Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarráð Akureyrar hefur sam- þykkt beiðni Bifreiðastöðvar Odd- eyrar (BSO) um framlengingu á stöðuleyfi fyrir hús leigubílastöðv- arinnar við Strandgötu fram til 31. maí á næsta ári. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að starfsleyfi fyrir bensínstöð við leigubílastöðina renni ekki út fyrr en á næsta ári og lóðinni verði ekki úthlutað alveg á næstuni. Í því ljósi hafi framlenging verið samþykkt. Leigubílstjórarnir á BSO hafa verið með aðstöðu í miðbæ Akur- eyrar frá árinu 1956. Hlutafélag þeirra fékk stöðuleyfi fyrir húsinu á árinu 1955 en lóðarleigusamningi var aldrei þinglýst. Stöðuleyfi hefur verið framlengt nokkrum sinnum síðustu árin. Akureyrarbær hefur deiliskipu- lagt svæðið. Þar eiga að vera stærri hús með blandaðri starfsemi, íbúð- um, þjónustu og skrifstofum. Verið er að byggja slíkt hús á lóðinni á móti, við Hofsbót. Ekki mikið úrval í miðbænum Sigurjón Þórisson framkvæmda- stjóri BSO segir að menn geri sér grein fyrir því að sjálfsagt komi að því að rífa þurfi húsið, fyrr eða síð- ar. Verið sé að leita að nýrri að- stöðu, helst í miðbænum, en úrvalið sé ekki mikið. Ákveðinn fjöldi bíla- stæða þurfi að vera við slíka aðstöðu og bærinn hafi ekki viljað liðka til fyrir stöðinni með það. BSO rekur söluturn í húsi sínu og bensínaf- greiðslu frá Olís. Segir Sigurjón mikilvægt fyrir fyrirtækið að geta haldið áfram rekstri söluturnsins því hann standi undir hluta af rekstrarkostnaði stöðvarinnar. Þess vegna sé lögð áhersla á að vera áfram í miðbænum. Hann segir að óvissa ríki um bensínafgreiðsluna því ekki virðist gert ráð fyrir bens- ínstöð frá Olís í miðbæjarskipulagi Akureyrarbæjar. Tekst í góðu samstarfi Ásthildur Sturludóttir bæjar- stjóri segir að stjórnendur bæjarins miði við að úthluta þessari lóð þegar starfsleyfi bensínstöðvarinnar renn- ur út og starfsemin hætti. Samtal við forsvarsmenn fyrirtækisins um að það flytji sig hafi staðið lengi. Reynt sé að koma til móts við þarfir leigubílstjóranna. Án efa muni það takast í góðu samstarfi við BSO. Hús BSO stendur fram á næsta ár - Leita að lóð fyrir leigubílastöðina með bílastæðum og söluturn í miðbænum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Bifreiðastöð BSO Bensínafgreiðsla og söluturn eru hluti af rekstrinum. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Vínsérfræðingurinn Berglind Helgadóttir öðlaðist nýverið titilinn DipWSET, sem er fjórða og hæsta gráða sem einn virtasti vínskóli í heimi veitir. Skólinn, sem er í Lond- on, er á vegum samtakanna Wine and Spirits Education Trust sem starfrækt hafa verið í marga áratugi og eru með útibú um allan heim. Að því er Berglind best veit er hún fyrsta konan til þess að öðlast þennan titil hér á landi og eru Ís- lendingarnir þá orðnir tveir. „Maður byrjar alltaf einhvers staðar og verður ekki sérfræðingur á einni nóttu. Ég er búin að vera að vinna í Vínbúðunum í töluvert mörg ár og þar varð ég heilluð,“ segir Berglind og bætir við að heimsókn á vínræktarsvæðið Alsace í Norð- austur-Frakklandi hafi einnig vakið áhuga hjá henni. „Svo þegar maður byrjar að kafa í þetta er alltaf meira og meira til að læra, skoða og upp- lifa. Þetta er skemmtilegur heimur.“ Berglind er með BA-gráðu í list- fræði og meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun og segir að það sé margt líkt með listfræði og vín- fræðum og ekki síður með lista- mönnum og víngerðarmönnum. Þeir sem framleiði vín leggi mikla vinnu í vínið og sé jafn annt um lokaútkom- una og listamönnum um verk sín. Námið í vínskólanum, sem bæði er fræðilegt og verklegt, tekur tvö ár ef maður tekur allar loturnar sam- fleytt. Náminu lýkur síðan á prófum þar sem greina þarf vín í blind- smökkun og svara skriflegum spurn- ingum. Alls þurfti Berglind að þreyta sex próf og greina samtals 21 tegund í blindsmakki, greina frá berjateg- und, svæði og segja jafnvel til um framleiðsluaðferðir. Vínsmökkun er eins og íþrótt „Þetta er bara eins og íþrótt í raun og veru. Maður þarf að æfa sig og halda sér við. Við notum lyktar- og bragðskynið mjög mikið en mjög ómeðvitað. Þegar maður er að þjálfa sig upp í blindsmakki er það rosa- lega mikil núvitundaræfing.