Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Steinþór Stefánsson
steinthors@mbl.is
Seinni vindmyllan í Þykkvabæ var
felld í gær. Ekki var notað
sprengiefni, eins og gert var síð-
ast, heldur sá yfirbrennari á veg-
um fyrirtækisis Hringrásar um að
skera mannvirkið laust og fella
það með logskurðartæki.
Sigmar Eðvarsson, einn eigenda
Hringrásar, segir að myllan verði
hlutuð niður í smærri einingar og
flutt til Reykjavíkur.
Fyrri myllan sprengd
Tvær vindmyllur stóðu í
Þykkvabæ en þær eyðilögðust
báðar í bruna. Önnur myllan var
felld af sprengjusveit Landhelgis-
gæslunnar fyrr á þessu ári en það
þurfti sex tilraunir til. Ástæða
þess að ráðist var í þær aðgerðir
var sú að spaðar vindmyllunnar
snérust enn.
„Spaðarnir á henni snúast, hún
er ekki í öruggu ástandi. Þeir
gætu farið að snúast mjög hratt í
roki og jafnvel brotnað úr henni,“
sagði Ásgeir Marteinsson, stjórn-
arformaður Háblæs og umsjónar-
maður vindmyllunnar, í samtali
við mbl.is á sínum tíma.
Tók um tvo tíma
Aðgerðirnar í gær gengu mun
betur en í fyrra skiptið að sögn
Sigmars. Aftur á móti hefði veðr-
ið mátt vera betra.
„Við vorum örlítið lengur en
við höfðum hugsað okkur. Það
var meiri vindur og rigning en
menn höfðu vonast eftir. Þetta
voru um það bil tveir tímar,“ seg-
ir hann í samtali við Morgun-
blaðið.
Aðspurður segir Sigmar að
Hringrás hafi það hlutverk að
taka niður vindmylluna og flytja
til Reykjavíkur. Fyrirtækið er
leiðandi í endurvinnslu brotajárns
á Íslandi og hefur tekið að sér
fjölda hreinsunarverkefna í ís-
lenskri náttúru. Má þar nefna
niðurrif Kísilverksmiðjunnar við
Mývatn.
„Við höfum sérhæft okkur í að
taka niður og fella stálmannvirki í
fjölda ára sem og að fjarlægja
þau. Þeir voru þarna í gær og
felldu hana niður. Svo verður hún
bara hlutuð niður í smærri ein-
ingar svo það sé hægt að flytja
hana til Reykjavíkur. Þar verður
hún svo fullunnin til útflutnings í
endurvinnslu.“
Nokkrar sekúndur Um tvo tíma tók fyrir logskurðarmennina að skera og fella vindmylluna. En þegar hún tók loks að falla þá var hún ekki lengi að ná til jarðar, eða aðeins nokkrar sekúndur.
Seinni myllan felld í Þykkvabæ
- Skáru mannvirkið laust með
logskurðartæki - Tók um tvo tíma
Morgunblaðið/Eggert
Skorið Sigmar segir aðgerðirnar hafa tekið örlítið lengri tíma en lagt var upp með. Veðrið átti þar hlut að máli.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
,,Það er mikilvægt að ná samningum
við einkareknar heilsugæslustöðvar
enda eru þær sterkur hlekkur í heil-
brigðisþjónustunni í landinu,“ segir
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráð-
herra, í skriflegu svari við fyrirspurn
Morgunblaðsins. Spurt var hvað
honum þætti um slæma stöðu einka-
rekinna heilsugæslustöðva sem
Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnar-
formaður Heilsugæslunnar Höfða,
lýsti í Morgunblaðinu og í Dagmál-
um á mbl.is í gær.
„Starfshópur um endurskoðun á
fjármögnunarlíkani heilsugæslu-
stöðvanna hefur nýlega skilað góðri
vinnu sem mun nýtast til framtíðar.
Forsvarsmenn allra heilsugæslu-
stöðva eiga þar sæti við borðið,“ seg-
ir Willum.
Gunnlaugur telur þörf á að endur-
skoða fjármögnunarlíkan einka-
reknu heilsugæslustöðvanna hið
fyrsta. Hvað segir heilbrigðisráð-
herra um það?
„Fjármögnunarlíkan heilsugæslu-
stöðvanna þarf að vera í stöðugri
þróun og það þarf að uppfæra það
reglulega. Starfshópurinn mun því
vinna áfram saman að reglulegri
uppfærslu. Um það verklag eru allir
sammála og ég bind miklar vonir við
að það stuðli að gagnsæi og jafnræði.
