Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 Vinnuflokkur ÍAV er um þessar mundir að undirbúa skjólgarð við höfnina á Brjánslæk á Barðaströnd. Innan á garðinum mun svo koma flotbryggja fyrir smábáta. Grjót- garðurinn verður byggður í haust og vetur en flotbryggjan sett niður næsta vor, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Í verkefni þessu er útlögn á grjóti og kjarna úr námu og af lag- er samtals um 27 þúsund rúmmetr- ar. Þá er allmikið af efni tekið upp á staðnum og því endurraðað. ÍAV sinnir verkinu samkvæmt útboði og fær fyrir 115 milljónir króna. „Að þessari framkvæmd er mikil bót,“ segir Elfar Steinn Karlsson, byggingafulltrúi og hafnarstjóri í Vesturbyggð. Í framtíðinni segir hann að hægt verði að tryggja við- legu smábáta á Brjánslæk árið um kring. Í dag geti þeir ekki legið við á þessum stað nema á sumrin, því vegna aðstöðuleysis þurfi flot- bryggjuna yfir veturinn. Nokkur útgerð er frá Brjánslæk; smábátar sem eru á grásleppu og strandveið- um. sbs@mbl.is Smábátaaðstaðan bætt í höfninni á Brjánslæk á Barðaströnd Flotbryggja verður var í veðrunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Áform eru um að gera breytingar á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík en mikil óánægja ríkir meðal íbúa um hvernig staðið hefur verið að málinu. Vegagerðin vill ráðast í fram- kvæmdir til þess að auka umferðar- öryggi og felast þær meðal annars í því að malbika upp á nýtt, stækka miðeyjur og bæta lýsingu. Bílastæði næst gatnamótunum verði aflögð, annars vegar til að gefa gangandi meira rými og hins vegar til að lengja vinstribeygjuvasa fyrir um- ferð sem ekur vestur Hringbraut og beygir suður Hofsvallagötu. Íbúar við gatnamótin eru margir ósáttir við að missa bílastæðin og hafa áhyggjur af því að hætta skap- ist við að umferðin verði færð nær íbúðarhúsunum við götuna. Þá ríkir mikil óánægja meðal íbúa með það hvernig staðið var að kynn- ingu á framkvæmdum við gatnamót- in. Kynningarbréf um málið barst aðeins sumum íbúum og þótti bréfið þess utan afar torskilið. Þar hafi auk þess ekkert verið minnst á að leggja ætti af bílastæði næst gatnamótun- um. Þá hafa íbúar við gatnamótin tekið eftir því að framkvæmdir við um- ferðarljós á gatnamótunum eru hafnar og þykir það merki um að ekki standi til að hlusta á íbúa, sem samkvæmt kynningarbréfi höfðu frest til 21. september til þess að skila inn athugasemdum. Undir- skriftum hefur verið safnað í húsa- lengjunni Hringbraut 52-58 og and- mælum skilað til borgarinnar. Í svörum Vegargerðarinnar og Reykjavíkurborgar kemur hins veg- ar fram að breytingar á umferðar- ljósunum séu framkvæmd sem sé óháð frekari framkvæmdum við gatnamótin. Hringbraut er skilgreind sem þjóðvegur í þéttbýli og er þess vegna á vegum Vegagerðarinnar en ekki Reykjavíkurborgar. Katrín Hall- dórsdóttir hjá Vegagerðinni segir þó að Vegagerðin verði að fá fram- kvæmdaleyfi frá borginni og eftir því sé enn beðið. Það sé því ekki þannig að ráðast eigi í þessar framkvæmdir áður en borgin hafi séð um að kynna umsóknina um framkvæmdaleyfi fyrir íbúum með grenndarkynningu. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur skipulagsmála hjá Reykjavíkurborg, segist vel skilja óánægju íbúa en að bílastæðin verði samt sem áður aflögð vegna þess að umferðaröryggi skipti meira máli en hagsmunir einstakra íbúa. Framkvæmdir eigi þó ekki að hefj- ast fyrr en þær hafi verið kynntar fyrir íbúum og samráð haft við þá. Deilt um framtíð gatnamóta Morgunblaðið/Óttar Geirsson Framkvæmdir Óánægja ríkir um hvernig staðið var að grenndarkynningu á framkvæmdum við gatnamótin. - Áform eru um breytingar á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu - Vegagerðin bíður fram- kvæmdaleyfis - Íbúar mótfallnir hugmyndum og óánægðir með hvernig staðið var að kynningu Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Síldarvertíðin er nú komin í fullan gang hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn. Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóri Ísfélagsins á Þórshöfn, greindi frá því helsta í vinnslunni. Heimaey landaði síðasta makríl- farminum að sinni á laugardaginn og var einnig með síld. Makríllinn veiddist í Síldarsmugunni og skipið endaði ferðina með því að taka tvö hol af norsk-íslenskri síld út af Glettingi. Síldin sem er verið að veiða núna er aðallega norsk- íslensk síld en einnig er hluti henn- ar íslensk sumargotssíld. Sigurður VE og Suðurey VE höfðu áður landað síld á Þórshöfn. Undanfarin tvö ár hefur síldin haldið sig út af Austfjörðum fram á vetur sem hefur auðveldað veið- arnar til mikilla muna, bæði hefur verið góð veiði og stutt að fara en það er um sjö stunda stím til Þórs- hafnar. Það lítur út fyrir að síldin ætli að halda sig á sömu slóðum í ár og síðustu árin. Síldin er stór og falleg og hæf til manneldis, norsk- íslenska síldin er stærri en sú ís- lenska. Skólafólki sem starfar á vertíðinni byrjaði að fækka um og upp úr 20. ágúst og í byrjun sept- ember voru þau öll farin en sum þeirra koma heim um helgar til að vinna í makríl eða síld ef þannig stendur á. Í stað þeirra hefur er- lendu starfsfólki fjölgað en illa gengur að manna vertíðir eingöngu með innlendu starfsfólki. Ísfélag Vestmannaeyja er að- allega að framleiða núna heila síld og roðlaus síldarflök. Makríl- og síldarafurðir eru seldar aðallega inn á lönd í Austur-Evrópu eins og Pólland, Úkraínu, Hvíta-Rússland og fleiri. Stríðið sem geisar núna í Úkraínu hefur mikil áhrif á sölu- málin á marga vegu og óljóst hvernig þau mál munu þróast næstu mánuði. Stríðið hefur bæði bein og óbein áhrif mjög víða, þar á meðal rekstrarkostnað fyrirtækja á þessu svæði vegna mikilla hækk- ana á öllum aðföngum og einnig minnkandi kaupgetu hjá almenn- ingi á þessum svæðum. Góður gangur á síldarvertíðinni Morgunblaðið/Líney Síld landað Uppsjávarskipin Sigurður VE-15 og Heimaey VE-1 lönduðu bæði síld á Þórshöfn í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.