Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 28
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Mikil gróska er í unglingastarfinu í
pílukasti, þökk sé fyrst og fremst
Pétri R. Guðmundssyni, landsliðs-
manni í Grindavík og þjálfara lands-
liðs U18 ára pilta, að öðrum sem
hlut eiga að máli ólöstuðum. „Félög-
in eru komin með unglingastarf,
sem var ekki til þegar við byrjuðum
með unglingalandsliðið, sérmótaröð
er fyrir unglingana og bestu krakk-
arnir hafa fengið fleiri tækifæri,“
segir hann. „Síðast en ekki síst er
pílukast valfag í grunnskólum og
það kemur sér vel. Líka í náminu því
mikil stærðfræði er í pílukasti.“
Fyrir fimm árum ákváðu Pétur og
Ingibjörg Magnúsdóttir, þáverandi
formaður Íslenska pílukastssam-
bandsins (ÍPS), að byggja upp ung-
lingastarf í félögum með því að
koma á fót unglingalandsliði og var
fyrsta verkefni þess það árið, 2017.
„Þá var Alex Máni sonur minn í
raun eini unglingurinn sem æfði
markvisst og við Ingibjörg ákváðum
að fara öfuga leið, nota landsliðið
sem gulrót fyrir krakka til að byrja
að æfa.“
Alex var 11 ára 2015 og til að veita
honum sem bestan stuðning byrjaði
Pétur að æfa pílukast. „Ég æfði með
honum til þess að búa til góða um-
gjörð fyrir unglinga og jafnt og þétt
bættust fleiri í hópinn.“ Alex var
mjög efnilegur pílukastari og komst
fljótlega í úrslit í alþjóðlegu móti
hérlendis. „Hann stækkaði ört og
það dró úr árangrinum en hann er
byrjaður að bæta sig á ný,“ segir
Pétur. „Þetta er þekkt í pílunni.
Krakkar byrja vel, dala síðan þegar
þeir taka út vöxt og geta svo komið
aftur af fullum krafti.“
Efnileg ungmenni
Pétur segir að bestu íslensku ung-
mennin standi vel að vígi í saman-
burði við erlenda jafnaldra sína. Í
því sambandi nefnir hann að Axel
James Wright, sem er 10 ára og Ís-
landsmeistari í flokki 13 ára og
yngri, hafi spilað með U18 á Evr-
ópukeppni unglinga í Búdapest í
sumar, þá níu ára, og eigi alla mögu-
leika á að ná langt. „Hann og nokkr-
ir aðrir eru komnir á stað þar sem
enginn Íslendingur á sama aldri hef-
ur verið. Þeir hafa lært grunninn og
leggi þeir sig virkilega fram er aldr-
ei að vita hvað gerist.“
Axel er í KA og æfir líka fótbolta,
handbolta og golf. „Ég byrjaði að
æfa pílukast þegar ég var sjö ára,“
segir hann, en í fyrrasumar fór hann
holu í höggi í golfinu. Gaman hafi
verið að keppa í Búdapest og stefn-
an sé að keppa með karlalandsliðinu
á sama tíma og móðir hans, Brynja
Herborg Jónsdóttir, keppi með
kvennalandsliðinu.
Þorgeir Guðmundsson hefur lengi
verið landsliðsmaður í pílukasti og
spilaði síðast með landsliðinu á
Norðurlandamótinu í Svíþjóð í vor.
„Ég er enn að stríða þeim yngri,“
segir hann og leggur áherslu á að
hann sé ekki formlega hættur í
landsliðinu. „Axel er yngsti lands-
liðsmaður Íslands í pílukasti og Þor-
geir sá elsti,“ segir Pétur en 68 ár
eru á milli þeirra. „Ég ætla að halda
áfram eins lengi og hann,“ segir
Axel, en þeir hittust nýlega í fyrsta
sinn.
Evrópukeppni landsliða verður í
Valencia á Spáni um mánaðamótin
og teflir Ísland fram fjögurra manna
kvenna- og karlasveit. Pétur er von-
góður fyrir sína hönd og liðsfélag-
anna. „Ef við náum okkar besta og
mótherjarnir ekki sínu besta eigum
við möguleika á einhverju góðu og
við eigum að stefna hátt því það er
alltaf möguleiki.“
Þar til Pétur byrjaði að æfa pílu-
kast var hann mjög virkur í körfu-
bolta, fyrst sem leikmaður og síðan
sem þjálfari. „Ég byrjaði ekki að
æfa fyrr en ég varð 17 ára,“ rifjar
hann upp, en að loknum tveimur ár-
um í unglingaflokki Keflavíkur lék
hann í meistaraflokki Grindavíkur
1991-2006 nema hvað hann var eitt
ár með Tindastóli á Sauðárkróki.
Hann hefur meðal annars þjálfað
meistaraflokk karla og kvenna hjá
Grindavík, meistaraflokk karla hjá
Haukum og auk þess verið aðstoð-
arþjálfari hjá Keflavík. „Þegar ung-
lingastarfið í pílunni verður orðið
sjálfbært sný ég mér aftur að körf-
unni.“
Pílan beint í mark
- Yngsti landsliðsmaðurinn 10 ára og sá elsti nær 78 ára
Landsliðsmenn Pétur R. Guðmundsson, Axel James Wright og Þorgeir
Guðmundsson í æfingaaðstöðunni hjá þeim síðastnefnda.
ljosid.is
Vildi að ég
væri úti að
mála glugga“
„
Eftir að ég
greindist sé ég
lífið í nýju ljósi
Vertu ljósavinur
Tryggðu krabbameinsgreindum
fría endurhæfingu.
Guðrún Blöndal
Hodgkins eitlakrabbamein
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
„Þetta verkefni leggst mjög vel í okkur,“ sagði Mist
Edvardsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í knatt-
spyrnu, í samtali við Morgunblaðið.
Valskonur taka á móti Slavia Prag frá Tékklandi í
fyrri leik liðanna í 2. umferð Meistaradeildarinnar á
Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag.
Liðin mætast svo aftur í Prag í Tékklandi 28. septem-
ber en sigurvegarinn úr einvíginu hlýtur sæti í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik varð á síðasta
tímabili fyrsta íslenska liðið til að afreka það. »23
Bítast um sæti í riðlakeppninni
ÍÞRÓTTIR MENNING
Tónleikaröðin
Syngjandi í Saln-
um heldur áfram
göngu sinni í Saln-
um í Kópavogi í
kvöld kl. 20. Guð-
rún Jóhanna
Ólafsdóttir
messósópran
kemur fram en
hún er einnig list-
rænn stjórnandi
raðarinnar. Með
henni leika gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui og
píanóleikarinn Sigurður Helgi Oddsson. Efnisskrá tón-
leikanna er tvískipt, í fyrri hlutanum sönglög eftir Atla
Heimi Sveinsson og nýjar útsetningar á bandarískum
þjóðlögum. Eftir hlé munu Guðrún og Sigurður Helgi
flétta saman ýmsum lögum sem innblásin eru af hab-
anera-taktinum. M.a. Havanaise eftir Pauline Viardot,
Vocalise-étude en forme de Habanera eftir Maurice Ra-
vel og Habanera-aríu Carmenar úr óperu George Bizet.
Syngjandi í Salnum hefst á ný