Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Alzheimersamtökin eru frjáls fé- lagasamtök sem vinna að hagsmunum ein- staklinga með heilabil- un og við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. Yfirlýst markmið samtakanna eru að gæta hagsmuna skjólstæðinga, efla samvinnu og sam- heldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfu- starfsemi. En okkar er einnig að auka skiln- ing stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim verkefnum eða vandamálum sem þessir ein- staklingar og aðstandendur eiga við að etja. Ástæða þess að ég gekk til liðs við Alzheimersamtökin á Íslandi var einfaldlega sú að pabbi minn greind- ist með sjúkdóminn og það tók á fjöl- skylduna að fylgjast með framvindu hans. Þess vegna var ég reiðubúin að leggja mitt af mörkum til þess að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem Alzheimersamstökinn standa að í þágu einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Það sem kom mér mest á óvart er að einstaklingar með heilabilun lenda oftar en ekki á milli félagslega kerfisins og heilbrigðiskerfisins. Það felst í því að við greiningu þá grípur hvorugt kerfanna hinn greinda, það er ekki fyrr en sjúkdómurinn hefur tekið völdin sem heilbrigðiskerfið grípur inn í og greiðir daggjöld í sér- hæfðar dagþjálfanir og Alzheimer- samtökin reka í dag þrjár slíkar í Drafnarhúsi, Fríðuhúsi og Maríu- húsi. En fram að þeim tíma eru það ættingjar okkar skjólstæðinga sem sinna hinum veika. Þessu þurfti að breyta. Og það var gert með tilkomu Seiglunnar, sem er þjónustueining fyrir nýgreinda einstaklinga með heilabilun og hennar hlutverk og markmið er að hægja á framgangi sjúkdómsins, sem kemur öllum til góða, einstaklingum og þeirra að- standendum en ekki síður heilbrigð- iskerfinu. Seiglan starfar eftir hug- myndafræði iðjuþjálfunar og er áhersla lögð á að endurhæfa og að vinna með styrkleika einstaklinga, skapa aðstæður til að þeir geti stundað sína iðju, styrkt félagsleg tengsl og lifað lengur inni- haldsríku lífi. Allar rannsóknir sýna og öllum þeim sem starfa með ein- staklingum með heila- bilun ber saman um mikilvægi daglegrar virkni/endurhæfingar hvort sem er fé- lagslegrar, líkamlegrar eða andlegrar. Ég, fyrir hönd Alz- heimersamtakanna, bind vonir við að í náinni framtíð sjái stjórnvöld sér hag í að styrkja þessa þjónustuein- ingu fjárhagslega því það skiptir okkur öll máli, hvernig sem á það er litið. Það er ósk mín og von að við höld- um áfram því góða starfi sem Alz- heimersamtökin sinna nú og að okk- ur takist að bæta enn þjónustuna við einstaklinga með heilabilun og að- standendur þeirra. Það mun líka skipta sköpum að samtalið við ráðherra félagsmála og heilbrigðismála haldi áfram og okk- ur takist að byggja brýr á milli kerfa því það verður að tryggja okkar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra þjónustu beggja ráðuneyta og að í þeirri vinnu verði leiðarstef „ekkert um okkur án okkar“. Einnig þarf að hefja af fullum þunga samtal við sveitarstjórnarfólk í þeim tilgangi að kynna því starf- semi Alzheimersamtakanna, greina frá þörfinni eftir sérhæfðri dag- þjálfun sem og dagþjálfun ný- greindra og fá að vita hvort og þá hvernig sveitarfélögin sjái sína að- komu að þessum verkefnum. Munum þá sem gleyma. Munum þá sem gleyma Ragnheiður Ríkharðsdóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir » Það er ósk mín og von að við höldum áfram því góða starfi sem Alzheimersamtökin sinna nú og að okkur takist að bæta enn þjón- ustuna við einstaklinga með heilabilun og að- standendur þeirra. