Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 22
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi Magdeburg í Þýskalandi og íslenska lands- liðsins í handknattleik, er klár í slaginn á nýj- an leik eftir að hafa meiðst á hné um nýliðna helgi. Þetta tilkynnti þýska félagið á heima- síðu sinni í gær en Gísli Þorgeir meiddist á hægra hné í leik Göppingen og Magdeburgar á sunnudaginn síðasta. Hann gekkst undir rannsóknir og að þeim loknum varð ljóst að meiðslin væru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. „Eftir frekari rannsóknir er ljóst að leik- maðurinn er ekki alvarlega meiddur og hann verður væntanlega klár um næstu helgi,“ segir í tilkynningu félagsins. Betur fór en á horfðist hjá Gísla Ljósmynd/Magdeburg Jákvætt Meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjáns- sonar eru ekki eins alvarleg og óttast var. 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 Meistaradeild kvenna 2. umferð, fyrri leikir: Köge – Juventus ...................................... 1:1 - Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með Juventus, þar sem hún meiddist í upphitun. Real Sociedad – Bayern München......... 0:1 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Bayern München og var fyrirliði. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir léku ekki með Bayern vegna meiðsla. >;(//24)3;( Svíþjóð Helsingborg – Önnered ...................... 27:29 - Ásgeir Snær Vignisson skoraði ekki fyr- ir Helsingborg. E(;R&:=/D Subway-deild kvenna Valur – Breiðablik ................................ 84:46 Staðan: Valur 1 1 0 84:46 2 Fjölnir 0 0 0 0:0 0 Grindavík 0 0 0 0:0 0 Haukar 0 0 0 0:0 0 ÍR 0 0 0 0:0 0 Keflavík 0 0 0 0:0 0 Njarðvík 0 0 0 0:0 0 Breiðablik 1 0 1 46:84 0 >73G,&:=/D Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir náði frábærum árangri í hálfmaraþoni í Kaupmannhafnaramaraþoninu sem fram fór í Danmörku um nýliðna helgi. Sigþóra Brynja kom í mark á tímanum 1:19,13 sem er fjórði besti tími íslenskrar konu í greininni frá upphafi. Andrea Kolbeinsdóttir á Íslands- metið í greininni en hún kom í mark á tímanum 1:17,52 í október árið 2020. Íris Anna Skúladóttir og Íris Dóra Snorradóttir tóku einnig þátt í Kaupmannahafnarmaraþoninu en Íris Anna kom í mark á tímanum 1:19,22 og Íris Dóra á tímanum 1:21,01. Fjórði besti tíminn KNATTSPYRNA Meistaradeildin, 2. umferð, fyrri leikur: Origo-völlur: Valur – Slavia Prag ............ 17 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: HS Orku-höll: Grindavík – Fjölnir ..... 18.15 Ásvellir: Haukar – ÍR........................... 19.15 Blue-höll: Keflavík – Njarðvík ............ 20.15 Í KVÖLD! Sara Björk Gunnarsdóttir átti að vera í byrjunarliði Juventus er liðið gerði 1:1-jafntefli við Køge, topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, á útivelli í fyrri leik liðanna í 2. umferð Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta í gær- kvöldi. Sara meiddist hins vegar í upphitun og var því ekki með ítalska stórliðinu. Madalyn Ann Pokorny kom Køge yfir strax á áttundu mínútu en Amanda Nildén jafnaði fyrir Ju- ventus á 21. mínútu. Sigurliðið úr ein- víginu fer í riðlakeppni Meistaradeild- arinnar. Seinni leikurinn fer fram í Tórínó næstkomandi miðvikudag. Sara meiddist í upphitun Morgunblaðið/Eggert Meidd Sara Björk Gunnarsdóttir meiddist í upphitun fyrir leik Juventus og Köge í Meistaradeildinni. JAMAÍKA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hall- grímsson á mjög góðar minningar frá Jamaíku eftir að hafa eytt sum- arfríi sínu á eyjunni fyrir tíu árum síðan ásamt