Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Magnús Orri Schram, fyrrverandi al- þingismaður Sam- fylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á hlut sínum í Landsdómsmálinu – einu pólitísku réttarhöld- unum á Íslandi – og greinir frá því að hann hafi beðið hlutaðeigandi afsökunar. Hann sat í þingmannanefnd á Alþingi árið 2010, sem fjall- aði um ábyrgð ráðherra á bankahruninu, en þá taldi Magnús Orri rétt að vísa mál- um Geirs H. Haarde, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms, en ekki máli Björgvins G. Sigurðssonar. Hann segist sjá eftir því og að málið hafi hvílt þungt á sér. „Í dag vildi ég óska þess að ég hefði haft hugrekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráðherra hefði lokið á vettvangi nefndarinnar. Á sínum tíma lét ég andann í þjóðfélaginu hafa áhrif á mína afstöðu, þegar það hefði verið rétt ákvörðun að vísa engum málum til Landsdóms.“ Þetta eru athyglisverð orð, því þingmaðurinn fyrrverandi játar að þar hafi hann eða vé- bönd Alþingis brugðist. Um Alþingi er þannig búið í stjórnarskrá og lögum, að þar geti þingheimur ráðið ráðum sínum í skjóli, næði og rúmum tíma kjörtímabils, einmitt til þess að þingmenn geti horft til heildar- og langtímahags- muna án þess að blakta í vind- um dagsins. Það var örugglega ekki auðvelt þegar Alþingi var um- setið dögum saman og sér- stakt markmið forsprakka búsáhaldabyltingarinnar að gera þinginu og þingmönnum ónæði eða verra. En það var mikill misskilningur að sá hópur endurspeglaði „andann í þjóðfélaginu“ eða talaði í nafni þjóðarinnar. Öllum mátti ljóst vera að þar var samankominn söfnuður óstöð- ugasta fólks landsins og ein- mitt þá var mikilvægast að þingmenn sinntu skyldu sinni. Hins vegar má vel spyrja hvort það hafi aðeins verið ætlaður andi í þjóðfélaginu, sem réði þessari afstöðu. Þeg- ar þingið greiddi atkvæði um málshöfðun fyrir Landsdómi greiddu þingmenn allra flokka annað hvort atkvæði með því að allir fjórir ráð- herrarnir fyrrverandi yrðu settir á sakabekk eða enginn, með eða móti Landsdóms- ákæru. – Þingmenn allra flokka nema Samfylkingar- innar, þar sem átta þingmenn greiddu atkvæði misjafnlega eftir því hvaða fyrrver- andi ráðherra átti í hlut, svo einungis Geir var ákærður, en hvorugur Sam- fylkingarráðherrann. Það var í engum sérstökum takti við andann úti á Austurvelli, hvað þá í þjóðfélaginu, heldur því sem hentaði Samfylkingunni. Pólitísk hefnigirni, engin prinsipp. Það er karlmannlegt að gangast við mistökum sínum með þessum hætti og það hafa fleiri fyrrverandi þingmenn gert, hver með sínum hætti, á undanförnum árum. Þar ber að nefna Ögmund Jónasson, fv. innanríkisráð- herra, sem sagði 2012 að rétt- arhöldin fyrir Landsdómi og niðurstaða hans sýndi að óráð hafi verið að leggja í þá för, sem hann sagði ramm- pólitíska, og studdi tillögu Bjarna Benediktssonar um að ákæran yrði afturkölluð. Þá var það hins vegar Magnús Orri, sem lagði fram frávís- unartillögu á afturköllunina, sem var samþykkt svo tillaga Bjarna kom aldrei til at- kvæða. Hin endanlega ábyrgð á ákærunni hvílir því á þeim 33, sem vísuðu afturköll- uninni frá. Af þeim sitja þrír enn á þingi, þær Katrín Jak- obsdóttir, Oddný G. Harðar- dóttir og Svandís Svavars- dóttir. Áhrif bankahrunsins á efnahag landsmanna eru löngu liðin og sitt hvað kann að hafa af því lærst, sem gerir Ísland sterkara til þess að fást við ytri áföll. Hið sama má segja um hið sameiginlega tilfinningaumrót þjóðarinnar á þeim myrku dögum. En áhrifin á stjórnmálalífið eru enn til staðar og enginn vafi er á að þar réði ofstækið í Landsdómsmálinu miklu. Þau sár eru á stjórnmálalífinu öllu, ekki aðeins einum eða einstökum flokkum. Viðurkenning á mistök- unum og afsökunarbeiðni kann að vera upphaf þess að um grói, en þá þurfa fleiri að stíga fram með iðrun og yfir- bót en Magnús Orri. Þar skuldar Alþingi Geir H. Haarde afsökunarbeiðni. Þá væri um leið kominn jarð- vegur til þess að taka á um- ræddum lagabókstaf – hugs- anlega að leggja Landsdóm af líkt og forseti Íslands hefur lagt til – til þess að fyrir- byggja að pólitísk réttarhöld verði nokkru sinni haldin á Ís- landi aftur. Pólitísk réttarhöld má aldrei halda á Íslandi aftur.