Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 17
Nú er elsku Hálfdán búinn að
kveðja þennan heim. Okkur
skortir orð til að lýsa þeim sárs-
auka sem fylgir því að sjá á eftir
okkar dýrmæta vini. Orð okkar
eru máttlaus og innantóm og
söknuðurinn mikill á okkar heim-
ili. Hálfdán eða Dáni kemur inn í
líf okkar í gegnum samheldinn
Víkurhverfishóp og fótboltann,
allt frá fyrsta degi varð með okk-
ur góð og traust vinátta.
Hálfdán bjó yfir eiginleikum
sem aðrir öfunduðu hann af sem
glæsilegur, lífsglaður og
skemmtilegur strákur.
Mér er einstaklega minnis-
stætt þegar ég var að vinna
heima í pallasmíði og þú heim-
sóttir okkur stundum oft á dag,
ekkert endilega til þess að hjálpa
til heldur bara til að spjalla og
njóta félagsskaparins. Núna síð-
ast þegar við fluttum þig í nýju
íbúðina þína í Breiðuvík, þó það
væru erfið skref þá náðum við að
sjá spaugilegu hliðina á þeim
flutningum og vonuðumst við til
þess að þú myndir eiga góða tíma
þar með strákunum þínum.
Heimilislífið lifnaði við þegar
þú komst í heimsókn til okkar í
Hamravík. Við vorum með reglu
að þú mættir alltaf labba inn þeg-
ar ljósið væri kveikt í glugganum.
Þú opnaðir hurðina og sagðir
„heima“; stelpurnar stukku til að
knúsa Lúsí og nammipokinn var
sóttur. Við sátum og kjöftuðum
tímunum saman um strákana
okkar, Liverpool, golfið og auð-
vitað forgjöfina þar sem planið
var jú auðvitað að verða atvinnu-
menn í golfi. Í afmælinu mínu á
Akureyri þann 2. júlí áttir þú
stórleik. Birtist sem best klæddi
maður sem við höfum séð bros-
andi út að eyrum og söngst
manna hæst, þar naustu þín og
við kjósum að minnast þín á þann
hátt. Liverpool-treyjan sem ég
veit í dag að þú hafðir mikið fyrir
að gera fyrir afmælið mitt. Þú
settir Jósi og 40 ára á bakið, hún
er mér mikils virði.
Í júlí fórum við sem fararstjór-
ar með 3. flokk karla í Fjölni á
Gothia Cup. Þessi ferð var mögn-
uð í alla staði og náðum við her-
bergisfélagarnir að hlæja að allri
vitleysunni og þeim verkefnum
sem við tókumst á við í þessari
ferð. Þú áttir þína góðu og slæmu
daga en í sameiningu tókst okkur
öllum að gera ferðina fyrir strák-
ana ógleymanlega. Ég minnist
þess vel hversu þakklátur þú
varst mér fyrir að draga þig með
mér í ferðina.
Þegar við horfum til baka þá
sjáum við hversu upptekin við
vorum af því að reyna að láta þér
líða betur, fá þig til að hlæja, ráð-
leggja, aðstoða þig og hvetja. En
það dugði ekki til og það nístir
hjörtu okkar.
Hálfdán var stoltur af strák-
unum sínum og vildi þeim allt það
besta. Lífið hefur ekki alltaf verið
auðvelt hjá þér, elsku vinur, við
vitum hversu erfitt þú varst bú-
inn að eiga oft á tíðum. Byrðin
sem þú barst og dalirnir þínir
dimmu voru þér of þungir og
reyndust síðustu mánuðir þér
hreinlega of erfiðir.
Nú er komin ró og friður í bar-
daganum þínum við óvæginn
sjúkdóm sem lauk á þann veg að
við biðum ósigur. Ég mun halda
áfram að lækka forgjöfina þér til
heiðurs, hvetja strákana okkar á
hliðalínunni og horfa á alla Liver-
pool-leiki.
Elsku Eiður Sölvi, Daði, Krist-
ín og fjölskylda. Við vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð
Sjáumst í himnaríki, hvíldu í
friði, elsku vinur.
Jóhannes (Jósi) og
Þyrí.
Elsku Hálfdán, takk fyrir allt.
Þú varst meira en bara pabbi vin-
ar míns, þú varst vinur minn líka.
