Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 ✝ Hálfdán Daða- son fæddist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 2. maí 1975. Hann lést 4. september 2022. Foreldrar hans eru Ráðhildur Stef- ánsdóttir leikskóla- kennari, f. 1948, og Daði Hálfdánsson rafvirki, f. 1950. Systkini hans eru Klara Eiríka Finnbogadóttir, f. 1971, Stefán Andrésson Arn- alds, f. 1972, Vilborg Daðadótt- ir, f. 1974, Guðmundur Magnús Daðason, f. 1977, Ólöf Kristjana Daðadóttir, f. 1980, og Jóna Rún Daðadóttir, f. 1982. Hálfdán tók ungur upp sam- band við Kristínu Guðmunds- dóttur frá Ísafirði en leiðir þeirra skildi árið 2021. Synir þeirra eru Daði Snær, f. 7. jan- úar 2000, og Eiður Sölvi, f. 25. janúar 2006. Hálfdán stundaði ýmsar íþróttir frá unga aldri, m.a. golf og skák þar sem hann þótti afar efnilegur. Knattspyrnan varð þó fljótt ríkjandi og spilaði Hálfdán í meistaraflokki til fjölda ára. Aðeins tvítugur að aldri var hann valinn besti leik- maður BÍ. Árið 2004 skoraði hann þrennu sem lengi vel var fljótasta þrennan sem skoruð hafði verið á Íslandi. Eftir að meistaraflokksferlinum lauk spilaði Hálfdán knattspyrnu reglulega sér til ánægju með Vestfirðingum og öðrum vinum sínum. Einnig var hann virkur þátttakandi í Pollamóti Þórs. Reynsla Hálfdáns nýttist vel við knattspyrnuiðkun Daða Snæs og Eiðs Sölva þar sem hann var gjarnan liðsstjóri hjá Fjölni og hvatti liðið til dáða. Meðan á knattspyrnuferl- inum stóð dró Hálfdán úr golf- iðkun en síðustu árin sneri hann sér æ meira að golfi með góðum árangri. Útför Hálfdáns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 21. september 2022, klukk- an 13. Hálfdán flutti frá Akureyri til Bolungarvíkur haustið 1978 þar sem hann lauk grunn- skólagöngu. Hann stundaði nám við Verk- menntaskólann á Akureyri í einn vetur. Ung að ár- um fluttu Hálf- dán og Kristín til Reykjavíkur þar sem Grafarvogurinn varð fljótt þeirra heimasvæði. Hálfdán var alla tíð duglegur til vinnu og byrjaði sem ung- lingur að starfa bæði í fisk- og rækjuvinnslu í Bolungarvík. Síðan tóku við störf í heildsöl- unni Sandfelli og hjá Ölgerðinni á Ísafirði. Eftir flutningana til Reykjavíkur gerðist Hálfdán sölufulltrúi, fyrst í Ölgerðinni, svo Nóa-Síríusi og nú síðast hjá Icepharma. Elsku fallegi, góðhjartaði, ljúfi, viðkvæmi, greiðvikni, hjartahlýi og bjarti bróðir minn. Ég er enn að bíða eftir að þú birtist. Ég er enn að bíða eftir að þetta sé raun- veruleikinn. Að þú sért farinn frá okkur. Engin orð geta lýst sárs- aukanum og sorginni. Við erum sjö systkinin. Ég litla systir og þú miðjubarn, stóri bróð- ir minn. Ég var alltaf svo montin að eiga þig sem stóra bróður. Myndarlegur, góður í fótbolta, alltaf smart til fara, bauðst af þér góðan þokka og með góða nær- veru. Við sögðum oft að þú værir náttúrulegur töffari. Meðan aðrir væru að rembast hafðir þú ekkert fyrir því. Ég var þó líklegast aldr- ei eins montin og þegar ég fékk að keyra um með þér eða Stebba bróður í hinum víðfræga bláa bíl sem þið bræðurnir keyptuð sam- an. Mér fannst ég svölust í þorp- inu og eiga svölustu bræðurna. Þú varst með eindæmum greið- vikinn og hugulsamur. Þegar