Houseago en einnig röð
keramikverka eftir Cave og skúlptúrar eftir Pitt. Þetta
er í fyrsta skipti sem Cave og Pitt sýna myndverk eftir
sig í safni en verkin unnu þeir í samtali við Houseago.
AFP/Jussi Koivunen
Cave og Pitt sýna myndverk með Houseago
The Fabelmans, nýjasta kvikmynd
bandaríska leikstjórans Stevens
Spielbergs, hreppti aðalverðlaunin
á kvikmyndahátíðinni í Toronto,
People’s Choice-verðlaunin, en
þessari virtu kvikmyndahátíð lauk
á sunnudag. Gagnrýnendur segja
að The Fabelmans sé sjálfsævisögu-
legasta mynd leikstjórans til þessa,
en hún fjallar um unglingspilt í
miðvesturríkjum Bandaríkjanna
sem þarf að takast á við það að
hjónaband foreldranna er að leys-
ast upp. Meðhöfundur Spielbergs
að handritinu er leikskáldið kunna
Tony Kushner. Kvikmyndir sem
hreppa þessi verðlaun í Toronto
hafa iðulega hlotið helstu Óskars-
verðlaun í kjölfarið. Þar á meðal
má nefna myndirnar Nomadland og
Green Book.
Önnur verðlaun hlaut Women
Talking í leikstjórn Sarah Polley en
hún byggist á skáldsögu eftir Miri-
am Toews. Sagan er byggð á raun-
verulegri nauðgun og misnotkun
sem átti sér stað í lokuðu samfélagi
mennóníta. Þriðju verðlaun hreppti
síðan Glass Onion: A Knives Out
Mystery, í leikstjórn Rians John-
sons.
Í samantekt The Guardian um
hátíðina segir að besta heimildar-
kvikmyndin hafi verið valin Black
Ice, sem fjallar um kynþáttamis-
rétti í íshokkíi í Kanada. Þá komu
svokölluð Midnight Madness Peop-
le’s Choice-verðlaun í hlut kvik-
myndarinnar Weird: The Al Yanko-
vic Story, myndar um samnefndan
tónlistarmann sem Harry Potter-
stjarnan Daniel Radcliffe leikur.
Kvikmynd Spielbergs best í Toronto
- The Fablemans sjálfsævisögulegasta mynd leikstjórans
AFP/Valerie Macon
Kátur Steven Spielberg sést hér
mæta á hátíðina í Toronto.