Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 vinnuföt fást einnig í Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga (Í júní – ágúst er lokað á laugardögum) Mikið úrval af öryggisvörum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Margrét, fyrsta breiðskífa tónlistar- mannsins In3dee, kom út fyrir viku á vegum plötuútgáfunnar Skúla- götu. Margrét sú sem platan er kennd við er kónguló, tarantúla nánar tiltekið af tegundinni Brachy- pelma hamorii og var hún gæludýr listamannsins þegar hann bjó í Berlín en núna í pössun hjá fyrrver- andi sambýlingi hans. En best að snúa sér fyrst að tón- listinni og svo að kóngulónni. Víða komið við In3dee heitir réttu nafni Indriði Örn Ingólfsson og hefur hann verið iðinn í tónlistarbransanum í um fimmtán ár, fyrst með þungarokks- sveitinni MUCK og svo sem söngvaskáld. Sem slíkt skáld gaf hann út hljómplöturnar Makril og Dingding í gegnum Figureight, plötuútgáfu Shazhads Ismailys, árin 2016 og 2018. Hefur hann verið við- riðinn ýmis önnur tónlistarverkefni og starfað sem hljóðfæraleikari á tónleikaferðalögum og við plötu- upptökur. In3dee er enn ein hliðin á Ind- riða, rafdanstónlistarhliðin, og gaf hann í fyrra út sitt fyrsta raf-, dans- og klúbbalag, að eigin sögn, með að- stoð plötuútgáfu Bjarka Sigurðs- sonar, bbbbb records. Hófst með því ferill In3dee. „Ég gaf tvö, þrjú lög út á safnplötum í fyrra og er að fara af stað með þetta, er aðeins að skipta um hlutverk, fara frá því að vera með gítar og í hljómsveitum og að syngja yfir í elektróníkina,“ segir Indriði um In3dee. Nú fær raf- tónskáldið að skína. „Ég er búinn að pródúsera raftónlist lengur en allt hitt, hef alltaf verið með hana í gangi,“ segir Indriði frá og að í Covid-faraldrinum hafi raftónlistin tekið við af annarri tónlist hjá hon- um þar sem hann var búsettur í Berlín. Frá Skúlagötu í Borgartún Indriði flutti aftur til Íslands fyr- ir um ári og er í raftónlistarhópnum Skúlagötu sem hélt einmitt upp á útgáfu Margrétar og annarrar plötu, Kúlomb eftir Kraftgalla, fyrir fáeinum dögum. Indriði segir Skúlagötu hafa orðið til í hljóðveri við Skúlagötu en nú er hópurinn með hljóðver í Borgartúni. „Okkur langaði að búa til vettvang til að búa til safnplötur svo þessi tónlist myndi ekki glatast en svo vatt þetta upp á sig og við fórum að gefa út eigin plötur og standa líka að við- burðum,“ segir Indriði um Skúla- götu og geta þeir sem vilja kynna sér tónlist hópins gert það á so- undcloudsíðu hans. Nú er danstónlist býsna stórt mengi og Indriði er beðinn að þrengja það og lýsa betur hvers konar danstónlist hann skapar. „Þetta er mjög hröð og ágeng dans- tónlist og kannski svona klúbba- tónlist í agressívari kantinum. Þetta er mun hraðara en gengur og ger- ist,“ útskýrir Indriði. Tónlistinni sé best lýst sem „tilraunakenndri, hraðri og ágengri rafdanstónlist“. En er þá erfitt að dansa við þessa tónlist? „Það finnst mér ekki, alls ekki. Það er einhver bylgja í dag, fólk er opnara fyrir svona ágengri músík á dansgólfinu, t.d. á Húrra og Bravó,“ svarar Indriði. Eitt lag plötunnar minnir blaða- mann á „Born Slippy“ með Under- world frá árinu 1995, lag sem var eftirminnilega í kvikmyndinni Trainspotting. Indriði segir þetta vel athugað og að finna megi skír- skotun í tíunda áratuginn með sínu taktfasta teknói og e-pillum. „Fyrsti geisladiskurinn sem ég eignaðist þegar ég var sex ára var með Pro- digy,“ segir Indriði og því sé tónlist æskunnar mögulega að skila sér yfir í þessa raftónlist hans. Stærri, litríkari og loðnari Ljósmynd af tarantúlunni Mar- gréti prýðir umslag plötunnar, gælukónguló Indriða. Blaðamaður fær hroll af tilhugsuninni um gælu- kónguló, hvað þá tarantúlu, enda afar lítið fyrir kóngulær. Margrét bjó í hljóðveri Indriða þegar hann vann að plötunni og dag einn tók hann eftir því að Margrét hafði lagst á bakið í búri sínu og var að hefja hamskipti. Úr hamnum skreið hún eftir átta klukkustundir og þá stærri, litríkari og loðnari, eins og því er lýst í tölvupósti. „Sem mann- eskja er stundum mikilvægt að hafa hamskipti. Skilja við eldri arfleifð sína, hætta að reyna að koma öllum sínum