Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 AGM ra ey Rvk • Tr fagleg Ve ra ey ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Kristinn Jónsson, prentari og fyrrverandi formaður Knattspyrnu- félags Reykjavíkur, lést á Landspítalanum á mánudaginn, 81 árs að aldri. Kristinn fæddist 22. nóvember 1940 í Reykjavík, foreldrar hans voru Jón Jóhannes Veturliðason mat- reiðslumaður og María Bóthildur Jakobína Eyjólfsdóttir. Kristinn hóf nám í Félagsprent- smiðjunni 1957 og lauk sveinsprófi 1961. Hann starfaði í Félagsprent- smiðjunni til 1966, en flutti sig þá til Plastprents. Árið 1970 stofnaði Kristinn eigið fyrirtæki, Form- prent, og stýrði því allar götur síð- an. Kristinn lék knattspyrnu með meistaraflokki KR á gullaldarárum félagsins og hóf meistaraflokksferil sinn sumarið 1959. Hann lék 81 leik fyrir félagið og varð Íslandsmeist- ari með KR 1965 og bikarmeistari 1962, 1964, 1966 og 1967. Kristinn sinnti félag- inu af alúð alla tíð. Hann var formaður knattspyrnudeildar KR árin 1976-1980. Árið 1991 varð hann formað- ur félagsins og gegndi því starfi allt til ársins 2003. Kristinn var sæmdur gullstjörnu KR 1999 og var síðar gerður að heiðurs- félaga. Kristinn vann einnig ómet- anlegt starf fyrir íslenska knatt- spyrnuhreyfingu og hlaut hann silfurmerki KSÍ árið 1987 og gull- merki þess árið 1992. Kristinn var ætíð mikill sjálf- stæðismaður og sinnti ýmsum störfum innan flokksins. Eiginkona Kristins er Björk Aðalsteinsdóttir. Börn þeirra eru Jón Aðalsteinn, Guðný Hildur, Hilmar Þór og Arna Björk. Barna- börn þeirra eru átta talsins og barnabarnabörn fimm. Andlát Kristinn Jónsson „Þegar beiðnir um breytingar á samþykktum berast ráðuneytinu er það verklag viðhaft að leitað er um- sagnar Fjármálaeftirlitsins, sem nú er orðið hluti af Seðlabankanum. Hafi eftirlitið athugasemdir er við- komandi lífeyrissjóði boðið að tjá sig um þær áður en ráðuneytið tek- ur ákvörðun. Þetta ferli getur í sumum tilvikum dregist á langinn af ólíkum ástæðum. Þessi vinna stendur enn yfir í tilviki viðkom- andi lífeyrissjóðs,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Hún var um hvers vegna stjórn- völd hafi ekki enn samþykkt breyt- ingar á lífeyrisréttindum sameign- ardeildar Lífeyrissjóðs verslunar- manna (LIVE) sem ætlunin var að tækju gildi í þessum mánuði. Þær varða aðlögun réttinda- kerfis sameignardeildar að hækk- andi lífaldri sjóðfélaga, aukna tryggingarvernd þeirra og aukinn sveigjanleika við lífeyristöku, ásamt hækkun á réttindum vegna góðrar stöðu sjóðsins. gudni@mbl.is Réttindabreytingar LIVE enn í skoðun Morgunblaðið/Kristinn LIVE Vill auka réttindi sjóðfélaga sinna. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Örnefnanefnd telur nöfnin Þórsnes- þing, Stykkishólmsbæ og Sveitarfé- lagið Stykkishólm, fyrir sameiginlegt sveitarfélag Stykkishólms og Helga- fellssveitar, falla best að nafngifta- hefð í landinu. Nefndin telur einnig koma til greina að kenna sveitarfé- lagið við Helgafell en að ekki fari vel á því að nota eftirliðinn sveit í því sambandi. Nefndin leggst gegn öðr- um tillögum. Umsögnin og tillög- urnar verða lögð fyrir íbúaþing áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun. Fjöldi tillagna barst þegar íbúum var gefinn kostur á að stinga upp á nöfnum. Sveitarstjórn valdi átta til- lögur og óskaði umsagnar örnefna- nefndar um þær, eins og skylt er. Ör- nefnanefnd mælir með Þórsnesþingi, meðal annars með vísan til þess að það er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi og að nafnið Þórsnes- þing hafi miklsverða sögulega skír- skotun. Nefndin telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykk- ishólm sem er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt og mælir því með nöfnunum Stykkis- hólmsbær og Sveitarfélagið Stykk- ishólmur. Örnefnanefnd mælir ekki með nafninu