Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18 Fánar á opinberum byggingum í Lundúnum voru aftur dregnir að húni í gær, eftir að tæplega 250 þúsund manns höfðu safnast saman í Lundúnum til að fylgja þjóðhöfð- ingjanum Elísabetu II. Bretadrottn- ingu til sinnar hinstu hvílu á mánu- dag. Lífið færðist smám saman í eðlilegt horf og miklu hreinsunar- átaki var ýtt úr vör í gær til að taka til eftir mannfjöldann í miðborginni á mánudag. Sorgartímabil kon- ungsfjölskyldunnar stendur áfram næstu sjö daga, sem þýðir að hinn 73 ára Karl III. Bretakonungur mun ekki gegna neinum opinberum erindum þessa viku í sínu nýja hlut- verki. Breska þingið mun sverja nýjum þjóðhöfðingja hollustueið eftir að sorgartímabilinu lýkur í næstu viku. Menningarráðherra Breta, Michelle Donelan, sagðist ekki vita um endanlegan kostnað við útför drottningar. Í samtali við Sky-sjón- varpsstöðina sagðist hún þess full- viss að breskur almenningur teldi þeim fjármunum vel varið. Lundúnabúar sneru til daglegra starfa í gær og mikið hreinsunarátak var í borginni eftir ríkisútför Elísabetar II. á mánudag Lífið færist aftur í eðli- legt horf AFP/Alain Jocard Green Park Blóm og kort í Green Park í Lundúnum í gær, þar sem 250.000 minntust Elísabetar II. Bretadrottningar og þjónustu hennar í 70 ár. Leppstjórnir Pútíns á hernumdu svæðunum í Donetsk og Lúhansk tilkynntu í gær að þær hygðust boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um að héruðin tvö verði innlimuð í Rúss- land. Eiga atkvæðagreiðslurnar að hefjast á föstudag og standa fram á næsta þriðjudag. Tilkynningin kemur í kjölfar gagnsóknar Úkraínumanna fyrr í mánuðinum, en litið er á hana sem herskátt andsvar Pútíns við sókn Úkraínu og slælegri frammistöðu hers hans undanfarið. Gætu Rússar ákveðið, í kjölfar atkvæðagreiðsl- unnar, að lýsa því yfir að allar til- raunir Úkraínuhers til að endur- heimta svæðin væru bein árás á Rússland. Bæði Donetsk og Lúhansk hafa verið að miklu leyti undir stjórn rússneskra leppa frá árinu 2014, en Rússar innlimuðu þá Krímskagann í svipaðri atkvæðagreiðslu og nú stendur fyrir dyrum. Sú kosning var harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum í Kænugarði og á Vesturlöndum og voru settar refsiaðgerðir á Rússa í kjölfarið. Til að bæta gráu ofan á svart var seinna í gær tilkynnt að yfirvöld í Kerson-héraði Úkraínu í suðri myndu halda kosningar á sama tíma. „Ég er viss um að innlimun Kerson-héraðs í Rússland tryggi héraðið og verði tákn sögulegs rétt- lætis,“ sagði Vladimír Saldo, leppur Rússa á svæðinu. Jevgení Balitskí, sem Rússar settu yfir Saporisjía- hérað, lýsti því yfir í kjölfarið að þar yrði einnig kosið um helgina, en í héraðinu er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Hörð viðbrögð Bandaríkjanna Stjórnvöld í Kænugarði for- dæmdu þegar í stað fyrirhugaðar „gervikosningar“ leppstjórnanna, og hétu því að hernumdu svæðin yrðu frelsuð á ný, hvað sem Kreml- verjar og leppar þeirra í Úkraínu segðu. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráð- gjafi Bandaríkjastjórnar, sagði í gær að Bandaríkin myndu ekki líta á nein hernumin svæði Rússa í Úkraínu sem lögleg, hvorki Krím- skaga né nein önnur svæði aðskiln- aðarsinna. Hann sagði þjóðar- atkvæðagreiðslur leppstjórnanna móðgun við allar reglur um fullveldi sem alþjóðasamfélagið byggðist á. „Þetta eru ekki aðgerðir sterkra stjórnvalda, heldur þvert á móti,“ sagði hann um útspil Pútíns. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, for- dæmdi einnig áform leppstjórnanna um að boða til „gervikosninga“. Þær væru ólögmætar og breyttu engu um ólöglega árás Rússa á Úkraínu. „Alþjóðasamfélagið verður að for- dæma þetta grófa brot á alþjóðalög- um og styðja betur við Úkraínu,“ sagði Stoltenberg. Leppstjórnir Pútíns tilkynna kosningar AFP/PavelBednyakov Kreml Vladimir Pútín í Kreml í gær. Tilkynning leppstjórna Pútíns í Úkraínu um kosningar þykir alvarleg ógnun. - Aðskilnaðarsinnar boða til atkvæðagreiðslu 23.-27. september - Andsvar Pútíns við sókn Úkraínu - Gervikosningar einskis virði - Bandaríkin segja fyrirhugaða innlimun leppríkjanna ólögmæta Seðlabanki Svíþjóðar tilkynnti í gær hækkun á stýrivöxtum um eitt pró- sentustig til að koma böndum á mikla verðbólgu í landinu. Gert hafði verið ráð fyrir hækkun upp á 0,75 prósentustig og kom því tilkynningin á óvart. Þetta er mesta hækkun á stýrivöxtum í Svíþjóð frá árinu 1993 og spáir seðlabankinn meiri vaxta- hækkunum á næstu sex mánuðum. „Verðbólgan hefur hækkað ótrú- lega bæði hér í Svíþjóð og erlendis,“ segir í tilkynningunni. Verðbólgan í Svíþjóð náði 9% í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan 1991. Búist er við samdrætti í efnahags- kerfinu um 0,7% á næsta ári, í stað fyrri spádóma um hagvöxt, en talið er að þensla á þessu ári muni skila 2,7% hagvexti 2022. Búist er við tilkynningu frá Seðla- banka Bandaríkjanna í dag um 0,75% hækkun stýrivaxta og annarri frá Bretlandi á fimmtudaginn. Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í gær vegna yfirvofandi hækkana á stýrivöxtum. Víst er að dýrari lán munu minnka efnahagsumsvif. Hlutabréfamarkaðurinn í Frankfurt dalaði um 0,8% í gær eftir fréttir um mikla hækkun framleiðslukostnaðar í Þýskalandi sem vekja ugg um hækkandi verðbólgu. Markaðir féllu í Lundúnum eftir að þeir voru opn- aðir aftur í gær, eftir útför Elísabet- ar II. Bretadrottningar á mánudag. Evran lækkaði gagnvart helstu sam- keppnismyntum eftir að hafa hækk- að á mánudag. Helstu hlutabréfatöl- ur á Wall Street lækkuðu um 0,8% fljótlega eftir að markaðir opnuðust í gær. Seðlabanki Svía hækkar stýrivexti um 1 prósentustig - Mesta hækkun stýrivaxta frá 1993 - Lækkun á mörkuðum AFP/Henrik Montgomery Verðbólga Fjármálaráðherra Sví- þjóðar, Mikael Damberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.