Morgunblaðið - 21.09.2022, Side 15

Morgunblaðið - 21.09.2022, Side 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 ✝ Lilja Gísladótt- ir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1949. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 10. sept- ember 2022. Lilja ólst upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík ásamt föður sínum og systkinum. Hinn 19. septem- ber 1970 giftist hún Tómasi Grétari Guðjónssyni frá Hellu og ólu þau þar upp saman börn sín þrjú: Hjalta Gíslason, Sól- rúnu Eddu Tómasdóttur og Kristjönu Aðalheiði Tómasdóttur. Þegar Lilja bjó á Hellu gegndi hún ýmsum störfum. Stóran hluta starfs- ævinnar vann hún hjá Landsvirkjun á hálendinu. Árið 1991 flutti hún ásamt fjölskyldu sinni í Kópavog og bjó þar til 2004. Lilja var búsett síðustu æviárin í Mosfellsbæ. Útför Lilju fer fram í Foss- vogskirkju í dag, 21. september 2022, kl. 13. Elsku mamma. Nú ertu farin frá okkur og mér þykir það sárt. Minningarnar hellast yfir og margs er að sakna. Ljónynja með ljósan makka fædd í ágúst undir ljónsmerkinu. Gast öskrað eins og ljón en samt svo hlý, mjúk, glaðlynd og tilbúin að gefa af þér. Eins og ljónynja barðist þú fyrir þér og þínum með kjafti og klóm og ef einhver vogaði sér að gera eitthvað á hlut okkar barnanna eða barnabarnanna þá varst þú mætt og lést viðkom- andi heyra það. Minningar um æskuna, heimabakaðar kleinur, heimasaumuð föt, sláturgerð og bakstur fyrir jólin er eitt af því sem einkenndi æsku mína. Brakandi hrein og nýstraujuð rúmföt, ný náttföt ásamt full- vissunni um að ef eitthvað kæmi fyrir þá væri ekkert svo slæmt að mamma gæti ekki bjargað því. Þú varst svo ótrúlega vinnu- söm að margar minningar okkar fjölskyldunnar tengjast vinnu. Við unnum stundum saman þegar ég var yngri. Eitt vorið vorum við að vinna saman í Þór- isósi, lengst uppi á fjöllum. Vinnuaðstaðan var gamlir vinnu- skúrar sem höfðu staðið ónotaðir lengi og máttu muna fífil sinn fegri. Við þurftum að byrja á því að þrífa allar byggingarnar og standsetja. Við stóðum allar vaktir bæði í eldhúsinu og þrif- um. Þetta var mikil vinna en minning sem stendur eftir er að það var brjálað stuð hjá okkur. Áður en ég fór upp á fjöll að vinna með þér hafði ég keypt mér geisladisk með hljómsveit- inni Sixties, sem spilaði tónlist frá sjöunda áratugnum. Þessi geisladiskur var spilaður enda- laust aftur og aftur alla daga og við sungum hástöfum á meðan við unnum. Þetta er svolítið lýs- andi fyrir þig; mikil vinna, kraft- ur og stuð. Þú misstir móður þína ung og líf þitt markaðist af því. Stund- um held ég að þú hafir verið að bæta upp fyrir þína æsku með því að umkringja þig börnum og passa upp á að allir væru í lagi. Þú vissir fátt betra en að vera með fullt hús af barnabörnum. Gefa þeim stappaðan fisk, hafra- graut og fullt af ást og tíma. Þú kenndir þeim vísur úr vísnabók- inni og söngst þau í svefn. Hvergi var meira kósí að sofna en hjá ömmu. Sama hvað við for- eldrarnir reyndum þá tókst okk- ur ekki að gera eins og þú. Barnabörnin létu óspart vita af því og sögðu: Þetta er ekki eins og amma Lilja gerir. Þú varst höfuð fjölskyldunnar og kletturinn okkar. Hvað sem bjátaði á þá varst þú til staðar fyrir okkur. Fjölskyldan var allt- af í fyrsta sæti hjá þér. Barna- börnin sóttu í hlýjan ömmufað- minn, jafnvel eftir að þau urðu fullorðin. Elsku mamma, við söknum þín svo mikið. Þú munt lifa í minningu okkar um ókomna tíð. Þú elskaðir hefðir sem hafa orð- ið að okkar hefðum. Þannig verður þú með okkur alltaf. Þín dóttir, Sólrún Edda Tómasdóttir. Elsku amma Lilja, þú varst minn stöðugleiki, minn klettur og mitt athvarf. Þú gerðir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Þú hafðir alltaf trú á mér þegar ég hafði hana ekki sjálf. Þú lagðir