} Ofstæki, iðrun og yfirbót N auðsynlegt er að fjölga háskóla- menntuðu heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum. Þjóðin er að eld- ast og þegar skortir menntað starfsfólk. Nýsköpun og bætt verklag getur dregið úr mannaflaþörf og létt undir með starfsmönnum en það breytir því ekki að nauðsynlegt er að efla menntun heilbrigð- isstarfsfólks. Þrír háskólar koma mest að menntun í heilbrigðisþjónustu. Umfangið er mest innan Háskóla Íslands en Háskólinn á Ak- ureyri og Háskólinn í Reykjavík gegna einnig mikilvægu hlutverki. Rúmlega sjö milljörðum króna er árlega varið í háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda og skyldra greina. Háskólaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið ásamt Háskóla Íslands og Landspítala hafa ákveðið að grípa til margvíslegra ráðstafana til að bregðast við vandanum. Háskólarnir verða hvattir til að forgangsraða í þágu heilbrigðisvísinda og fjölga nemendum í námsgreinum á sviði heilbrigðisþjón- ustu. Jafnframt verða skólarnir hvattir til aukins samstarfs á þessu sviði. Óskað verður eftir hugmyndum um það hvernig þeir geta fjölgað nemendum og hvað þeir telja sig þurfa til að af þeirri fjölgun geti orðið. Þá verða háskólar og heilbrigðisstofnanir hvött til að koma með tillögur að nýjum og öflugum færnibúðum. Þar er um að ræða sérstaka kennsluaðstöðu til að kenna og þjálfa klínísk vinnubrögð sem er forsenda þess að hægt verði að fjölga nemendum verulega og um leið bæta mennt- unina. Þetta mun einnig nýtast nemendum á framhaldsskólastigi en stefnt er að eflingu náms heilbrigðisstétta á því skólastigi, m.a. til að fjölga sjúkraliðum. Skólarnir verða hvattir til að sækja nú þegar um stuðning til nýs Samstarfssjóðs háskólanna. Stefnt er að því að heilbrigðisráðherra styrki verkefnin með sambærilegri fjárhæð. Auk framangreinds fela aðgerðirnar í sér að leitað verður til Nýs Landspítala um tillögur til að hraða framkvæmdum við nýtt húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið HÍ. Þá er ráðgert að end- urskoða skilyrði fyrir veitingu starfsleyfa og fjölga starfsleyfum heilbrigðismenntaðs starfs- fólks utan EES-svæðisins. Nauðsynlegt er að einfalda umsóknarferli og liðka fyrir réttindum þessara einstaklinga til að starfa hér á landi. Loks er rétt að nefna fjölgun sérnámsgreina lækna hér innanlands, en ástæða er til að fjölga bæði sérnámsnemum og þeim sérnámsgreinum sem eru í boði út frá þörfum þjóðfélagsins. Hér hefur verið bent á nokkrar aðgerðir sem ráðist verð- ur í nú þegar til að fjölga starfsfólki með heilbrigðis- menntun. Við erum í samkeppni við önnur lönd þar sem skortur er á heilbrigðisstarfsfólki á heimsvísu. Starfsum- hverfi heilbrigðismenntaðra verður að vera bæði fjölbreytt og spennandi til að geta staðist þá samkeppni. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Alþjóðleg samkeppni um heilbrigðisstarfsfólk Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is F átt er nú rætt meira í skák- heiminum en illdeilur þeirra Magnúsar Carlsen, heimsmeistara í skák, og stórmeistarans Hans Niemanns, sem komust í hámæli eftir að Carlsen ákvað að hætta keppni á Sinqufield- mótinu í St. Louis fyrr í mánuðinum eftir að hann tapaði fyrir Niemann. Af yfirlýsingum Carlsens mátti ráða að hann teldi að Niemann hefði haft rangt við, en ekki hefur verið hægt að sanna þær ásakanir. Deilan komst svo aftur í sviðs- ljósið í fyrradag en þá mættust Carl- sen og Niemann aftur á Julius Baer- mótinu og ákvað Carlsen að gefa skákina óvænt í öðrum leik. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, sagði í skákpistli sínum í Morg- unblaðinu 10. september sl. að Carl- sen skuldaði skýringar á brotthvarfi sínu frá Sinqufield-mótinu. Helgi segir við Morgunblaðið að uppá- koman í fyrradag hafi ekki dregið úr þörfinni á skýringum frá heimsmeist- aranum. Helgi segir greinilegt að Carlsen líti svo á að Niemann hafi haft rangt við og að heimsmeistarinn sýni það þarna með því að gefa honum langt nef. „En það breytir ekki því að skýr- inga er þörf, sérstaklega því hann er heimsmeistarinn og ber ábyrgð sem slíkur.