Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022
30 ÁRA Sigrún er Reyk-
víkingur en er nýflutt á Sel-
foss. Hún er jógakennari
með BS-gráðu í íþrótta-
fræði frá HR. Áhugamál
eru hreyfing og sjálfsrækt.
FJÖLSKYLDA Maki Sig-
rúnar er Daníel Hlynur
Michaelsson, f. 1993, at-
hafnamaður. Dætur þeirra
eru Magný Esja, f. 2020, og
Elísabet Katla Sif, f. 2022.
Foreldrar Sigrúnar eru
Ólafur Helgi Guðgeirsson,
f. 1963, fasteignasali, bú-
settur í Reykjavík, og
Magný Jóhannesdóttir, f.
1965, verkefnastjóri hjá
KPMG, búsett í Reykjavík.
Sigrún Hrönn Ólafsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Sýndu öðrum þolinmæði í dag. Þú
færð frábærar hugmyndir snemma dags og
hrindir þeim í framkvæmd eftir hádegi.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú finnur auðveldlega til pirrings í dag.
Mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar
munninn. Óvæntur glaðningur verður keyrð-
ur heim til þín í dag.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er stundum erfitt að horfa
upp á vandræði annarra án þess að grípa
þar inn í með einhverjum hætti. Treystu á
sjálfa/n þig í aðstæðum sem þú ert óvön/
óvanur.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það er tímabært að þú ráðist í tiltekt
og/eða viðgerðir á heimilinu. Best væri að
allir fengju verkefni við sitt hæfi, börnin líka.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Gættu þess að taka ekki þátt í nei-
kvæðu umtali um náungann. Notaðu tæki-
færin sem þú færð til að vinna við listir eða í
sambandi við að skemmta börnum.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þér liggur ekki lífið á að velja næsta
skref í viðkvæmu máli. Ef þú kemur fram við
aðra af virðingu færðu betri afgreiðslu og
betri kjör, prófaðu bara.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Eitthvað úr fortíðinni eða eitthvað sem
tengist fólki sem er langt í burtu er ofarlega í
huga þér. Haltu áfram að gera góðverk, þau
eru góð fyrir sálina.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Leyfðu vini þínum að eiga skjól
hjá þér með tilfinningar sínar. Gættu þess að
láta ekkert koma þér á óvart í leit þinni að
sannleikanum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Reyndu að skyggnast undir yfir-
borð hlutanna áður en þú gerir upp þinn
hug, því flas er hreint ekki til fagnaðar.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það eru einhverjar undiröldur í
kringum þig svo þú skalt fara þér hægt og
vera viðbúin/n hverju sem er. Þú verður fyrir
einhverjum töfum í dag.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú hefur byrinn með þér til að
klára þau verkefni sem setið hafa á hak-
anum. Margir þrá athygli þína og nýtt ástar-
samband er í uppsiglingu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú átt erfitt með að einbeita þér að
hlutunum og dettur auðveldlega í dag-
drauma. Fólk bregst mjög sterkt við útgeisl-
un þinni og glaðværð.
rólegri en sumartíminn, sumarið
er tíminn hérna fyrir vestan á
Fiskmarkaðnum frá maí til sept-
ember.“
Samúel hefur verið formaður
Knattspyrnudeildar Vestra meist-
araflokks síðan 2008. „Ég var
semsagt að klára 15. tímabilið mitt
núna sem formaður. Í þetta fer
allur minn frítími. Þetta er eig-
inlega aukavinnan mín þó að þetta
sé bara áhugamál.“ Vestri spilar í
Lengjudeildinni sem er næstefsta
Fiskmarkaður Vestfjarða tengir
saman útgerðir og fiskvinnslur og
miðlar fiski frá seljendum til
kaupanda. „Þetta virkar þannig að
bátarnir koma til okkar og landa
fiskinum til okkar og við seljum
aflann fyrir þá. Svo sé ég einnig
um daglegan rekstur fyrir-
tækisins.“ Fiskmarkaður Vest-
fjarða er með aðsetur í Bolung-
arvík en selur einnig fisk frá
Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
„Vetrartíminn er yfirleitt töluvert
S
amúel Sigurjón Sam-
úelsson fæddist 21.
september 1982 í
Reykjavík, ólst upp í
Súðavík en hefur síðan
búið á Ísafirði. „Ég hef alltaf búið
fyrir vestan. Þegar ég fór í
menntaskóla, þá bjó ég á heima-
vistinni á Ísafirði í tvö ár og fljót-
lega eftir það var ég alveg fluttur
þangað.
Ég var í fótbolta þegar ég var
yngri, fyrst og fremst,“ segir
Samúel aðspurður. „Þegar ég var
barn æfði ég með Ungmennafélag-
inu Geisla í Súðavík en ég var
ungur þegar ég byrjaði að fara á
Ísafjörð, held ég hafi verið í 7.
bekk þegar ég fór að sækja æfing-
ar með BÍ 88.“ Það félag hét síðan
BÍ/Bolungarvík en heitir núna
Vestri. Samúel spilaði fótbolta
fram að 24 ára aldri en var aldrei
góður að eigin sögn.
Samúel gekk í Súðavíkurskóla
og stundaði nám við Mennta-
skólann á Ísafirði.
Líkt og fleiri Vestfirðingar fór
Samúel snemma að sækja sjóinn.
„Ég get samt ekki sagt að ég hafi
verið mikið til sjós. Ég var með
pabba á handfærum þegar ég var
unglingur og fór á djúprækju með
honum þegar ég var í öðrum bekk
í menntó og hætti eftir áramót í
skólanum og fór með pabba á
djúprækjuna. Í kringum tvítugt
var ég líka eina vertíð á línubát
frá Bolungarvík, en ég var aldrei
mikill sjómaður, líkaði betur að
vera í landi.“
Samúel vinnur þó við sjávar-
útveg og hefur verið
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs
Vestfjarða frá 2013, en áður hafði
hann verið starfsmaður á Fisk-
markaði Bolungarvíkur og Suður-
eyrar í fjögur ár. „Ég var búinn
að sjá um Fiskmarkað Bolung-
arvíkur og Suðureyrar í tvö ár.
Svo atvikaðist þetta þannig að
sömu aðilarnir kaupa bæði Fisk-
markað Bolungarvíkur og Suður-
eyrar og Fiskmarkað Vestfjarða,
en það voru tveir fiskmarkaðir í
Bolungarvík. Þeir bjóða mér síðan
stöðu framkvæmdastjóra.“
Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestfjarða – 40 ára
Fjölskyldan Samúel, Svala, Samúel Máni og Guðrún Máney við Dynjanda.
Vasast í fiski og fótbolta
Feðgarnir Staddir á Norðuráls-
mótinu á Akranesi í sumar.
Hjónin Svala og Samúel.
Til hamingju með daginn
Selfoss Elísabet Katla Sif Daníels-
dóttir fæddist 27. maí 2022 kl. 18.58 í
Reykjavík. Foreldrar hennar eru
Sigrún Hrönn Ólafsdóttir og Daníel
Hlynur Michaelsson.
Nýr borgari
Ertu viss? er einfaldur spurningaleikur
í anda Kahoot og pöbbkviss.
Í BEINNI ÁMBL.IS/ERTUVISS
FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER KL. 19
Spilaðu hér