ég flutti fyrst suður lánaðir þú mér bílinn þinn án þess að ég bæði um það og vildir að ég myndi hafa hann þegar þú fórst úr bænum. Einu sinni spurði ég hvort þú gæt- ir reddað mér smá nammi til að hafa í vinning fyrir fjáröflunar- bingó. Þú mættir með fullt skott af alls kyns góðgæti. Þetta var næst- um of mikið því í lokin áttum við í mestum vandræðum með að koma öllu út. Það var svo margt sem ég átti eftir að segja þér. Núna þrái ég ekkert frekar en að eiga við þig góðar samræður. Það er erfitt að sitja með allt það ósagða og allar spurningarnar í fanginu og vita að ég mun aldrei sjá þig aftur. Þú áttir allan seinni hálfleikinn eftir. Við syrgjum að þú sért far- inn og við syrgjum allt sem ekki verður. Það nístir jafnvel enn meira. En við eigum góðar sögur og fallegar minningar um þig. Stebbi bróðir lýsir fallega hvernig þið voruð sálufélagar á fótbolta- vellinum og vissuð alltaf hvor af öðrum og hvað hinn var að hugsa. Systkinabörnin muna skemmti- legan frænda sem var alltaf að djóka í þeim. Ég man stemnings- manninn og lífsglaða Hálfdán. Ég man sposka svipinn með glottinu þegar þú varst að íhuga eitthvað sniðugt. Ég man hvernig þú hall- aðir þér aftur í sófanum með hendur á hnakka. Ég man raddblæinn þegar þú sagðir hæ á þinn einstaka máta. Raddblæ sem sagði hæ, gaman að heyra í þér. Við munum öll bláu augun þín með gleðiglampanum. Þú ert svo falleg sál, elsku Hálfdán, og svo miklu meira en þú gafst sjálfum þér kredit fyrir. Þú elskaðir að vera pabbi og þú elskaðir fallegu strákana þína, þá Daða Snæ og Eið Sölva. Þú skilur eftir þig fallega arfleifð fyrir þá; að það eina sem virkilega skiptir máli í þessu lífi er hvernig mann- eskja maður er, hvernig maður lætur öðrum líða og hvernig mað- ur kemur fram við aðra. Þig mun alltaf vanta í öllu sem við munum gera. Reikningsdæm- ið gengur ekki upp án þín. En þú munt alltaf vera með okkur. Í sól- arupprásinni, á fjallstindunum, í tunglskininu, í morgundögginni, í kvöldroðanum. Í hugum okkar og hjörtum. Þú lifir áfram í Daða og Eiði sem bera margt með sér sem þú varst og ert. Þeir gerast ekki betri en Hálf- dán. Heimurinn er fátækari án þín. Sjáumst hinum megin í góðu glensi. Þín systir, Jóna Rún. Lífið er merkileg gjöf. Það get- ur verið svo yndislegt og gefandi eina stundina en illviðráðanlegt og miskunnarlaust þá næstu. Það er allt svo rangt við það að vera elst sjö systkina og vera í þeim spor- um að kveðja yngra systkini. Sorgin er nístandi, söknuðurinn óendanlegur og ljóst að stórt skarð er höggvið í systkinahópinn. Hver á núna að vera í miðjunni? Það var hlutverk Hálfdáns. Hann var miðjubarnið og var því í miðj- unni á öllum systkinamyndum þegar raðað var eftir aldri. Hann var reyndar svo fastur í þessu hlutverki að á myndum með vinnufélögum og vinum var hann nánast alltaf fremstur og í miðj- unni, hrókur alls fagnaðar. Hálfdán var mikill íþróttamað- ur og endurspeglaðist íþrótta- áhugi hans í flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Hálfdán hreykti sér aldrei af afrekum sínum þótt af nógu væri að taka. Hann vann til dæmis til fjölda verðlauna á golfmótum en var ekkert að pósta því á samfélagsmiðlum líkt og ég hefði gert. Hálfdán kunni að sam- gleðjast öðrum, hvort sem það vorum við systkinin sem náðum árangri, börnin okkar eða vinir sona hans. Hálfdán hefur alltaf verið ró- legur og yfirvegaður, hvort heldur sem er í leik eða starfi. Til dæmis sagði einn áhorfandi á leik BÍ forðum daga: „Hann er eitthvað hálf dán hægri kanturinn ykkar“ og þá var svarað um hæl: „Já, hann heitir líka Hálfdán.