Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 „ÉG HELD AÐ VIÐ RÁÐUM VIÐ ÞÁ.“ „EITT - NÚLL.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... upphafskaflinn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG GELTI Í HUGANUM ÉG GENG Í BURTU MEÐ FÓTUNUM KONAN HANS ÍVANS FÆDDI FRUMBURÐ ÞEIRRA! ÞAÐ VAR Í SÍÐUSTU VIKU! ÞAÐ Á AÐ BAÐA BARNIÐ Í FYRSTA SKIPTI SEINNA Í DAG! deildin hér á Íslandi og var að klára þriðja tímabilið þar í röð, en félagið komst upp í Lengjudeild- ina 2019. Það má segja að knatt- spyrnudeild Vestra sé sameig- inlegt knattspyrnufélag Vestfjarða en krakkar úr Patreksfirði og Hólmavík sækja æfingar með fé- laginu. Helsta áhugamál Samúels er knattspyrna, hann fylgist mjög vel með íslenskri knattspyrnu í flest- um deildum. „Svo reyni ég að sinna fjölskyldunni eftir bestu getu , eldri sonurinn er byrjaður að æfa fótbolta og er í 7. flokki og sú yngri er byrjuð að sparka í bolta.“ Fjölskylda Eiginkona Samúels er Svala Sif Sigurgeirsdóttir, f. 9.5. 1988 á Ísa- firði, námsmaður. Þau eru búsett í Góuholti 14, Ísafirði. Foreldrar Svölu eru Sigurgeir Steinar Þór- arinsson, f. 25.11. 1963, sjómaður, búsettur í Bolungarvík, og Guðrún Bjarný Benediktsdóttir, f. 14.8. 1965, heimavinnandi, búsett í Reykjavík. Kona Sigurgeirs er Ragnhildur Stefánsdóttir, f. 29.8. 1970. Börn Samúels og Svölu eru Samúel Máni, f. 4.12. 2015 í Reykjavík, og Guðrún Máney, f. 13.6. 2019 á Ísafirði. Bræður Samúels eru Arnar Þór Samúelsson, f. 1.2. 1986, sjómaður, búsettur í Reykjavík, og Gunnar Guðberg Samúelsson, f. 17.1. 1992, sölustjóri hjá Fiskmarkaði Vest- fjarða, búsettur í Bolungarvík. Foreldrar Samúels eru hjónin Samúel Kristjánsson, f. 6.5. 1953, sjómaður og oddviti Súðavíkur- hrepps, og Rannveig Jóna Ragn- arsdóttir, f. 30.4. 1952, húsmóðir. Þau eru búsett í Súðavík. Samúel Sigurjón Samúelsson Karítas Elísabet Kristjánsdóttir húsfreyja, frá Hnífsdal Jónas Sigurðsson sjómaður í Tröð í Súðavík Guðrún Þorgerður Jónasdóttir húsfreyja í Súðavík Ragnar Hermann Þorbergsson verkstjóri í Súðavík Rannveig Jóna Ragnarsdóttir húsmóðir í Súðavík Rannveig Jóna Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, frá Sæbóli í Aðalvík Þorbergur Þorbergsson bóndi í Efri-Miðvík í Aðalvík, vitavörður á Galtarvita og verkstjóri í Súðavík Símonía Sigurðardóttir húsreyja, fædd á Skarði Jakob Sigurjón Kolbeinsson bóndi á Skarði á Snæfjallaströnd Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir húsfreyja í Súðavík Kristján Sveinbjörnsson vélstjóri í Súðavík Kristín Hálfdánardóttir húsfreyja, frá Hesti í Hestfirði Sveinbjörn Rögnvaldsson bóndi á Uppsölum í Seyðisfirði, N-Ís. Ætt Samúels Samúelssonar Samúel Kristjánsson sjómaður í Súðavík og oddviti Súðarvíkurhrepps Pétur Stefánsson sendi mér þessa fallegu stöku sem hann orti við andlátsfregn Hrafns Jök- ulssonar: Hans er endað ævistig, öll hans kvöl og pína. Nú hefur Hrafninn hafið sig í hinstu flugferð sína. „Hrafninn flýgur“ segir Guð- mundur Arnfinnsson: Fyrir stafni er ferðalag, friðarhafnar strönd þar eygi, svani jafn við sólarlag svífur Hrafn mót nýjum degi. Kristján H. Theodórsson skrifar: „Gamla góða kenningin sem fær þig til að sætta þig við bág kjör þessa heims!“ Á þrautagöngu um þennan dal, ef þrammað hefur veginn þú aura þinna ómælt tal, munt öðlast hinum megin. Á lífsins vegi ef létt um gang og leiðin greið til afla að ævilokum færðu í fang, fannbarning og skafla. Philip Vogler Egilsstöðum svar- aði: Ei ljóst er mér hvert leiðin fer, hvað líf mér býr í pott. Millivegarmaður er – að mestu hef það gott. Hér er limra eftir Davíð Hjálmar Haraldsson: Við kætumst þá komið er vorið, það er kastað og gotið og borið og hópurinn malar og hneggjar og galar. Að hausti er ungviðið skorið. Magnús Geir Guðmundsson yrkir „tvær laufléttar á sunnudegi“: Veðrið svona vítt og breitt virðist mér til sóma. Lauf nú falla lítið eitt, litir hausts í blóma. Bjart er nú um bæ og hól, blessuð sólin gleður. Kemur haustið kringum jól, kólna hægt mun veður. Ingimar Halldórsson kveður: Andi minn að öllu hlær, ama burtu víkur, meðan lífsins ljúfi blær létt um vanga strýkur. Ingimar Halldórsson yrkir: Andi minn að öllu hlær, ama burtu víkur, meðan lífsins ljúfi blær létt um vanga strýkur. Friðrik Steingrímsson að gefnu tilefni: Fráleitt mun ég fagna því frekar gerist dapur, þegar verður ASÍ einkafélagsskapur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kjörin hér og fyrir handan Sími 587 1717 www.sulatravel.is Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík KARÍBAHAF 16.-23. febrúar 2023 ALLT INNIFALIÐ Í ÖLLUM SIGLINGUM EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT Free at Sea FIR ATLANDSHAF FRÁ NEW YORK 19. apríl til 9. maí 2023 Y KARÍBAHAF 17.-29. nóvember 2022 UP PSE LT RÓM OG GRÍSKA EYJAHAFIÐ 11.-23. ágúst 2023 JÓLASIGLING Í KARÍBAHAF 14.-26. desember 2023 MIÐJARÐARHAF 14.-26. maí 2023 GRÍSKA EYJAHAFIÐ FRÁ FENEYJUM 1.-14. ágúst 2023 LONDON REYKJAVÍK 3.-15. júní 2023 Gerum tilboð fyrir hópa og einstaklinga Nánar á www.sulatravel.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.