Þú hafðir svo mikla trú á mér í
öllu sem ég gerði og sérstaklega í
fótboltanum. Þú gerðir margt
með mér og Eiði og oft á tíðum
leið mér eins og þú værir einn af
okkur. Þú hjálpaðir mér að verða
betri manneskja. Þú varst besti
maður sem ég hef kynnst og
gerðir alltaf það besta fyrir mig
og Eið. Ég leitaði oft til þín til að
spyrja um eitthvað, ég er meira
en þakklátur fyrir að hafa kynnst
þér, elsku besti Hálfdán.
Hvíl í friði.
Mikael Breki
Jörgensson.
Elsku Hálfdán. Þegar ég sett-
ist fyrir framan tölvuna til að
skrifa þessa kveðju komu til mín
orð eins og hjartahlýr, traustur,
rólegur, lífsglaður, hæfileikarík-
ur, einlægur og góður vinur. Í
mínum huga varst þú eins og vel
skrifuð minningargrein. Vand-
aðri mann er ekki hægt að finna.
Ég er ekki búinn að meðtaka
þetta. Mér finnst ennþá eins og
þú sért einu símtali í burtu. Það
er skrítið að hugsa til þess að eiga
ekki eftir að sjá þig taka þessa
hægu, nánast vélrænu og árang-
ursríku golfsveiflu aftur. Ég var
með plan í gangi um að vinna þig í
golfi innan 5-7 ára. Veit að það
var langsótt enda varstu betri í
öllum íþróttum, fyrir utan borð-
tennis. Ég passaði að minna þig
reglulega á það. Ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að spila með
þér og Tomma þinn síðasta golf-
hring. Ég mun muna eftir þeirri
stund með hlýju í hjarta alla tíð.
Við áttum frábæran tíma sam-
an á Pollamótinu á Akureyri í
júlí. Við félagarnir vorum búnir
að ákveða að mæta hér eftir á
hverju ári. Ef meiðsli væru að
trufla okkur, sem væri svo sem
ekkert ólíklegt, var samt skyldu-
mæting.
Við vorum sammála um að erf-
iðasti leikurinn á mótinu hafi ver-
ið dansleikurinn. Við dönsuðum
samfleytt í rúma fjóra tíma og
sluppum með minniháttar meiðsl
enda fórum við í kalda pottinn
fyrir leiki til að tryggja hámarks-
árangur. Áttum frábæra takta á
dansgólfinu, tja að okkar mati
allavega.
Ég hugsa til þín á hverjum
degi. Nú síðast þegar ég var að
klæða mig í takkaskóna sem þú
ráðlagðir mér að kaupa.
Elsku fjölskylda, ég sendi ykk-
ur innilegar samúðarkveðjur.
Guðmundur
Halldór Björnsson.
Það er erfitt til þess að hugsa
að í dag sé komið að kveðjustund
með Hálfdáni eða Dána eins og
hann var gjarnan kallaður af okk-
ur vinnufélögum. Um leið og við
syrgjum hann sárt minnumst við
allra góðu stundanna með honum
undanfarin níu ár með þakklæti
og hlýju í hjarta.
Dáni var einstaklega ljúfur,
duglegur og traustur samstarfs-
félagi. Hann var alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhönd og aðstoða fé-
laga sína ef þurfti. Hann tengdist
mörgum innan fyrirtækisins,
bæði innan sviðs og utan, enda
hafði hann einstaklega góða nær-
veru og átti auðvelt með að
spjalla. Hann var „óþolandi“ góð-
ur í öllum íþróttum eins og einn
samstarfsfélagi orðaði það og var
iðulega fremsti maður í sínu liði
þegar við skiptum í lið og keppt-
um.
Innan heilsu- og íþróttasviðs
var Dáni hluti af litlu fjölskyld-
unni okkar og því var það mikið
áfall að missa hann alltof fljótt.
Starfsfólk Icepharma átti saman
notalega minningarstund um
Hálfdán í vikunni sem leið, þar
sem rifjaðar voru upp fallegar
sögur af kynnum starfsfólks af
Hálfdáni. Þar kom berlega í ljós
hvað hann hreyfði við mörgum.
Þökkum þér, elsku Hálfdán,
fyrir samfylgdina undanfarin ár.
Minningin um góðan dreng lifir
áfram.
Sendum einnig fjölskyldu og
vinum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
F.h. félaga og vina hjá Ice-
pharma,
Þuríður Hrund
Hjartardóttir.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022
✝
Guðjón Hallur
Hallsson fædd-
ist á Siglufirði 23.
mars 1939. Hann
andaðist á Land-
spítala 31. ágúst
2022.