“ Hálfdán hafði húmor fyrir nafninu sínu og skrifaði það gjarnan með brotinu hálfur og ör sem vísar niður. Hálfdán var bóngóður, hjálp- samur og gat reddað öllu. Það var sama hvað beðið var um, ávallt mætti hann með bros á vör og tilbúinn að leggja hönd á plóg. Skipti þá engu hvort hann þyrfti að keyra borgina þvera og endi- langa eða á milli landshluta. Hálfdán var duglegur til vinnu og nokkuð hagsýnn. Til dæmis valdi hann sér vinnu þar sem hann fékk bíl, síma, nóg af sætindum og heilsunammi til að borða og drekka. Það var eins og ævintýra- heimur þegar hann opnaði skottið á bílnum sínum, fullt af einhverju góðu til að maula. Hálfdán dýrkaði syni sína, Daða Snæ og Eið Sölva, og bar hag þeirra fyrir brjósti. Hann var fótboltapabbi fram í fingurgóma og hvatti strákana og lið þeirra til dáða af hliðarlínunni. Liðsheildin var honum mikilvæg. Oftar en ekki var hann liðsstjóri hjá liðum strákanna og jafnvel fararstjóri í lengri ferðum. Það sem einkenndi Hálfdán var einstök útgeislun. Hann geislaði af gleði, geislaði af hreysti, geisl- aði af góðmennsku. Allir sem nutu þeirra forréttinda að kynnast hon- um, jafnvel bara hitta hann á förn- um vegi, búa að því það sem eftir er. Hann hafði gott lag á að láta fólki líða vel í návist sinni með ein- lægni og hlýju í allri framkomu. Fallega brosið hans, glampinn í augunum, dillandi hláturinn og hlýleg nærvera hans situr fast í minningum svo margra. Eftirsjá- in er mikil, í hjarta mínu ríkir óbærileg sorg. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín systir, Klara. Það er sem heimur hruninn sé þar sem Hálfdán Daðason, mágur minn og vinur, er fallinn frá alltof snemma. Það er með mikilli sorg í hjarta sem ég skrifa þér hina hinstu kveðju. Man það eins og það hafi verið í gær þegar okkar leiðir lágu saman fyrst. Ég ætlaði að koma við heima hjá þér og taka einn pakka fyrir systur þína og átti það að taka stutta stund en endaði með spjalli og skemmtileg- heitum allt kvöldið. Það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst og verið vinir. Þú varst nefnilega þeim kostum bú- inn að vera með einstaklega góða nærveru og hlýtt viðmót. Þarna strax var hnúturinn að vináttu og trausti kominn á milli okkar. Við áttum eftir að brasa mikið saman eftir þetta og það var sama hvað maður gerði með þér; smíða sól- pall, leggja parket, gleðskapur, spila fótbolta eða gönguferðir, alltaf var jafn gaman og gott að vera í kringum þig. Heimili þitt var eins og mitt annað heimili þeg- ar ég þurfti að vinna í Reykjavík og þú varst alltaf til í að leyfa mér og mínum að gista hjá þér þegar þurfti á því að halda og alltaf var það eins og að gista á besta hóteli. Þú varst einstaklega greiðasamur drengur. Hilma