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna. Í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dög- um var umfjöllun um málefni Jökulsárlóns og áhuga fyrirtækja á að fá að hefja sigl- ingar á svæðinu. Vatnajökuls- þjóðgarður fagnar umræðu um framtíð þessarar dýrmætu náttúruperlu sem gerð hefur verið að þjóðgarði vegna sérstöðu sinnar. Mikilvægt er að hafa í huga að um takmörk- uð gæði er að ræða og verklag og reglur um aðgengi ferðaþjón- ustuaðila að lóninu þurfa að mið- ast við þann veruleika. Úthlutun leyfa þarf því að fylgja skýru ferli þar sem allir sitja við sama borð. Hér verður gerð stutt grein fyr- ir forsögu málsins og hver staða mála er innan þjóðgarðsins varð- andi framtíðarstefnumörkun fyrir Jökulsárlón. Íslenska ríkið festi kaup á jörð- inni Felli í Suðursveit snemma árs 2017. Síðar það sama ár voru jörð- in og aðliggjandi þjóðlendur á Breiðamerkursandi friðlýstar sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Við friðlýsingu svæðisins fékk Vatna- jökulsþjóðgarður ærið verkefni í hendurnar, enda Jökulsárlón einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Frá upphafi lá fyrir að stefnu- mótun og ákvarðanataka um upp- byggingu á svæðinu væri lang- tímaverkefni. Innviðir svæðisins voru við friðlýsinguna nánast eng- ir fyrir utan þá aðstöðu sem rekstraraðilar siglinga höfðu kom- ið sér upp samkvæmt samningum við fyrri eigendur Fells. Þeir samningar eru enn í gildi og renn- ur sá þeirra sem lengstan gild- istíma hefur út í árslok 2024. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi árið 2020 en það gerir ráð fyrir færslu aðalathafnasvæð- isins frá lóninu til að tryggja að manngert umhverfi trufli upplifun gesta sem minnst. Þá var stjórn- unar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand staðfest af ráð- herra á síðasta ári að und- angengnu ítarlegu samráði, m.a. við fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Samhliða þessari stefnu- mótun hefur verið ráðist í ýmsa uppbyggingu á svæðinu en henni er þó hvergi nærri lokið. Meðal framkvæmda sem eru hafnar eða í undirbúningi eru malbikun bíla- stæða, fráveita, hleðslustöðvar, salerni, göngustígar, fræðsluskilti og fleira. Ítarlegra gagna var aflað um náttúrufar svæðisins í tengslum við gerð deiliskipulags og stjórn- unar- og verndaráætlunar. Þá er nú unnið að öflun gagna um þol- mörk svæðisins og munu nið- urstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir í lok þessa árs. Öflun slíkra gagna er mikilvæg forsenda ákvarðanatöku um umfang rekstr- ar á svæðinu og innviðauppbygg- ingu þannig að ekki verði gengið á þolmörk náttúru og til að tryggja góða upplifun gesta. Möguleikar Vatnajökuls- þjóðgarðs til að afla sértekna á svæðinu til að standa undir kostn- aði við uppbyggingu og rekstur felast annars vegar í töku þjón- ustugjalda fyrir veitta þjónustu og hins vegar í gjaldtöku af fyr- irtækjum sem fá leyfi til rekstrar á svæðinu. Á síðasta ári tóku gildi ný lög um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni. Markmið laganna er að stuðla að hag- kvæmri nýtingu, sjálfbærni, að- gengi og uppbyggingu innviða og atvinnulífs á landi í eigu ríkisins að teknu tilliti til jafnræðis, hlut- lægni, gagnsæis og samkeppn- issjónarmiða. Samkvæmt lögunum er skylt að auglýsa sérleyfis- og rekstrarleyfissamninga sem ná til- teknum fjárhæðum eða eru til lengri tíma en þriggja ára. Nokkur fyrirtæki eru með tíma- bundin leyfi til að hafa aðstöðu og starfsemi á aðalbílastæðinu við Jökulsárlón. Eins og fyrr segir var starfsemi fyrirtækja sem bjóða upp á siglingar á lóninu haf- in áður en landið varð þjóðgarður og eru samningar þeirra við fyrri landeigendur enn í gildi. Leyfi til rekstrar matarvagna á svæðinu voru auglýst til úthlutunar vorið 2022 og fengu þrír slíkir leyfi til rekstrar í tvö ár. Athafnasvæðið við Jökulsárlón er lítið, sem setur því skorður hversu mörgum er hægt að veita aðstöðu. Þá eru nauðsynlegar veitur ekki fyrir hendi. Vatnajökulsþjóðgarður er með- vitaður um þá miklu hagsmuni sem tengjast rekstri á Jökulsár- lóni og hefur leitast við að upplýsa eftir bestu getu um stöðu undir- búnings á lóninu. Í því skyni var m.a. tekin saman stöðuskýrsla fyrr á þessu ári og birt á vef þjóð- garðsins auk þess