Helgafellssveit. Telur ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfé- lagið við Helgafell sem er rótgróið og vel þekkt örnefni í sveitarfélaginu. Á hinn bóginn sé eftirliðurinn sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstrið. Nefndin leggst beinlínis gegn nafninu Stykkishólmsbær og Helga- fellssveit, nafninu sem notað hefur verið frá því sveitarfélögin samein- uðust eftir kosningarnar í vor. Þá er hún einnig mótfallin styttri útgáfunni sem er Stykkishólmur og Helga- fellssveit. Rökin eru meðal annars þau að sveitarfélagið muni þá heita tveimur nöfnum og nafngiftin sé óþjál og þung í vöfum. Einnig leggst nefndin gegn nöfnunum Breiðafjarð- arbær og Breiðafjarðarbyggð með þeim rökum að nýsameinað sveitar- félag nái aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og örnefnið því ekki vel til þess fallið að einkenna það. Lagt fyrir fund íbúa Næstu skref sveitarfélagsins eru, samkvæmt upplýsingum Jakobs Björgvins Jakobssonar bæjarstjóra, að boða til íbúafundar til þess að kynna fyrirliggjandi umsögn og ræða málið þannig nánar við íbúana. Segir hann það í anda þess þátttöku- lýðræðis sem lögð hafi verið áhersla á að vinna eftir í þessu máli. Málið kemur að lokum til sveitarstjórnar sem tekur lokaákvörðun um nafn- giftina. Mælt með Þórsnesþingi eða Stykkishólmi - Örnefnanefnd leggst gegn nafninu Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ og tengingu við Breiðafjörð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stykkishólmur Bærinn stendur vissulega við Breiðafjörð en örnefnanefnd telur fleiri þurfi að vera með til þess að hægt sé að nota heiti í þeim anda. Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Erlu Bolladóttur um endur- upptöku á dómi Hæstaréttar frá árinu 1980. Þá var Erla dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik og rangar sakargiftir á hendur Magnúsi Leópoldssyni, Einari Gunnari Bolla- syni, Valdimar Olsen og Sigurbirni Eiríkssyni um að þeir hefðu átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar, sem leiddi til þess að þeim var gert að sæta langvinnu gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Geirfinnsmálsins svonefnda. Engin ný gögn Ekki var óskað endurupptöku á dómi Hæstaréttar að því er tekur til fjársvika og tengdra brota. Endur- upptökudómur segir, í úrskurði sín- um, að ekki verði fallist á að komið hafi fram ný gögn eða upplýsingar, sem ætla megi að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu máls Erlu, ef gögnin eða upplýsing- arnar hefðu kom- ið fram áður en dómur gekk. Þá er ekki fall- ist á að ætla megi að lögregla, ákærandi, dóm- ari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri nið- urstöðu málsins. Ekki er heldur fall- ist á að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönnunargögn, sem færð voru fram í máli Erlu, hafi ver- ið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Loks er því hafnað að verulegir gallar hafi verið á með- ferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Var það niðurstaða Endurupp- tökudómsins að hafna beiðininni, sem fyrr segir, og er Erlu jafnframt gert að greiða þriggja milljóna kr. þóknun skipaðs verjanda síns. Í ágúst 2018 sýknaði Hæstiréttur þá Sævar Marinó Ciesielski, Krist- ján Viðar Viðarsson, Tryggva Þór Leifsson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaptason af þeim ákæruatriðum í málinu er lutu að því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og eða Geirfinni Einarssyni að bana eða að hafa átt þátt í að tálma rann- sókn málanna. Í Endurupptökudómi sátu Aðal- steinn E. Jónasson, Eyvindur G. Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson. Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku hafnað - Engin ný gögn talin komin fram að mati Endurupptökudóms Erla Bolladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.