Dís og Daðey Sigga, stelpurnar mínar og Ólafar systur þinnar, minnast þín með mikilli góðsemd og prakkaraskap með þeim þegar þið hittust. Þú varst okkur öllum svo dýrmætur og söknum við þín mikið. Það voru algjör forréttindi að fá að kynnast þér og eiga þig sem mág og vin. Hvar sem þú ert vona ég að þú sért kominn í takkaskóna að spila fótbolta eða í golfdressið að spila golf. Hvíldu í friði, elsku Hálfdán minn. Hilmar Bróa. Eldri bræður mínir voru að stofna fjölskyldur og eignast sín fyrstu börn á 8. áratug síðustu ald- ar. Flest fæddust 7́5, alls 4 börn, og var Hálfdán næstelstur af þeim. Ég var þá að komast á ung- lingsaldur og sóttist í að passa börnin. Það varð úr að ég passaði þau flest, mismikið að vísu, og fyr- ir vikið hef ég síðar meir sagt þeim að ég sé aukaforeldrið þeirra. Hálfdán er fjórði í röð 7 systk- ina. Fjölskyldan bjó fyrst á Ak- ureyri en 1978 fluttu þau til Bol- ungavíkur þar sem rætur okkar systkina eru. Þar ólst Hálfdán upp ásamt systkinum sínum. Það er stutt á milli systkinanna og hóp- urinn samheldinn. Þau ólust upp við að taka tillit hvert til annars og virða að nei þýðir nei, „það má alltaf spyrja en ekki suða“. Heim- ilið var látlaust og glaðvært og aðrir krakkar í plássinu sóttu þangað því það var öruggt að finna einhvern leikfélaga á svo barnmörgu heimili. Systkinunum fannst öllum spennandi að fá ætt- ingja í heimsóknir sem þá gistu hjá þeim mislengi. Móðirin varð minn helsti men- tor varðandi umönnun barna. Smám saman lærði ég handtökin við að hjálpa til við að sinna grunnþörfum barnanna og hvern- ig ég gæti haft ofan af fyrir þeim, í takt við þeirra aldur og þroska. Það var alveg sérstaklega gaman að mata Hálfdán því hann tók svo vel við, aldrei neitt vesen. Hann hafði innilegan dillandi hlátur. Að sama skapi tók hann það líka mjög nærri sér ef honum fannst gengið á sinn hlut. Sem smákrakki var hann frekar þungur á handlegg og var þá gjarna sagt að pundið í hon- um væri þungt. Fyrstu árin í Bol- ungavík hélt ég vestur á sumrin til að vinna í fiski og kom þá mikið inn á heimilið hjá bróður mínum og mágkonu sem styrkti enn frek- ar tengslin við barnahópinn. Systkinin tóku öll þátt í fé- lagsstarfi utan skóla, s.s. tónlist- arnámi og íþróttum. Hjá Hálfdáni var það fótboltinn. Hálfdán klár- aði grunnskólanám í Bolungavík og kaus að fara ekki í frekara nám. Hann fann snemma ástina í sínu lífi, Kristínu, og kornung keyptu þau sína fyrstu íbúð við Efstasund í Reykjavík og hófu búskap. Fljót- lega fluttu þau í Grafarvog þar sem þau festu rætur. Síðan fædd- ust drengirnir, Daði Snær árið 2000 og Eiður Sölvi árið 2006. Þá var loks kominn tími á brúðkaup. Tengingin vestur var alltaf sterk en foreldrar Kristínar bjuggu á Ísafirði. Foreldrar Hálfdáns voru komin aftur til Akureyrar. Árin liðu við barnauppeldi og vinnu. Þau voru bæði virk í foreldrastarfi í kringum íþróttaiðkun drengj- anna og fylgdu þeim eftir í keppn- um. Fyrir nokkrum árum fóru and- leg mein að grafa um sig hjá Hálf- dáni og eitt leiddi af öðru. Hjónin uxu hvort í sína áttina sem endaði með skilnaði og tók Hálfdán það nærri sér. Þá létust foreldrar Kristínar