eiginkonu sinni, Írisi Sæmundsdóttur. Heimir var ráðinn landsliðsþjálf- ari karlaliðs Jamaíku á föstudaginn síðasta og skrifaði hann undir fjög- urra ára samning við jamaíska knattspyrnusambandið. Þjálfarinn hefur verið án starfs síðan hann lét af störfum hjá efstu- deildarliði Al-Arabi í Katar í maí á síðasta ári en hann stýrði áður ís- lenska karlalandsliðinu. Hann var aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck með karlalandsliðið frá 2011 til 2013 áður en hann og Lag- erbäck stýrðu liðinu saman fram yfir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Heimir stýrði liðinu svo einn eftir það en lét af störfum eftir heims- meistaramótið í Rússlandi árið 2018. Þá hefur hann einnig þjálfað karla- og kvennalið ÍBV á þjálfaraferlinum. „Aðdragandinn var ansi stuttur og eftir að forráðamenn jamaíska knattspyrnusambandsins höfðu fyrst samband við mig gerðust hlut- irnir hratt,“ sagði Heimir í samtali við Morgunblaðið. „Allar viðræður fóru nánast fram án umboðsmanna og þremur dögum eftir að ég fór í formlegar samninga- viðræður við knattspyrnusambandið þá var ég búinn að skrifa undir samning við þá. Það er stutt í næsta leik hjá þeim og það voru allir sam- mála því, sem að viðræðunum komu, að klára þetta sem fyrst.“ Mikið rúm fyrir bætingu Gengi liðsins á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu ár og það verður því áskorun fyrir þjálfarann að snúa því við. „Ég hef eytt smá tíma á Jamaíku í gegnum tíðina og við konan mín fór- um í sumarfrí hingað árið 2012. Þetta var mjög gott frí í alla staði og ég á því góðar minngar héðan. Þegar að ég heyrði fyrst af áhuga þeirra fór ég að skoða landsliðið og gengi liðsins undanfarin ár. Gengið hefur ekki verið neitt sérstaklea gott, þrátt fyrir að liðið hafi spilað marga leiki síðustu ár. Þetta eru um fimm sigrar hjá liðinu í 40-50 leikjum og ég sá það því strax að það var mikið rúm fyrir bætingu. Jamaíka á marga mjög góða knattspyrnumenn og þetta eru flest- allt leikmenn sem spila í sterkum deildum sem mér fannst mjög spennandi. Það hefur líka verið ákveðin ólga í kringum knattspyrnu- sambandið hérna og umræðan hefur verið helst til neikvæð. Mér fannst þetta því mjög spennandi verkefni og ég var ekki lengi að slá til.“ Brunað út í sveit Heimir var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstu- daginn en strax á þriðjudaginn byrj- uðu að berast fréttir af því að hann væri að taka við liðinu. „Þeir sem stjórna knattspyrnu- sambandinu hérna úti vissu að ég myndi ekki fá mikinn frið frá fjöl- miðlum ef fólk vissi almennt að ég væri kominn til landsins. Um leið og ég kom var mér því kippt beint upp í bíl og það var bara brunað út úr bænum og upp í sveit. Ég hef dvalið í lítilli íbúð fyrir utan höfuðborgina þar sem ég hef fengið algjöran frið frá öllu og ég hef nýtt tímann vel í að koma mér af stað í þeirri vinnu sem fram undan er. Ég sá það strax á fyrsta blaða- mannafundinum, þar sem ég var kynntur til leiks, að það er mjög erf- itt að ætla stjórna aðstæðum hérna. Menn eru mikið að berjast fyrir sínu og sínum miðli. Þetta er allt öðruvísi umhverfi en heima á Íslandi og ég get alveg viðurkennt það að ég var aðeins með í maganum á þessum fyrsta fundi mínum með fjölmiðlum. Þetta var mjög eftirminnilegur fundur og flestar spurningarnar sem ég fékk voru á þá leið hvað ég ætlaði mér að gera sem landsliðsþjálfari.“ Vanir ákveðinni umgjörð Þjálfarinn hefur úr öflugum leik- mönnum að velja en þar ber eflaust hæst að nefna Michail Antonio, framherja West Ham, Leon Bailey, sóknarmann Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmann Fulham. