Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 Undirbúningur Unnið var hörðum höndum að því í Laugardalshöll í Reykjavík í gær að undirbúa stóra sjávarútvegssýningu sem þar verður opnuð í dag og stendur fram á föstudag. Kristinn Magnússon Þingmenn Samfylk- ingarinnar, Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktun um að haldin verði þjóðar- atkvæðagreiðsla um að taka „upp þráðinn í aðildarviðræðum við Evrópusambandið“. Fyrsti flutningsmaður er Logi Einarsson for- maður Samfylkingar- innar, en tillagan er forgangsmál flokksins á þessum þingvetri sem nýlega er hafinn. Þegar þetta er skrifað eru nokkr- ir klukkutímar þangað til Logi Ein- arsson mælir fyrir tillögunni. Ein af þeim spurningum sem hann þarf að svara er hvaða þráð eigi að taka upp. Össur Skarphéðinsson, þáver- andi utanríkisráðherra og forveri Loga í formannsstóli Samfylkingar- innar, pakkaði aðildarumsókninni ofan í skúffu í ársbyrjun 2013. Þá var lítið sem ekkert búið að ræða um erfiða en mikilvæga málaflokka – sjávarútveg og landbúnað. Raun- ar voru svokölluð samningsmark- mið íslenskra stjórnvalda í besta falli hulin skýjahulu. Ekki full yfirráð En það glitti í markmiðin árið 2011 í fyrstu skýrslu Evrópuþings- ins frá því að aðildarviðræður Ís- lands við Evrópusambandið hófust. Aðildarumsókn Íslands er fagnað en bent á nokkur ljón sem séu á veginum. Icesave, hvalveiðar og löngun Íslendinga til að verja sjáv- arútveg og landbúnað. Evrópu- þingið hvatti íslensk stjórnvöld til að aðlaga lög um fiskveiðar að regl- um innri markaðar Evrópusam- bandsins. Bent var á að Ísland hefði farið fram á að halda „hluta“ af stjórnun fiskveiða („Iceland … wishes to maintain some control of fisheries manage- ment in its exclusive economic zone“). Af skýrslunni má ráða að samnings- markmið íslenskra stjórnvalda í sjávarút- vegi hafi ekki verið að tryggja Íslendingum full yfirráð yfir stjórn fiskveiða heldur aðeins „að hluta“ („some control“). Þegar ég vakti athygli á skýrslunni á sínum tíma hélt ég því fram að annaðhvort hefðu þing- menn Evrópuþingsins misskilið að- ildarumsókn Íslands eða að for- ráðamenn vinstristjórnarinnar hefðu ekki komið fram af heilindum gagnvart Evrópusambandinu og ís- lensku þjóðinni. Logi Einarsson og meðflutningsmenn verða meðal annars að svara því hvort skilning- ur Evrópuþingsins hafi verið réttur og hvort það komi til greina að færa stjórn fiskveiða að stórum hluta undir embættismenn í Brussel. Varanlegar undan- þágur ekki í boði En kannski skiptir önnur spurn- ing meira máli. Á blaðamannafundi í júlí 2010, sem haldinn var í Bruss- el eftir ríkjaráðstefnu ESB og Ís- lands sem markaði upphaf aðildar- viðræðna, tók Stefan Füle, þáver- andi stækkunarstjóri Evrópusam- bandsins, það skýrt fram að ekki væri hægt að veita neinar varan- legar undanþágur frá lögum Evr- ópusambandsins! Sem sagt: Aðild- arviðræður Íslands voru viðræður um aðlögun íslenskra laga og reglna að lögum ríkjasambandsins – hvernig og hvenær, en ekki hvort varanlegar undanþágur yrðu gefn- ar. Stækkunarstjórinn var með vin- samlegar ábendingar til íslenskra stjórnvalda og almennings um hvað fælist í aðildarumsókn – ábendingar sem öllum mátti vera ljósar í upp- hafi. Þeir þingmenn sem vilja taka upp þráðinn í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið að nýju hljóta annaðhvort að vera sannfærðir um að stækkunarstjórinn hafi farið með rangt mál eða algjör stefnu- breyting hafi átt sér stað innan sambandsins. Þriðji möguleikinn er auðvitað sá að aðildarsinnar séu til- búnir til að færa allt regluverk og stjórnun m.a. sjávarútvegs, land- búnaðar og orkumála undir Evr- ópusambandið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði í útvarpsviðtali í september 2011 að enginn stjórnmálamaður berðist í raun fyrir aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Pólitíska forystu skorti almennt í málinu auk þess sem stefnan væri óljós. Þessi skoð- un Ingibjargar Sólrúnar var ekki ný því þegar í apríl 2010 hafði hún áttað sig á þeim ógöngum sem að- ildarumsóknin var komin í. Í viðtali við þýskan blaðamann sagði Ingi- björg Sólrún að betra væri að fresta yfirstandandi viðræðum en halda þeim áfram í óvissu um hvert væri stefnt. Harmsaga umsóknar Umsókn um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu er ein harmsaga frá upphafi til enda. Alþingi sam- þykkti 16. júlí 2009 þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar utanrík- isráðherra með nokkrum breyting- um, þar sem ríkisstjórninni var fal- ið að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til- lagan var samþykkt með 33 at- kvæðum gegn 28 en tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Við af- greiðslu tillögunnar fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins breytingatil- lögu þar sem ríkisstjórninni var fal- ið að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu „um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusam- bandinu“. Verði aðildarumsókn samþykkt skuli ríkisstjórnin leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Breytingar- tillagan tók af öll tvímæli um að ef samningar náist sé „þegar í stað ráðast í að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá, og eftir atvikum öðrum lögum, sem af aðild leiðir. Að því loknu skal aðildar- samningurinn borinn undir Alþingi til staðfestingar og að henni feng- inni skal ríkisstjórnin efna til bind- andi þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan aðildarsamning.“ Þessi tillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu var felld af meirihluta þingmanna. Og þar með hófst feigð- arförin sem átti aðeins að standa í 18 mánuði samkvæmt digrum yfir- lýsingum forráðamanna vinstri rík- isstjórnarinnar. Annað kom á dag- inn. Á örfáum mánuðum flæddi undan pólitískum stuðningi við um- sóknina enda ríkisstjórnin klofin í herðar niður. Hægt og bítandi hvarf öll pólitísk forysta fyrir aðild, líkt og Ingibjörg Sólrún var fljót að átta sig á. Þetta er þráðurinn sem flutnings- menn þingsályktunarinnar vilja taka upp eða kannski stendur hug- ur þeirra til þess að vefa nýjan þráð í harmsögu sem aldrei átti að skrifa. Ég er ekki viss um að verkamað- urinn í Berlín, sem berst við svim- andi háa orkureikninga, ráðleggi Íslendingum að innleiða stefnu Þýskalands og Evrópusambandsins í orkumálum. Ekki frekar en spænski sjómaðurinn mæli með því að færa arð- og sjálfbæran íslensk- an sjávarútveg undir stjórn misvit- urra embættismanna í Brussel. Óli Björn Kárason »Umsókn um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu er ein harmsaga frá upphafi til enda. Óli Björn Kárason Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hvaða þráð á að taka upp? 2010 Frétt Morgunblaðsins frá blaðamannafundi sem haldinn var í Brussel eftir ríkjaráðstefnu ESB og Íslands 2010 sem markaði upphaf aðildarviðræðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.