með stuttu millibili fyrr á þessu ári en þau höfðu bæði ver- ið sjúklingar í nokkur ár. Það er mikill harmur að fjölskyldunni allri kveðinn, þó einkum sonum Hálfdáns og Kristínar sem missa mest. Við vitum að lífið getur aldr- ei aftur orðið eins, þetta er svo endanlegt. Megi Hálfdán finna frið í sínum beinum á nýjum lendum og minn- ingin um yndislegan dreng veita okkur líkn sem lifum. Ólafía Jónatansdóttir. Elsku hjartans Hálfdán okkar, það er svo sárt að vera að rita þessi orð og að þú skulir vera far- inn. Hálfdán hefur verið í lífi okkar frá því að við munum eftir okkur. Hann var alltaf partur af okkar æsku og kenndi okkur svo margt. Hann tók alltaf á móti manni bros- andi og maður fann hlýjuna þegar nær honum var komið. Hann hafði einstaka skapgerð, hann var svo rólegur, skemmtilegur og fynd- inn. Hálfdán var án efa mesti púll- ari sem við þekkjum. Hann kenndi t.d. Sigurjóni að halda með Liver- pool (ásamt Stebba og Gumma) og fyrir það erum við afar þakklát þó svo að aðrir séu það nú ekki. Helena og Fríða tóku að sjálf- sögðu svo síðar við þessum góða sið að halda með Liverpool. Fríða og Helena fluttu til Ráð- hildar og Daða þegar mamma dó en þá styrktust systkinaböndin enn frekar. Okkur var alltaf tekið sem hluta af fjölskyldunni en Hálfdán og öll hans systkini hafa alltaf verið okkur sem systkini því okkar fjölskyldur voru alltaf svo nánar og foreldrar okkar allra héldu vel utan um okkur. Fyrir það erum við endalaust þakklát. Hálfdán var mikill íþróttamað- ur og það skipti engu hvaða íþróttagrein hann tók sér fyrir hendur, hann stóð sig vel í þeim öllum. Það var alveg magnað að sjá yfirvegun hans þegar hann var að keppa, það var örugglega eitt af því sem felldi andstæð- ingana. Hálfdán var líka alltaf svo flottur, svo mikill töffari, fínn í tauinu og vel tilhafður. Við mun- um eftir honum og Stebba á bláu Hondunni á rúntinum. Það sem þeir voru flottir og við montin af því að þekkja þessa töffara. Við kveðjum í hinsta sinn okk- ar ástkæra uppeldisbróður. Elsku Hálfdán, takk fyrir að vera okkur svona góður. Við munum aldrei gleyma þeim góða manni sem þú hafðir að geyma. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrímsson) Elsku hjartans Daði Snær, Eiður Sölvi, Ráðhildur, Daði, Klara, Stefán, Vilborg, Gummi, Ólöf og Jóna og fjölskyldur. Ykk- ar missir er mikill. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Við biðjum guð og alla hans engla að vaka yfir ykkur og styrkja í sorginni. Sigurjón, Hallfríður (Fríða), Helena og fjölskyldur. Elsku Hálfdán. Ótal minning- ar koma upp í hugann nú þegar þú ert horfinn á braut. Mig langar að rifja upp nokkr- ar. Ég man þegar ég var að passa þig nokkurra mánaða, þú varst byrjaður að skoða umhverfið og fólkið í kringum þig. Þú lást í vöggunni þinni og alltaf þegar ég leit ofan í hana brostir þú þessu fallega brosi. Þú varst svo róleg- ur að ég þurfti að geta mér þess til að nú væri kominn tími til að fara að sofa því ekki varst þú að vola þótt þú værir þreyttur. Svo var það þegar þið Gummi voruð í pössun hjá mér. Mamma ykkar var með Vilborgu á sjúkra- húsi og var hjá henni allan dag- inn. Við lékum okkur allan dag- inn í ýmsum leikjum, t.d. að fela hlut, flöskustút og mörgum öðr- um leikjum. Þá var gaman og þá var hlegið. Svo í kaffitímanum var ég að smyrja brauð með mys- ingi þegar þú sagðir: „Gumma þykir mysingur vondur.