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af hugarfari leikmannanna. Mesta áskorunin hjá mér verður að búa til umgjörð fyrir leikmennina sem er á pari við þá umgjörð sem þeir eru vanir hjá sínum félagsliðum. Þetta eru stórir leikmenn sem leika með stórum atvinnumannaliðum. Þeir eru vanir ákveðnum hlutum hjá sín- um félögum og það er undir okkur komið að búa til sama umhverfi fyrir þá þegar að þeir mæta í landsliðs- verkefni. Ég tek svo tvo þjálfara með mér, Svíann John Erik Wall sem verður annar af aðstoðarþjálfurum mínum og svo Guðmund Hreiðarsson mark- mannsþjálfara. Gummi er hæfasti markmannsþjálfari sem ég hef kynnst og hann er góð manneskja líka. Hann er líka búinn að vinna mikið í þjálfaramenntun í gegnum UEFA sem mun nýtast jamaíska sambandinu vel. Sömu sögu er að segja af Wall sem er mjög vel að sér í tæknimálum tengdum fótboltanum sem mun líka nýtast vel því mark- miðið er að reyna að efla þjálfara- menntun hérna úti.“ Enginn óskamótherji Það er lítið framundan hjá jama- íska liðinu á næstunni, að und- anskildum vináttulandsleik gegn Argentínu í næstu viku í New York í Bandaríkjunum. „Það er vináttulandsleikur fram- undan hjá okkur og ég get alveg sagt þér það að ef ég hefði fengið að velja mér óskamótherja í fyrsta verkefn- inu mínu þá hefði það ekki verið Argentína. Við horfum samt á þetta með jákvæðum augum og það er klárt mál að þeir munu sýna okkur alla okkur veikleika. Þetta er líka gott verkefni upp á einbeitingu leik- manna og sjá hvar þeir standa þar. Næsta verkefni er svo ekki fyrr en í mars á næsta ári, allavega eins og staðan er í dag. Ég á því von á því að ég fari heim til Íslands eftir Arg- entínuleikinn og snúi svo aftur til Ja- maíku eftir áramót og komi mér al- mennilega fyrir hér. Mér finnst það algjörlega nauðsynlegt að nýr þjálf- ari sé á staðnum og það er í raun bara lágmarksvirðing ef svo má segja. Það er mitt hlutverk að kynna mér fótboltann í landinu og menn- inguna í kringum hann. Ég þarf að þekkja fólkið sem ég starfa með og til þess að kynnast því sem best þarf ég að vera á staðnum. Vinnan verður líka mun markvissari þegar maður er á staðnum.“ Kitlar ótrúlega mikið Jamaíka er sem stendur í 62. sæti heimslista FIFA en liðið tók síðast þátt í lokakeppni HM árið 1998 í Frakklandi. „Það kitlar mig ótrúlega mikið að ná alvöruárangri með þetta lið. Það er gríðarlega mikill fótbolta- og íþróttaáhugi hérna á eyjunni. Marg- ir af bestu spretthlaupurum heims koma frá Jamaíku og þeir eru vanir því að ná góðum árangri í íþróttum. Fótboltinn er mjög stór hérna og það myndi gleðja fólkið hérna mikið að ná árangri í fótboltanum líka. Það væri ótrúlega gaman fyrir mig per- sónulega að vera þáttakandi í því að ná árangri með liðið. Það væri vissu- lega gaman að komast í lokakeppni HM 2026 og það er eitt markmið. Það er hins vegar næg vinna fram undan og við þurfum að bretta upp ermar og byrja strax,“ bætti Heimir við. Myndi gleðja fólkið mik- ið að ná góðum árangri - Þjálfarinn Heimir Hallgrímsson skrifaði undir fjögurra ára samning á Jamaíku Morgunblaðið/Eggert Jamaíka Heimir Hallgrímsson vonast til þess að leika eftir afrek sín með íslenska karlalandsliðið á Jamaíku. Röng dagsetning hjá Akureyringum Í blaðinu í gær var rangt farið með þegar sagt var frá Evrópuleikjum KA/Þórs gegn Gjorche Petrov- WHC frá Norður-Makedóníu í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handknattleik. Leikirnir fara fram 7. og 8. október á Akureyri, ekki 7. og 8. nóvember eins og sagt var í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.