Foreldrar Guð-
jóns voru Hallur
Garibaldason
verkamaður, f. 24.
júní 1893, d. 15.
apríl 1988, og Sig-
ríður Jónsdóttir, f. 15. desem-
ber 1897, d. 10. ágúst 1983.
Systkini Guðjóns eru: Gari-
baldi, f. 12. september 1918,
lést tveggja ára úr barnaveiki;
Pétur, f. 2. apríl 1920, d. 24
nóvember 1991, kvæntur Inger
Hallsson, d. 2008. Börn þeirra
eru Mona, d. 2010, Bjarni, Hall-
ur Karl og Jonna, sem lést
þriggja ára; Margrét Petrína, f.
23. ágúst 1922, d. 16. desember
2004; Garibaldi, f. 3. september
1926, lést níu mánaða úr kíg-
hósta; Magðalena Sigríður, f.
28. júní 1928, d. 2015, gift Guð-
laugi H. Karlssyni, d. 2014.
Börn þeirra eru Guðný Sigríð-
ur, Guðrún Herdís, Karl og
Guðbjörg Jóna; Helgi, f. 16.
febrúar 1931, d. 2007, kvæntur
Eddu Indriðadóttur. Börn
Guðjón og Emmy eignuðust
tvö börn. Þau eru: 1) Hallur, f.
29. apríl 1965 og á hann dótt-
urina Margréti Petrínu. 2) Þór-
unn, f. 17. desember 1969, maki
Ragnheiður Ásta Þorvarð-
ardóttir, f. 2. ágúst 1971. Börn
Ragnheiðar eru Emil Örn og
Alex Dóra Björg.
Guðjón ólst upp á Siglufirði
og gekk þar í barna- og gagn-
fræðaskóla og vann þar ýmis
störf sem ungur maður. Hann
flutti til Reykjavíkur og hóf
nám í húsgagnasmíði og lauk
hann meistaragráðu í hús-
gagnasmíði og starfaði við þá
iðn fyrst um sinn. Árið 1969
skipti hann um starf en hann
hafði þá bætt við sig tækni-
teiknaramenntun með vinnu
frá Iðnskólanum í Reykjavík og
vann hann hjá Húsnæðis-
málastofnun ríkisins, síðar
Íbúðarlánasjóði, allt þar til
hann lét af störfum vegna ald-
urs.
Guðjón var mikill söngmaður
og gekk hann til liðs við Karla-
kór Reykjavíkur árið 1961 og
hafði sú ákvörðum mikil og
ánægjuleg áhrif á líf hans og
þeirra hjóna. Guðjón og Emmy
eignuðust í kórastarfinu marga
af sínum bestu vinum og með
kórnum ferðuðust þau víðs-
vegar um heiminn. Guðjón fór í
síðustu söngferðina með kórn-
um til Graz 2018 og hætti 2019.
Útför Guðjóns hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
þeirra eru Anna
Margrét, Indriði
Hallur og Helga
Sigríður; Jón, f. 29.
september 1932,
kvæntur Kristínu
Ólafsdóttur. Dætur
þeirra eru Berg-
þóra, d. 2011, Sig-
ríður, Ólöf, Íma
Þöll og Þórhildur
Halla. Auk þess
bjuggu á heimili
Sigríðar og Halls Óskar Gari-
baldason, f. 1. ágúst 1908, bróð-
ir Halls, sem ólst þar upp eftir
snjóflóðin á Engidal við Siglu-
fjörð vorið 1919, Jóhannes Jós-
efsson, f. 16. maí 1908, Jósef,
blindur faðir hans, og síðar
meir dóttir Jóhannesar, Magða-
lena Björk, f. 6. maí 1934, d.
2015.
Hinn 29. september 1962
kvæntist Guðjón Emmy Margit
Þórarinsdóttur, f. 28. desember
1941, d. 22. desember 2009.
Foreldrar Emmyjar voru þau
Þórarinn Helgi Jónsson, f. á
Ytri-Rauðamel í Eyjahreppi 8.
janúar 1913, d. 23. apríl 1986,
og Jenny Lea Svanhild Olsen
frá Vestmanna í Færeyjum, f.
16. október 1910, d. 2. júlí
2006.
Elsku afi minn. Við afi höfum
alltaf verið náin, og eyddi ég
mörgum stundum heima hjá
honum og ömmu Emmy þegar
ég var yngri, og í raun allt þar til
ég flutti til Ungverjalands. Það
eru eintómar hlýjar minningar
sem koma upp í hugann þegar
ég hugsa til baka, en það sem
stendur hvað mest upp úr var
þegar afi las fyrir mig Þegar
Trölli stal jólunum í örugglega
hundraðasta skiptið, hvort sem
það voru jól eða ekki. Hann var
alltaf meira en til í að lesa fyrir
mig, og Dr. Seuss-bækurnar
voru í uppáhaldi hjá mér þá.