Það mun einnig gera okkur kleift að
bregðast hraðar við þörfum þjóð-
félagsins og semja á skilvirkari hátt
um þjónustukaup. Ég er því bjart-
sýnn á að grundvöllur sé til að samn-
ingar náist fljótlega.“
Ekki stefna allar stöðvar í þrot
Einar Þór Sverrisson, stjórnarfor-
maður Heilsugæslu Reykjavíkur
ehf. sem rekur Heilsugæsluna Urð-
arhvarfi, vildi koma því á framfæri
að sú staða sem Gunnlaugur Sigur-
jónsson lýsti í gær ætti ekki við um
rekstur Heilsugæslu Reykjavíkur
ehf. Gunnlaugur sagði að allar einka-
reknar heilsugæslustöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu stefndu í þrot á
næstu vikum eða mánuðum.
„Einar Þór segir að Heilsugæslan
Urðarhvarfi telji að leiðrétta þurfi
ýmis atriði í tengslum við rekstur
einkarekinna heilsugæslustöðva.
Hann tekur undir þann málflutning
Gunnlaugs að einkareknu stöðvarn-
ar glími við verulegt rekstrarlegt
misræmi gagnvart opinberri heilsu-
gæslu en það sé af og frá að rekstur
Heilsugæslunnar Urðarhvarfi stefni
í þrot. Starfsfólk og þjónustunotend-
ur þurfi ekki að óttast neitt slíkt,“
segir í tilkynningu frá Einari.
Mikilvægt að ná samn-
ingum við einkastöðvar
- Ráðherra bjartsýnn - Ekki eru allar stöðvar á leið í þrot
Morgunblaðið/Eggert
Urðarhvarf Einkarekna heilsugæslan þar er ekki á leið í þrot. Stjórnar-
formaður segir að leiðrétta þurfi rekstrarlegt misræmi milli stöðva.
Miklar umræður sköpuðust á Al-
þingi í gær í kjölfar þess að þing-
menn Samfylkingarinnar, Pírata og
Viðreisnar lögðu fram tillögu til
þingsályktunar um þjóðaratkvæða-
greiðslu um framhald viðræðna við
Evrópusambandið. Umræðan hófst
um klukkan tvö og stóð til að verða
átta og tók því drjúgan hluta af fund-
artíma Alþingis.
Nítján þingmenn tóku til máls á
meðan umræðunum stóð. Tillagan
gekk að lokum til síðari umræðu og
utanríkismálanefndar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, segir það vera
fagnaðarefni að þingmenn annarra
flokka en flutningsmanna hafi tekið
þátt í umræðunni, sem hún lýsir sem
yfirvegaðri.
„En það er ljóst að það eru skiptar
skoðanir um það hvort menn eiga að
fara forræðishyggjuleiðina og segja;
nei, þjóðin hefur ekkert um þetta að
segja því það er mín skoðun í dag,
eða að segja bara; eigum við ekki að
leyfa þjóðinni að ákveða þetta,“ segir
hún í samtali við Morgunblaðið.
Þorgerður segir það vera vitað
mál að stjórnarflokkarnir séu algjör-
lega á móti því að leyfa þjóðinni að
taka ákvörðun í Evrópumálum.
„Við erum ekki tala um að kjósa
um það að fara í Evrópusambandið.
Við erum einfaldlega að segja; leyf-
um þjóðinni að taka ákvörðun um
næstu skref, hvort við eigum að
halda viðræðunum áfram eða ekki.“
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, segir málið vera mik-
ilvægt íslensku þjóðinni.
„Málið hefur verið mikilvægt fyrir
íslensku þjóðina mjög lengi og varð-
ar risastóra hagsmuni fjölskyldna í
landinu og fyrirtækja. Fyrir ekki svo
löngu birtist okkur svo enn nýr veru-
leiki sem að sýnir fram á mikilvægi
alþjóðasamvinnu og Evrópusam-
vinnu, þegar Rússar réðust inn í
Úkraínu í vetur.“
Að sögn Loga snýst umrædd til-
laga fyrst og fremst um að þjóðin fái
að taka ákvörðun um næstu skref.
Harmsaga frá upphafi til enda
Óli Björn Kárason, þingflokksfor-
maður Sjálfstæðisflokks, segir að
umsókn Íslands um aðild að sam-
bandinu sé ein harmsaga frá upphafi
til enda. Í grein í blaðinu í dag vísar
hann til ummæla stækkunarstjóra
ESB frá árinu 2010. Segir hann
stækkunarstjórann hafa tekið „það
skýrt fram að ekki væri hægt að
veita neinar varanlegar undanþágur
frá lögum Evrópusambandsins!“
Logi þurfi að svara fyrir það,
hvaða þráð eigi upp að taka. »13
Ræddu um ESB
í nærri sex tíma
- Nítján þingmenn tóku til máls