sem hún var send á helstu ferðaþjónustufyrir- tæki svæðisins. Fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu á svæðinu hafa ítrekað verið upplýst um að úthlutun leyfa til rekstrar verður auglýst í almennri auglýsingu þar sem öllum áhugasömum gefst tækifæri til þátttöku. Á þessari stundu er málið í undirbúningi og ekki opið fyrir umsóknir. Í atvinnustefnu þjóðgarðsins er lögð á það áhersla að sanngjarn tímafrestur sé veittur á öllum ákvörðunum þjóðgarðsins er varða rekstur fyrirtækja sem nýta sér gæði hans. Því leggur þjóðgarður- inn áherslu á að upplýst verði um tímasetningar úthlutana með góð- um fyrirvara. Markmiðið er að fyrir liggi tímasett áætlun um næstu skref í uppbyggingu svæð- isins og hvenær áformað er að ný leyfi verði auglýst til úthlutunar. Þar sem um stefnumarkandi ákvarðanir er að ræða þarf þó bæði svæðisráð suðursvæðis og stjórn þjóðgarðsins að fjalla um og taka afstöðu til mála á grund- velli þeirrar vinnu sem þegar hef- ur farið fram. Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði Ingibjörg Halldórs- dóttir og Steinunn Hödd Harðardóttir »Hér verður gerð stutt grein fyrir for- sögu málsins og hver staða mála er innan þjóðgarðsins varðandi framtíðarstefnumörkun fyrir Jökulsárlón. Steinunn Hödd Harðardóttir Ingibjörg er settur framkvæmda- stjóri Vatnajökulsþjóðgarðs og Steinunn Hödd er þjóðgarðsvörður á suðursvæði. ingibjorg.halldorsdottir@vjp.is Ingibjörg Halldórsdóttir Rússar hafa gefið út þá yfirlýsingu að Ísland sé í hópi óvina- ríkja þeirra vegna að- ildar að NATÓ og stuðnings við Úkraínu vegna innrásar Rússa. Því þótti mér verð- ugt framtak Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna að mæta við sendiráð Rússa og ætla sér að mála gangstéttina í fánalitum Úkraínu. Því miður greip íslensk valdstjórn inn í áætl- unarverk hinna ungu sjálfstæðis- manna, kom í veg fyrir það með því að stöðva það með valdi. Götur og gangstéttir hafa jú áður og mörgum sinnum verið málaðar í öllum regnbogans litum til stuðn- ings vissum hópum í þjóðfélaginu. Hin hugdjarfa liðsveit sjálfstæðis- mannanna var hins vegar aðeins með tvo liti regnbogans, þann gula og bláa. Ætlun þeirra var að sýna stuðning við réttindabaráttu Úkra- ínumanna til að fá að lifa í friði í sínu eigin landi án yfirgangs og valdníðslu Rússa, sem snúist hefur upp í al- varlega stríðsglæpi. En þeir voru stöðvað- ir af íslensku vald- stjórninni, sem Rúss- ar hafa yfirlýst óvini sína. Í upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu síðastliðinn febrúar skutu þeir á allt sem fyrir varð; almenna óbreytta borg- ara, konur, börn og gamalmenni. Íbúðarhúsum Úkraínumanna var hvergi þyrmt og létust almennir borgarar í eldflauga- og skrið- drekaárásum innrásarliðsins. Stríðsglæpir hafa verið framdir þar miskunnarlaust í hálft ár. Má ekki alþjóðasamfélagið fara að grípa inn í þessa atburðarás? Það hefur jú áður gerst með góðum ár- angri. Úkraínumenn heyja stríðið með bæði allt öðru hugarfari og hjarta- lagi, sem vert er að benda fólki á. Þeir beina hernaðaraðgerðum sín- um gegn hershöfðingjum en ekki gegn hinum óbreyttu hermönnum. Ber það vitni um göfuga og sið- prúða hernaðarstefnu Úkraínu- manna, sem ekki er einungis aðdá- unarverð heldur mun hún færa þeim verðskuldaðan sigur að lok- um. Ekki er annað hægt en að lofa og dást að þessu æðra siðgæði Úkraínumanna, sem allur umheim- urinn er vitni að mitt í öllum þeim hörmungum sem gengið hafa yfir úkraínsku þjóðina. Ég harma það, að hið valda úr- valslið ungra sjálfstæðismanna hafi ekki fengið að sýna stuðning sinn á táknrænan hátt á gangstéttinni í Garðastræti, eftir hálfs árs umsát- ur og stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Einar Ingvi Magnússon » Verðugt framtak Sambands ungra sjálfstæðismanna. Einar Ingvi Magnússon Höfundur er áhugamaður um sam- félagsmál. Gangstéttin í Garðastræti Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.