allt undir svo að ég gæti orðið sú sem ég er í dag. Þú ert og verður alltaf mín fyr- irmynd. Ég er svo þakklát fyrir allar þær dýrmætu minningar sem samvera mín með þér gaf mér. Samvera okkar í Hraun- eyjum skipar þar stóran sess og allt það sem við brölluðum þar saman. Allar ferðirnar byrjuðu á því að langferðarbíllinn sótti okkur um hánótt og keyrði með okkur á áfangastað, yfirleitt í snjóbyl. Þú eldaðir ofan í mann- skapinn á meðan ég svaf út í svítunni. Við bjuggum til bestu karamellurnar, gáfum refunum mat og föndruðum. Eins á ég margar minningar úr Þjórsár- dal, allar okkar gönguferðir inn í Paradísardal og spilakvöldin í Kaplagili. Elsku besta amma, ég er svo þakklát fyrir að dætur mínar hafi fengið að kynnast þér. Þín- um föstu knúsum og uppáhalds- kexskúffunni. Þú passaðir Maríu fyrir mig í óteljandi skipti á meðan ég var í skólanum, alltaf þegar ég hringdi og vantaði að- stoð þá komst þú. Þú sagðir söguna oft þegar þú eltir mig á Starexnum í Breið- holtinu þegar ég var of lengi úti. Það er svolítið lýsandi fyrir mín unglingsár, engin skammarstrik mín fóru fram hjá þér. Þú pass- aðir svo vel upp á mig. Þrátt fyr- ir að ég hafi ekki alltaf kunnað að meta það og ég gerði þig örugglega gráhærða langt fyrir aldur fram, þú varðst nú amma, amma mín, aðeins 42 ára. Ég sá það þó fljótt að þú barst minn hag fyrir brjósti og mun aldrei gleyma því. Elsku amma, ég sakna þín svo mikið, símtalanna frá þér og heimsókna frá þér og til þín. Þú varst svo stór partur af mínu lífi og fjarvera þín fyllir mig tómleika sem enginn annar getur fyllt upp í því þú varst ein- stök. Elsku amma, ég kveð þig með trega. Sú vitneskja að þú munir ávallt vaka yfir mér og leiðbeina mér í gegnum lífið veitir mér styrk. Ég mun gera mitt besta til að halda hefðum þínum og gildum á lofti í uppeldinu á stelpunum mínum. Ég elska þig amma og takk fyrir allt. Þín Margrét Lilja Hjaltadóttir. Lilja Gísladóttir ✝ Þorsteinn fæddist á Akranesi 3. októ- ber árið 1955. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 22. júní 2022. Þorsteinn var sonur hjónanna Magnúsar Þor- steinssonar bifreið- arstjóra, f. 23.5. 1924, d. 11.9. 1998, og Maríu Jakobsdóttur, hús- móður og matráðskonu, f. 16.4. 1927, d. 23.11. 1996. Systkini Þorsteins eru þrjú: Sigurbjörn Helgi, f. 1950, Haf- dís, f. 1961, og Jakob Smári, f. 1964. Þorsteinn ólst upp á Akranesi til 13 ára aldurs þegar fjöl- skyldan fluttist til Reykjavíkur þar sem Þorsteinn bjó æ síðan. Dóttir Þorsteins og Sigurjónu Krist- insdóttur, f. 28.10. 1960, er Kristín Táhiríh, f. 27.8. 1987. Börn Krist- ínar eru Hjalti Snær, f. 2010, og Þóra Sigurjóna, f. 2015. Árið 1989 kvæntist Þorsteinn Þórdísi Tinnu Aðalsteinsdóttur, f. 10.12. 1968, d. 21.1. 2008. Þau skildu. Eftir grunnskólanám lærði Þorsteinn á gítar og hljóð- færaleikur var hans aðalstarf alla tíð. Minningarathöfn um Þor- stein verður í Laugarneskirkju í dag, 21. september 2022, kl. 15. Í dag þegar við kveðjum bróður minn Þorstein, eða Steina eins og hann var kallaður, langar mig að minnast hans í fáum orðum. Þó 5 ár væru á milli okkar Steina gátum við vel leikið okkur saman í æsku. Móðir okkar var heimavinnandi og fengum við systkinin gott atlæti og umönnun. Steini hóf skólagöngu á Akranesi og kom fljótt í ljós að hann var góðum gáfum gæddur og tileink- aði sér vel allt námsefni. Hann varð líka fljótt skákmaður góður og hagmæltur. Við bræður grip- um stundum í tafl og snemma varð það mitt hlutskipti og ann- arra að tapa hverri skák gegn honum. Eitt var það þó, sem háði Steina snemma á ævinni, en það var að hann stamaði og átti erfitt með að koma frá sér orðum. Honum var því oft strítt. En eins og hann sagði sjálfur frá í viðtali síðar, fann hann sér nýja leið til að tjá sig og það var með