“ Það skiptir miklu máli að þjálfa lyktarskynið. Hún nefnir sem dæmi að hægt sé að æfa sig á því að finna muninn á ferskri papriku og eldaðri, af berki sítrónu og aldinkjöti henn- ar, ýmsu laufkryddi og muninn á lakkrís og anís. Við þessa þjálfun þurfi maður að fá lyktina og skynjunina til þess að tengjast ákveðinni mynd, maður þurfi að sjá fyrir sér sítrónu eða hvað það nú er sem lyktin vísar til. Þá segir hún mikilvægt að maður finni blindu blettina í skynfærunum og þjálfi þá sérstaklega. Í blindsmökkuninni koma lyktar- skyn og bragðskyn við sögu auk sjónarinnar, greina þarf lit vínsins. En að sögn Berglindar er hugsunin mikilvægust. „Maður er í raun styst- an tíma að smakka vínið. Maður eyðir miklum tíma í að hugsa og gera tengingar við það sem maður skynjar.“ Spurð út í næstu skref í vínfræð- unum segir Berglind: „Ég held að maður sé aldrei almennilega búinn. Þetta eru líka mjög lifandi fræði svo það er alltaf eitthvað sem hægt er að skoða betur. En ef ég ætla að fara í næstu gráðu fyrir ofan þá væri það Master of Wine sem er þriggja ára nám. Það eru um 350 manns í heim- inum með þá gráðu. Það eru hins vegar 12 þúsund manns með fjórðu gráðuna.“ Námið í vínfræðunum nýtist Berglindi í starfi sínu hjá Vínbúð- unum þar sem hún sér um að þjálfa starfsfólk og gefa því innsýn inn í vínheiminn. Vínsérfræðingur Berglind Helgadóttir heillaðist af vínfræðum á vínræktarsvæðinu Alsace í Frakklandi. Stífar æfingar fyrir bragð- og lyktarskyn - Öðlaðist hæstu gráðu virts skóla í blindsmökkun á víni Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sýslumannsembætti alls landsins verður lykilþjónustustofnun hins opin- bera. Því á að fylgja hagræðing og aukin skilvirkni og fleiri störf á starfs- stöðvum víða um land. Hugmyndin er að færa ýmis verk- efni sem nú eru hjá öðrum stofn- unum undir nýja sýslumannsemb- ættið, að sögn Brynjars Níels- sonar aðstoðar- manns dómsmála- ráðherra. „Menn eru ekki búnir að móta hvaða verkefni annarra stofnana munu færast til sýslumannsembættisins eða hvenær. Það blandast í þetta fleiri ráðuneyti en dómsmálaráðuneytið og það er eftir að ræða við þau. Sú vinna er öll eftir,“ segir Brynjar. „Menn hafa til dæmis séð ýmislegt í starfsemi ýmissa sér- stofnana sem auðvelt væri að færa til sýslumannsins sem deildi þeim á mis- munandi starfsstöðvar. Þá má til dæmis nefna ýmsar leyfisveitingar sem lögreglan sinnir nú,“ segir Brynj- ar. Hann nefnir að í ráðuneytunum séu margar sjálfstæðar úrskurðarnefndir um ýmis mál. Þær og margt fleira gæti fallið undir sýslumannsembættið. Umdæmi hafa sett skorður „Við höfum verið föst í kerfi um- dæma sýslumanna. Embættin eru fá- menn og takmarkaður grundvöllur fyrir rekstri þeirra að öllu óbreyttu. Við þurfum að taka þessi umdæmis- mörk úr sambandi og hafa einn sýslu- mann fyrir allt landið og eitt um- dæmi,“ segir Brynjar. „Hugsunin er sú að með stafrænu byltingunni sé hægt að vinna verkefni sýslumannsins víða á landinu. Með breytingunni styrkjum við útibú sýslumannsemb- ættisins. Starfsmönnum þeirra mun fjölga og þeir sinna öllu landinu í ein- staka málasviðum. Það fólk sem fyrir er hjá embættunum mun fá ný verk- efni og fjölbreyttari vegna stafrænu byltingarinnar og vinna þau á lands- vísu,“ segir Brynjar. Hann segir að alltaf verði þörf fyrir staðbundna og persónulega þjónustu sem ekki er hægt að sinna stafrænt. Það á til dæmis við um fjölskyldumál, forsjármál, aðfarar- og fullnustugerðir og fleira. Þess þarf að gæta að lands- menn þurfi ekki að fara um mjög lang- an veg til að fá slíka þjónustu. Því verð- ur áfram viðvera á afgreiðslustöðum sýslumanns víða um land og næg verk- efni svo starfsmenn sitji ekki auðum höndum. Þeir sem ekki hafa rafræn skilríki munu áfram þurfa að mæta á staðinn til að sækja sér þjónustu. Það er m.a. þeirra vegna sem áfram verða af- greiðslustaðir sýslumanns víða um landið samkvæmt fyrirhuguðu frum- varpi. Brynjar segir að þessi breyting muni taka sinn tíma. Útbúa þarf staf- rænar leiðir fyrir þjónustuna, sem gengur vel. Hann segir að sama hugs- un og gildir um sameiningu sýslu- mannsembætta í eitt gildi einnig um áform um sameiningu héraðsdómstól- anna. „Álag á héraðsdómurum er mjög mismunandi eftir umdæmum. Með sameiningu héraðsdómstólanna getur dómstjóri Héraðsdóms Íslands dreift álaginu eftir aðstæðum hverju sinni og starfskraftar nýtast betur. Eftir sem áður verða starfsstöðvar dómstólsins á sömu stöðum og áður. Stafrænu bylt- ingunni fylgir að þú þarft ekki að mæta alls staðar í eigin persónu og það mun einfalda meðferð mála til muna og draga mjög mikið úr kostnaði allra,“ segir Brynjar. Frumvarp um sameiningu héraðsdómstóla verður væntanlega lagt fram í vetur. Sýslumaður mun fá ný verkefni - Verkefni færð frá öðrum stofnunum Brynjar Níelsson Morgunblaðið/Ómar Tilfærslur Verkefni verða flutt til nýs sýslumannsembættis gangi áform eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.