Þegar ég var í Verzló fór ég
alltaf til afa í hádeginu á þriðju-
dögum og sátum við saman að
spjalla um daginn og veginn
meðan Columbo var í gangi á
DR1. Við kíktum alltaf á baró-
metið til þess að skoða hvernig
veðrið yrði næsta dag. Þetta
voru án efa uppáhaldsdagar vik-
unnar þar sem það var alltaf
gott að fá afaknús og eyða tíma
með honum.
Afi hefur alltaf sagt mér hvað
hann sé stoltur af mér, og eftir
að ég fór í læknisfræðina hefur
hans stuðningur verið ómetan-
legur. Það verður mjög skrýtið
að útskrifast og hafa ekki afa hjá
mér þá. Ekki það, hann verður í
stúkusæti með ömmu Emmy að
fylgjast með.
Ég er og verð ævinlega þakk-
lát fyrir að hafa getað verið hjá
afa allt fram á hans síðustu
stundu, og ég vona að hann fái
nú hvíldina sem hann á svo inni-
lega skilið í faðmi ástvina sem
hafa yfirgefið þennan heim.
Ég kveð þig með söknuði
elsku afi.
Margrét Petrína.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem)
Fallinn er frá kærleiksríkur
vinur og mágur eftir erfið veik-
indi síðustu ára. Með þakklæti
og sorg í hjarta vil ég minnast
hans og þakka liðnar stundir.
Guðjón var traustur og hlýr
maður. Einlægur og skemmti-
legur, alltaf stutt í brosið.
Hann fæddist og ólst upp á
Siglufirði, þeim fallega bæ.
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.
(Helgi Hálfdánarson)
Kynni okkar hófust þegar
Emmý, systir mín, kynntist
Guðjóni fyrir sextíu árum. Hún
fór á Húsmæðraskólann á
Laugalandi í Eyjafirði og
kynntust þau hjónakornin á
samkomu í sveitinni. Emmý fór
svo á síld á Sigló sumarið eftir
að skólanum lauk. Þau Guðjón
komu svo saman suður og hófu
búskap á Snorrabrautinni þar
sem þau bjuggu lengi. Þau voru
vinmörg og gott til þeirra að
koma. Bæði voru þau glaðlynd
og skemmtileg.
Emmý og Guðjón giftu sig
fljótlega og eignuðust börnin
sín tvö, Hall og Þórunni. Þau
voru kærleiksrík og samhent
hjón. Þau höfðu bæði mikinn
áhuga á söng og gekk Guðjón í
Karlakór Reykjavíkur ungur og
var þar í áraraðir. Þar var mikið
félagslíf og ferðir til útlanda.
Á Snorrabrautinni bjuggu
þau lengi og þar var nú oft
margt um manninn, meðal ann-
ars heimsóknir frá Siglufirði, og
glatt á hjalla. Við hittumst oft á
þeim tíma og svo auðvitað síðar,
fórum saman í smáferðir, t.d. á
Þingvelli og fleiri staði, og
heimsóttum hvert annað í bæn-
um.
Guðjón dreif sig í Iðnskólann
í Reykjavík að læra húsgagna-
smíði og síðar fór hann í tækni-
teiknun við sama skóla. Hann
starfaði við fag sitt alla tíð, síð-
ustu árin hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins.
Guðjón var heilsutæpur lengi
en fór samt allra sinna ferða
með góðu fólki.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Ég vil þakka Guðjóni mági
mínum og fjölskyldu hans kær-
lega fyrir samfylgdina og vin-
áttuna í gegnum árin. Hann
hvílir nú hjá ástinni sinni í Sum-
arlandinu.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Lea og fjölskylda.
Guðjón frændi, frændinn
með stóru F-i! Hvað er hægt að
segja um mann sem við elsk-
uðum og dáðum alla tíð. Líf
hans var samofið lífi okkar
systkina. Hann var litli bróðir
mömmu, kærleiksríki frænd-
inn, vinur, sálufélagi, um-
hyggjusamur og einstakur
þegar kom að börnum okkar og
fjölskyldum sem fengu að njóta
góðs af honum á svo marga
vegu. Enginn hafði eins um-
vefjandi og hlýjan faðm og
hann.