tónlist. Á Bítlaárunum keypti ég mér rafmagnsgítar en fann fljótt að ég myndi aldrei ná tökum á honum svo ég gaf Steina gripinn. Hann var þá 10 ára og var fljótur að til- einka sér hljóðfærið. Segja má að hann hafi varla sleppt gítarnum eftir það. Þarna var komið tæki sem hann tjáði sig með áratugum saman og gerði það betur en margur annar. Fljótlega eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1968 hóf Steini að leika í hljómsveitum, þá aðeins 15 ára gamall. Ég nefni bara þrjár, Eik, Þey og MX21 þar sem snilli hans naut sín hvað mest. Auk þess að spila í hljómsveitum lék Steini inn á fjölda hljómplatna fyrir marga fremstu tónlistar- menn landsins. Sjálfur gaf hann út tvær plötur, Líf árið 1982 og Leit árið 2015. Eins og margir snillingar, sem geta tileinkað sér alls konar list- form, sem auðga mannlífið, átti Steini erfitt með að fóta sig í lífinu. Bakkus og aðrir fíkniefnadraugar gerðu honum lífið erfitt og hann dró sig út úr allri spilamennsku. Hann átti þó eftirminnilega end- urkomu á 50 ára afmælistónleik- um Bubba Morthens árið 2006. „Einn var á heimsmælikvarða“ sagði í tónleikaumsögn og var þar átt við Steina og hans framlag með MX21. Eftir að Steini gaf svo út plötuna Leit hélt hann eina tón- leika ásamt félögum sínum sem komu að gerð plötunnar. Steini var alltaf leitandi í lífinu og mér finnst hann lýsa vel eigin lífshlaupi í kvæðinu Leit, sem hann orti og Rúnar Þór gerði frá- bært lag við: Með lokuð augu ég löngum stari og leita að hinu eina svari. Úr luktum munni spurninga spyr. Með lokuð eyru ég ligg og hlera, langar að vita hvað ber að gera við lífið handan við dauðans dyr. Er þetta kannski allt saman blekking? Ekkert í lífinu nýtanleg þekking? Á engu gerandi endanleg skil? Með lokuðum huga ég læsi mig inni í lífinu sjálfu, skelinni minni, sem hvort eð er hvergi er til. Ég er þess viss að nú hafi Steini fundið það sem hann leitaði og það verður eflaust fjör á himnum er hann hittir þar félagana Kalla Sig- hvats, Gunnar Jökul, Rúnar Júl o.fl. Þeir telja þá í vel valin lög. Kristínu og barnabörnunum sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Með sorg í hjarta kveðjum við nú Steina en gleðjumst yfir því að hann skildi eftir gullkorn sem gleðja. Hvíl í friði, bróðir. Sigurbjörn Helgi Magnússon. Ég kynntist Steina 1970 í Breiðholtsstrætó, ég kom í vagn- inn í Blesugrófinni, Steini í Bökk- unum, ég var 18, Steini 15, við höfðum vitað hvor af öðrum í tón- listarheiminum, Steini var í hljóm- sveitinni Arkimeters en ég var milli hljómsveita, ég þekkti til ein- hverra meðlima Arkimeters og því hafði verið lekið í mig að þeir væru með góðan gítarleikara, það var síðan sameiginlegur vinur okkar Steina sem kynnti okkur og við fórum að spjalla um tónlist, úr varð að ég fékk þá hugmynd að endurvekja hljómsveitina Litla Matjurtagarðinn sem ég hafði verið í, en sú hljómsveit hafði lagt upp laupana skömmu áður, ég bauð Steina að vera með sem hann þáði, enda Arkimeters í hvíld. Þannig hófst samstarf okkar Steina í tónlistarheiminum, sam- starf sem þróaðist til ævilangrar vináttu. Steini var frábær tónlistarmað- ur og allt sem hann kom nálægt breyttist í einhverskonar galdur. Sem betur fer lánaðast mér að vera með Steina í mörgum hljóm- sveitum og jafnframt taka þátt í mörgum hljóðritunum þar sem við báðir komum við sögu. En fyrst og fremst var það samstiga sýn okk- ar á lífið og tilveruna sem fleytti okkur til ævilangrar vináttu. Það bar aldrei skugga á vináttu okkar Steina og ég mun minnast hans svo lengi sem ég lifi. Ég kem til með að rifja reglulega upp hita- veitustokkinn sem við gengum eftir úr Blesugrófinni á æfingar með Litla Matjurtagarðinum, Eikina, ég mun rifja reglulega upp allan hláturinn sem hann kveikti með húmornum sínum, fyrstu