verkefnum í höfn. Snúa við þeim bakinu og hefja nýja leit,“ seg- ir þar og greinilegt að Indriði er að líkja sínu sköpunarferli við ham- skiptin. „Ég tengdi við þessi hamskipti, að skilja það gamla eftir og vaxa í nýja hlutverkið. Þetta er bara mynd sem ég tók á símann minn, þetta er hún í miðjum hamskiptum,“ segir Indriði og blaðamaður segir um- slagið minna á plötu Prodigy, The Fat of the Land, þar sem vígalegur krabbi virðist vera í árásarham. Nú eða í dansstuði. „Það er einmitt fyrsti geisladiskurinn sem ég eign- aðist,“ segir Indriði. Hann hafi þó ekki verið að reyna að líkja eftir því umslagi, tarantúlan hafi fylgt hon- um í sköpunarferlinu og síðan skipt um ham, sem fyrr segir. Þannig hafi hún smollið við skífuna. Gæf tarantúla Indriði segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á skordýrum og ætlað að verða skordýrafræðingur þegar hann var lítill. Að eiga tarantúlu sé fyrir honum meira vísindalegt áhugamál en gæludýrahald. Spurð- ur hvort kóngulóin fái að fara úr búrinu og ganga um laus, af og til, segir Indriði að stundum fái hún að gera það. Hún er þá vonandi ekki eitruð, eða hvað? Jú, en bara lítið, svarar Indriði. Að vera bitinn af Margréti sé ekki miklu verra en að vera stunginn af býflugu. Verra sé þó bitið fyrir þá sem eru með bráðaof- næmi. Margrét er sem betur fer ósköp gæf og hefur ekki bitið eiganda sinn. Indriði segir þessa tilteknu tegund, ættaða frá Mexíkó, nokkuð gæfa en þær asísku öllu árás- argjarnari. Gott fyrir þá að vita sem hafa í hyggju að fá sér tarantúlu. Hlusta má á tónlist In3dee á Spotify og Soundcloud og mynd- band við eitt laga plötunnar, „Úti á túni í helvíti“, má nú sjá á YouTube. Í blómabeði Tónlistarmaðurinn tók sér listamannsnafnið In3dee og hefur nú gefið út plötuna Margréti. Margrét Plötuumslagið prýðir mynd af tarantúlunni Margréti. Hamskipti eru stundum mikilvæg - In3dee sendir frá sér fyrstu breiðskífuna, Margréti, sem heitir eftir gæludýri hans sem er kónguló - Tilraunagjörn, hröð og ágeng rafdanstónlist, segir tónlistarmaðurinn um lögin á plötunni Tónleikar verða haldnir í kvöld kl. 21 í Mengi á Óðinsgötu 2 í Reykja- vík. Á þeim koma fram franski bandoneonleikarinn Olivier Man- oury og Kjartan Valdemarsson píanóleikari sem hafa margoft spil- að saman. Munu þeir flytja heims- tónlist, allt frá djassi til latíntón- listar með áhrifum frá franskri og íslenskri tónlist þar sem spuni leik- ur stórt hlutverk, skv. tilkynningu, og mun Olivier einnig kynna nýjan geisladisk, DUOSOLO, sem hann tók upp í einangrun í París. „Ég tók upp þennan geisladisk á heimili mínu í Parísarborg þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Út- göngubann stóð yfir í margar vikur og jafnvel mánuði og mátti ég ein- ungis fara út í eina klukkustund á dag og í eins ferkílómetra fjarlægð frá heimilinu. Allt tónleikahald lagðist niður á svipstundu og ég gat ekki hitt og spilað með píanistanum mínum og félögum. Þannig fæddist sú hugmynd að taka upp þennan disk í einangruninni heima hjá mér þar sem ég spila bæði á accordína og á píanó,“ skrifar Olivier. Olivier og Kjartan leika í Mengi Dúett Kjartan og Olivier. Hádegistónleikar verða haldnir í Salnum í Kópavogi í dag kl. 12.15 á dagskrá viðburðaraðarinnar Menn- ing á miðvikudögum. Á þeim verð- ur djassplatan More Than You Know flutt en hún kom út á vínyl í byrjun sumars. Um flutning sjá Silva Þórðardóttir sem syngur og Steingrímur Teague sem leikur á wurlitzer og filtdempað píanó ásamt því að raula annað slagið. „Fyrir utan eitt örstutt bassa- klarinettsóló – sem Jóel Pálsson leikur upp úr þurru í bláendann – koma engir aðrir flytjendur við sögu á plötunni,“ segir í tilkynn- ingu og að lítið sé um flugelda og bellibrögð í hljóðfæraleik og hverf- andi áhersla lögð á hefðbundna sveiflu. Þess í stað sé áhersla lögð á lögin sjálf og að skapa þeim bæði veglega og sérstæða umgjörð. Silva og Steingrímur fá til liðs við sig á tónleikunum Daníel Friðrik Böðv- arsson sem leikur á hljóðgervil og gítar. Aðgangur er ókeypis. Djasstónleikar í hádeginu í Salnum Samstillt Steingrímur og Silva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.