Ef það er til eitt orð yfir
Guðjón frænda þá er það „ljúf-
ur“. Hann var einstakt glæsi-
menni, fallegur að utan sem
innan, hógvært ljúfmenni með
hjartað fullt af kærleika og
hlýju. Hann var með ákveðnar
skoðanir þótt hann léti þær
ekki alltaf uppi og hafði því oft
hugsanir sínar út af fyrir sig.
Guðjón var fullur af fróðleik
um menn og málefni og mikill
Siglfirðingur. Það var alltaf
hægt að fletta upp í honum og
kunni hann margar skemmti-
legar sögur frá fyrri tíð. Hann
var vandvirkur og natinn og
enginn djöfulgangur í honum
þegar þurfti að ganga í einhver
verk. Hann var góðmennskan
uppmáluð og mátti ekkert aumt
sjá, hvorki menn né málleys-
ingja, enda mikill dýravinur.
Við systkinin eigum dýrmæt-
ar minningar um gæðastundir
heima hjá Guðjóni, þar sem við
fengum að kúpla okkur út frá
daglegu amstri og þar stjanaði
hann við okkur og hlustaði.
Hann var trúnaðarvinur okkar
og það er víst að hann mun fara
með mörg leyndarmálin í gröf-
ina. Hann talaði sko ekki af sér!
Guðjón var stoltur af börn-
unum sínum Halli og Þórunni
en án þess að halla á nokkurn
þá var barnabarnið hans, Mar-
grét Petrína, augasteinninn
hans. Hallur og Þórunn voru
einstök við pabba sinn og hlúðu
þau fallega og vel að honum.
Þegar Guðjón varð 80 ára
fyrir þremur árum þá átti hann
sér þann draum að halda upp á
afmælið sitt í Álaborg í Dan-
mörku með ættingjum sínum
þar. Hallur og Þórunn létu þann
draum rætast og við systkinin
mættum að sjálfsögðu í veisluna
til Álaborgar sem var hreint út
sagt dásamleg. Það sem var
hlegið! Þvílík ferð, þvílíkar
minningar!
Nú verður framhald á veisl-
unni í dýrðinni hjá Drottni þar
sem elsku Emmy mun taka á
móti Guðjóni sínum með út-
breiddan faðminn og ættingjar
okkar og ástvinir munu fagna
komu okkar yndislega frænda.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar munum sakna hans inni-
lega, en á sama tíma erum við
þakklát fyrir samfylgdina með
okkar fallega frænda sem gaf
okkur svo mikið og var okkur
svo kær.
Guðný Sigríður,
Guðrún Herdís, Karl
og Guðbjörg Jóna.
Ljúfmennið Guðjón Hallur
Hallsson er allur. Siglfirðingur
með sönglistina í blóðinu. Hann
gekk í raðir Karlakórs Reykja-
víkur árið 1961 og var í hópi
traustustu söngmanna kórsins í
um 60 ár. Nú í sumar ætlaði
Guðjón Hallur loks að slást í
raðir eldri félaga Karlakórs
Reykjavíkur, en lengi hafði ver-
ið reynt á fá hann í hópinn. En
enginn ræður sínum næturstað.
Við eldri félagar í Karlakór
Reykjavíkur sendum börnum
hans og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur en
flestir okkar höfðu áður verið
söngfélagar Guðjóns Halls um
lengri og skemmri tíma. Bless-
uð sé minning hans.
F.h. eldri félaga í Karlakór
Reykjavíkur,
Reynir
Ingibjartsson.
Guðjón Hallur
Hallsson
Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir,
stjúpmóðir, tengdamóðir, systir, mágkona
og amma,
ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn
11. september. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 22. september klukkan 15. Hlekk á streymi má
nálgast á mbl.is/andlat. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar
og HERU.
Sérstakar þakkir til Heru líknarheimaþjónustu og starfsfólks
líknardeildarinnar fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju.
Sigurður Ingvi Snorrason
Guðmundur Halldórsson Aagot Árnadóttir
Ásta Sigurðardóttir Kristján Reynald Hjörleifsson
Guðmundur S. Sigurðarson Anna Katrín Þórkelsdóttir
Marían Sigurðsson Guðrún Dís Kristjánsdóttir
Daníel Sigurðarson Eva Hillerz
Hjördís Guðmundsdóttir Þorsteinn Jónsson
Þórdís Guðmundsdóttir
Sverrir Guðmundsson Guðbjörg Pálsdóttir
Kristján Guðmundsson
og barnabörn