lög- in sem við sömdum saman og voru gefin út, öll heimspekilegu sam- tölin sem við áttum um allt og ekk- ert, Don Martin og MAD bækurn- ar, hrifninguna sem við fundum saman þegar við uppgötvuðum eitthvað nýtt í tónlistinni, og svo allt hitt. Takk fyrir samveruna, kæri vinur, ég sakna þín mikið og kveð þig með orðinu „sjáumst“ eins og við kvöddumst alltaf. Við Hulda sendum systkinum, ættingjum og vinum Steina okkar innilegustu samúðarkveðjur. Meira á www.mbl.is/andlat Haraldur Þorsteinsson. Þorsteinn Magnússon Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ÓLADÓTTIR, Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 4. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 22. september klukkan 13. Guðrún Björnsdóttir Trausti Sigurðsson Arndís Björnsdóttir Sigurður Einarsson Jens Gunnar Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGA EINARSDÓTTIR, Kleppsvegi 22, áður Bergstaðastræti 24b, lést föstudaginn 16. september. Páll Aronsson Bergþóra Ólafsdóttir Magnús Pálsson Ragnhildur Ólafsdóttir Haraldur Sigurðsson Ingunn Ólafsdóttir Hlöðver Már Ólafsson Erla J. Guðmundsdóttir Jóhannes Ólafur Ólafsson Sigríður Pálsdóttir Ólafur G. R. Hauksson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Þann 5. septem- ber síðastliðinn kvaddi Hildur Ein- arsdóttir hjúkrun- arfræðingur þetta jarðlíf og er stórt skarð hoggið í okkar hóp við ótímabært fráfall hennar. Hildur lauk BS-prófi í hjúkr- unarfræði frá Háskóla Íslands árið 1983 og 1991 lauk hún meistaraprófi í hjúkrun frá Ma- dison í Wisconsin í Bandaríkj- unum. Jafnframt var hún með sérfræðileyfi í hjúkrun lang- veikra frá embætti landlæknis frá 2004, með áherslu á hjúkrun nýrnasjúklinga. Hildur var snemma virk í fé- lagsstarfi hjúkrunarfræðinga. Fyrst með Félagi háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga, sem síðan sameinaðist Hjúkr- unarfélagi Íslands í núverandi Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga árið 1994. Hjúkrunarfræð- ingar eiga Hildi mikið að þakka en af einstakri trúmennsku sinnti hún ýmsum störfum fyrir félagið af mikilli einurð og festu. Í áratugi vann hún öt- ullega að hagsmunabaráttu hjúkrunarfræðinga með störf- um sínum í kjaranefnd. Hún sat einnig í stjórn félagsins, stjórn- um Starfsmenntunarsjóðs, Styrktarsjóðs og ekki síst Vinnudeilusjóðs. Um hann stóð hún sterkan vörð í áratug og tryggði að þar væri til nægt fé til að styðja hjúkrunarfræðinga Hildur Einarsdóttir ✝ Hildur Ein- arsdóttir fædd- ist 26. janúar 1958. Hún lést 5. sept- ember 2022. Útför hennar fór fram 13. september 2022. fjárhagslega ef til verkfalls kæmi. Hildur var ötull talsmaður framþró- unar í hjúkrun og munu hjúkrunar- fræðingar njóta hennar áhrifa um ókomna tíð. Sem dæmi um frum- kvöðlahæfileika hennar stóð Hildur fyrir stofnun fag- deildar nýrnahjúkrunarfræð- inga árið 2011 og var m.a. fyrsti formaður deildarinnar. Hún var framsýn og lét ávallt að sér kveða á fundum félagsins með uppbyggilegum og rökstuddum athugasemdum. Hildur var skýr í sinni afstöðu, skoðanaföst og hafði alltaf hagsmuni hjúkrun- arfræðinga að leiðarljósi. Rétt- lætiskennd hennar var sterk. Framlag Hildar var ekki síð- ur mikið þegar kom að fag- málum þar sem leiðtogahæfi- leikar hennar nutu sín. Hildur átti sæti í stjórn Vísindasjóðs um tíma, tók þátt í umbóta- vinnu innan félagsins og starf- aði með fræðslunefnd, svo eitt- hvað sé nefnt. Jafnframt lét hún mikið að sér kveða í baráttu- málum sérfræðinga í hjúkrun og var einn helsti leiðtogi þess hóps. Hjúkrunarfræðingar og Fé- lag íslenskra hjúkrunarfræð- inga eiga Hildi mikið að þakka fyrir ómetanleg störf í þágu hjúkrunarfræðinga. Blessuð sé minning Hildar Einarsdóttur, sérfræðings í hjúkrun. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.