“ Helgi segir Carlsen setja frekar vafasamt fordæmi fyrir yngri skákmenn með athæfi sínu. Hann tekur fram að gagnrýni sinni sé ekki beint gegn Carlsen. „Hann hefur verið frábær heims- meistari og varpað ljóma á Noreg. Ég hef fjallað mjög mikið um upp- gang hans í skákinni og verið mjög hrifinn af ferli hans,“ segir Helgi. Oft illindi í kringum Kortsnoj Helgi segir aðspurður að nokkur dæmi séu til í sögunni um að illt blóð hafi verið á milli skákmanna. Hann vísar m.a. til áskorendaeinvígja Vikt- ors Kortsnojs og Tígrans Petrósjans á áttunda áratugnum. Petrósjan hætti í einvíginu 1974 og þeir neituðu að takast í hendur árið 1977. Helgi bætir við að það hafi oft verið slík ill- indi í kringum Kortsnoj. Helgi nefnir einnig að Bobby Fischer neitaði að mæta til leiks í annarri einvígisskákinni í einvígi ald- arinnar 1972. „En því var ekki beint gegn Spasskí, heldur var hann að gera athugasemd við kvikmyndatök- ur í Laugardalshöllinni,“ segir Helgi og bætir við að einnig hafi heyrst ásakanir um svindl í heimsmeistara- einvígi þeirra Kramníks frá Rúss- landi og Topalovs frá Búlgaríu árið 2006, þar sem búlgarska sendi- nefndin hafi sakað Kramník um að fara óeðlilega oft á klósettið. Helgi segir vandann felast í því að tölvur séu nú orðnar mjög öflugar í skákútreikningum. „Þannig að það þarf svo rosalega lítið til að breyta úrslitum heillar skákar. Það þarf ekki nema eina vísbendingu til að breyta úrslitunum.“ Það bjóði aftur upp á að mótshaldarar þurfi að fylgjast náið með keppendum til að tryggja að þeir hafi ekki rangt við. Helgi segir að margoft hafi kom- ið upp svindlmál í skákinni, þar sem skákmenn hafi verið gripnir glóð- volgir, t.d. á salerninu með falinn síma. „Svo þegar menn tefla á netinu getur þetta verið mjög algengt, sér- staklega í styttri skákum,“ segir Helgi. Hann tekur þó fram að þótt menn hafi beitt ýmsum brögðum til þess að svindla, þá komist nú upp um þau fyrr eða síðar. Ekkert sem bendi til svindls Björn Ívar Karlsson, skákkenn- ari, segir að ein ástæðan sem hafi verið nefnd fyrir því að Carlsen hafi ekki sagt meira, sé að hann hafi vísað málinu til svindlnefndar FIDE, en vinnureglan þar sé að ekki megi tjá sig um mál sem þangað séu komin. Björn segir að ef málið sé komið á borð nefndarinnar sé engin leið að vita hversu langan tíma það muni taka. Björn Ívar segir ekki ljóst á þessari stundu hvers eðlis meint svindl hefði verið, en að ýmsir mögu- leikar hafi verið nefndir. „Menn hafa legið yfir þessu síðustu daga, og eru eiginlega sammála um að það bendi ekkert sérstakt til þess að Niemann hafi svindlað.“ Björn Ívar nefnir í þessu sam- hengi Kenneth Regan, stærðfræði- prófessor, sem hafi sérhæft sig í að kanna hvort skákmenn hafi rangt við. Hann hafi komist að þeirri nið- urstöðu að ekkert bendi til þess að svindl hafi verið í gangi. „Þannig að núna bendir ekkert til þess, sem aft- ur ýtir undir kröfurnar um að Carl- sen tjái sig, hvað veit hann?“ Björn segir að svo lengi sem Carlsen gefi ekki skýringar muni kröfurnar um að hann tjái sig ein- ungis verða háværari. „Því þetta eru svo alvarlegar ásakanir. Ef hann hef- ur rangt fyrir sér hefur hann dregið orðspor Niemanns niður í svaðið.“ Björn segir að það sé sama hvernig málinu lykti, það hljóti að hafa afleiðingar fyrir þá báða. „Þetta mál er komið kirfilega á ferilskrá þeirra beggja. En það sem þetta skil- ur eftir sig gagnvart skákheiminum til lengri tíma er meiri tortryggni á milli keppenda, og var hún þó næg fyrir.“ Hann tekur undir með Helga um að tækniþróunin hafi gert það auðveldara að svindla. „Og það kallar þá líklega á strangari reglur á skák- stað, sem er þá pirrandi fyrir hina sem eru ekki að svindla.“ Björn Ívar segir að þegar hafi reglur verið hertar vegna málsins, sem felist í því að nú séu ekki lengur beinar útsendingar frá skák, heldur sé 15 mínútna seinkun á þeim, sem geri þá þeim skákmönnum sem vilji leita sér aðstoðar hjá utanaðkomandi erfiðara fyrir. Skákheimurinn kallar á frekari skýringar Skákklúbburinn í St. Louis/Lennart Ootes Einvígið Hans Niemann (t.h.) hefur mátt sitja undir þungu ámæli eftir að hann vann Magnus Carlsen, heimsmeistara í skák, fyrr í mánuðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.