“ Ég held kannski að þér hafi ekki þótt hann neitt sérstaklega góður heldur. Ætli þið hafið ekki verið fjögurra og fimm ára. Og þegar við vorum á ættarmótinu í Svarf- aðardal var ég svo heppin að lenda með þér í liði. Við skemmt- um okkur svo vel í ratleik og að kasta stígvélum. Við kannski unnum ekki en við vorum lang- flottasta liðið. Elsku Daði, Ráðhildur, Daði Snær, Eiður Sölvi og fjölskyldur. Við fjölskyldan sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Elsku ½ Dán (eins og þú skrif- aðir á jólakortið til okkar), þú átt alltaf stóran sess í hjarta mínu. Hvíl þú í friði elsku drengurinn minn. Og nú vona ég að þú brosir fal- lega eins og þú gerðir í vöggunni. Þín frænka, Sigrún Stefánsdóttir. Hálfdán Daðason Þá er Kristleifur föðurbróðir minn búinn að fá sinn samastað í Sumar- landinu. Ég á marg- ar minningar af Kidda frænda, meðal annars frá þeim tíma þeg- ar hann bjó á Grenivík hér á ár- um áður. Það var alltaf tilhlökkun að heimsækja Kidda á Grenivík, oft fórum við fjölskyldan og dvöldum hjá honum yfir helgi og alltaf var tekið vel á móti okkur. Kiddi bjó í stóru húsi í Melgöt- unni, þegar hausta tók kveikti hann upp í arninum og sem ungur drengur gat ég setið fyrir framan arininn og fylgst með eldinum og logunum þangað til ég var orðinn eldrauður í framan af hitanum. Ég á líka aðra minningu frá Kidda þegar var verið að sækja þökur út á Látraströnd á lóðina við stóra húsið og við litlu frænd- urnir fengum að fara með, þá gerði hann okkur skíthrædda þegar hann hvarf sjónum okkar og þóttist hafa fallið niður í sjó en svo birtist andlitið á honum yfir brekkubrúnina skælbrosandi. Eftir að Kiddi flutti til Eng- Kristleifur L. Meldal ✝ Kristleifur L. Meldal fæddist 17. ágúst 1946. Hann lést 6. sept- ember 2022. Útför hans fór fram 17. september 2022. lands skrifuðumst við á bréfleiðis og geymi ég enn þau samskipti okkar á góðum stað. Seinna meir heimsótti ég hann til Hull, meðal annars fórum við hjónin til hans í brúðkaupsferð eftir brúðkaup okkar, gat ekki beðið eftir að kynna hann fyrir konunni minni. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti, heimamenn skildu hins vegar ekki af hverju í ósköp- unum við vorum kominn til Hull í brúðkaupsferð. Eftir að hann flutti aftur til Ís- lands heimsóttum við hann nokkrum sinnum á Grundarfjörð og heimsóknirnar urðu tíðari eft- ir að hann flutti heim á Grenivík. Þar tók ég að mér að aðstoða hann við hinar ýmsu tæknilegu áskoranir sem fylgja tímum snjallvæðingar og snjalltækjum. Alltaf var Kiddi búinn að dekka upp borð af veitingum þegar við mættum. Kristleifur frændi hafði glímt við langvarandi veikindi hin síðustu ár og dvaldi meira og minna á sjúkrahúsi síðasta tím- ann sinn. Hann fékk loks hvíld frá þjáningum sínum hinn 6. september síðastliðinn. Ég kveð þig kæri frændi með hlýjum hug. Tryggvi Már Meldal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.